12.4.2007 | 12:03
Frjálslyndir og umræðan um innflytjendamál.
Mig langar að koma hér með nokkra pistla og blogg sem ég hef séð hér á þessum stað, og finnst alveg frábært að lesa.
Aldrei er góð vísa of oft kveðin.
Fyrst er hér góð grein Kristins H. Gunnarsonar.
Kristinn H. Gunnarsson skrifar:
Kristinn H. Gunnarsson
Það var staðfest í fréttum RÚV í liðinni viku að útlendingum er mismunað í launum.
Það kom fram hjá formanni Samiðnar Finnbirni Hermannssyni. Þeim eru greidd lágmarkslaun en Íslendingar fá hærri laun.
Finnbjörn telur að ekki séu komin fram merki þess að laun Íslendinganna séu tekin að lækka en greinilega er útlendingunum mismunað og á þeim brotið með því að Íslenskir atvinnurekendur greiði þeim lægri laun.
Það var staðfest í fréttum RÚV í liðinni viku að útlendingum er mismunað í launum. Það kom fram hjá formanni Samiðnar Finnbirni Hermannssyni. Þeim eru greidd lágmarkslaun en Íslendingar fá hærri laun. Finnbjörn telur að ekki séu komin fram merki þess að laun Íslendinganna séu tekin að lækka en greinilega er útlendingunum mismunað og á þeim brotið með því að Íslenskir atvinnurekendur greiði þeim lægri laun.
Svipaðar upplýsingar höfðu áður komið fram í skýrslu Þóru Helgadóttur, starfsmanni Kaupþings, frá janúar 2007. Þar kemur fram að vísbendingar megi greina í þá veru að erlent vinnuafl sé að þiggja lægri laun en innlent líkt og gerst hefur í Bretlandi og Svíþjóð. Vísar hún til launaþróunar í byggingariðnaði og mannvrikjagerð skv. upplýsingum frá Hagstofu Íslands, en einmitt í þeim greinum er mest erlent vinnuafl.
Nýlega voru fréttir frá Bretlandi um áhyggjur ráðamanna þar af launaþróun láglaunafólks í kjölfar opnunar Bresks vinnumarkaðar fyrir nýju löndunum 10 í Evrópusambandinu. Ný gögn benda til þess að lágu launin fari lækkandi í kjölfar mikils innflutnings á vinnuafli frá þessum löndum og að atvinnuleysi fari vaxandi meðal ófaglærðra.Bretar opnuðu sinn vinnumarkað tveimur árum fyrr en Íslendingar, svo það er fróðlegt að fylgjast með þróuninni þar. En það verður að hafa í huga að fjöldinn sem hingað hefur komið á síðustu tveimur árum er margfalt meiri en í Bretlandi svo það má búast við að svipaðar afleiðingar komi fram fyrr og verði meiri en gerist þar.
Opnun vinnumarkaðarins fyrir launafólki frá löndunum í Austur Evrópu ekki vandalaust verk hvorki hér á landi né annars staðar þar sem lífskjör eru miklu betri en í nýju aðildarlöndunum. Þegar ákveðið var að nýta ekki heimildir EES samningsins um frestun á frjálsri för launamanna frá nýju ríkjunum voru margir aðilar sem vöruðu við því. Það var ekki af því að viðkomandi væru rasistar eða þaðan af verri heldur af því að áhrifin geta verið að ýmsu leyti slæm bæði fyrir Íslendinga og erlenda launafólkið.
ASÍ benti t.d. á að ótti væri við að verkafólk frá nýju ríkjunum væri tilbúið að sætta sig við lakari kjör en hér gilda . Lagði sambandið til að málinu yrði frestað í 3 ár. Verkalýðsfélag Húsavíkur benti á að offjölgun verkafólks frá láglaunasvæðum myndi valda tekju- og lífskjaraskerðingu fyrir íslenskt launafólk og að réttindi erlenda fólksins yrðu ekki tryggð. Svipaðar áherslur komu fram hjá Verkalýðsfélagi Akraness.
Afl, starfsgreinafélag Austurlands, sem hefur ef til vill mesta reynslu af þessari stöðu vegna framkvæmdanna við Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði, sendi alþingismönnum ályktun þegar breytingin var til meðferðar á Alþingi í apríl 2006, og upplýsti að trúnaðarráð félagsins teldi þegar hafna þróun í þá átt að íslensku starfsfólki sé sagt upp störfum og erlent launafólk á lægri launum ráðið í staðinn. Lítur trúnaðarráðið svo á að í óheftum innflutningi felist bein aðför að kjörum íslensks launafólks sem muni auk þess grafa undan grundvallaratriðum velferðarkerfisins.
Forystumenn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa ákveðið að leggjast algerlega gegn allri viðleitni Frjálslynda flokksins til þess að verja hagsmuni verkafólks og iðnaðarmanna með því að hafa stjórn á þeim fjölda erlendra launamanna sem geta á hverjum tíma komið til landsins og keppt við innlenda vinnuaflið um vinnuna eða gripið til annarra ráð sem verja kaup og kjör launafólks. Þeir eru sammála fulltrúum stjórnarflokkanna og atvinnurekenda og meta aðra hagsmuni meira.
Það eru mörg dæmi um að útlendingar ráða sig til vinnu fyrir lægri laun en Íslendingar sætta sig við. Þau eru til úr sjávarútveginum, byggingariðnaði og ýmsum iðngreinum. Þessi staða mun auðvitað hafa áhrif á laun Íslendinganna til lækkunar líka þegar fram líða stundir. Það er athyglisverð staðreynd að á síðustu árum hafa meðallaun á Vestfjörðum hríðfallið í hlutfalli af launum á höfuðborgarsvæðinu. Þau voru um 90% árið 1998 en voru komin niður í 80% sex árum seinna. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan launin á Vestfjörðum voru þau hæstu á landinu. Það er líka staðreynd að hlutfall erlends vinnuafls hefur óvíða verið hærra en einmitt á Vestfjörðum á þessum árum.
Nú er Seðlabankinn að spá því að atvinnuleysi geti orðið allt að 5% eftir tvö ár og um 6000 störf tapast. Halda menn að þá sé hægt að senda útlendingana úr landi eins og hverja aðra vöru sem ekki er þörf fyrir lengur? Auðvitað ekki, þeir hafa fullan rétt til þess að vera hér áfram og hafa margir hverjir sest hér að og munu leita sér að starfi og áfram vera tilbúnir að þiggja lágmarkslaunin.
Ég hef eingöngu fjallað um launaþáttinn í þessum pistli en það eru fleiri sjónarhorn sem þurfa athugunar við svo sem þróun til stéttaskiptingar milli Íslendinga og útlendinga eftir launum og störfum, búsetuþróun eftir þjóðerni og árekstrar milli menningarhópa, ekki síður milli erlendra hópa en milli íslendinga og útlendinga, en það er efni í annan pistil. En öllum á að vera ljóst að opinn vinnumarkaður fyrir alla er ekki einboðið mál og algerlega ástæðulaust að úthrópa þá sem vilja verja hagsmuni almenns launafólks.
Þeir sem hæst hrópa nú vilja kannski ekki að almenningur átti sig á því hvaða hagsmuni þeir hafa í fyrirrúmi og grípa þess vegna til stóryrðanna. Hver veit?Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður.
Skynsamur maður Kristinn H.
Svo er hér blogg frá bloggvini mínum Einari Ber. alias Iceman.
þri. 10.4.2007
Stefna VG í innflytjendamálum
er hér að neðan tekið af síðu Sóleyjar Tómasdóttur
- Lýðræði og mannréttindi - þar sem lagt er upp úr að opna samfélagið og aðlaga svo innflytjendur geti verið virkir þátttakendur á eigin forsendum.
- Velferðar og heilbrigðismál - þar sem gert er ráð fyrir að allir sem hingað koma geti nýtt sér grunnþjónustu samfélagsins.
- Atvinnumál - þar sem mikilvægustu aðgerðirnar eru að tryggja atvinnufrelsi einstaklinga, koma í veg fyrir mismunun og gæta þess að upplýsingar um réttindi og skyldur komist til skila.
- Menntun innflytjenda - þar sem lagt er upp úr að innflytjendur fái menntun sína metna að verðleikum og að þeir hafi sama aðgang að LÍN og aðrir íbúar landsins.
- Skólamál - þar sem fjallað er um fjölmenningarfræðslu, móðurmálskennslu og íslensku sem annað móðurmál, sem og stuðning við fjölskyldur innflytjenda og samskipti við þær.
- Íslenskukennsla er svo lokakaflinn, en þar er gert ráð fyrir kennslu á kostnað samfélagsins fyrir innflytjendur.
Að neðan getur að líta þann hluta stjórmálayfirlýsingar FF sem snýr að innflytjendum, og var samþykkt á landsfundinum í Janúar.
-----------------------------------------------------------------------
4. Málefni innflytjenda:
Frjálslyndi flokkurinn metur mikils vinnuframlag erlends fólks við uppbyggingarstarf í íslensku samfélagi síðustu misserin.
Margt af þessu fólki mun dvelja hér langdvölum og ber samfélaginu skylda til að veita því stuðning og hjálp til aðlagast íslensku samfélagi, m.a. með íslenskukennslu.![]()
Frjálslyndi flokkurinn telur afar nauðsynlegt að stjórnvöld hafi fullt eftirlit með komu erlends verkafólks inn á vinnumarkaðinn og tryggi að réttur þess sé virtur og aðbúnaður mannsæmandi. Flokkurinn telur að fólk sem hingað kemur eigi að geta notað sína menntun og fagþekkingu á innlendum vinnumarkaði, enda sé fullgildum skírteinum framvísað.
Frjálslyndi flokkurinn mun þó beita sér fyrir að undanþága sú, sem samið var um í EES-samningnum, varðandi innflutning verkafólks frá aðildarlöndum EES, verði nýtt og innflutningur takmarkaður, í samræmi við ákvörðun íslenskra stjórnvalda.
Yfirvöld verða á öllum tímum að hafa stjórn á því hverjir og hvað margir innflytjendur koma til landsins. Jafnframt ber öllum, sem sækja hér um dvalarleyfi, að skuldbinda sig til að hlíta íslenskum lögum og stjórnarskrá.
Frjálslyndi flokkurinn varaði á Alþingi við afleiðingum þess að nýta ekki undanþáguákvæði um frjálst streymi fólks frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins til landsins. Ríkisstjórnin neitaði að hlusta á þau varnaðarorð sem þingmenn Frjálslynda flokksins höfðu uppi, auk þess sem ríkisstjórnin vanrækti að marka stefnu í málefnum innflytjenda.
Ekkert gerðist í þessum málum fyrr en Frjálslyndi flokkurinn hóf umræður um innflytjendamál sl. haust.
Íslenskt þjóðfélag er að breytast í fjölmenningarþjóðfélag og er afar mikilvægt að nýir borgarar aðlagist samfélaginu og kynnist menningu þjóðarinnar og tungu.-----------------------------------------------
Geta fleiri en ég séð margt sameiginlegt með stefnu þessara tveggja flokka í innflytjendamálum....? Einhver?
Málið er að það hefur gætt töluverðs tvískinnungs í málfluttningi annara stjórnmálaflokka. Núna á að ræða þetta en bara ekki eins og Frjálslyndi flokkurinn gerir. Þ.e. það á að nota önnur orð. Þó meiningin sé sú sama.
Ég held að nú vilji allir Lilju kveðið hafa, en það er erfitt eftir allar upphrópanirnar. Og nóta bene í skoðanakönnun sem ég sá einhversstaðar þá vildu yfir 60 % landsmanna ræða innflytjendamálin.
Þá þarf að upphugsa hvernig eigi að koma að umræðunni án þess að taka undir málstað Frjálslyndra sem þeir eru búnir að úthrópa sem rasista. Þetta er að verða aumkvunarvert. Meira að segja nýbúarnir brosa að þessu upphlaupi. Og það eru margir þeirrra í kring um mig.
Þetta er einmitt flokkurinn sem ég var að ræða við þig um, sagði einn við annan, og benti á barmmerkið mitt "THis is the partý I was talking about, pleas give me your brouch". Það var greinilegt að þeir höfðu verið að grínast með þessa umræðu, og sú úttekt var ekki Frjáslyndum í óhag.
Ég var að spá í hvort þetta uphlaup væri næsta mál við klámumræðuna. Og hvernig hún endaði. Allavega er þessi umræða að snúast í höndum andstæðinga okkar. Og fólk að átta sig á því að hér er þarft mál á ferðinni og full þörf á. Henni er ekki beint gegn þeim sem hér eru, og heldur ekki gegn þeim sem hingað koma. Einungis viðvaranir um hvað getur gerst ef menn fara ekki með gát. Auðvitað hafa sumir farið fram úr sjálfum sér í þessum umræðum sem öðrum. það gerist alltaf, en það er kjánaskapur að dæma allann hópinn út frá einstaka mönnum.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 2022944
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég kann ekki að blogga. Þú spurðir hvar greinin væri til sýnis. Það er bloggsíðu minni sem ég kann ekki að finna sjálfur nema í gegnum bloggvini
mína. Ég fæ allsekki upp svona endalausa rúllu og kemur hjá þér. Mér dettur að pasa greinina inná hérna:
MARGT er breytt í þjóðfélaginu frá því að ég man fyrst eftir mér. Um margt er það endurlausn frá útbreiddu basli og fátækt fólks. Þá voru flestir í lægri tekjuhópum. Fleiri fannst manni þó vera ánægðir en í dag, enda var skorturinn sameign allra. Þeir sem voru taldir ríkir á Íslandi í mínu ungdæmi þættu það ekki í dag. Í kennarastéttinni voru fleiri karlar en konur, virðulegir menn sem gáfu manni áann ef með þurfti, sem þurfti reglulega. Konur unnu heima og leikskólar voru ekki til.Ég var alinn upp við sterka þjóðernisvitund, bæði í skólanum og á götunni. Danir voru djöflar sem píndu alþýðuna, DDPA, og við höfðum mikla fordóma í þeirra garð. Þjóðverjar voru nasistar og frekjur. Bretar og Kanar keyptu fiskinn og voru vinir okkar. Við Íslendingar áttum hins vegar fornsögur og þjóðsögur með draugum og álfum umfram aðrar þjóðir. Biflíusögur voru kenndar í skólanum, hellt var upp í okkur volgu lýsi í kennslustundum hvort sem við vildum eða ekki og gerð á okkur berklapróf á sömu nótum. Vandræðabörn voru send í sveit, berklasjúklingar sendir nauðugir á hælin, rónar voru rónar og sódóar voru sódóar sem við forðuðumst.
Nú er eitthvað sem er kallað persónuvernd sem kemur í veg fyrir allt svona. Það má ekki kenna uppsláttarfagið biflíusögur lengur vegna múslímakrakka. Víðsýnin býður okkur að kenna á erlendum málum í skólunum. Við verðum að aðlaga okkur að innflytjendum, ekki öfugt.
Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, segir núna blákalt við innflytjendur: Við báðum ykkur ekki að koma. Ef þið viljið ekki semja ykkur að áströlskum guðsótta og góðum siðum, þá skuluð þið fara annað. Hér verður engin fjölmenning eða fjölgyðistrú heldur kristið ástralskt þingræðisríki og samveldi. Ein lög og eitt tungumál sem þið skuluð læra. Ef þið viljið búa í trúarríki við sjarjalög þá hafið þið frelsi til að fara héðan.
En í Morgunblaðinu mínu er það meiri frétt að ríkið ætli að fara að þýða biblíuna upp á nýtt. Vorum við þá alltaf með rangan texta? Það er hins vegar talið til slíkra ótíðinda í blaðinu, að stjórnmálamenn, sem vilja ræða stjórnun á straumi innflytjenda til landsins, eru bannsungnir, svipað og gert var í pápískunni. Blaðið mitt úrskurðar að við þá menn eigi og megi engir tala.
Vilji maður flytja hund til landsins er hann settur í einangrun úti í Hrísey til langtíma. Það má ekki flytja beljukyn til landsins sem mjólkar meira. Það má ekki flytja inn arabíska stóðhesta, eða setja sænskar geddur í Þingvallavatn. En það eru engin takmörk fyrir því hversu margir eða hvers konar útlendingar mega flytjast hingað.
Við gömlu rasistarnir úr Norðurmýrinni, sem lifðum í áþvinguðu fjölmenningarsamfélagi styrjaldaráranna, vorum heimagangar hjá Kananum, vorum með hor í nefinu og töluðum ensku fyrir átta ára aldur, erum orðnir þegnar í íslenzku fjölmenningarsamfélagi, sem einhverjir eru að skapa án þess að við værum spurðir. Vorum við þó með talsverða reynslu.
Nú skilst okkur að það megi ekki einu sinni leita að illlæknanlegum bráðaberklum lengur af því að þá myndum við stuða innflytjendurna. Og þaðanafsíður megum við spyrja að því hvort innflytjandi geti hafa verið axarmorðingi eða barnaníðingur á heimaslóð eða hafi HIV.
Okkur er sagt að ríkið verði bara að kenna þessu fólki íslenzku á okkar kostnað svo verði þeir jafngóðir Íslendingar og við gömlu bísarnir. Ekki er spurt hvort innflytjendurnir yfirhöfuð vilji læra íslenzku eða geti það. Hvort þeir eftir það muni lesa Sturlungu eða biblíuna nýþýdda hefur ekki frétzt. Heldur ekki hvort ríkið ætli að láta þýða Kóraninn á íslenzku svo að innfluttir geti lesið hann á nýja móðurmálinu. Komumst við hjá því til lengdar með tilliti til jafnræðisreglanna, sem nú eru í tízku?
Margir telja að við séum að fremja freklegt ofbeldi á innflytjendum með því að neyða þá til að læra íslenzku. Það talar enginn íslenzku við okkur þegar við förum til útlanda. Af hverju þarf útlendingur sem kemur hingað í vinnu að læra þetta hrognamál frekar en hann vill? Getur hann ekki bara lesið Kiljan á útlenzku ef hann vill og flestir innfæddir tala ensku.
Hvers vegna er sjálft Morgunblaðið að tala fyrir svona þvingunum á innflytjendum? Blaðið virðist styðja ótakmarkaðan innflutning erlends fólks um leið og það dýrkar íslenzka menningu, þjóðleg sérkenni, Halldór Kiljan, nýja nýsköpunarstjórn og biflíuna. Hvernig getur þetta blað dregið svo víðtækar ályktanir af máli íslenzkra stjórnmálamanna, að við þá eigi eða megi enginn tala? Hvorki menn né stjórnmálaflokkar vegna þess að skoðanir Morgunblaðsins eru aðrar í innflytjendamálum. Jafnvel kvótamálið virðist víkja. Vonandi veldur þessi einstrengingur ekki fækkun í áskrifendafjölda blaðsins.
Nú streyma innflytjendur til landsins sem aldrei fyrr. Af hverju megum við ekki stjórna neinu í sambandi við þetta síðara fjölmenningarstig okkar eða hafa skoðanir í innflytjendamálum án þess að þola bannsöng blaðsins míns?
Höfundur er verkfræðingur.
vona að þú getir þá lesið hana.Kveha
Halldór Jónsson, 12.4.2007 kl. 13:31
Takk kærlega fyrir þetta Halldór minn. Þetta lærist. Nýjir tímar sjáðu til. Við skulum reyna að leiðbeina þér, vertu alveg óhræddur að spyrja. Kveðja Ásthildur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2007 kl. 15:12
Jú þarna er ýmislegt líkt og ég veit líka að velflestir frjálslyndir eru ekki neinir kynþáttahatarar. En þessir EINSTAKA menn eru allt of áberandi. Annars ætla ég ekki að tjá mig mikið meir um þetta mál. Hef mikið meiri þörf til að fá að vera með í hinni "óbeisluðu fegurðarsamkeppni"
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2007 kl. 12:06
2Ásthildur lesist: að vera með sem sauðtryggur lesandi þinnar bloggsíðu og fylgjast með "hinni óbeisluðu" fegurðarsamkeppni. Meiri lætinn í mér, svo fljót að ýta á "senda".
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2007 kl. 12:08
3Já þú ert frábær Jenný mín. Ein af mínum uppáhalds......
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2007 kl. 12:16
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2007 kl. 15:38
Hér varð eg að laga smávegis því færslan kom tvisvar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2007 kl. 15:38
Þakka þér Ásthildur mín upplýsingarnar. Það er von að þú spyrjir hver sé munurinn á stefnunni þegar hún auðvitað engin. Allir eru sammála en einungis sumum leyfist að ræða málin, eða réttara væri að segja að þegja um málin. En það er nú sem betur fer til réttlæti i heimunum og þeir sem beita öðrum óretti munu að lokum finna fyrir eigin meðulum
Katrín, 12.4.2007 kl. 17:28
já, við verðum að ræða þetta, óhrædd.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.4.2007 kl. 17:43
Kvitt fyrir mig.
Ragnar Bjarnason, 12.4.2007 kl. 20:03
Takk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2007 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.