Öllu er nú hægt að vera stoltur af.

Ef þú ert svona stolt af þessu Unnur Brá, eftir alla sóunina sem er raunveruleikinn þegar við áttum í erfiðleikum þá segi ég nú bara megum við ekki bara senda þér reikninginn sem af þessu hefur hlotist.  Segi samt að ég hef fulla samúð með Vestmanneyjingum, en þetta er bara einum of mikill kostnaður til að vera stolt.  Það var margvarað við þessari framkvæmd og að ekki skyldi vera tekið tillit til aðvarana frá sjómönnum og mönnum sem þekkja til er þjóðarskömm og þú ættir líka að skammast þín.


mbl.is „Ég er stolt af því“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo merkilegt Ásthildur, hversu margir gera ekki greinar mun

á "Stolti" og "Heimsku"

Bilið þar á milli er ansi þunnt.

Því miður fyrir Íslendinga, á seinni hlutinn við um flesta sem

á þingi eru. Þar ræður flokks-fávitáróðurinn mestu.

Að ver stolt yfir sinni eigin "heimsku" lýsir best hvernig

hún kynnti sér málefnin.

Gísli, Eiríkur og Helgi, margreyndu að bera sólina inní hús

hjá sér. Allir vita hvernig það fór.

Sama er því miður með Íslenska stjórnmálastétt og embættismenn.

Allt þetta lið, heldur að það sé að gera eitthvað gott fyrir

þjóðina, en fattar bara ekki, að það er í sömu sporum og

Gísli, Eiríkur og Helgi.

Á meðan allt fer á hliðina, vegna þessarar aulatrúar að

hægt sé að bera til almennings sólina í hatti, þá mætir

svona fólk og hælir sér fyrir eigin heimsku.

Hvers á þjóðin að gjalda...??

Eigum við þetta kannski bara skilið...???

Á almenningur á Íslandi einhverja von með svona

fólk í broddi fylkingar...??

Hvar er þingsvarinn eiðurinn um að vinna fyrir þjóð

og almannaheill..??

Held að flestir af þessum þingmönnum okkar, myndu hiksta

ef hann/þau yrðu beðin að fara með loforðið sem þau

öll hétu okkur landsmönnum í byrjun síns frama á þingi.

M.b.kv. ávallt.

Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 29.4.2015 kl. 20:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innleggið Sigurður minn, því miður hefurðu alveg rétt fyrir þér, það er stutt bil milli stolts og heimsku, Hélt að það væri meira spunnið í þessa ágætu konu en þetta.  En svona er það bara.  Og það verður því miður að segjast eins og er að meðan fólk endalaust kýs svona fólk yfir sig aftur og aftur þá eiga íslendingar skilið það ástand sem við erum í.  Vegna þess hreinlega að á fjögurra ára fresti eigum við þess kost að segja þessu fólki upp, en við gerum það ekki og bætum í ef eitthvað er.  Það er sorgleg staðreynd en þannig er það bara, sumir ættu eiginlega ekki að hafa rétt á að kjósa, því þeir eru hættulegir fyrir okkur öll og hafa komið samfélaginu í þær ógöngur sem þær eru komnar í, með heimsku eða meðvirkni, húsbóndahollustu eða öðru fáránlegu sem ég á ekki orð yfir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2015 kl. 23:11

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sumir reyndar eru ekki færir um að lofa að fara eftir sannfæringu sinni, því sumir hafa enga sannfæringu, bara pólitíska eiginhagsmuni að því er virðist. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2015 kl. 11:13

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Ásthildur þetta er svo veruleikafirrt lið að það hálfa væri nóg!

Sigurður Haraldsson, 30.4.2015 kl. 12:54

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Magnaður nafni og hverju orði sannara sem þú skrifar.

Sigurður Haraldsson, 30.4.2015 kl. 12:56

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þér, Ásthildur.  Merkilegt hvað margt annars ágætisfólk virðist umturnast þegar komið er í þingstóla.
Annað hvort eru einhver dularfull, annarleg áhrif að verki í þessu þinghúsi okkar eða að kerfið sjálft er ófreskja sem engu mannlegu eirir.

Kolbrún Hilmars, 30.4.2015 kl. 13:40

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Sigurður já veruleikafyrringin er algjör.

Já Kolbrún sagði ekki Sólveig Vagna gamla frá Þingeyri að það væri illur andi í þessu húsi og hún sagði að það þyrfti að hreinsa út, særa út, en ef til vill er nóg að hreinsa til í þingliðinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2015 kl. 18:15

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Landeyjahöfn er sorglegt daemi um fáránlega pólitík, vinsaeldapot og hreint ótrúlega heimsku. Svo einfalt er thad, thví midur. Enginn er ábyrgur, en their sem tóku thátt í dellunni veigra sér ekki vid ad segjast stoltir af afrekum sínum, vardandi thennan óskapnad. Thví midur virdist stefna í enn staerra Landeyjarhafnardaemi á ný og ad thessu sinni í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Bjálfahátturinn rídur ekki vid einteyming, svo mikid er víst. Thad efadist enginn um naudsyn thess ad baeta úr samgöngumálum Vestmannaeyjinga, frekar en nokkur efist um thörfina á nýju sjúkrahúsi. Thegar hins vegar pólitískar turtildúfur eiga ad ákveda stadsetningar naudsynlegra almannamannvirkja, virdist theim einkar lagid ad drulla algerlega upp á bak, thví midur.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.4.2015 kl. 20:39

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákæmlega Halldór þegar kemur að ákvörðunum þá er alltaf þetta klíkusamfélag sem tekur völdin og algjörlega á skjön við þjóðarvilja og hagsæld vyrir þegnanna, það er bara  svo sorglegt og er að gera það að verkum að fólk eins og ég er að springa. við sitjum nefnilega á púðurtunnu og það bara þarf svo lítið til að allt bresti eins og snjóflóð eða hafalda.  Og þetta fólk sem sér ekki hvað það er að gera bara einfaldleg gerir sér enga grein fyrir hver nálægt þau eru að verða sett i gapastokk á Austurvelli.  En það líður að því, því miður ef þau skilja það ekki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2015 kl. 00:31

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var að lesa þennan pistil í fyrsta sinni. Vinnustaðurinn "Alþingi" hefur um árabil verið vettvangur andstæðra afla,sem mundu aldrei fara biðjast afsökunnar fyrir ákvarðanir sem teknar eru í góðri trú að komi þjóðinni til góða.Allra síst þegar menntaðir fræðingar leggja til útreikninga.Ein lítil manngerð höfn,verður jafn skipgeng og Vaðlaheiðargöng eru núna.---
Ég velti fyrir mér hvað hafi valdið þessum frekar óheppilegu orðum ráðherra. Hvað svo sem nema andstyggilega ruddalegar,skrækar aðfinnslur stjórnarandstöðu,fá heilvita manneskjur,sem venjulega eru kurteysar eins og Unnur Brá,til að bregðast við á þennaaan hátt..Ef öskrin í stjórnarandstöðunni eru mannleg,þá eru viðbrögð Unnar Brá það.   

Helga Kristjánsdóttir, 1.5.2015 kl. 02:28

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Menn mega ekki láta slík öskur ata sér út í svona slag Helga mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2015 kl. 10:25

12 Smámynd: Jens Guð

 Landeyjahöfn er brandari frá A - Ö.  En því miður rándýr brandari sem sér hvergi fyrir enda á.  

Jens Guð, 1.5.2015 kl. 18:55

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Jens, og það versta við þetta er að þeir sem unnu við skipulagninguna og svo þeir sem ákváðu þetta bera enga ábyrgð á fjáraustrinum, og svo þegar til og með þingmaður hrósar sér og er stolt af þessari misgjörð þá misbýður mér algjörlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2015 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2020808

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband