Páskaungi - minkur og kraftaverk.

Jamm þegar ég fór að hlusta á Aldrei fór ég suður, setti ég á mig minkaslá sem ég keypti úti í Póllandi, eitthvað svona grobb eittvað sennilega.  Þetta er rosalega flottur trefill eiginlega, úr minkaskinni.  En viti menn þar sem ég var að troða mér í gegnum þvöguna fann ég allt í einu að ég var búin að týna minknum mínum.  Það var þvílík stappa allt í kring um mig svo ég vissi að það var vonlaust að reyna að kíkja eftir honum.  'Eg fór því og ræddi við Gulla sem var að vinna þarna á barnum og sagði honum farir mínar ekki sléttar.  Ég fór við svo búið og var eiginlega viss um að bara kraftaverk myndi verða til að ég sæi minkinn minn aftur. 

Viti menn svo þegar ég kom niður úr gróðurhúsi áðan, lá þá ekki minkurinn á eldhússtólnum hjá mér.  Börnin mín voru hér nokkur og ég spurði hver hefði komið með minkinn.  Ó sagði tendadóttir mín, það var hún Ingibjörg Karls, hún var eiginlega viss um að þú ættir hann, en bað mig að koma með hann aftur til sín ef svo væri ekki.

Er þetta ekki alveg frábært ?  Það var þetta sem ég meinti þegar ég sagði að það hefði verið svo mikil ró yfir öllu.  Það var eins og öllu liði svo vel.  Og allir væru ánægðir bara með sig og sitt.  Og svona getur fólk verið yndislegt og gott.

Takk fyrir mig segi ég nú bara.

IMG_2909 Hérna er hann um hálsinn á mér þessi elska.

 

En það var fleira sem datt inn um eldhúsdyrnar hjá mér.  Það var nefnilega páskaskreyting í Gullauga, sem voru lifandi páskaungar.  Stubburinn minn og önnur barnabörn höfðu mikinn áhuga á þessum ungum, og minn afrekaði að fá einn gefins, þegar sýningartíð hans væri liðinn.  Eigandinn hann Örn Torfa kom svo með ungann áðan, stubburinn var búin að vera heilan dag að finna kassa og eitthvað til að setja hjá honum.  Hann fær að vera hér inni þangað til hann verður aðeins stærri, þá verður hann settur út í hænsnakofann.  En vonandi er þetta eins og stubburinn sagði; amma þetta er alvöru íslensk varphæna. Það væri eiginlega verra ef þetta reyndist vera hani, sem er reyndar töluverð hætta á.

IMG_4005 En það eru svo fleiri en stubburinn sem glöddust yfir unganum, Brandur er nefnilega líka þrælspenntur, en af öðrum ástæðum. Brandur og Júlli 007

Nammi namm segir hann.

Eins gott að passa upp á ungann.

IMG_4009

Þannig er nú það.  Var annars mjög dugleg að prikla.  Var bæði með petuníu, og ilmskúf.  Það fer að verða frekar lítið pláss hjá mér í gróðurhúsunum.  IMG_0910


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mín flott í minknum.  Æði að þú skyldir fá hann til baka.  Ásthildur, ef þú ekki vissir það þá ert þú NÁTTÚRUBARN!!! Hænur, gróðurhús og ég veit ekki hvað og hvað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2007 kl. 17:23

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er bara ótrúlegt svei mér þá.  Hænurnar mínar gefa mér bestu egginn.  Mér er sagt að ef hani er í hænsnabúinu þá sé minna af kolestroli í eggjunum.  Veit ekki hvort þetta er satt, en þau eru allavega miklu betri á bragðið. Enda fá þær allt sem gengur af í eldhúsinu og arfann með líka, þessar elskur.  Svo máttu ekki gleyma fiskunum mínum Jenný mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2007 kl. 17:48

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Páskasíða bloggsins í ár!

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2007 kl. 20:45

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jón Steinar minn, gaman að sjá að þú ert í netsambandi.

Ætli maður geti þaggað niður í páskaunga með því að setja teppi yfir búrið hans?  Svo hann verði í myrkri meina ég.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2007 kl. 20:56

5 Smámynd: Skafti Elíasson

Kraftaverkin gerast fyrir þá sem trúa á þau :)

Skafti Elíasson, 9.4.2007 kl. 23:05

6 Smámynd: IGG

Dásamlegt allt saman.

IGG , 9.4.2007 kl. 23:14

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Satt segirðu Skafte minn.  Maður verður að trúa á kraftaverk til að þau gerist.  Já Ingibjörg mín þetta var sannarlega gott mál. 

Já Halla mín, hann svaf við kassann í alla nótt, stökk svo frá skömmustulegur í morgunn.  Við fundum nettösku svona sem á að nota undir áhrein föt sem passar yfir kassan.  Svo Brandur nær ekki ofan í hann.  En áhuginn er gífurlegur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2007 kl. 09:06

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er gott að  að  minkurinn fannst. Svo þarf að passa upp á Brand það og líka littla páska ungan.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.4.2007 kl. 10:51

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég verð nú að viðurkenna að ég hef meiri áhyggjur af unganum en ég hafði af minknum.  En ég ætla mér að hugsa vel um hann þangað til hann kemst upp í hænsnakofann til hinna pútanna.  Brandur þarf að finna sér eitthvað annað til að eltast við mýs til dæmis.  Hann er mikill músaveiðiköttur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband