Aldrei fór ég suður, og fer ekki fet !

Jæja ég skrapp á þessa frábæru einstæðu tónleika í gær, vegna þess að Elías minn var að spila með lúðrasveitinni, og ég varð ekki fyrir vonbrigðum.  Frábært framtak hjá þeim feðgum Mugison og Mugipapa. Þarna ríkti gleði og einhvernvegin samt ró yfir öllum. 

Það var gert í því að blanda öllum saman sem spiluðu, heimsfrægum og bílskúrsböndum, svo fólk kæmi ekki bara til að hlusta á þá ríku og frægu, og færu svo.  En það var líka skemmtilegt að þetta var ókeypis, og allir voru jafnir hvað það varðaði.  Ætli þetta sé ekki alveg einstakt í heiminum.  Þökk sé þeim sem þarna stóðu að verki.  Og þökk sé frumkvöðlunum.

 

IMG_3940 Smáhvíld áður en farið er á svið.

IMG_3965 Eins og sjá má var múgur og margmenni.

IMG_3970 Troðfullt úr út dyrum.

IMG_3966 Hér spilar lúðrasveitinn, ásamt hljómsveitinni Appolo, sem er reyndar alveg frábær grúppa.  Þeir spiluðu Smoke on the water og We will rock you í þrumandi stuði, og var vel fagnað.

IMG_3971 Þessi myndarlegi maður var að syngja á undan þeim, vonandi fyrirgefur hann mér, en ég man ekki hvað hann sagðist heita, en hann var að syngja lagið hans Sigga Björns Er það hafið eða fjöllinn. 

IMG_3972 Hér eru svo hin stórmyndarlegu Mugimama og Mugipapa.  Þið ættuð að heyra hann taka Wonderful world. Hann hlýtur að hafa tekið það á hátíðinni, þvílíkur strigabassi sem kappinn er.

IMG_3974 Hér stígur svo Lay Low á sviðið, þið verðið að afsaka hvað myndin er yfirlýst, en það var svo dökkt sviðið að hún sást ekki.

IMG_3977  Hér eru svo Vagnsbræðurnir frá Bolungarvík, með þeim er frúin hans Hrólfs, þýsk og heitir Íris Kramer.  Mikil blásarakona, var hér með námskeið um daginn og setti saman Bigband. 

Sem sagt algjörlega frábært kvöld.  Og smánasasjón af því hér.

Set hér inn tvær myndir frá Ísafirði, sem ég tók í morgun.  Dýrðarveður hér í dag.

IMG_3979

IMG_3980


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

þAÐ HEFUR VERIÐ GAMAN HJÁ ÞÉR .

Kristín Katla Árnadóttir, 8.4.2007 kl. 11:09

2 identicon

sæl Ásthildur.

Þessi myndarlegi maður á myndinni er enginn annar en Ólafur "Popp" Ragnarsson. Það er hann sjálfur sem á lag og texta Hafið eða fjöllin. Siggi hefur verið duglegur að flytja það og er það á einni plötunni hans. Helgi Björns flutti lagið líka í myndinni í faðmi hafsins. Diskarnir hans sigga og diskurinn með lögunum í faðmi hafsins er til í handverkshúsinu purku á Flateyri (Félagsbæ)

bestu kveðjur Sig haf Flateyri

Sigurður J. Hafberg (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 11:54

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegt þarna hjá ykkur.   Ég er á því að Ísafjörður verði næsti menningarbær.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2007 kl. 11:57

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það var sko gaman  Sigurður mér heyrðist hann segja Óli Popp, en þorði ekki að fara með það.  Ég hef sennilega verið frekar dónaleg óvart. því ég sagðist hafa séð hann flytja lagið hans Sigga  Það leiðréttist hér með takk fyrir það.

Jamm Jenný mín ég legg til að Ísafjörður verði næsti menningarbær. Hann á langa menningarsögu þessi bær.   Takk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2007 kl. 12:38

5 Smámynd: Skafti Elíasson

Ísafjörður er menningabær

Skafti Elíasson, 8.4.2007 kl. 12:50

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

frábært framtak!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.4.2007 kl. 12:53

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er alveg frábært.  Svo er maður boðin í mat í kvöld.  Hér eru þýskir vinir okkar, og þau bjóða okkur í holusteik, íslenskt fjallalamb.  Oh boy það verður nice.   Þau komu óvænt hingað, fengu hagstætt  ferðatilboð, en þau eiga hér sumarhús í Hnífsdal.  Svo þau skelltu sér bara alla leið frá Svartaskógi í menningarviku á Ísafjörð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2007 kl. 13:14

8 Smámynd: IGG

Sæl og blessuð og takk fyrir þessa frásögn hér að ofan og myndirnar. Ég horfði sko á Rokkhátíðina alla á föstudaginn en gleymdi svo að kveikja á tölvunni þar til kl. 1900 í gær og missti því af öllu þessu sem þú talar um en horfði svo til enda. Mér fannst æðislegt að fylgjast svona með og tek undir - greinilega frábær stemmning og menningarlegt eins og við er að búast í okkar góða heimabæ. Já og gleðilega páska!

IGG , 8.4.2007 kl. 19:05

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosaleg held ég að það sé gaman fyrir vestan, á alveg eftir að koma mér í þennan landshluta,hef lengst komist í Bjarnafjörð og Gilsfjörð, en nú á ég vinkonu  sem ég get kíkt á.  Páskakveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2007 kl. 21:06

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar stelpurnar mínar.  Já þetta var frábært og veðrið líka.  Ójá þið eruð velkomnar til mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband