12.4.2015 | 22:35
Söngvakeppni framskóla.
Ég fylgdist með þessari keppni bæði forkeppninni og svo lokakeppninni. Ég verð að segja að það er góð tilfinning að sjá hve frábær ungmenni við eigum í söngbransanum, þessir krakkar stóðu sig öll frábærlega vel. Samt sem áður verð ég að segja að úrslitin komu mér á óvart. Ég hélt að það væri verið að velja besta söngvarann. Lagið sem vann var ágætt og söngvararnir frábærir, og þessi unga kona sem vann og hennar meðsöngvarar voru flottar, og ég skynjaði frábæran einstakling í þessari ungu stelpu sem skemmtilegan einstakling. En samt sem áður varð ég fyrir vonbrigðum með sigurlagið, ég var alveg ákveðin í að Stúlkan úr Garðabænum myndi sigra, lagi sem hún söng var frábært og túlkunin hjá henni einstök. Einnig var ég afskaplega hrifin af söng stúlkunnar úr MH og gítarleikaranum og táknmálsdæminu. Hún var svo falleg og með þessar frábæru tæru rödd, sem fáir myndu hafa eftir.
Ég hélt að það væri verið að leita eftir "gæsahúð" eins og ein úr dómnefndinni sagði. En sigurlagið var engin gæsahúð, langt í frá, bara svona smekklegt og enginn áreynsla. Gæsahúðin var með stúlkunni úr Garðabænum og svo úr menntaskólanum í Hamrahlíð.
Ef verið var að dæma um söng eins og þessi keppni bendir til, þá segi ég nú bara ágætu dómarar hvar er ykkar gæsahúð? Enda sá ég að þið voru ekki endilega neitt rosalega stolt af því sem þið buðuð fram.
Þessar stelpur sem unnu, eiga vonandi eftir að gera góða hluti, en það sem upp úr stendur í mínum huga eru Garðabær og MH. Sem algjörlega standa upp úr að mínu mati. Og þannig er það bara.
Syngur mest í sturtu og eldhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022157
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var einmitt að tala um þetta í gærkvöldi: þegar við vorum á yngri árum, var það bara tilfallandi hver fór að syngja með hljómsveit og svoleiðis. En nú á dögum eru sem betur fer haldnar keppnir, þannig að ungmenni meö hæfileika fá að njóta sín. Það var ekkert hér í 'gamla daga' sem peppaði krakka upp, t.d. til að læra á hljóðfæri, enda fjárhagur oft bágborinn. Það var helst að ef einhver nemandi var 'uppgötvaður' í barnaskólanum sínum, t.d. eftir að hafa sungið í kór.
Hér fyrr á árum tíðkaðist það því miður ekki að einhver gæti átt sér feril sem söngvari að atvinnu. T.d. Rúnar Júl: ég man eftir viðtali við hann þar sem hann sagði að mamma sín hafði sagt við hann hvort hann ætlaði ekki að fara að fá sér almennilega vinnu.
Og einn með góða rödd, sem varð síðar óperusöngvari: félagarnir þurftu að bera hann inn í söngtíma í MH til Þorgerðar sem stjórnaði kórnum. Búin að gleyma í bili hvað hann heitir :( - En ég gleymdi líka um daginn hvað Blöndós héti - en sem sagt: það er mikilvægt að byggja íslensk ungmenni upp. Hér fyrr á árum voru nemendur bara brotnir niður af kennurum sem voru ofbeldisfullir: kölluðu nemendur jafnvel þorskhausa og svo fékk kynferðisáreitið líka að grassera.
Frábærir nemendur komu fram í söngvakeppninni, og ýmsir þar eiga eftir að gera góða hluti.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 12.4.2015 kl. 23:07
Já Ingibjörg mín, sem betur fer er betur hlúð að ungviðinu okkar í dag og þau fá fleiri tækifæri. Og þessir krakkar voru bara svo flott og yndæl eins og æskan okkar er í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2015 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.