5.4.2007 | 22:48
Páskar, Skíðavika og Aldrei fór ég suður.
Smá sýn á mig svona í ljósaskiptunum.
Þegar að ég horfi á,
húmið færast yfir.
Daginn lengir, dimman blá,
drauma nætur lifir.
Páskavikan Pálma á
prúðum degi byrjar.
Lúnum beinum leyfi þá,
að losa dagsins klyfjar.
Fríinu ég fagna sko!
Friður er í skrokki.
Aldrei fór ég suður svo,
eg sveiflast hér í rokki.
Eða þannig sko. hehehe.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 2024010
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
FLOTTUST,,,
Rannveig H, 5.4.2007 kl. 22:59
Heheheh mín elskulegi Stakkanespúki og frábæra manneskja
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2007 kl. 23:12
Þú ert smart Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.4.2007 kl. 23:51
Tær snilld
Ragnar Bjarnason, 5.4.2007 kl. 23:58
Maðurinn þinn Ásthildur mín og maður systur minnar eru systkynja börn, hann heitir Þór Rúnar Þorsteinsson. Helduru að maðurinn þinn kannist við þetta?
Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2007 kl. 00:06
Ég ætla bara að spyrja hann á morgun. Hann er sonur Skafta Sigþórssonar hljómlistamanns, sem var mikið í tónlist og spilaði lengi með symfóníuhljómsveitinni, og samdi marga texta undir nafninu Náttfari, Dísa í dalakofanum og Jósep Jósep og fleiri. Annars takk mín elskuleg öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2007 kl. 00:50
Já þetta passar þá er hann skildur Vilborgu Sigurþórsdóttir
Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2007 kl. 00:55
Takk Arna mín. Villu frænku segir þú. Við höfum alltaf sent henni jólakort. Gaman að heyra þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2007 kl. 10:58
Glæsimeyja ertu frú Ásthildur...svo fögur og fín með varalit og alles!!!! Best ég greiði mér og setji vaselín á munninn..maður vill ekki falla í skuggann af bloggvinum sínum
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.4.2007 kl. 11:45
Jamm þú verður endilega að gera það sko ! Ég er sallafín í dag, er að fara upp á lóð að prikla. Verð að halda mig til fyrir minn elskulega eiginmann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2007 kl. 11:57
Frúin rokkar feitt. Glæsileg
Katrín, 6.4.2007 kl. 11:58
Takk Katrín mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2007 kl. 12:05
Um að gera að vera flottastur Ásthildur mín, hvort sem við sitjum við tölvuna, brjótum saman sokka, hrærum í pottum eða "prikum" (hvað er það?). Rosalega ertu æðisleg kona Ásthildur!
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2007 kl. 13:05
Ég meina "priklum".
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2007 kl. 13:06
Takk Jenný mín. Priklun er dreyfplöntun á okkar ylhýra taka litlar fræplöntur sem eru allt of þétt saman og setja í stærri potta
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2007 kl. 14:34
Vá hvað skvísan er flott, páskakveðjur frá Selfossi
Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2007 kl. 15:06
Kærar kveðjur til þín líka Ásdís mín. Maður verður nú að punta sig svolítið svona á há-hátíðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2007 kl. 16:41
Hættulega flott! Ég dauðöfunda þig að fá alla þessa frábæru tónlistarmenn beint í æð þarna fyrir vestan um páksana. Getur þú hugsað til mín svona í einu lagi? - ég er viss um að þú ert svo kröftug að með smálagni nærðu að senda allavega nokkra takta yfir Tröllaskagann
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 21:48
Ég skal reyna hvað ég get Anna mín .
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2007 kl. 22:07
Æðisleg(t)!
Berðu kveðju mína heim á besta stað í heimi!
Kv. Ingibjörg G.G.
IGG , 6.4.2007 kl. 22:22
Ég skal örugglega gera það Ingibjörg mín.
Hey og búin að láta verða af því að skrá þig til lukku með það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2007 kl. 10:09
Takk fyrir að vilja vera bloggvinur
minn þó ég sé ekki farin að blogga. 
IGG , 7.4.2007 kl. 10:46
Engin spurning um það mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2007 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.