4.4.2015 | 17:51
Ferðasagan Osló Kiel.
Osló er höfuðborg Noregs, það vita allir.
Ósló er höfuðborg Noregs. Þar bjuggu rúmlega 640.313 íbúar árið 2014. Fylkið, sveitarfélagið og bærinn heita öll Ósló. Borgin er vinabær Reykjavíkur. Við lentum á Gardemoen og sonur okkar sótti okkur þangað. Það var fagnaðarfundur með okkur og börnunum. Elías Nói elska afa sinn alveg rosalega mikið og reyndar ömmu líka.
Litla prinsessan okkar var dálítið feimin fyrstu sekúndurnar en svo ekki meir. Hún var búin að skipuleggja hvar við ættum að sofa, þ.e. hjá henni sem við gerðum.
Stubburinn var öruggari hjá mömmu svona til að byrja með, en það var ekki lengi, því hann mátti ekki sjá af afa neina stund. En hann er yndislegur eins og þau eru öll, og svo er hann nýorðin tveggja ára. <3
Óðinn Freyr er orðins svo stór strákur, hér eru þeir feðgar saman í tölvum. En þeir eru bestu vinir.
Ég er mjög stolt af börnunum mínum, því þau kenna börnunum sínum að bera virðingu fyrir öðru fólki rétt eins og við pabbi þeirra héldum að þeim. Hvað ungur nemur gamall temur. Og svo sannarlega er sorglegt að sjá til barna sem eru dónaleg.
En þegar við komum til Noregs var einmitt vetrarfrí. Norðmenn gera mikið úr slíkum fríum, fara með börnin í ferðalag stundum til heitari landa, eða í Hyttuna sem flestir eiga, nú eða fara í siglingu á skemmtiferðaskipi, og það var það sem við gerðum. Fórum í siglingu til Kiel í Þýskalandi. Þetta er tveggja daga sigling í allskonar lúxus.
Enginn smásmíði þetta skip.
HLuti hópsins, en Alejandro eiginmaður Vickýar frænku Ella kom með ásamt börnunum sínum þeim April og Axel. Hér eru vinirnir Róbert og Óðinn Freyr, Sólveig Hulda.
Hagbarður blessaður komst ekki með, því hann þurfti að sinna dóttur sinni henni Rósu Jónu, en hún var einmitt veik á þessum tíma elsku litla fallega hetjan.
Fólkið dreyf að út öllum áttum, og það voru mörg börn sem voru að fara með foreldrum sínum.
Mikil tilhlökkun var hjá unga fólkinu, verðinu er stillt í hóf svo sem flestir hafi ráð á að sigla.
Og auðvitað voru trúðar um borð.
Kiel er höfuðborg og fjölmennasta borgin í Schleswig/Holsten með rúmlega 240.000 íbúa.
Kiel er ein frægasta skipaborg í Þýskalandi og þar hafa verið haldnir ólympíuleikar í siglingum. Þar er haldinn árlega ein stærsta siglingaviðburður í heimi, svokölluð Kielweek.
Þar er stærsti herfloti Þýskalands og auk þess er Kiel Skurðurinn einn af stærstu manngerðu skurðum. Ég hef ekið yfir hann á brú sem er hrikalega há, þar undir fara lestar á leið sinni til Hamborgar. Ekki alveg fyrir lofthrædda?
Þau sem skemmtu sér allra best voru krakkarnir okkar, þau voru fjögur á sama aldri, Óðinn, Róbert, April og Minerva Hjörleifsdóttir, en þau Róbert eru bræðrabörn. Þau sáust mest lítið í ferðinni nema á matmálstímium
Það var ansi troðið þegar við vorum að koma okkur um borð.
Kátir og yndislegir krakkar.
Þessi skipstjóri tók á móti litlu krökkunum en mín var hálfsmeyk við þennan skrýtna karl.
En hana langaði svo mikið að tala við hann
Svo amma þurfti auðvitað að koma til aðstoðar og "kynna" þau.
Kominn inn í klefan okkar, þá er hægt að fara að slaka á.
Man ekki hvað voru margir farþegar, en minnir að þeir hafi verið rúmlega 2000, og allir að komast inn í einu, svona dálítið stapp.
Við "göngugötuna" í skipinu á hæð 7, voru tveir barir annar heitir Monkeybar og hinn Donkey bar. Við hertókum Donkeybarinn hahaha.
Það er alveg sama hvaða barn á í hlut, þau elska öll afa. Hér er Axel að leika við afa með svarthöfða og fleiri kempur
Hvernig sem það æxlaðist þá fundu börnin okkur alltaf um matarleytið
Svo voru þau horfin á braut. Þau fóru í sund sem er hin besta skemmtun.
Hér má sjá hluta af "göngugötunni" í þessum íbúðum býr ríka fólkið, veit ekki hvort það er neitt skemmtilegra en að vera bara einn af fjöldanum.
Næturlífið var líka glæsilegt, skemmtanir og live músikk.
Svo má bara fylgjast með hafinu og njóta útsýnisins og kyrrðarinnar.
Eða fara á kvöldshow, og leyfa börnunum að njóta sín, því hér mega þau vera með.
Jamm og allt í boði hússins (skipsins)
Norskar dragdrottningar.
Og hér sjáum við Conchita Wurst eða staðgengil hennar/hans. Þetta var virkilega gaman.
Hversu mörg ykkar hafa farið í svona glæsisiglingar?
Og hér erum við stelpurnar komnar til Kiel, í moll, en málið er að norðmenn eru ekki bara að fara í skemmtisiglingu heldur líka verslunarferð, því hér er allt mikið ódýrara en í Noregi. Og nú er notaður tíminn.
Kiel.
Þýska stílbragðið.
Farið í mollið.
Ég hef reyndar ekkert gaman af að vera í búðum, en það er alltaf gaman að skoða nýja staði.
Við Mínerva sátum og spjölluðum meðan aðrir voru að versla og skoða. Þessi skóbúð er uppáhaldsskóbúðin hennar mömmu sagði Mínerva. Við ákváðum að fara inn og skoða, og þarna fundum við báðar flotta skó sem okkur langði í. Og keyptum þá, hér er Mínerva að máta sína
Svo þurfti að prófa hringekjuna.
En nú elskurnar er ég í miðju kafi að elda páskalærið, stelpurnar ætla að fara á morgun, svo ég flýtti matnum, við ætlum að eiga kósýstund áður en þær fara niður í skemmu að fylgjast með Aldrei fór ég suður. Úlfurinn minn kemur líka, svo það verður gaman. En framhaldið ætla ég að setja inn á morgun, en við erum ennþá stödd í Kiel. Eigið dásamlegan dag elskurnar.
...
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022152
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.