Hreinsun

Jæja þá er ég búin að blása úr mér reiðina.  Og ég er búin að prikla nokkra bakka af ljónsmunna, sem á að fara í miðbæinn í sumar, rauðan og fallegan, kring um hann ætla ég svo að hafa silfurkamb, sem gefur rauða litnum ennþá dýpri og fallegri lit. 

Það er gott fyrir sálina að grufla í mold, hlæja og fara í bað.

En eruð þið ekki til í einn brandara eða svo hér kemur einn;

 

Maður úr Breiðholtinu var að aka heim til sín síðla kvölds á glansandi nýja hvíta bílnum sínum.  Hann var undir áhrifum áfengis, þar sem hann ekur inn í hverfið þá sér hann að orðið hefur árekstur.  Hann verður forvitinn og stöðvar bílinn fer út augnablik og athugar málin.  Fer síðan heim.  Hann er nýháttaður ofan í rúmið sitt þegar bankað er á dyrnar.  Úti fyrir standa tveir lögregluþjónar. Þú ert undir áhrifum áfengis, segja þeir.  Já reyndar segir hann og lítur niður eftir nýjum náttfötunum.  Og varstu úti að aka ? spurðu þeir ennfremur.  Hann lítur á þá hneykslaður.  Nei alls ekki ég var farinn að sofa.  Megum við kíkja í bílskúrinn hjá þeir spyrja þeir kurteislega.  Hann hugsar sig um og veit að hann getur ekki neitað þessu,  jánkar því og fer að klæða sig.  Dregur það eins lengi og hann þorir.  Labbar svo með lögreglumönnunum að bílskúrshurðinni og sviptir henni opinni og………..........................................

starir þar í forundran á flunkunýjan…. Lögreglubíl. LoL

Nú er ég bráðum að fara á konufund með frálslyndum konum.  Það verður örugglega skemmtilegt.  Það verður meira að segja harðfiskur á boðstólum var ég að frétta.  Svo meðlætið verður ekkert slor. 

IMG_0931 Baðdagur. Cool 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Sú var tíðin að ég hafði gaman af því að hitta frjálslyndar konur. Það man ég. En núna er ég orðinn svo gamall og lúinn og allur af mér genginn og kalkaður, að ég man ekki lengur til hvers ...

Hlynur Þór Magnússon, 3.4.2007 kl. 16:37

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

      góður brandari. Hlynur ég held þú getir ekki verið orðinn svo gamall að sért búin að gleyma til hvers... ertu kannski með gamla mynd af þér hér inni  ??

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2007 kl. 17:34

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hí ha fyndið.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2007 kl. 19:38

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe Hlynur Þór, villtu að ég minni þig á hvað frjálslyndar konur þýddu hér á árum áður????

Gott að losna við reiðina og geta haldið áfram að njóta lífsins.  Góða skemmtun í kvöld

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2007 kl. 20:07

5 identicon

 þessi var hrikalega fyndinn  En það er þetta með fullyrðinguna þína um að það sé gott fyrir sálina að grufla í mold.  Ég náði mér einu sinni í löglega afsökun fyrir lífið til að komast hjá slíku. Ég fór nefnilega í áhugasviðspróf til að kanna hvaða störf það væru sem mér myndi hugsanlega líða best að vinna við í framtíðinni og svo kom að sjálfsögðu líka í ljós hver væru þau verstu. Hvers kyns garðyrkjustörf komu svo illa út að við lá að telja mætti slík störf hættuleg fyrir mig - andlega. Þannig að þegar ég kem vestur og heimsæki þig máttu alveg bjóða mér í garðinn þinn en bara til að dást að verkunum ÞÍNUM  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 20:30

6 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ásdís, þú spyrð um myndina - ég held að hún sé betri en ég sjálfur.

Hlynur Þór Magnússon, 3.4.2007 kl. 20:52

7 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Bæti við - á viðkvæmum tímum í pólitík þegar flest er misskilið: Þessi fíflagangur minn hefur ekkert með pólitík að gera!

Hlynur Þór Magnússon, 3.4.2007 kl. 20:55

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ásthildur ...af hverju varstu reið?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.4.2007 kl. 21:12

9 Smámynd: IGG

Þessi var góður. Hér á heimilinu var sko skellihlegið.

IGG , 3.4.2007 kl. 21:34

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki málið Anno mín, já það er gott að losna við reiðina hehehe.... Ég er bara ungamamman sem er að verja ungana sína, þessa litlu frjálslyndu sem allir eru vondir við Anna mín

En kvöldið var meiriháttar.  Þið eruð yndæl og gott að eiga ykkur að. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2007 kl. 22:31

11 identicon

Ég stal brandaranum til að áframsenda

Þórunn (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 09:04

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg löglegt að stela bröndurum Þórunn mín.  Já það er sko frjálslyndi þarna

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2007 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband