3.4.2007 | 13:09
Það sem EKKI er sagt.
Og jú mikið rétt þarna er grein upp á þrjár blaðsíður með myndum.
SPENNUÞRUNGNAR KOSNINGAR Í AÐSIGI.Undirtitill; Egill Helgason rýnir í spilin fyrir kosningarnar 12. Maí og kemst að þeirri niðurstöðu að þær verði mjög afdrifaríkar fyrir stjórnmálaflokkana, foringja þeirra og samstarf í framtíðinni.
Þar fabúlerar stjórnmálagúrúin um horfur eftir kosningar, og hverjir koma þar að myndun stjórnar. En ÚBBS ! þar er ekki minnst á Frjálslynda flokkinn. Og nú langar mig til að spyrja Egil; Gleymdirðu Frjálslyndaflokknum ?Eða vildirðu ekki tala um hann?Eða ertu búin að slá hann af svona fyrir fram, þú hefur ef til vill áður ókunna spádóms- eða skyggnigáfu. Þú mátt alveg svara mér hér.En ég skal segja þér að fyrir mér hefurðu rústað trúverðugleika þínum sem hlutlaus fjömiðlamaður sem er með einn vinsælasta pólitíska umræðuþátt í sjónvarpi hér á landi. Þú hefur ekki bara drullað upp á bak, heldur sitja kleprarnir í litlu krúttlegu krullunum alveg upp við hársrót. Hvernig er hægt að taka þig alvarlega sem hlutlausan þáttastjórnanda ef þú sýnir svo berlega hve innilega forpokaður þú ert ?
Það hafa fleiri en ég tekið eftir því hvernig þú færð sífellt Jón Magnússon þann ágæta mann í viðtöl og dregur alltaf fram umræðuna um útlendinga, af því að þú veist að það æsir fólk upp á móti flokknum. Þú gekkst meira að segja svo langt í umræðuþættinum í Stykkishólmi að fara að blanda Jóni Magnússyni og útlendingaumræðunni inn í samtalið við Guðjón Arnar. Eg hélt alltaf að þetta væri af því að þú værir bara að sækjast eftir hasar í þáttunum, en nú sé ég að þetta var beinlínis tilraun til að skemma eins mikið fyrir umræðunni og hægt er.
Það hefur tekist að gera hálfgert monster úr flokknum, þó hafa talsmenn flokksins þar á meðal Jón Magnússon bara komið fram með eðlilegar áhyggjur af ástandi sem er að skapast, eða gæti skapast ef menn gæta ekki að sér. Sem betur fer eru flestir borgarar landsins ekki eins mikil flón og sumir halda. Og margir sem gera grín að þessari umræðu.
Hún er samt meiðandi fyrir það góða fólk sem er í flokknum og vill vinna að því að uppfylla málefnasáttmálann sem var gerður og samþykktur hefur verið á landsþingum af meirihluta flokksmanna, og allri miðstjórn. Og nótabene þeim sem vilja ganga í flokkinn. Minn gamli bæjarstjóri sagði einu sinni við mig þegar ég var að skrifa um þjóðfélagsmál fyrir þremur áratugum, Ásthildur mín gættu þín á því að skrifa ekki svo um andstæðinginn að hann fái samúð, það gerist þegar menn fara yfir strikið.Ekki að ég sé að sækjast eftir samúð fólks til flokksins, en það væri allt í góðu lagi ef fjölmiðlamenn og svokallaðir stjórnmálaspekingar gætu tekið umræðuna á faglegum og hlutlausum nótum. En væru ekki með endalausar upphrópanir og gífuryrði. Það væri allavega meira traustvekjandi ef menn vilja láta taka sig alvarlega.
Því miður þá virðst það vera í ljósárafjarlægð að slíkt sé hægt. Enda er umræðan á því plani sem hún er, einmitt vegna vanhæfra kjaftaska sem hafa þröngsýnisgleraugun á nefinu og vilja stýra því hvernig kosningar fara almennt talað, en ekki að leiða hlutlausa og vandaða umfjöllun.Því miður þá hef ég enginn völd til að breyta þessu, og enginn vopn heldur nema það eina sem almættið gaf mér en það er tungumálið.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og tungumálið er til að nota það og það gerir þú vel Cecil!
Katrín, 3.4.2007 kl. 13:14
Æ, Ásthildur mín, taktu þetta út um "kleprana", tarna fórstu yfir strikið. Egill er hinn mætasti maður, opinn fyrir umræðu um alls konar mál, laus við allan félagspólitískan rétttrúnað, og hvernig dettur þér í hug að vanmeta það svona, hve gestrisinn hann hefur verið við Magnús Þór og Jón Magnússon? Egill má nú líka hafa sína afstöðu eins og aðrir, ekki getum við ætlazt til þess, að hann verði sammála mér eða þér um allt.
Jón Valur Jensson, 3.4.2007 kl. 14:03
Nei ég ætlast ekki til þess að hann sé sammála mér eða neinum öðrum, hann á sinn rétt á að hafa skoðun eða ekki skoðun. En þegar hann gerir úttekt á stjórnmálaflokkum rétt fyrir kosningar, þar sem hann gerir úttekt á væntanlegri ríkisstjórn og minnist ekki einu sinni á einn flokkinn, þá ofbýður mér. Eiga menn að þakka fyrir að hann bjóði þeim í Silfrið ? Ég sem hélt að það væri þjónusta við áhorfendur að fá sem víðast sjónamið, svo fólk gæti gert upp hug sinn.
Nei Jón minn, elskulegur ég tek ekkert út. Mestu vonbrigðin voru reyndar að finna það svart á hvítu að Egill, sem alltaf hefur verið frekar í uppáhaldi hjá mér, geri sig sekan um svona glópshátt.
En auðvitað nú fatta ég þetta, hann ætlar að skrifa sérgrein bara um Frjálslynda flokkinn, þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum flokksins og jafnvel ræðir við forystuna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2007 kl. 16:10
Já, ætli það ekki bara.
Jón Valur Jensson, 3.4.2007 kl. 20:47
Jú nefnilega auðvitað
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2007 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.