13.3.2015 | 18:13
Hvað ætla þessir ESB sinnar að gera í málefnum sjávarútvegs á Íslandi?
Nú logar netið og loksins lætur stjórnarandstæðan að sér kveða, en því miður í kolvitlausu máli.
Og nú skríða ESB sinnar fram úr öllum skúmaskotum, úr öllum flokkum og láta í sér heyra. Gott að sjá hvar þeir lúra og hvernig þeir kúra og hvernig hugur þeirra stendur. Alltaf gott að uppgötva fólkið sem hefur ekki hugrekki til að þora að vilja sjálfstæði fyrir land sitt og þjóð. Afskaplega fróðlegt að sjá silfurskotturnar skríða upp úr sínum holum.
Hér er svo upphlaup sem ég hélt að myndi ekki gerast:
http://www.visir.is/stjornarandstadan-sendi-evropusambandinu-bref/article/2015150319464
Og það má spyrja sig hvaða rétt þetta fólk hefur að setja sig í samband við ESB með þessu máli.
Sem sagt stjórnaranstaðan leggst í nákvæmlega sömu gryfjuna og ríkisstjórnin sem þeir eru svo hneykslaðir á.
Hvernig getur fólk staðið á því að þjóðinn vilji áfram vinna að því að fara inn í ESB þegar það er ljóst að svo er bara alls ekki. Sumir vilja sjálfir segja neiið sitt, og það er skiljanlegt.
Og það er nokkuð ljóst að þarna var klaufalega haldið á málum. En svo sem ekkert klaufalegra en fyrrverandi ríkisstjórn. Sem klúðraði málinu big time og setti umsóknina á ís, vegna þess að þeim var ljóst að ekki yrði lengra haldið án þess að breyta stjórnarskránni.
En ég sagði að hér væri verið að vinna í kolvitlausu máli og stend við það. Ég hefði viljað sjá þessi hastarlegu viðbrögð stjórnarandstöðunnar við yfirlýsingar stjórnarliða og sérstaklega Bjarna Benediktssonar á því að með því að viðhalda eignarhaldi L.Í.Ú: á sjávarútveginum væri verið að vinna að hag landsmanna allra. Ég sá enginn viðbrögð stjórnarandstöðunnar við þeim ummælum.
Ég hef heldur ekki séð að þessi auma stjórnarandstaða ætli að taka þessi viðbrögð á ætlun ríkisstjórnarinnar á samningum við sjávarútvegsgreifana. Þá er bara hægt að sitja róleg og blaðra eitthvað út í loftið. Enda heyktust Samfylkinginn og Vinstri græn á að breyta sjávarútegsmálum þjóðarinnar til hins betra, og þeir gerðu meira, þeir ráku Jón Bjarnason sem var ötulasti talsmaður þess að breyta og bæta.
Í því ljósi er allt þetta uppþot stjórnarandstöðunnar í besta falli hlægileg. Því ef þeir skoðuðu málin niður í kjölinn þá er það að þjóðin njóti arðsemi sjávarauðlindarinnar margfalt þýðingarmeira en við eitthver niðurliggjandi ESB umsókn.
Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð þessara lýðræðis elskandi forystumanna stjórnarandstöðunnar verður þegar sjávarauðlindinn verður færð sægreifunum á silfurfati.
Bara það að Sjálfstæðisflokkurinn klofni vegna þessa ESB máls, er forvitnileg, og að mínu mati besta mál. Það verður þá lúsahreinsun á Sjálfstæðisflokknum að hávær minnihluti hans komi sér saman um eins máls ESB umsókn. Rétt eins og gengi Samfylkingarinnar sem sami einsmáls flokkur. Og auðvitað munu þeir ekki koma sér saman um að ganga í eina sæng, eins og allaf er verið að skamma smáflokka og ný framboð um að gera ekki.
Það er alveg kominn tími á að ljóst sé hverjir vilji virkilega fórna sjávarútvegi og sjálfstæði þjóðarinnar til að fara inn í ESB, og hverjir vilja standa utan. Það er alveg kominn tími til þess að það verði lýðum ljóst.
Og ég vil bara segja þetta að lokum, þið sem óskapist svona vegna bréfs utanríkisráðherra, eruð að mínu mati landráðamenn. Verð þó að láta fylgja með að það hefði átt að standa öðruvísi að þessu. En þess ber að gæta að innan Sjálfstæðisflokksins er fólk sem hugsa meira um að komast í ESBsæng en að Ísland sé áfram sjálfstætt ríki. En þetta er mitt mat.
Þið getið rekið af ykkur þessa slyðruorð ef þið takið málefni sjávarútvegsins til alvarlegrar íhugunar og óskapast í því máli líkt og þið hafið látið hafa ykkur út í í þessu máli.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segi og skrifa, en það er augljóslega fátt um svör við því máli. Hræsni er aðall þeirra sem hér svo fjálglega tala um lýðræði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2015 kl. 19:30
Lýðræði?
Skondið hugtak sem örlar ekki á, hér á ófarsældar fróni.
Ísland er gengið í alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að stuðla að einkavæðingu fiskveiðauðlinda um gjörvallan heim og við íslendingar hljótum að vera stolltir að kerfið byggir á okkar "heimsfræga" fiskveiðistjórnunarkerfi.
Ísland hefur einnig staðfest með lögum frá 2007 að raforkukerfi íslendinga er skildað að tengjast raforkukerfi Evrópu.
Þannig að þetta hefur verið allt á "réttri" leið hjá fjórflokknum ...
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 23:22
Úffjá Leibbi, þetta er svo sem allt á réttri leið sérstaklega þetta besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi... ekki satt
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2015 kl. 23:32
Farin að efast um að fólk vakni af fjórflokksfáhyggjuvæðingarferlinu ...
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 23:36
Leibbi það er bannað að gefast upp, við verðum að halda okkar striki og málið er að dropinn holar steininn við erum að vakna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2015 kl. 23:39
Að lög afgreidd frá alþingi sem fyrirskipa skilyrði um tengingu íslenskra orkuveitna við orkukerfi evrópubandalagsins, veki ekki örlítil viðbrögð, segir allt sem segja þarf ...
leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 23:43
Þeir sýna heldur enginn viðbrögð við því að Sjálfstæðísmenn ætla að færa lífæð landsbyggðarinnar sjávarauðlindina til örfárra fjölskyldna, það segir líka allt sem segja þarf um ættjarðarást þessara kjána. En ESB umsóknin veldur þvílíkum usla að það er bara hlægilegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2015 kl. 00:10
Engin viðbrögð um fáhyggjuvæðingar tilburði stjórnvalda segir mér aðeins að fáhyggjuvæðingin gengur og mun ganga mæta vel.
Engin viðbrögð um að alþingi íslendinga samþykkti fyrirhugaðri einkavæðingu raforkufyrirtækja árið 2007 með tengingu á raforkuneti Evrópu.
Þar með varð fáhyggjuvæðing að fávitavæðingu.
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 01:07
Merkilegt hvað það virðist vera hægt að draga sápukúlur upp úr þurru vaskafati.
Hvað í blótsyrðunum sem ekki er holt að skrifa, kemur þetta kvótakerfinu við?
Sindri Karl Sigurðsson, 14.3.2015 kl. 01:16
Blótsyrði og þurrt vaskafat með engri sápu til að spúa sápukúlur og engin blótsyrði eða sápukúla sjáanleg?
@Ásthildur.
Hvað ert þú að bulla?
EES samningurinn er það sem XD og XB nærast á ...
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 01:35
Sindri ég vil sjá sömu viðbrögð hjá þessu fólki við ætlun Sjálfstæðísflokksins að gefa L.I.Ú. sjávarauðlindina á silfurfati eins og þau brugðust við steindauðri umsókn um sambandaumsókn. Vegna þess að ég álít að með því að breyta um kúrs í auðlindamálum, sérstaklega sjávarútvegsmálum, getum við náð vopnum okkar big time, miklu meiri en það sem sambandsaðild getur gagnast okkur, ef þú sérð ekki samhengið í þessu get ég ekki hjálpað þér því miðúr.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2015 kl. 01:37
Mér er það óskiljanlegt að þú sem aðrir setjir ekki út á þau lög og þær ráðagerðir íslenskra stjórnvalda að einkavæða auðlindir Íslands.
Fáhyggjuvæðing Íslands er með engu stöðvuð með tímabundinni stöðvun/frestun á inngöngu í ESB.
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 01:48
Að alþingi íslendinga hafi ári eftir að það vissu af fyrirhuguðu efnahagshruni Íslands, hafi samþykkt samruna raforku Íslands við raforkunet Evrópu.
Sem þýðir ekkert annað en einkavæðing raforkunets íslendinga.
Svei mér þá.
Þið sem þykist vera fölskvalaus ...
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 02:18
" Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun
sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2005 frá 2. desember 2005, um breytingu á IV.
viðauka (Orka) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn reglugerð
Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1228/2003 frá 26. júní 2003 um skilyrði fyrir aðgangi að neti fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri, "
Að alþingi heimili ríkisstjórn að staðfesta fyrir Íslands hönd?
Hvurslags lýðræði er það?
Um að gera að halda kjafti eða þá hæfir skel vel kjafti ef annars vegar á að viðhalda heftunarhafti ...
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 04:06
Áshildur. Ég furða mig á ESB-bóluumræðum um lélegt blekkingar-sjónvarpsleikrit þessa dagana. Það er líkast því að veröldin snúist ekki um neitt annað en þessi ca 10% af Evrópu? Ég skil þetta ekki. Enda reikna ég með að maður geti verið frjáls ferða sinna í öllum hinum heimsálfunum, án þess að ESB-bankar fái að hertökuskattleggja allt til kyrrsetningar og dauða á Íslandi.
Það er merkilegt þegar RÁN-dýru og ofurlaunuðu valdagræðgi-sjálftöku-spilavítis-heimsveldisbankans lagaþulnaþyljandi, siðleysishagfræðigrægisinnaðir, lögréttartúlkandi og glæpaþjálfaðir drullukökuvandræðabakararnir dómstólavarðir, komast upp með að leiða vel viti borið fólk á aura-apa-eyrunum, eins og Hollyvúddara-mottumarserandi sauðahjörð, beint í drullukökuleðjuslag bankablindaðra glópagullgrafara!
Og glæpahagræðingarlögmenn, finna uppá jafn fáránlegum verkum, eins og að reyna að gera niðurnjörvaða framsýna, sanngjarna, ábyrga og siðmenntaða samninga um síbreytilegar fiskigöngu-fiskveiðar og fjölbreytilegar margbreytilegar hliðar orku.
Fiskveiðilandhelgin er full af mjög verðmætum fæðuforða óveiddra fiska í sjónum.
Og mjög verðmætur fæðuforði óveiddra fiska í landhelgi Íslands er óumdeilanleg gjaldfrjáls eign heiðarlegra veiði/útgerðarmanna og ábúenda þjóðríkisins skattrekna. Eign veiði/útgerðarmanna sem stunda heiðarlegar veiðar í eigin fæðubeitarforða-verðmætri landhelgi. Og til að skapa atvinnu og fæðu í landi til verðmætaaukningar þjóðfélagsþegnanna skattgreiðandi og heiðarlegu. (Kannski of flókið fyrir forstjóra/lögmannaráðgjafana ofurlauna-forstjóra-kókaða?)
Veiðimenn/eigendur fiskifæðunnar dýrmætu í landhelginni, borga ósvikna og undanbragðalausa skatta og skyldur til samfélagsins, með löglegum gjaldmiðli allra Stjórnarskrár-jafnrétthárra á Íslands-ríkisskattsjóðsrekandi!
Orka alheimsins margvíslega verður aldrei verðmerkt með einum endanlegum niðurnjörvuðum verðmiða. Það yrði flókið fyrir lagatúlkandi lögfræðiteygjubyssur klækjasamninga, og komast upp með að túlka orku og meta, af einhverju raunverulegu víðsýnu orkuverðmati, með einum endanlegum óbreytanlegum samningspunkti. Svo einfalt er raunverulega lífið ekki.
En lagarefir klækjamafíunnar reyna að sjálfsögðu í græðgifávisku sinni að teygja sínar baunavits-teygjubyssur eins langt og teygjan nær, og oft þar til sú teygja slitnar.
Orka er svo gífurlega margslungin og teygjanleg í allar lagaútúrsnúninganna áttir. Það semur enginn í eitt einasta skipti og endanlega um orku/fiskibeitarauðlindir þjóðríkja.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.3.2015 kl. 04:42
Leibbi ég á ekki orð yfir þessu sem þú ert að segja, ég hef bara ekki heytt þetta fyrr.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2015 kl. 14:06
Anna Sigríður sammála þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2015 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.