3.4.2007 | 01:58
Lífið og tilveran er okkar.
Ekki veit ég hvernig í skrattanum mér tókst að komast yfir 10.000 innlitsmarkið. Einhversstaðar hefur mér tekist að gera eitthvað sem skipti máli... eller hur? Og þetta gerðist án þess að kynlíf kæmist þar að hehehehe....
En svona er nú lífið við vitum ekki alltaf hvaða leið það tekur okkur, eða hvert stefnir, eða hvenær við hittum á punktin sem aðrir vilja mæta okkur á.
Ég hef fengið alveg ótrúlega góð viðbrögð hérna, og eiginlega farið fram úr sjálfri mér. Ég kom nú eiginlega hingað inn í upphafi vegna þess að ég vildi koma sjónarmiðum mínum á framfæri vegna Frjálslynda flokksins, og leiðrétta þá óréttmætu umfjöllun sem hér var um hann. En líka vegna þess að ég vildi gefa félögum mínum á Málefnunum.com frí frá mér í aðdraganda kosninga. Þau eru dálítið harkaleg stundum þessar elskur, en besta fólk samt. Og mér þykir vænt um þau. Eins og mér er farið að þykja vænt um þá sem hér eru. Hverstu stórt hjarta getur maður átt eiginlega ?
En sem sagt hér er ég með yfir tíuþúsund innlit á undraskömmum tíma og ég er þakklát því fólki sem eyðir tíma sínum í að koma í heimsókn og lesa það sem ég læt frá mér fara. Ég er líka þakklát því fólki sem hefur beðið mig um að gerast svokallaðir bloggvinir, og þeim sem hafa samþykkt mig sem slíka. Því það er þannig sem maður getur betur fylgst með því sem aðrir hafa að segja. Annars er oft erfitt að finna það fólk sem maður vill gjarnan fylgjast með, og vekur manni áhuga á að fylgjast með.
Í mínum huga er fyrst og fremst þakklæti til allra þeirra sem hafa tekið mér svo vel. Ég hef líka gaman af að rökræða við þá sem ekki eru mér sammála. Og rökstyðja það sem ég hef fram að færa. En líka að miðla af þeirri þekkingu og reynslu sem ég á. 63 ár er ef til vill ekki langur tími í eilífðinni, en það er töluvert langur tími í mannsævi. Og þessi tími hefur gefið mér dýrmæta reynslu sem ég er alveg til í að miðla. Sú reynsla mín hefur verið alveg frá dýpstu örvæntingu í baráttu við fíkniefnadjöfulinn sem hefur ógnað barninu mínu, upp í hæstu hæðir sem bænir geta gefið, því ég var lengi í bænahring, sem svo sannarlega gaf fólki lengra líf og bót meina. Þó ég sé ekki kristin, þá er ljós og kærleikur leiðarljós mitt. Það þarf nefnilega ekki að iðka kristni til að elska ljósið og kærleikann. Það þarf bara hjarta sem er nokkrum númerum of stórt.
Ég veit líka að til eru verur sem lifa í sambýli við okkur, samhliða okkur en í annari vídd, eins og álfar, huldufólk og allskonar jarðarverur, bæði háar og lágar, frá svartálfum til engla. En líka framliðnir sem ekki hafa yfirgefið alveg jarðvistina, eða eru jafnvel fastir hér. Ég er nefnilega svo heppin að hafa átt afa sem var skyggn og hafði gott samband við hulduverur. Og svo hefur mér gefist að fá að hafa samband við verur í annari vídd, eða á annari bylgjulengd. Allt frá litlum yndislegum blómálfum til gríðarstórra og eldgamalla jarðarvera. En þetta er auðvitað umdeilt og ekki allir tilbúnir til að taka undir. Mér hefur líka hlotnast sá heiður að fá að bæði sjá og heyra, en mest þó skynja slíkar verur og framliðið fólk.
Nú er sennilega nóg komið af svona tali. Ég á í mínum fórum sögur sem afi minn sagði mér oft á kvöldin. Ég hef hugsað mér að segja þessar sögur einhverntíma, þegar mér gefst næði til að setjast niður og skrifa. En það verður þegar umhægist hjá mér. Eins og er, er dagskráin full alla daga, og ég kemst ekki yfir allt það sem ég þarf og vil gera.
Við erum öll eins í raun og veru. Mannverur með tilfinningar, drauma og þrár. Við þurfum bara að læra að láta okkur þykja vænt um einstaklinginn sem horfist í augu við okkur á morgnana. Sætta okkur við sjálfið í okkur, læra að elska og virða þann einstakling, því ef við gerum það ekki, hvernig eigum við þá að geta elskað nokkurn annan ?
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Cesil.
Þú ert hvers manns hugljúfi inn við beinið.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.4.2007 kl. 02:35
Við erum ótrúlega mikið á sömu línu. Ég er mjög berdreymin og kvíði oft deginum þegar ég vakna, en sem betur fer eru erfiðu dagarnir færri en þeir góðu. Aðrar víddir og fólk á sama tíma og við hér er eitthvað sem ég get alveg samsamað mig við. Ég er yfirmáta glöð að hafa tengst þér sem bloggvinur og mun halda áfram að lesa á síðunni þinni, þú hefur mikið að gefa til margra.G.N. frá Selfossi
Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2007 kl. 03:06
Til hamingju með 10.000 heimsókna múrinn. Bók sem selst í 5000 eintökum er skilgreind sem metsölubók. Þannig að það er drjúgur fjöldi sem les bloggið þitt.
Þín síða er fastur punktur í mínum daglega bloggrúnti. Og það eru bestu síðurnar: Þessar sem maður heimsækir reglulega. Ég hef einmitt fylgst með því að gestakomum fjölgar jafnt og stöðugt inn á þína síðu. Þú ferð pottþétt yfir 20.000 heimsókna múrinn í þessum mánuði.
Jens Guð, 3.4.2007 kl. 03:19
Takk öll sömul og segi sömuleiðis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2007 kl. 10:40
Það "hissar" mig ekki mín kæra að þú skulir fá margar heimsóknir. Þú skrifar fallega, beint frá hjartanu og um fullt af hlutum. Til hamingju með það
Hm.. með aðrar víddir ofl. Hefurðu viku frí bráðum til að deila reynslu?
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2007 kl. 11:10
Ef til vill ekki alveg á næstunni, en ég get alveg komið með nokkur gullkorn síðar, ef til vill hef ég betri tíma eftir kosningarnar
Eða þú getur bara komið í heimsókn til mín og rakið úr mér garnirnar. 'Eg er vön sko. 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2007 kl. 11:29
Til hamingju með tíu þúsundin! Ég held uppteknum hætti og lít reglulega við hér hjá þér. Takk fyrir áhugaverðan pistil í dag. Ingibjörg G.G.
IGG , 3.4.2007 kl. 13:01
Takk Ingibjörg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2007 kl. 13:12
Já það er ekki alltaf allt sem sýnist....og gaman að fá innsýn í annarra manna sýnir og skynjun. Alltaf skemmtilegt að kíkja við hjá þér Ásthildur mín Cesil
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.4.2007 kl. 15:15
Takk báðar tvær þið andlegu meyjar
Báðar með innsæi og engla kring um ykkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2007 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.