Spánarferðin, La Marína.

Jæja þá er enn ein lægðin á leiðinni, byrjað að snjóa og fuglarnir komnir til að fá sé að snæða, áður en þeir fara í skjól.  Krummi loksins búin að átta sig á því að matmóðirin er komin heim og situr nú á ljósastaurnum og bíður eftir mat, með frúna sér við hlið. 

En við erum á leiðinni til Spánar.  Nánar tiltekið til La Marína, þar sem vinir okkar dvelja á veturna.

 

26-IMG_0680

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sitjum við í góðu yfirlæti og ræðum við kempuna Högna Þórðarson, Það er búið að gera við gólfið á altaninu, en það var farið að leka, og Elli kom eiginlega bæði til að heimsækja vin sinn og aðstoða hann við að fúga milli flísanna.  

133-IMG_0729

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þó það væri ekki beinlínis hlýtt, var allt í lagi að sitja í sólinni og fá smá Dvítamín í kroppinn. Ekki vanþörf á eftir allt sólarleysið heima.

 

109-IMG_0676

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tvisvar í viku er markaður í La Marína og við fórum til að skoða, þar fæst allt milli himins og jarðar og marg fólk samankomið.  Þó sögðu Sturla og Stína að óvenjulega fátt fólk væri þarna á þessum tíma, en það er auðvitað vegna þess að fólki fanns ekki nógu hlýtt, þó ég fyndi ekki beint fyrir slíku.  

En i eitt skiptið keyptum við okkur svínarif Tilbúin og fórum með heim og átum með góðri lyst.  Annars var Stína að elda næstum alla daga, svo við fengum heimalagaðan mat oftast.  Og alltaf hafragraut á mornana.  Það var gott.

83-IMG_0668

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á markaðnum var hægt að setjast niður á nokkrum stöðum og fá sér eitthvað léttmeti líka bjór og rauðvín.  Svo var bara gaman að fylgjast með fólkinu sem var að skoða líka og fara fram og til baka. Hér er hægt að gera góð kaup í leðurvörum, þar sem ein af aðalal atvinnugreinunum er leðurvinnsla, skór, veski og slíkt. 

60-IMG_0648

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á hverjum sunnudegi kl. 14.00 kl. 2 fóru vinir okkar upp á La Marína bar, og borðuðu saman hádegisverð.  Þangað komu líka Högni, Kristrún, Jón Gunnars og Elín Þóra frá Ísafirði oft líka Auðunn Karlsson og Fríður frá Súðavík.  Það var tekið frá borð fyrir okkur á besta stað og þarna var spjallað og gantast.  Hér sitjum við fyrir utan staðinn, Högni, Dúnna og Sturla og bíðum eftir hinum.

 

134-IMG_0746

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér koma Elín Þóra og Nonni.  Þau búa að vísu í Sant Pola, en koma mikið hingað og sérstaklega eru þau natin við Dúnnu og Högna.

85-IMG_0733

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eitt skiptið komum við við hjá Fríði og Auðni, strákarnir þurftu að aðstoða karlinn blessaðan að komast út úr garðinum, þar sem hann hafði verið að láta laga stéttina hjá sér og bíllinn var fyrir hliðinu og ýmislegt fleira, og það var sko ekki málið að aðstoða.

86-IMG_0734

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Okkur var svo boðið upp á jägermaster svona í fordrykk fyrir matinn.  La Marína er hérna rétt hjá, svo það er bara rölt.

 

1-IMG_0737

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Haldið af stað í matinn.

31-IMG_0742

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dúnna og Elín, það var góður matur hjá henni Helen, venjulegur heimilismatur, en svo var hægt að panta hvað sem var auðvitað.

IMG_0645

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Helen er búsett hér í La Marína og rekur veitingastaðinn með manni sínum og börnum.  Það er voða ljúft að koma til þeirra.

IMG_0644

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þó þetta sé ekki beint líferni sem við Elli kjósum, þá er þetta bráðsniðugt fyrir fólk sem á erfitt með að fara um á veturna heima.  Hér er bara sumar misjafnlega hlýtt þó, og ekki dýrt að lifa.  Það er hægt að leigja sér hús, þetta er eins og ég sagði sumarbústaðabyggð og fólk getur bæði keypt sér og leigt húsnæði.  Hér er all afskaplega hreinlegt bæði á matsölustöðum og heimilin eru auðveld í þrifnaði, því hér er allt flísalagt í hólf og gólf.

 

8-IMG_0738

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Helen tekur niður pöntun.  

59-IMG_0647

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo þarf að greiða fyrir matinn og kveðja. 

25-IMG_0674

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það þurfti að fara í matvörubúðina, og meðan þau voru að versla í matinn, bjór og rauðvín, skoðaði ég mig um, og viti menn sá ég ekki skötu í fiskaborðinu kiss

Hér getur maður keypt flösku af rauðvíni á eina evru, en ef maður ætlar að fá betra vín er hægt að kaupa það fyrir 6 evrur og allt upp í 13, en þá erum við að tala um einhver eðalvín.  Glas á matsölstað kostar svona tvær evrur. 

 

61-IMG_0683

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta kalla vinir okkar heimilisbarinn.  Hér var upplagt að fara og fá sér hádegismat og glas af rauðvíni eða bjór, ódýrt og gott.  

29-IMG_0701

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En við ætlum að fara í svolítið dýrari mat núna, erum að rölta í góða veðrinu því við ætlum að fá okkur að borða í Argentína steakhouse.

84-IMG_0702

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér erum við komin þangað Stína að kókitera við kokkinn smile

 

98-IMG_0705

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og auðvitað smakkaðist maturinn vel.  Nú eruð þið farin að hugsa að hér sé eingöngu talað um mat og drykk.  En hvað er betra en að vera í fríi og hanga í tölvunni á daginn og fara svo út að borða, eða borða heimamatinn hennar Stínu.  Matur er mannsins meginn.

110-IMG_0703

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En tíminn leið og við nutum okkar í botn. 

 

82-IMG_0649

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Okkur var líka boðið í mat til Auðuns og Fríðar.  Það var bara gaman að spjalla við þau. Ég fór líka í heimsókn til Högna og Dúnnu, og það var virkilega gaman, þau eiga afskaplega fallegt heimili og börn og barnabörn koma í heimsókn, og svo eru þau í sambandi við fjölskylduna á Skype, þau eru svo glöð með barnabörnin sín og hafa svo gaman af að fá myndir og horfa á þau gegnum tölvuna.

Vorum líka boðin heim til Nonna og Elínar, þau sóttu okkur og við áttum yndislega stund saman á þeirra fallega heimili.  Nonni ók okkur um bæinn sem er töluvert stór og skemmtilegur bær.  Þau skutluðu okkur svo aftur heim um kvöldið.

 

62-IMG_0710

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér búa þau, og eru bara steinsnar frá ströndinni.  

 

125-IMG_0697

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar það var of kalt til að sitja uppi í sólinni, var ágætt að tilla sér niður á patíóið og sitja þar í algjöru skjóli.  Svo var farið inn og horft á íslenska sjóvarpið, fréttirnar og ýmsa þætti.  

 

28-IMG_0689

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fórum svo í moll, sem var í öðru bæjarfélagi, La Habanera, þar var hægt að kaupa alla merkja vöru og þar var H&M og allar þessar búðir.  En það var líka gott að fara upp á efstu hæðina og fá sér bjór.

63-IMG_0720

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En svo þurfti Stína að fara heim, vinnan kallaði.  Hún rekur gistiheimil á Hellisandi ásamt dóttur sinni. Við ókum henni út á flugvöll, og vorum strax farin að sakna hennar áður en hún fór. cry

 

64-IMG_0725

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En við drekktum sorgum okkar með því að fara á rosalega góðan kjúklingastað, og urðum ekki fyrir vonbrigðum með það.  

130-IMG_0662

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Læknirinn minn segir að það sé allt í góðu lagi að drekka rauðvín, en hún vill meina að 3  - 4 glös sé það allra mesta á dag.  Ég er að hugsa um að kaupa mér stærri glös innocent

 

87-IMG_0744

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En svo kom að ferðalokum hjá okkur líka, það var kominn tími til að kveðja La Marína.  Við ætlum að skreppa til Barcelona og dvelja þar í þrjá daga.  Jón og Elín ætla að skutla okkur á flugvöllinn.

 

9-IMG_0747

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við buðum þeim í mat á flugvellinum til að þakka fyrir okkur. 

66-IMG_0749

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elín fékk sér eitthvað algjört gúmmilaði rússneskt salad minnir mig.  Þarf að prófa það einhverntímann. 

En svo kom að því að kveðja.

32-IMG_0756

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo erum við komin til Barcelona.  Þeirrar fögru borgar.  Hér ætlum við að dvelja í þrjár nætur og skoða það sem fyrir augun ber. Byggingar Gaude og ýmislegt sem fyrir augu ber.  

En það verður bara næst.  En svo sannarlega er Barcelona ein af fegurstu borgum Evrópu og eftirtektarverð.  

73-IMG_0981

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna er eitt af stærstu knattspyrnustadíum í Evrópu held ég.  Og mikill áhugi á knattspyrnu. 

12-IMG_0827

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En allt það ævintýri bíður næstu færslu.  Ég vona að þið hafi haft gaman af að hitta vini mína í La Marína og svo hittumst við bara aftur í Barcelona eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband