2.4.2007 | 13:35
Skíðavika og annað skemmtilegt.
Ísafjörður er að skrýðast hátíðarbúningi sínum fyrir Skíðaviku og Aldrei fór ég suður. Í morgun þegar ég fór í vinnuna voru menn að hífa upp fána, bæði þann íslenska og skíðavikufánan. Almættið er búið að skúra og skrúbba allann snjó í burtu af láglendi, en nægur snjór er á dölunum tveimur, skíðalandi okkar.
Þá er bara að fara að hlakka til að fá alla gestina hingað vestur. Það fer oft svo að íbúatalan nánast tvöfaldast. Það verður örtröð á götum bæjarins eins og á álagstímum í miðborg Reykjavíkur, og hvergi hægt að leggja. Þá er nú alveg ágætt að eiga gott hjól.
En eitt er það sem stundað hefur verið núna undanfarið það er kappganga um miðbæinn á skíðum. Þá er snjór fluttur niður að Hafnarstræti og það er fjör.
En ég verð sennilega bara upp í gróðurhúsi og á kosningaskrifstofu Frjálslynda flokksins. Það verður konukvöld þar annað kvöld frambjóðendur í þriðja og fjórðasæti í Norðvestur, Ragnheiður Ólafsdóttir og Þórunn K. Matthíasdóttir ætla að koma vestur og ræða við frjálslyndar konur um menn og málefni. Það verður frábært. Í kvöld verður skrifstofan okkar hinsvegar opinn fyrir Í-listafólk, bæjarmálafélagið okkar sameiginlega S-V og F. Þar sem við munum ræða í mesta bróðerni um hagsmuni bæjarins okkar. Enda erum við öll góðir vinir eftir sameiginlega góða kosningabaráttu í fyrra í bæjarstjórnarkosningum.
Svona fer þetta að líta út hjá mér eftir smátíma.
Og svona, þessar voru báðar teknar í fyrra.
En þetta er mjög gefandi og gott starf og svo sálarhreinsandi og orkugefand.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022939
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
......þetta er líklega aðeins meira en til heimilisnota? Flott hjá þér
Má ég spyrja hvar þú keyptir gróðurhúsið?
Hrönn Sigurðardóttir, 2.4.2007 kl. 13:57
Stærra gróðurhúsið keypti ég í Garðheimum. Hitt var keypt á Flúðum hjá Límtrésverksmiðjunni þar, það er bogarnir. Policarbonatið var keypt annarsstaðar. Plastos minni mig. Nei þetta er ekki bara til heimilisnotkunar
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2007 kl. 16:54
Nei ég er að rugla það er ekki mynd af því gróðurhúsi, þetta bogahús er bara gamalt hús sem maðurinn minn smíðaði sjálfur úr rörum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2007 kl. 16:55
Aldrei lent í vandræðum með plastið?
Hrönn Sigurðardóttir, 2.4.2007 kl. 17:08
Ásthildur þú ert græn í fallegustu merkingu þess orðs.
Í annað: Vissir þú af þessari heilsíðuauglýsingu frá Frjálslynda sem birtist um helgina?
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2007 kl. 17:20
Takk fyrir mig. Jú við lentum í vandræðum í vetur með stóra húsið, það var fárveður um jólaleytið við vorum úti í Vín, og það var heldur leiðinleg aðkoma. En það verður sett nýtt plast á núna um leið og kemur logn.
Ég vissi ekki um aulýsinguna. En eftir að hafa skoðað hana, þá sé ég að það sem verið er að reyna að segja er sannleikurinn. Það er að vísu búið að rangtúlka hann heilmikið. En þetta eru allt mál sem þarf að skoða. Ég vil setja hér inn grein eftir Pál Vilhjálmsson, ég sá að vísu að þú hefur lesið hana, en læt hana fylgja hér með. Fólk hér úti á landi í kring um mig, sem hefur samband við mig, er flest á því að hér sé um mikið hagsmuna mál að ræða líka fyrir það erlenda fólk sem hér er fyrir. Einn sem ég talaði við áðan, og á Thailenska konu, og býr á Suðureyri þar sem íbúar eru um 6% af erlendu bergi brotnir, að þeir útlendingar sem þar væru hefðu líka áhyggjur af ástandinu, því þeir óttast um sinn hag, vegna þess hve auðvelt það er fyrir atvinnurekendur að manna allar stöður með fólki sem þiggur lægri laun en fólk sem er hér búsett getur sætt sig við.
Hér er bloggið hans Páls.
Frjálslyndir eru ekki rasistarAuglýsing Frjálslynda flokksins í gær er ekki stefnt gegn kynþáttum og er ekki rasísk, eins og sumir hafa látið í veðri vaka. Kynþáttasstefna eða kynþáttahatur, eins og rasismi hefur jafnan verið þýddur á íslensku, felur í sér flokkun á æðri og lægri kynþáttum. Í auglýsingunni eru engin slík skilaboð.
Andstæðingar Frjálslynda flokksins virðast hafa komið sér saman um að stimpla flokkinn sem kynþáttaflokk í því skyni að vekja andúð á málflutningi hans um takmarkanir á innflutningi erlends vinnuafls. Tilburðir til að búa til meiri andstæður en efni standa til eru aðeins vatn á myllu raunverulegra rasista, hvar í flokki sem þeir standa.
Veruleg aukning hefur orðið á innflutningi erlends vinnuafls á skömmum tíma. Viðbúnaður samfélagsins til að taka á móti þessu fólki er ábótavant. Í auglýsingunni segjast Frjálslyndir vilja takmarka hingaðkomu vinnuafls og búa betur að þeim sem fyrir eru, m.a. með aukinni kennslu og menntun sem eykur líkur á farsælli aðlögun nýbúa.
Aðlögun er lykilatriði útlendinga sem setjast hér að. Í nafni fjölmenningarstefnu vilja sumir gera lítið úr þeim þætti og jafnvel leggjast gegn aðlögun. Samkvæmt þeirri hugsun eiga Pólverjar að gera sér lítið pólskt samfélag hér á landi, Thailendingar thailenskt samfélag og svo framvegis. Þetta er gettóstefna sem beðið hefur skipbrot í Evrópu. Fjölmenningarsamfélag er goðsögn sem hvergi er til í reynd. Nái fjölmenningarstefna fótfestu hér á landi er það ávísun á menningarkima sem verða gróðrarstía félagslegra vandamála þegar fram líða stundir.
Íslendingar eiga að búa svo í haginn fyrir nýbúum að þeir komist sem fyrst í takt við íslenskt samfélag. Og við eigum vitanlega ekki að taka við fleiri útlendingum en við höfum burði til. Þar eiga hagsmunir atvinnurekenda ekki að ráða ferðinni heldur almannahagsmunir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2007 kl. 18:02
Ásthildur mín þú er meðsvo grænar fingur.
Kristín Katla Árnadóttir, 2.4.2007 kl. 18:41
Ég tel alls ekki að þú sért rasisti en ég er viss um að ákveðin element innan Ffl. eru mjög nálægt því að vera það. Þessir hlutir snerta mig illa ef ég á að segja alveg eins og er.
Smútsj
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2007 kl. 20:52
Ég þakka traustið sem þið sýnið mér. Það sem ég hef verið að reyna að segja er að fólkið í flokknum, þeir sem ráða ferðinni, er fólk eins og ég. Fólk með þá sýn að hér þurfi að ræða málin og koma þeim upp á yfirborðið. Ég get ekki ráðið við hvað einhverjir hópar út í bæ gera, eins og nýnazistar og öfgahópar hér og það. En þeir hafa engin völd í Frjálslynda flokknum. Og sú umræða sem hefur átt sér stað innan flokksins er á þeim nótum sem ég hef sett hér fram.
Auðvitað eru alltaf til manneskjur með öfgar sem reyna að koma sér á framfæri, þegar viðkæm mál eru rædd. En það er ekki afl sem skiptir neinu máli, nema í hugum fólks sem hræðist umræðuna. Ég veit alveg hvað fólkið í kring um mig hugsar og er að reyna að koma á framfæri. Og það er ekki sá hugsunarháttur sem verið er að reyna að klíka á okkur. Ef það væri, þá væri ég löngu farin. Ég verð að biðja ykkur að gefa mér þá kredit, að ég er enginn asni. En ég hef aldrei á minni lífsfæddri ævi lent í öðru eins. Ég get ekki og ætla mér ekki að verja þá einstaklinga sem ganga þarna í öfgar til að koma sínu á framfæri. Enda veit ég ekki til þess að slíkt fólk sé í flokknum. Ekkert væri jafn fjarri mér og að láta slík öfl eyðileggja flokkinn.
Málið er að við höfum stefnuskrá, við höfum miðstjórn, og við höfum fólk í forsvari sem lýtur þeim leikreglum sem settar eru. Það er málið. Þó einhverjir óprúttnir menn út í bæ, eða fljóthuga unglingar séu með einhverja stæla, þá er það bara ekki sú stefna sem mörkuð er og er það plagg við við vinnum eftir.
En ég er satt að segja orðin dauðleið á að ræða þetta á þessum nótum. Og biðst undan því að svara fyrir nýnazista og þjóðernishyggjumenn. Þeir eru bara ekki aflið sem knýr Frjálslynda flokkinn áfram. Við erum að vinna að allt öðrum og þarfari málum. Eins og ég hef verið að reyna að segja hér. Eða ég er bara í allt öðrum raunveruleika en þeir sem ráðast að okkur með þessum hætti.
Og smjúts til þín líka Jenný mín. Ég er ekkert reið bara leið yfir því að þurfa að verja mig og fólkið mitt fyrir því sem mér finnst ómaklegt. Af því að ég veit betur. Og ég veit að umræðan er í þeim farvegi sem hún er. Og ég veit líka að það eru öfl þar að baki, sem vilja að umræðan sé í þeim farvegi, og gera sitt til að hún sé þar. Og þau öfl eru einmitt að etja fólki til að gera einmitt það sem það er að gera. Ef þið haldið að þetta sé ekki skipulagt vel og ígrundað. Megið þið hugsa aðeins betur.
Ég stend yfirleitt alltaf og fell með sannfæringu minni. Annars gæti ég ekki verið til á þessari jörð. Og ég veit að ég er að gera rétt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2007 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.