Mannanafnanefnd Oboy.

"Manna­nafna­nefnd leggst ein­dregið gegn því að nefnd­in verði lögð niður, eins og lagt er til í frum­varpi þing­manns­ins Óttar Proppé. Í um­sögn nefnd­ar­inn­ar um frum­varpið seg­ir hún jafn­framt að var­huga­vert sé að fella á brott ákvæði um að stúlk­um skuli gef­in kven­manns­nöfn og drengj­um karl­manns­nöfn". Og hver spyr mannanafnanefnd um ráð? Hvers konar fjandans vitleysa er þetta eiginlega. Þessi nefnd er algjörlega tilgangslaus og til vansa að hún skuli yfirleitt vera til. Það er löngu kominn tími til að afleggja þetta fyrirbæri, segi og skrifa.


mbl.is Telur frumvarpið ekki vera til bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Þér hefði semsagt ekki þótt neitt athugavert við það að foreldrar þínir hefðu skírt þig Jónatan Kúkalabba eða eitthvað þaðan af verra?

Högni Elfar Gylfason, 7.3.2015 kl. 22:53

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Heldur þú, Högni Elfar Gylfason, að það sé foreldrum almennt talað kappsmál, að skíra börnin sín fíflalegum nöfnum?

Þorsteinn Siglaugsson, 7.3.2015 kl. 23:43

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Högni.. 
Foreldrum er almennt treyst fyrir því að ala upp börnin sín og sjá fyrir þeim.
Afhverju er þeim ekki treyst til þess að velja þeim nafn?

Ef að einhverjir foreldrar eru svo illum gáfum gæddir að vilja nefna börn sín "kúkalabba", þá er ekkert að stoppa þá í að kalla barnið "kúkalabba" þó það verði nefnt "Jón".

Af öðru tilefni, þá langar mig að koma ábendingu til þín og Þorsteins, að börn eru ekki skírð nöfnum. Þau eru nefnd.
Skírn er skráning í trúfélag, sem er framkvæmd af prestum.
Foreldrar gefa börnum sínum nöfn.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 8.3.2015 kl. 02:20

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi nefnd er vissulega óþörf, eins og svo margar aðrar. Hana má því sannarlega leggja miður og spara þann pening sem í rekstur hennar fer. En auðvitað mótmæla nefndarmenn, þeir missa spón úr sínum aski.

Hvað varðar fíflalegar nafngiftir á börn, þá verður ekki séð að þessi nefnd hafi skipt sér mikið af því, Nefndin horfir fyrst og fremst til þess hvort nöfnin standist íslenskar beygingarreglur og hvort rétt kyn sé á nafninu. Því gæti nafnið "Kúkalabbi" auðveldlega komist gegnum nálaraugu nefndarmanna. Foreldrum er best trúandi til að gefa börnum sínum nöfn, ekki einhverri nefnd.

Það sem ég mun þó sakna, ef nefndin verður aflögð, er sú skemmtilesning sem frá henni kemur reglulega. Það hefur stundum létt lundina að lesa fáránleikann sem frá henni kemur.

Gunnar Heiðarsson, 8.3.2015 kl. 07:56

5 identicon

Mannanafnanefnd endurspeglar þjóðarsálina að vissu leyti, því í gegnum hana fáum við fréttir af allskonar skemmtilegheitum sem landanum dettur í hug á hverjum tíma. 

Nú verða fjölskylduboðin einu umræðuefni fátækari.

Þannig að við verðum að bjarga nefndinni. Það er þjóðþrifamál.

jon (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 08:38

6 Smámynd: Jens Guð

  Rökin fyrir þvi að foreldrar taki upp á því að nefna afkvæmin niðrandi nöfnum ef Mannanafnanefndar Stóra bróður nýtur ekki við halda ekki vatni.  Hvorki vígðu né óvígðu vatni.  Það hefur aldrei verið vandamál.  Í dag má gefa börnum eftirtalin nöfn:

Ljótur Dani

Erlendur Hrútur

Annar Ágúst

Selja Skuld

Tala Grét

Skugga Borg

  Mannanafnanefnd er ekkert annað en úrelt forræðishyggja.  Hún hefur aldrei verið nema til óþurftar og kostnaðar.  Í löndum út um allan heim hafa fjölmennari þjóðir en Íslendingar plummað sig bærilega án grínfélags á borð við Mannanafnanefnd.

Jens Guð, 8.3.2015 kl. 09:57

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið. 

Högni átt þú nokkuð börn?

Tek undir með þér Þorsteinn.

Ingibjörg mikið rétt, ef foreldrar hafa einbeittan vilja til að klína einhverju ónefni á börnin sín, þá bara gera þau það.

Gunnar já þú segir reyndar satt haha.... skemmtanagildið er mikið, en ætli skemmtiþáttur í sjónvarpi væri samt ekki ódýrari?

Jón þú meinar? smile

Jens já þetta eru allt nöfn sem myndu ná í gegn. 

Það tók mig mörg ár að fá nafnið mitt Cesil viðurkennt, þeir vildu skrifa það Secil, ég get aldrei skilið af hverju.  Barnabarn sem var nefnd eftir mér átti ekki að fá að heita þessu nafni af því að það væri karlmannsnafn.  Þannig að það eru allskonar serimoníur og rugl í þessari nefnd.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2015 kl. 11:06

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Heyrði um daginn af nafninu Mistake (Mist Eik). Það fékk blessun nefndarinnar. En væntanlega hefur nafnið ekki átt að hljóma svona. Það hafa orðið mistök (mistake). Gaman væri að gá hvort nefndin samþykkti nafni "Mannanafnanefnd Forræðishyggjudóttir"

Þorsteinn Siglaugsson, 8.3.2015 kl. 13:54

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er spurning.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2015 kl. 14:06

10 identicon

Hér er greinilega allt að fara í hundana.  Atlaga að ÁTVR og Mannanafnanefnd á einu bretti.  Hvar enda þessi ósköp?  Hafið þið hugsað út í það hvað fólk mun í ölæði kalla öll börnin?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 14:08

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

til dæmis Ölver Ein-ginson,  Alka Púns, Bolla Gancia, Ákavítur Edrúson... svona nokkur dæmi kiss  Reyndar ekkert verri nöfn en sum af þeim sem mannanafnanefnd hefur gúdderað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2015 kl. 14:25

12 identicon

eg hef buid i USA nuna i 26 ar og hofum vid hjonin eignast kunningjahop i gegnum vinnu skola og adra hefdbundnar leidir. 

Margir kunningjarnir syna ahuga a Islandi thegar folk attar sig a thvi ad vid erum thadan en thad eru thrir serislenskir hlutir sem mer hefur varla tekist ad fa folk til ad skilja almennilega vid Island

1)Verdtrygging lana - folk getur ekki skilid hvernig haegt er ad taka lan borga af thvi samviskusamlega i aratugi en skuldar svo haerri kronutolu en upphaflega.

2) Rikiskirkja - Ja thad thikir ans skondid ad stori brodir askilur ser rett til ad skra nyborna i trufelag samthykkt og blessad af stora brodur.

3) Mannanafnanefnd eg segji nu lika bara Oboy er haegt ad hugsa ser eitthvad faranlegra. I USA er enginn mannanafnanefnd og hef eg aldrei i thessi 26 ar sem eg hef buid her heyrt um ad einhver vandamal hafi skapast af thvi. Burtu med afskipti hinns hrokafulla Stora Brodurs.

gudmundur runar asmundsson (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 18:20

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo sannarlega eru þessi atriði sem þú telur upp ótrúlega aftarlega á merinni, og ætti löngu að vera búið að losa sig við.  Ég skil ekki þessa hræðslu við að slútta þessar algjörlega óþörfu nefnd, það er eins og allt muni fara á hausin og meira til.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2015 kl. 20:33

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, kannski veitti nú ekki af svona nefnd í henni ameríkunni - ansi margir sem heita asnalegt þar

Þorsteinn Siglaugsson, 8.3.2015 kl. 20:35

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Væri ekki erfitt að fylgja svoleiðis eftir í USU?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2015 kl. 22:33

16 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  komdu með dæmi um nöfn í Bandaríkjunum sem eru asnalegri en Ljótur Bolli.  Reyndar er það þannig í þeim ríkjum sem ég þekki til í BNA að þegar foreldri nefnir barn sitt nýju nafni þá þarf að tilkynna það á upplýsingatöflu hjá sýslumanni.  Almenningur getur mótmælt nýja nafninu.  Án mótmæla er nýja nafnið viðurkennt og skráð.  Ég þekki ekki dæmi þess að nýju nafni sé mótmælt svo að ég veit ekki hvernig slíkt er afgreitt.

Jens Guð, 9.3.2015 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband