Kæri Innanríkisráðherra í dag glataðir þú gullnu tækifæri.

Ólöf í einu orðinu segir þú að mikilvægast sé að gæta trúnaðar í hinu segir þú að þú treystir lögreglustjóranum fullkomlega.  Hvernig ber að túlka þetta.  Það kemur skýrt fram hjá persónunefnd að henni bar að sjá til þess að vissum skilyrðum yrði fullnægt svo sem eins og dulkóðun og að kynna sér allar upplýsingar um málið áður en hún sendi upplýsingar um hælisleitanda.  Þarna talar þú í kross, og síðan villt þú ekki ræða málið, heldur ferð í flæmingi með málið og verður pirruð og reið vegna réttlátra spurninga spyrils.

Ég held að þú hafi ekki látið þér detta í hug annað en að þetta mál væri búið þegar þú ákvaðst að slá til. En það er það bara alls ekki og þið Sigríður eruð að falla í nákvæmlega sama pyttinn og Hanna Birna.  

Ég óska þér alls hins besta og vona að þetta hafi ekki áhrif til hins verra á heilsu þína, því svona strögl og leiðindi geta sett strik í reikninginn.

En ég varð fyrir sárum vonbrigðum með andsvör þín í dag.  Ég hélt að þú vildir vinna málin heiðarlega og vel, en finnst þú vera að detta í nákvæmlega sama pyttinn og forveri þinn.

Sigríður Björk á allt gott skilið, og hún hefur gert margt gott, en líka farið yfir strikið, eins og að fjalla í fullum lögregluskrúða um málefni mágkonu sinnar. 

Hvað kemur fólki til að leggja heiður sinn að veði fyrir einhvern annann sem vissulega hefur dansað á línunni, sýnir enga iðrun og er í fullkominni afneitun um brot sín.  Og svo má leiða að því líkum að hún hafi algjörlega gert sér grein fyrir hvaðan lekinn kom og hver sendi upplýsingarnar og þagði síðan í heilt ár, meðan málið var að ganga í gegn. 

Ég hefði viljað sjá að hún hefði verið færð til innan lögreglunnar með fullri sæmd, til að sjá um þau mál sem hún hefur hvað best unnið að, að vinna að heimilisofbeldi.  Fólk hefði örugglega ekki haft neitt við það að athuga að stofnað yrði nýtt embætti sem sannarlega er ekki vanþörf á að taka á slíkum málum.  

En þess í stað ákveður þú að verja eitthvað sem er ekki verjanlegt.  Fylgist þið Sjálfstæðismenn ekki með því sem er að gerast i samfélaginu?  Eruð þið svo langt frá þjóðarsálinni að þið skiljið ekki að við viljum réttlæti, sannleika og trúðverðugleika. 

Í kvöld talaðir þú algjörlega gegn þinni eigin sannfæringu, og ég er viss um að þú fórst í svefninn með óbragð í munni.  Er það þess virði?

Eigðu samt góða nótt mín kæra og góða drauma en mundu að sannleikurinn er það sem við öll verðum að verja og vilja.  

 


mbl.is Mikilvægast að gæta trúnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Þetta eru orð í tíma töluð Ásthildur. Það sem ég tók eftir í viðtölum sem voru höfð við ráðherrann í dag, að hún fór undan i flæmingi þegar hún var spurð hvort það væri eðlilegt að lögreglustjórinn sæti á upplýsingum varðandi lekamálið. Átti greinilega ekki beint svar við spurningunni. En kannski á lögreglustjórinn fyrrverandi sér málsbætur í þessu máli: í lögreglumálum, eða fyrir rétti, er enginn skyldugur til að segja neitt, nema viðkoðandi sé spurður. Var eitthvað ábótavant í lögreglurannsókninni? Það er spurningin.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 3.3.2015 kl. 00:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ingibjörg mín, já þessi mál þarf að skoða betur.  Og ég sá mjög vel undabrögð ráðherrans henni leið ekki vel.  Mér finnst sorglegt ef þessar tvær konur vilja ekki hreinsa borðið og eyða öllum vafa ef Sigríður er saklaus. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2015 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband