2.3.2015 | 13:31
Eru stjórnmálin að breytast. Getum við vonast eftir vori?
Hugleiðinar þriggja manna sem ég hef trú að mörgu leyti gefa mér von um að breytinga sé að vænta í íslenskri pólitík.
Nú síðast viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson hjá Birni Inga í gær. Þar segir Jón Baldvin hreint út að við séum ekki á leiðinni inn í ESB.
http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/03/01/jon-baldvin-esb-er-i-margs-konar-krisum-og-island-er-ekki-a-leid-thangad-inn/
Evrópusambandið er í fjármálalegri krísu sem er bæði bankakrísa og skuldakrísa. Evrópusambandið er í hagstjórnarkrísu, þú nefndir Þýskaland, vegna þess að pólitíkin sem Þýskaland hefur þröngvað upp á Evrópu sem er niðurskurður á félagslegri þjónustu og hækkun skatta í jaðarríkjunum hefur ekki skilað neinum árangri.
Hún hefur haft þveröfug áhrif sem allir áttu að hafa lært af reynslu heimskreppunnar á sínum tíma, segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra sem segir Ísland ekki á leið í Evrópusambandið.
Hann segir ennfremur í þessu viðtali: Um heimsmálin almennt sagði Jón Baldvin að Ísland og fleiri ríki um allan heim væru fórnarlömb sjúks fjármálakerfis. Öllum hömlum og böndum hafi verið sleppt af fjármálakerfinu sem vaxið þjóðríkjum yfir höfuð og hafi nú heiminn að viðfangsefni.
Uppreisn almennings í Grikklandi, og fljótlega á Spáni að því er Jón Baldvin telur, sé til komin vegna þess að stjórnmálakerfið hafi algjörlega brugðist og leyft fjármálakerfinu að byggja upp gríðarleg völd.
Í stað fúnkerandi lýðræðis sé búið að koma á auðræði.
Aðspurður út í stjórnmálin hér heima, og einkum stöðuna á vinstri vængnum, sagði Jón Baldvin að það skorti upp á heimavinnuna hjá stjórnarandstöðunni og að svo virtist sem jafnaðarmenn, bæði hér heima og í Evrópu, hafi týnt erindisbréfinu. Hann sagði stjórnmálaumræðuna hér heima hreint tuð og tók sem dæmi afnám gjaldeyrishafta sem búið er að ræða í sex ár án þess að nokkuð gerist. Hann segir Ísland eiga að fara að fordæmi Malasíu í kjölfar Asíukreppunnar sem afnam höftin einfaldlega með því að leggja á windfall tax, sem mætti útleggja sem útgönguskatt.
Jón er einn þeirra manna sem hvað mest hefur hrærst í íslenskri pólitík. Þess vegna vega orð hans þungt. Það er að opnast fyrir okkur hverslags ránsstofnanir bankarnir hér eru. Hér áður fyrr voru menn svokallaðir okurlánarar teknir höndum og sektaðir fyrir starfssemi sína, en þeir voru bara hálfdrættingar á við hina opinberu banka á Íslandi í dag, bæði ríkisbankann og hina sem eru í klóm arðræningja.
Góður pistill Stefáns Ólafssonar, manni sem mér virðist hafa heilbrigðar skoðanir á mörgum málum. En hann segir Svo:
http://blog.pressan.is/stefano/2015/03/01/tilgangurinn-i-stjornmalunum/#respond
"Það tengist því að stefna flokksins (Sjálfstæðisflokksins,orð Styrmis Gunnarssonar) hefur færst talsvert til hægri, í átt að nýfrjálshyggju sem þjónar fyrst og fremst hagsmunum þeirra ríku. Sú stefna tengdist hrunadansinum og hruninu og margir vilja eðlilega refsa flokknum fyrir það. Samhliða þessari breytingu hefur Sjálfstæðisflokkurinn minna að bjóða millistéttinni og fólki úr lægri stéttum. Eitt það mikilvægasta fyrir þessar stéttir var séreignastefnan í húsnæðismálum, sem átti stóran þátt í miklu fylgi Gamla Sjálfstæðisflokksins.
Þeirri stefnu hefur flokkurinn fórnað á altari óheftrar markaðshyggju.
Nú hefur stórlega fækkað þeim sem búa í eigin húsnæði og nær ómögulegt er fyrir venjulegt ungt fólk að eignast íbúð (raunar er líka ómögulegt að leigja vegna okurs).
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert fram að færa til að laga þessa stöðu og styður varla að séð verður viðleitni Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra Framsóknarflokksins, til að bæta ástandið á þessu sviði".
Á áratugunum meðan bandaríski herinn var hér var afstaðan til hans og vestrænnar samvinnu sá fleygur sem risti dýpst í klofningi vinstri og miðju manna. Alþýðuflokkur og Framsókn voru með vestrænni samvinnu en Alþýðubandalag vildi hlutleysi og sósíalistar áður fyrr hölluðust meira að Sovétríkjunum.
Eftir að herinn fór tók afstaðan til ESB-aðildar við þessu stóra klofningshlutverki hersins. Vinstrið og miðjan eru nú klofin til helminga um þetta mál (Sf og BF með en Framsókn og VG á móti). Sá klofningur virðist rista mjög djúpt og eyðileggja mikilvæga samstarfsmöguleika á miðjunni.
ESB er ekki gallalaust og óheft flæði fjármagns og fólks milli aðildarríkja skapar ný alvarleg vandamál (fjármálavæðingu, aukinn ójöfnuð og innflytjendavandamál). Þessi nýi veruleiki skilur eftir sig þá tilfinningu hjá venjulegum kjósendum að þeir séu afskiptir, hjá þeim flokkum sem fylgja algerri opnun samfélagsins með ESB-aðild og öðru alþjóðasamstarfi um óhefta markaðshætti.
Við erum að sjá þetta leiða til grundvallarbreytinga á flokkaskipan á öllum hinum Norðurlöndunum, í Bretlandi og víðar. Hjá þeim þjóðum sem fara verst út úr kreppunni (t.d. Grikkland og Spánn) er róttæk vinstri sveifla í gangi. Flokkar sem kallaðir er hægri popúlistaflokkar (sem í raun eru þó meira þjóðlegir velferðarflokkar) gera sig gildandi svo um munar. Taka mikið fylgi úr lægri og milli stéttum, frá bæði vinstri og hægri flokkum, þar á meðal klassískt fylgi jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum.
Þetta virðist ætla að verða mikil breyting á landslagi stjórnmálanna víða. Stuðningsmenn nýju flokkanna eru þó ekki sérstakir kynþáttahatarar, heldur er það flest venjulegt fólk sem óttast samkeppni um störf sín frá innflytjendum og lækkun launa sinna, ásamt rýrnun velferðarkerfisins. Það er raunsær ótti.
Að sama skapi sér þetta fólk lítinn stuðning við velferð sína frá hefðbundnum jafnaðarmannaflokkum, sem eru nú meira alþjóðasinnar og talsmenn óhefts markaðar og frelsis til fjármagnsflutninga, frekar en sem talsmenn velferðarríkisins og þjóðlegrar menningar. Þannig breytist grundvöllur stjórnmálaflokka, vegna þjóðfélagsbreytinga og hugmyndafræða.
Hnattvæðingin og aukinn ójöfnuður eru víða í Evrópu að hafa slík áhrif á stjórnmálin sem ekki sér fyrir endann á.
Er ESB-aðild þess virði? Hér á landi er sérstaklega brýn sú spurning, fyrir þá sem eru á miðjunni og vinstri vængnum, hvort ESB-aðild sé þess virði að kljúfa miðjuna og vinstrið í herðar niður og gera hvern og einn flokkanna sem þar eru nær áhrifalausa?
Við Íslendingar erum nú þegar um 70% meðlimir í Evrópusambandinu, með EES samningnum. Kanski það dugi bara?
Og hann endar grein sína á þessum orðum: "Er það sem útaf stendur virkilega þess virði að kljúfa miðjuna og vinstrið eins og raun ber vitni og dæma jafnvel fulltrúa tveggja af hverjum þremur kjósendum þar með til almenns áhrifaleysis, sem hækjur nýfrjálshyggjunnar í Sjálfstæðisflokknum?
Samfylking og Björt framtíð eiga mest sameiginlegt með Framsókn, að ESB-aðild frátaldri. VG er að mestu leyti þjóðlegur velferðarflokkur í anda gömlu jafnaðarmannaflokkanna í Skandinavíu. Samvinna þessara aðila eða hluta þeirra í þágu meirihluta kjósenda ætti að vera mikilvægt markmið. Hin leiðin er áframhaldandi sundrung og innbyrðis samkeppni, samhliða ofurvaldi Sjálfstæðisflokksins, sem einungis er fulltrúi innan við þriðjungs kjósenda, en öðru fremur er hann þó fulltrúi atvinnurekenda og fjármálaaflanna.
Þau öfl ráða alveg nógu miklu þó þeim sé ekki að auki gert kleift að stjórna eða dempa áhrif launþegahreyfingar, vinstri og miðjuflokkanna. Kanski flokkarnir á miðjunni og í vinstrinu ættu að endurskilgreina sig og tengja betur við launþegahreyfinguna"?
Svo mörg voru þau orð. Og vel sagt að mínu mati. Er það þess virði að hengja sig á ESB lestina og verða þar hreinlega úti, vegna þess að það er einfaldlega ekki vilji þjóðarinnar að fara upp í þá lest, né kíkja í pakkann. Og þar með veita Sjálfstæðisflokknum þau völd sem hann hefur til að hlú að L.Í.Ú. og auðjöfrum þessa lands á kostað okkar hinna?
Hér er svo ágætt blogg frá Páli Vilhjálmssyni þar sem hann vitnar í Styrmir Gunnarsson. http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1640725/
Talar um S flokkana Sjálfstæðis og Samfylkinguna.
"Að nokkru leyti má segja að vandi flokkanna sé áþekkur. Hvorugur flokkanna höfðar beint til »hins þögla meirihluta« meðal íslenzkra kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn er enn hallur undir sjónarmið sérhagsmunahópa innan atvinnulífsins. Sú var tíðin fyrir mörgum áratugum að sjávarútvegur og verzlun tókust á innan flokks en þá var þar öflugur hópur verkalýðsmanna, sem skapaði ákveðið jafnvægi á milli.
Nú sést of lítið til síðastnefnda hópsins en auðvitað fór þetta svo allt úr böndum í byrjun nýrrar aldar, þegar peningarnir tóku völdin í íslenzku þjóðfélagi.
Samfylkingin hefur aldrei náð að mynda tengsl við rætur þeirra flokka, sem stóðu að myndun hennar, þ.e. við verkalýðshreyfinguna, þótt einstaka forystumenn í þeirri hreyfingu hafi verið hallir undir hana.
Hún hefur í þess staðið orðið flokkur þeirrar pólitísku yfirstéttar, sem hefur búið um sig í háskólasamfélaginu.
Og hann heldur áfram:
Stéttin sem átti að taka við þegar útgerð og verslun sigldu sig í kaf með Sjálfstæðisflokknum er stétt háskólamanna með lögheimili í Samfylkingunni og varnarþing í Vinstri grænum.
Stétt háskólamannanna, sem hefði átt að taka völdin til langs tíma á Íslandi eftir kosningarnar 2009, sýndi sig vera misheppnaðasta valdastétt Íslandssögunnar sem fokkaði svo kirfilega upp sínum málum að hún ber ekki sitt barr næstu áratugi.
Tvenn stærstu mistök háskólamannanna var yfirgengilega bernsk pólitík um að Ísland ætti heima í Evrópusambandinu annars vegar og hins vegar algert hugleysi gagnvart erlendum kröfuhöfum í Icesae-málinu. Þegar stjórnmálaafl sýnir sig hvorttveggja heimskt og huglaust eru dagar þess taldir. Eins og kom á daginn í kosningunum vorið 2013 þegar Samfylkingin fékk 12,9 prósent fylgi og Vg 10,9 prósent.
Hér tala menn sem hafa hrærst lengi í pólitíkinni, þeir Jón Hannibalsson og Styrmir Gunnarson hvor úr sínum andstæðisflokki en báðir hættir í opinberri pólitík, en hafa þroska og áræðni til að ræða um málin frá sínum sjónarhól. Og við ættum að hlusta. Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands.
Það sem ég sé úr þessum þremur viðtölum er að loksins er að rofa til í Íslenskum stjórnmálum, aldrei hefur umræðan komist upp á þetta stig áður með þvílíkum þungaviktarmönnum, sem hafa marga fjöruna sopið í stjórnmálum.
Það er viskumerki að geta skipt um skoðun og einnig að þora að setja þær skoðanir fram fyrir almenning til umhugsunar. Við vitum vel að bankarnir eru komnir í algjörar ógöngu með sína háu vexti og óréttlátu þjónustugjöld. Það þarf að stöðva. Auðhyggjan sem Jón Baldvin talar um er alþekkt meðal almennings við stöndum bara hjá og getum ekkert gert. Stjórnmálamenn verða að taka þennan bikar og skjóta lokum fyrir að við séum arðrænd svona og heimilin og við sjálf berjumst í bökkum meðan sami hópur græðir endalaust og vill ekkert gefa eftir til samfélagsins. Það má gera svo margt með litlum tilkostnaði til dæmis að taka á kvótamálunum, fara í þennan útgönguskatt og fara að huga að almenningi í landinu en ekki þeim sem borga mest í kosningasjóðina hjá fjórflokknum. Við getum líka þrýst á stjórnmálamennina að fara að haga sér og muna að þeir eru að þjóna almenningi í þessu landi en ekki sérhagsmunum. Ef þeir geta ekki tekið til hendinni er komin tími til að skipta um stjórnendur.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.