Ætla að bjóða ykkur í ferðalag.

Elli minn hafði tekið eftir því að ég var frekar döpur meira en venjulega í skammdeginu.  Hann vissi sem var að bara að horfa á alla eyðileggingun út um svefnherbergisgluggann á hverjum morgni gerði mig dapra.  Hann bauð mér því að koma með sér til Spánar, en þangað átti hann erindi til að hjálpa vini sínum að laga þakið á húsi sem þau hjón eiga þar.

Raunar er ég frekar löt við að ferðast á þessum tíma, en Ella mínum til mikillar ánægju ákvað ég að koma með. 

IMG_8455

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki mjög kræsilegt útsýni. ekki satt Rósirnar mínar, fallega Pernillan algjörlega farin, Zakúrukirsuberin, plómutréð og kirsuberjatréð, fyrir utan svo margt annað sem ekki kemur í ljós fyrr en í vor. 

En sem sagt við lögðum af stað þann 22. janúar í góðu veðri, en færðin var hræðileg.  Eitt hálagler alla leið.  Reyndar kom í ljós um morguninn þegar við fórum að fylla á bílinn að heilsársdekkinn sem voru undir honum dugðu engan veginn, því við runnum bara stjórnlaust við bensínstöðina.  Svo það var drifið í að fá nagladekk undir bílinn, sem betur fer er fljót og góð þjónusta á Ísafirði svo þetta tafði ekki mikið. 

IMG_8462

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Landið okkar fagra alveg sama hvort er vetur, sumar, vor eða haust.  En skapmikið er það, eins og við urðum vör við síðar. 

IMG_8464

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér erum við komin upp úr Djúpinu og upp á Steingrím. Djúpið var eitt hálagler alla leið.  Svo það var ekki farið hraðar en 40 til 50 km. hraða. Því betra er seint en aldrei. 

IMG_8468

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Steingrímur er oft illfær á vetrum, en samt svo flottur og eiginlega glæsilegur.

 

IMG_8475

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Himnagalleríið er alltaf opið þegar veður leyfir. En það er ágætt að vera á leiðinni til Spánar, raunar með viðkomu hjá fjölskyldunni í Reykjanesbæ og svo í Osló.

IMG_8476

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þá erum við komin í Borgarfjörðinnsmile

IMG_8480

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er ekki alveg viss um að allir átti sig á þeirri fegurð sem býr í náttúru okkar, ekki bara landslagið heldur ekki síður leikur ljóss og skugga á himininum og allt er þetta ókeypis.

Það tók okkur 7 klukkutíma að komast til Njarðvíkur, og það var ekki veðrið heldur færðin sem olli því. 

IMG_8485

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var notalegt að komast í faðm fjölskyldunnar í Njarðvíkunum, og ég veit ekki hvert okkar var spenntara við eða strákarnir. En nú gátum við ekki stoppað lengi, því við þurftum að komast til Osló og þaðan til Alicante. 

IMG_8490

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sonur okkar sótti okkur á Gardemoen, og aftur og enn var ekki mikill tími til að stoppa.

IMG_8489

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Prinsessan okkar var nú dálítið feimin í fyrstu. En málið er að hún elskar Ipadin hans afa og hann braut ísinn.

Við fórum með Ryanair til Alicante, en það er flogið þangaði frá Rygge flugvelli, sem er lítill flugvöllur rétt hjá Sænsku landamærunum.  Það er um eins og hálfstíma akstur með flugvallarrútunni frá umferðarmiðstöðnni í miðri Osló.  Við tókum strætó frá Hagan, sem er rétt hjá Skafta okkar hann ók okkur á stoppistöðina og þaðan var haldið til Miðborgarinnar og í rútuna sem flutti okkur til Ryggeflugvallar.  Miðinn kostaði um 6000 ísl. krónur til Alicante. Þessi flugvöllur er ekki stór, en umferðin um hann er alveg rosaleg.  Við höfðum verið svo forsjál að tékka okkur inn á netinu og því þurfti ekki að bíða í biðröð, meira að segja þurftum við ekki að bíða í almennu röðinni út í flugvél, því þeir sem voru með tilbúna miða í sæti, fengu að fara fyrstir, því aðrir eru ekki með bókuð sæti, og þurfa því að flýta sér út í vélina og reyna að fá sæti saman.  Reyndar er svo þétt á milli sæta að það má nánast tala um síld í tunnu. En þar sem þetta er er ekki langt flug, þá má alveg láta hafa sig í ýmislegt.

IMG_8494

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skýjum ofar á leið til Alicante.

ég hafði tekið frá sæti fremst í vélinni og hélt að ég myndi fá betra pláss fyrir fæturna, en það var reyndar ekki, alveg jafn þröngt og í hinum sætunum.  En þannig geta flugvélög boðið okkur lægra far ekki satt?

IMG_8495

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég nýt þess að horfa út um gluggana á flugvélinni þegar hún er komin ofar skýjum, þar eru allskonar ævintýramyndir og ævintýralönd maður getur gleymt sér í ævintýrum endalaust.

IMG_8498

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er reyndar ekki vel að mér í landafræði, en ég held að þetta séu Pýreneafjöll. Stórglæsileg.

IMG_8501

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vona að þið séuð ekki flughrædd, ég get sagt ykkur að vélin haggast ekki. En það er bara svo gaman að horfa niður.

Og svo erum við að nálgast Spán. 

IMG_8508

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alicante eða Alicant er stór borg við Costa Blanca suður af Valencía svæðinu. Hún þekur um 201.3 ferkílómetra. Mannfjöldi er 334.678 árið 2012. Reyndar erum við ekki að fara þangað heldur til La Marína. Sem er einskonar sumarhúsabær þarna nálægt.

IMG_8510

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

La Marína er smábær á ströndinni við Costa Blanca, milli Alicante og Santa Pola.

Þarna er mest megnis eldri borgarar sem eiga eða leigja sumarhús þarna og eyða vetrinum eða megnið úr honum þarna.  Veðrið er yfirleitt gott eða eins og besta sumarveður hér heima.  Þarna er öll þjónusta sem fólk þarf.  Bæði þjónustumiðstöðvar, matsölustaðir verslanir og moll og bara alls sem nöfnum tjáir að nefna. 

IMG_8514

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En hér erum við komin til Alicante.Og við ætlum út fyrir stöðina og setjast aðeins á nýjan bar þarna fyrir utan og bíða eftir vinum okkar sem ætla að sækja okkur á völlinn.  Það er um hálftíma akstur til La Marína.

IMG_8516

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jamm sest niður með bjór og rauðvín og beðið eftir vinum okkar cool.

IMG_8519

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Og þá erum við komin til La Marína og heim til vina okkar og upp á terrassinn, það er eitthvað annað að koma frá Ísafirði og Osló og hingað í sól og sumar.

Hér er verið að skoða hvað þarf að gera til að stöðva leka sem hefur orðið til.  

IMG_8524

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá Þríburablómið Bugaenvillea þetta blóm sýnist mér mikið notað hér til skrauts, eins og í Mexico. Enda gífurlega fallegt, við þekkjum það svolítið úr stofugluggunum hjá okkur. Hér vaxa stofublóminn okkar bara úti eins og Hawairósin og allskonar kaktusar og þykkblöðungar. 

IMG_8525

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég komst að því fyrir tilviljun að elsku móðurbróðir minn dvelur skammt héðan frá, eða í Santa Pola.  Við ákváðum að hittast, það var raunar afa barnið hans hún Þóra Stína sem sagði mér að afi dveldi þarna.  Hann kom í heimsókn og við áttum góða stund saman.  Pétur móðurafi minn var yngstur systkinanna og er aðeins 16 árum eldri en ég.  Hann var eiginlega stóri bróðir því þegar ég var að alast upp var hann ennþá í heimahúsum a.m.k. milli vinna, og hann var stríðnari en andskotinn. Í dag er hann 96 ára og hleypur um eins og unglamb. 

IMG_8526

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi elska eins og Dóra systir mín segir hann og Jútidh Júlíusdóttir eru síðust móhikanarnir hjá okkur systkinunum. Hann móðurbróðir okkar og hún föðursystir, hin eru öll farin inn í annan og örugglega betri heim.  En þau eru bæði svo hress og flott og eiga örugglega mörg góð ár eftir. 

IMG_8527

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við áttum góða stund saman og það var virkilega gaman að spjalla.

IMG_8530

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skál elsku frændi. Við fórum svo út að borða á La Marína bar og við skemmtum okkur svo vel.  En nú er komið nóg í bili.  Við eigum eftir að dvelja lengur og segja meira frá.  Fólki hér er afar yndælt og margir íslendingar, og þó nokkrir ísfirðingar.  Hér eru til dæmis í næsta húsi Högni Þórðarson fyrrverandi bankastjóri og Kristrún kona hans, í Santa Pola búa Jón Gunnarsson og Elín Þóra Magnúsdóttir, hér í nágrenninu eru líka Auðunn Karlsson frá Súðavík og konan hans Fríður, en við eigum eftir að hafa meira með þau saman að sælda í þessari ferð.  

IMG_8529

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er svo húsbóndinn hér Sturla Fjaldsted, konan hans Kristín Þórðardóttir kemur líka við sögu. Við eigum eftir að eiga hér góða daga og fara í ferð til Barcelona. Svo nú er bara að setjast niður og hafa það næs, við sátum á kvöldin og horfðum á fréttirnar á stöð tvo og rúv, og ýmsa þætti eins og til dæmis Pointless. Út að borða og margt margt forvitnilegt framundan. Það getur verið ansi notalegt að horfa á hlýjar myndir og fara í ferðalag þegar veðrið argast úti með látum.

eigið góðan dag elskurnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ásthildur.

Alltaf gaman að fara í ferðalag með þér..cool

En eitt get ég sagt þér, að Santa Pola er einn

af uppháhaldsstöðum sem ég og konan mín komum til

og held að við höfum verið þar, allt með öllu,

í u.þ.b. samanlagt 12 vikur á sl. 4 árum.

Frábær staður og ekki þessi týpiski ferðamannastaður.

Rétt fyrir utan Santa Pola, er eyja sem heitir

Tabarca. Þar höfum við gist nokkrar nætur og er

það ævitýri líkast. Ef þú og Elli hafið tök á því

að fara þar eina nótt, þá er ég viss um að þangað

viljið þið aftur fara.

Búin að smita nokkra fyrir þessari eyju, enda er

hún mjög sérstök, þó lítil sé.

Bestu kveðjur frá laumufarþeganum.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 25.2.2015 kl. 18:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Sigurður, já ég á örugglega eftir að fara aftur á þessar slóðir, einn kunningi okkar frá Ísafirði á einmitt íbúð í Santa Pola við fórum þangað í heimsókn og þau óku með okkur um bæinn hann er virkilega fallegur bær og skemmtilegur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2015 kl. 18:13

3 identicon

Hér linkur á hótelið út í eyjunni....

https://www.booking.com/hotel/es/boutique-isla-tabarca.is.html?sid=1b9814291ea451655da061ae82b63dc7;dcid=2

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 25.2.2015 kl. 18:13

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta, virðist algjörlega frábært. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2015 kl. 18:25

5 Smámynd: Jens Guð

 Frábærlega gaman að fá að "fljóta með" í ferðalagið (í gegnum þewssa færslu).

Jens Guð, 25.2.2015 kl. 20:55

6 identicon

Mikið hafið þið haft gott af því að fara þarna út og fá smátilbreytingu frá roki, kulda, snjó og umhleypingunum :)  

Takk Ásthildur mín að lofa okkur að fylgjast með :)

Kv. Jóhanna.

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2015 kl. 22:14

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jens minn þú ert alltaf velkomin. smile

Elsku Jóhanna mín það er svo gott að hafa góða ferðafélaga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2015 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband