Það sem ég vildi sagt hafa.

Jæja það er ennþá hvasst úti, og rigning og sól allt í bland.  Ég er ein í kofanum, stubburinn er í afmæli og afi hans að syngja við opnun reiðhallar á Þingeyri.  Eða réttara sagt á Söndum í Dýrafirði, þar verður örugglega sungið Ríðum Ríðum rekum yfir sandinn. 

En ég er á leiðinni upp í gróðurhús að prikla.  Það er afskaplega róandi og gaman.  Gott fyrir sálina.

Stundum held ég að við íslendingar séum dálitlar risaeðlur í okkur.  Við erum ekki lengra komin út úr moldarkofunum en að sitja á bæjarburstinni og mæna út í túnfótinn, þangað sem okkur langar.

IMG_6653

 

 Við erum óttalegir þrasarar um keisarans skegg stundum,  og mér finnst á tímum eins og við greinum ekki aðalatriði frá aukaatriðum.  Við erum oft smásálarlegri en fólk frá öðrum löndum.  Ef til vill er það smæðin sem gerir það.  Eða löngunin til að vera stór og merkileg. 

Hér áður og fyrr til dæmis þurftu menn sem komu út úr skápnum hommar og lespíur að flýja til annara landa, því þeim var ekki vært hér á landi vegna fordóma.  Vinur minn Hörður Torfason hefur sagt okkur sögur af því hvernig hann var flæmdur úr landi á sínum tíma, þessi öðlingur.  Reyndar hafa tímarnir breyst og við færst nær nútímanum hvað þetta varðar, sem betur fer.  En það eru ennþá nokkrar risaeðlur í veginum.  Ein þeirra er umræðan um útlendinga.  Hún er núna jafnmikið tabú og homma umræðan var á sínum tíma. 
Menn eru útmálaðir og kallaðir öllum illum nöfnum ef þeir tala um þau málefni.  Jafnvel þó þar sé skynsamlega mælt og af hófsemi.  Þar er ég ekki að tala um æsingarköll og upphróp.  Heldur umræðuna eins og hún ætti að vera. 

Það er eins og fólk fari í baklás og setji tappa í eyrun.  Mér finnst þessi hræðsla svolítið skrýtin.  Hvað er svona hættulegt við að ræða þau vandamál sem geta sprottið í þjóðfélaginu ?

Ég held að þeir sem verst láta í þessu, séu sjálfir dálítið í gruggugu vatni og ekki alveg vissir um sinn eigin hug, alveg eins og þeir sem eru inn í skápnum, óvissir um sína kynhneigð ráðast gjarnan að hommum með offorsi. 

Þetta eru bara mál sem þarf að ræða af skynsemi og ró.  Það er ýmislegt sem þarf að huga að, skoða og laga.  En það verður ekki gert með því að æsast upp og vilja stoppa alla umræðu.  Og á þeim forsendum að umræðan veki ugg hjá erlendu fólki.  Af hverju ætti hún að gera það ?  Það fólk sem hér hefur komið, og er í samfélaginu, finnur viðmót þess fólks sem það umgengst.  Það lætur ekki neina umræðu hrófla við sér hef ég trú á.  Og ef menn eru hræddir við að umræðan geri fólk að rasistum, þá held ég að það sé líka á villigötum.  Fólk lætur ekki umræðu breyta hug sínum, gagnvart fólki sem það umgengst.

Umræðan dregur ef til vill rasistana út úr skúmaskotunum. Gerir þá sýnilega og er það ekki bara betra að vita hvar þeir eru ? Þeir verða ekkert áheyrilegri fyrir það. 

Venjulegt fólk eins og ég til dæmis fagna því að fá hingað fólk annarsstaðar að,  ég held að það sé stimplað inn í þjóðarsálina, vegna smæðar okkar og legu landsins, að fjölga óviðkomandi fólki til að auka blóðblöndun. 

Mér er sagt að á smástöðum hrífist ungt fólk af aðkomumönnum, það sé í eðli þeirra vegna þessarar blóðblöndunar.  Okkur sé eiginlegt að leita út fyrir eigin flokk til mökunar.  Það myndar heilbrigðari þjóð. 

En nú er þetta orðið aðeins og langt.  það sem ég vil segja er þetta: við eigum að elska og virða hvort annað hvaðan sem við komum.  Og við eigum að koma fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur.  Allir eiga að hafa sama rétt til að lifa í friði.  Því miður þá er raunveruleikinn annar, og sennilega ómögulegt að laga það.  En við getum allavega reynt.  Og fyrsta skrefið til þess er að vera óhrædd við að ræða um hlutina eins og þeir eru.  En ekki eins og við viljum að þeir séu.

Afmæli2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir góðan pistil.  Ég held samt að fólk rísi upp til varnar ef farið er að tala um útlendinga sem vandamál.  Einfaldlega vegna þess að við hræðumst eins og skrattann sjálfan, það útlendingahatur sem hefur verið að kvikna allt í kringum okkur.  'Eg tel ekki útlendinga vera vandamál.  Það er eitthvað að hjá lítilli þjóð eins og okkar ef við getum ekki tekið á móti nýbúum án þess að hræðast þá. Við getum lagað okkar eigin hugsunarhátt og við getum aðlagað samfélagið að breyttum tíma.  Nýbúar eru BARA velkomnir í mínum augum, eins og ég veit að þeir eru hjá þér líka, kæra vinkona

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2007 kl. 14:16

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sammála Jenný - eins og svo oft áður. En Cecil, hvað er að prikla? Spurði konan og opinberaði þar með fávizku sína

Hrönn Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 14:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

AÐ pikla er að taka litlar sáðplöntur og setja þær í potta, þar sem þær geta byrjað sjálfstætt líf Hrönn mín.

Útlendingar eru ekki vandamál í sálfu sér.  Heldur ástand sem getur skapast í ringulreið.  Það er mikil fátækt og atvinnuleysi hjá milljóna þjóðum. 

Það væri hið besta mál ef við gætum tekið sómasamlega á móti öllum sem vilja koma.  En eins og staðan er í dag þá er ekki mannskapur til að sinna því sem sinna þarf.  Aðstoða fólk við kennitölur, samanber börnin sem gátu ekki byrjað í skólum hér fyrir vestan í haust vegna kennitöluleysis.  Þá varð það reyndar Guðjón Arnar sem fór niður á hagstofu og heimtaði forgang fyrir börnin svo þau gætu byrjað í skólanum.  Það er heldur ekki nægilegur mannskapur á skattstofunni, til að sinna pappírum og skráning útlendinga er líka í ólestri.  Guðjón sagði mér sjálfur að bara núna um daginn var hann að aðstoða hóp pólverja sem vissi ekki hvað þeir áttu að fá í laun, hvort þeir væru á samning og yfirleitt hvað væri að gerast í þeirra vinnulífi.  Þeir skildu ekki neitt, og leituðu til hans um aðstoð, sem var ljúflega veitt.  Og svo er það eftirlitið með því að fólk sé ekki snuðað af vinnuveitendum og að þeim sé ekki hrúgað í alltof lítið húsnæði, eða húsnæði sem er óíbúðarhæft.  Það er ekki bara að taka á móti fólki.  Það þarf að sinna þeim á ýmsan hátt.  Í dag virðist þar vera pottur brotinn.  Og það er ekki gott mál. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2007 kl. 15:24

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það ryfjar upp fyrir mér skemmtilega tíma þegar þegar þú talar umað prikla. Ég var í Noregi sumarið 1974 og vann á blómkálsbúgarði og eitt fyrsta starfið þegar ég kom út í byrjun maí var ap prikla, það var slakandi og skemmtilegt starf, unnið í góðum félagsskap.  Tökum svo á móti öðrum eins og við viljum láta taka á móti okkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 15:27

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Ásdís mín.  Og jamm það er róandi að prikla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2007 kl. 15:40

6 identicon

Flottur pistill hjá þér Ásthildur. Það versta er að ræða ekki málin. En hvernig er það: Er ekki helmingurinn af okkur Vestfirðingum með spænskt og/eða franskt blóð í æðum? Ég hef allavegana alltaf litið á mig sem einhverja blöndu af Íslendingi og Suður-Evrópubúa, var sagt að spænskir og franskir sjómenn hefðu komið við hér og þar á Vestfjörðum hérna í den og þaðan væri þetta dökka yfirbragð margra Vestfirðinga komið. Ég bara segi svona ;)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 16:14

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú það sem ég sagði hér áðan um að í litlum samfélögum drægjist ungt fólk að aðkomufólki.  Það er partur af náttúrunni í okkur til mökunar.  Og brúnu augun og dökki liturinn er komin frá spánverjum og frökkum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2007 kl. 16:17

8 identicon

Það er erfitt að vera ekki sammála þér í þessari fínu grein.. Hvernig væri þá að færa umfjöllunina frá "ódýrt erlent vinnuafl" í hvernig ákveðnir verktakar "misnota erlent vinnuafl" á kostnað bæði þeirra og okkar sem landið byggja. Ég held að flestir stjórnmálaflokkar myndu taka vel í umræður sem væri á slíkum málefnagrunni.

Það þyrfti að setja einhverjar reglur um að vernda launakjör þeirra.. við eigum ekki að leyfa áralanga baráttu verkalýsðfélaga okkar leka út um einhverjar bakdyr þar sem situr lítill hópur verktaka og stórgræðir..

Góð kveðja

Björg F (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 20:24

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er alveg rétt hjá þér Björg mín.  Það skiptir máli hvernig maður setur þetta upp.   En það er einmitt þetta sem verið er að tala um.  Og það er þetta sem þingmenn Frjálslyndaflokksins heyrðu á fólkinu í landinu.  Og það er alveg rétt sem þú segir við þurfum að skoða þessi mál, og laga.  Setja lög eða eitthvað til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist.  Og einnig einhvernveginn að laga regluflækjurnar sem reynast fólki erfiðar að koma í heimsókn til ættingja, og helst að fólk geti komið hingað líka frá öðrum löndum og heimsálfum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2007 kl. 22:55

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Flottur pistill hjá þér Ásthildur mín

Kristín Katla Árnadóttir, 1.4.2007 kl. 10:14

11 identicon

Ég er alveg 100% sammála þér... Þá verð ég að segja að ég heyrði í Magnúsí í Silfrinu í dag og hef lesið greinar bæði Viðars og Jóns M. + auglýsing Frjálslyndra í blaðinu í dag.. og þar eru hlutirnir ekki settir fram á sama hátt og þú gerir. Allavega get ég ekki séð það...

Það væri kannski nær lagi að setja þig í brúnna og stýra umræðunni fyrir þinn flokk og láta þá frekar tala um þörfina á að afnema verðtrygginguna..  

Björg F (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 19:39

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég segi nú það sama.  En þeir setja þetta svona fram, það er ekki sama hvernig við ræðum um málin.  Ég veit samt að það sem ég segi hér er það sem verið er að hugsa um og stefna að í flokknum.  En ég geri mér líka grein fyrir að umræðunni er svolítið snúið á versta veg til að láta þetta líta illa út.  Málið er, að við þurfum að skoða þessi mál fordómalaust og virkilega gera okkur grein fyrir hvað er okkur öllum fyrir bestu.  Og þá er ég líka að tala um það fólk sem hingað er komið nú þegar, og það sem hefur sest hér að, og svo okkur hin sem höfum alltaf átt heima hér.  Við erum öll í sama pottinum.  Og okkar allra hagur er að við skoðum málin frá öllum hliðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband