21.2.2015 | 10:29
Reynir Traustason- afhjúpun.
Eg keypti mér tvær bækur fyrir jólin, önnur var bókin hennar Margrétar Tryggvadóttur "Útistöður" sem ég hef rætt um hér glæsileg og velskrifuð bók, og svo bókina hans Reynirs Traustasonar "Afhjúpun". Þessar tvær bækur ættu að vera skyldulesning í skólum, svo mikið fara þær inn á valdsvið klíka á Íslandi og útskýra svo margt sem miður hefur farið á okkar fallega landi.
Þó efnistök þeirra séu ólík, þá eiga þessar tvær bækur sameiginlegt að þarna fer fólk sem vill réttlæti. Þau hafa bæði hrærst í miðju hringiðunnar sem stjórnar Íslandi leynt og ljóst.
Bók Reynis er skemmtilega skrifuð hann er góður penni. Og upphaf hennar þar sem hann segir frá æskustöðvum sínum og veru á Flateyri einkar skemmtileg. Ég þekki og kannast við marga sem þar koma við sögu. Þekki móður hans ágætlega og svo Þorstein (Domma) bróður hans, sem reyndar var um tíma svili sonar míns. Reynir dregur ekkert undan og er ekki að afsaka sínar gjörðir á neinn hátt, heldur lýsir á skemmtilegan hátt hvernig hann tókst á við bæði brennivín og sigarettur. Þó hann sé ekki borin og barnfæddur vestfirðingur, hefur hann greinilega dregið í sig þrautsegju og hörku þeirra sem þar hafa fæðst.
Það sem skín í gegn í þessari bók hans er hversu sterkur maður hann er í raun og veru. Og virðist ekki láta slá sig út af laginu, en um leið er hann viðkvæmur og með hugan hjá þeim sem minna mega sín.
Það er ótrúlegt Hve létt honum virðist að hætta bæði reykingum og drykkju, og þegar hann þess vegna varð of þungur, fór hann að ganga á fjöll, og hefur nú klifið bæði Hvannadalshnúk og Mont Blanc. Aðeins þremur árum eftir að hann byrjaði þjálfun. Bara þetta lýsir manninum Reyni mjög vel, og sýnir hvað í hann er spunnið.
Hvernig honum tókst svo að vinna sig endalaust frá fjárhagserfiðleikum á DV og síðan að snúa sig frá fjandvinum sínum úr öllum áttum er ótrúlegt afrek.
Þó hann hafi verið umsetinn fólki sem vildi hann burt, er hann hvorki langrækinn né hefnigjarn, og það ótrúlegasta hann virðist endalaust treysta fólki, þó aðrir vari hann við. Og það hefur oft komið honum í koll.
Ég mæli alveg tvímælalaust með "Afhjúpun" Hún er að vísu ansi svæsinn á köflum, því óheiðarleiki, langrækni og undirferli sem þarna kemur fram er ill lesning og ekki til sóma því fólki sem það stóð í aðgerðum. Vonandi líður þeim vel með ránsfenginn. En ósköp finnst mér DV hafa slappast síðan úrvalslið blaðsins hætti, ýmist sagði upp eða var bolað burt.
Lokaorðin eru þessi: "Og enn er ég kominn á Búrfell. Á hrímköldu hausti stend ég á krossgötum og reyni að átta mig á bestu leiðinni inn í næstu framtíð. Ég hlusta eftir barninu sem hvíslar: " Stundin er runninn upp".
Þegar þetta góða fólk kjarninn úr DV hætti á því blaði hafði ég keypt mitt síðasta DV. Og nú eru forsvarsmenn blaðsins að skreyta sig með fjöðrum fólksins sem það hrakti burt, sem eru tilnefnd til blaðamannaverðlauna.
En ég ætla svo sannarlega að fylgjast með stundinni. Hún er nefinlega runninn upp.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022152
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.