30.3.2007 | 13:23
Gamalt og gott í tilefni vorkomu.
Ég var að taka til í tölvunni í vinnunni í morgun og rakst þá á þennan pistil minn síðan í fyrra eða hitteðfyrra. Þar sem hann á ágætlega við í dag, ætla ég að skella honum hér inn í gamni.
Kannast menn eitthvað við þetta ?
Sumarhugleiðingar garðyrkjustjóra.
Mig langar til að byrja að minnast á umgengni bæjarbúa um gróðursvæði. Auðvitað eru margir sem ganga vel um, en umgengnin er samt alveg ömurleg. Það liggur við að ég þurfi áfallahjálp á vorin, þegar ég kem að gróðursvæðunum, og þau eru öll út trömpuð, fólk alltaf að stytta sér leið. Börnin klifrandi í trjánum og hjólandi gegnum runnana. Við þurfum að taka okkur á í þessu, öll sem eitt. Það kostar ekkert nema nokkrar kaloríur að fylgja göngustígum, í stað þess að vaða yfir þar sem næst er. Við þurfum líka að brýna fyrir börnunum okkar að ganga vel um náttúruna. Börn eru skynsamt fólk, og ef maður talar við þau um þessa hluti þá skilja þau. Ef þeim er sagt það þá geta þau geta vel skilið að Ísland er napurt land, þar sem þarf að hafa mikið fyrir að rækta trjágróður. Við þurfum öll að taka okkur á og hjálpast að að ganga vel um. Núna er háannatími garðyrkjumannsins. Það þarf að klippa og snyrta tré og runna, skifta blómunum og flytja þær plöntur sem eru ekki á réttum stað. Talandi um rétta stað, þá þarf maður að velja hvað maður vill hafa í garðinum sínum, og hvaða tilgangi hann á að þjóna. Byrja verður á að fá gott skjól í hann sem hlífir öðrum viðkvæmari og meira spennandi plöntum. Hitastig garðsins hækkar líka við skjólgirðingar, hvort sem þær eru úr timbri eða lifandi gróðri. Það er líka mesti misskilningur að þegar búið er að koma með plöntuna heim og gróðursetja hana þá sé það búið. Maður þarf endalaust að huga að gróðrinum. Það þarf að gefa áburð, vökva við þurfum að vökva mikið, vegna þess að hér rignir tiltölulega lítið yfir sumarið. Það þarf líka að huga að því að gróðurinn fari ekki út um allt. Við þurfum að hemja hann. Ef við viljum t.d. hafa grenitré í litlum garði, þá er það allt í lagi . Svo fremi sem við látum grenið ekki vaxa yfir hvað sem fyrir verður. Við þurfum að ákveða hversu mikið pláss grenitréð má hafa í garðinum og svo einfaldlega klippum við af því þegar það vex yfir þá línu. Það er mjög auðvelt að klippa flestar plöntur, sumar þarf að klippa á réttum tíma, eins og birki sem er svokallaður blæðari, þ.e. þegar það fer að laufgast þá eykst blóðstreymið það mikið að plöntunni blæðir mikið ef klipptar eru stórar greinar af því rétt á því tímabili. (Ég tala um blóðstreymi, vegna þess að plöntur hafa eins og við æðakerfi, mjög líkt okkar, æðar sem flytja næringu frá jarðveginum til krónunnar og æðar sem flytja súrefnið úr loftinu niður í ræturnar. Samanber bláæðar og ósæðar okkar, en plönturnar hafa grænu korn í staðinn fyrir rauð blóðkorn.) Við getum tekið næstum hvaða tré sem er og myndað það í allskonar fígúrur. Þetta er mjög lítið stundað hér, og fólk þyrfti að hugsa meira um að klippa. Hugsið ykkur t.d. að hafa grenikúlu, eða lerki súlu í garðinum, þetta getur orðið mjög flott, það er ein svona greni kúla í Jónsgarði, það er búið að taka nokkur ár, en hún er mjög þétt og fín. Þetta var gamalt grenitré við samliggjandi göngustíga, það var toppbrotið og ekkert augnayndi. Ég hugsaði með mér hvað ég gæti gert til að leyfa því að vera. Og þá datt mér í hug að klippa það bara til. Og í dag er það ljómandi fallegt. Eins verður með trén við Landsbankann, bankastjórinn vildi ekki há tré en hann vildi fá sígrænar fallegar plöntur. Þetta varð lausnin að taka greni og klippa það til. Við getum líka tekið birki og hvaða plöntu sem er og klippt eftir því sem okkur dettur í hug. Þetta er sérstaklega æskilegt í litlum görðum. Annað sem við getum hugsað um, ef við viljum fá stórt limgerði strax, þá kaupum við einfaldlega stórar plöntur og gróðursetjum þær þétt. Það eru til mjög falleg birki limgerði, sem eru lítið klippt, en trén standa mjög þétt og verða þessvegna með grennri stofna. Ef þið eigið leið upp í Mosfellsdal, þá skuluð þið heimsækja Gróðrarstöðina Grásteina, Björn Sigurbjörnsson er það eigandi, hann hefur gert mikið af svona grönnum háum limgerðum, það er gaman að skoða þau hjá honum. Stöðin hans er líka afskaplega snyrtileg og falleg.
Eitt sem fólk ætti að hafa í huga líka í sambandi við snyrtimennsku, það er að þó lóðin manns nái ekki alveg út að gangstétt eða götu, þá tekur maður einfaldlega í fóstur þá ræmu sem ber í milli, það er ekkert snyrtilegt við garð þó flottur sé innan girðingar ef næsta umhverfi er allt fullt af njóla og öðru illgresi. Sumstaðar þar sem lóðir snúa upp í hlíð eða óræktarsvæði er þetta auðvita ógerlegt, ég er bara að tala um þar sem bil myndast frá lóð að götu eða gangstétt. Ef maður er svo óheppin að það er svona órækt við hliðina sem er ekki hirt, þá er til efni sem hægt er að úða og drepur njólann og allar plöntur nema grasið. Þetta er hormón sem heitir Herbamix. Maður kaupir það í apótekinu og fær sér úðabrúsa og úðar svo nágrennið, þannig getur maður losnað við illgresið. Þetta má líka nota á grasflötina sína, en passa verður allt annað svo sem blóm runna og tré. Allt eitur á að nota með varúð, helst að nota sem minnst af því. Og það er alveg bannað að hella afgöngum af eitri hvaða nafni sem það nefnist niður um niðurföll. Allir eiturafgangar verða að hellast niður í jarðveg. Bara lítið magn af permasect sem er lúsaeitur getur gert stór spjöll í náttúrunni ef því er hellt niður í niðurfall, þar sem það drepur öll dýr með kalt blóð þar á meðal fiska. Mín reynsla er sú að ef það er einungis um að ræða venjulega lús á trjágróðri þá er hægt að nota grænsápu. Það má blanda sterkt. Því blómið þolir sápuna vel. Lúsin á hinsvegar erfitt með að standast hana. Grænsápa myndar svo húð á blöðunum sem ver þau nokkurn tíma. Að vísu þarf að úða oftar með grænsápunni. Það er allavega gott að prófa þetta fyrst áður en gripið er til eitursins. Í garðskála gefst þetta vel. Þar er líka gott að vökva með Maxicrop þaraáburði, vegna þess að ýmis smádýr forðast hann, svo sem spunamaur, sem kemur mörgum garðskálaeiganda í hálfgerðan trylling. Ég nota mestmegnið grænsápu í garðskálanum hjá mér. Og það virkar alveg ef ég missi þetta ekki upp í algjöra orgíu.

Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 2022935
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm...ætti maður garðogjafnvel hús inni íhonum.
Þetta er skynsamlega fram sett og fróðlegt. Fólk er nú rukkað fyrir svona ráðgjöf. Ég held að það veiti ekki af að skerpa vitundina hjá sumu fólki. Hreint umhverfi gefur betri líðan og meira sjálfstraust. Alveg þess virði að pæla í því i víðasta samhengi.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2007 kl. 14:39
Flott grein. Takk fyrir.
Ragnar Bjarnason, 30.3.2007 kl. 15:36
Takk fyrir Já Jóna mín ekki spurning.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2007 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.