30.3.2007 | 00:35
Samvinna.
Arna Lára úr samfylkingunni hringdi í mig í dag. Ertu með lyklavöld að kosningaskrifstofu Frjálslynda flokksins. Jamm sagði ég. Já sagði hún, við erum nefnilega búin að plana að hittast til skiptis á kosningaskrifstofum Í-listans með fundi bæjarmálaráðsins og nú er komið að ykkur.
Algjörlega frábært sagði ég. Og ég meinti það. Þetta gladdi mig mikið. Í-listinn er sameiginlegur listi Frjálslynda flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna á Ísafirði í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Þetta samstarf hefur gengið geysivel, og það var virkilega gaman að vinna með þessu góða fólki í kosningaslag. Og við höfum líka starfað vel saman síðan. Það sýndi sig í kosningunum síðast að þessir flokkar geta starfað mjög vel saman. Og mér finnst algjörlega frábært að við getum unnið saman líka á þessum vettvangi. Góður hópur og gott veganesti inn í kosningabaráttu, sem að mínu viti verður best haldinn með því að standa saman. Og við getum það svo vel. Það sáum við hér á síðasta ári. Áfram Kaffibandalag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 2022932
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið ættuð að vera öðrum í pólitík verðug fyrirmynd mín kæra
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2007 kl. 09:51
Þú ert svo dugleg Ásthildur mín
Kristín Katla Árnadóttir, 30.3.2007 kl. 09:55
Takk stelpur mínar. Í þessu tilfelli þá er það sameiginlegur dugnaður allra sem stóðu að Í-listanum. Það var mjög skemmtileg vinna. Við tókum strax þá ákvörðun að þetta værum VIÐ og OKKAR, en ekki ÞIÐ og ÞAU. Það skiptir ótrúlega miklu máli. Enda tókst þessi samvinna með ólíkindum vel. Og þau sem standa í ströngu í bæjarmálunum standa saman sem einn maður. Það var skemmtilegt stundum þegar fólk mundi ekki alveg lengur í hvaða flokki hver var. Því málefnin voru sameiginleg og þar bar ekkert á milli.
Þetta mættum við íhuga núna í aðdraganda kosninga. Með því að ganga í takt þá getum við gert svo margt. Og erum svo miklu sterkari og sigurstranglegri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2007 kl. 11:04
Það væri nú ljóta ef fólk ætti að hlaupa eftir því sem hver og einn í flokknum skrifar og segir. Menn geta haft sínar skoðanir á málum, en það er málefnasamningurinn sem gildir. Og það gerir hann hjá okkur. Ég er í ágætis sambandi við okkar forystumenn, það var bara hér fyrir nokkrum dögum sem Guðjón Arnar, Magnús Þór og Þórunn Kolbeins sátu hér í eldhúsinu hjá mér. Þau voru að koma af ráðstefnu um innflytjendamál, þar sem þau rættu þau mál. Og þar kom greinilega fram að það er mjög víða pottur brotinn í málefnum innflytjenda. Og það á þann veg sem ég hef rætt um hér. Hvað sem sumir segja, þá stendur það, að við munum einbeita okkur að velferð og bættum aðbúnaði innflytjenda. Og ef til vill einn flokka skoða þau mál. Með tilliti til hagsmuna þeirra sem hingað koma og þeirra sem hér eru fyrir. Það stendur.
Það er leitt til þess að vita að fólk reyni að leggja allt út á versta veg, og gera orð og athafnir torgryggilegar og spinna út frá hugsunum einstakra manna. Það er jú flokkurinn sem heild og samþykktir hans sem gengið er út frá. Þar hefur miðstjórn stóran hluta. Þar er enginn rasismi í gangi. Og þar er stefnan í samræmi við það sem ég hef sagt hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2007 kl. 13:10
Ég held að viðbrögðin við innflytjendamálflutningnum hafi fyrst og fremst markast af málflutningi Jóns Magnússonar í fréttaviðtali á annarihvorri stöðinni. Ég alla vega gapti þegar hann fór út í að skilgreina óæskilega innflytjendur.
Til hamingju Ásthildur, þú ert búin að vera inni á vinsæl blogg í allan dag.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2007 kl. 13:26
Það ætti jú að líta á skoðanir Viðars Guðjónsens en mér finnst þær heldur nazistalegar en ég segi jú að mamma mín hefur alltaf tekið aðkomufólki opnum örmum svo að ef að hennar skoðanir samlagast skoðunum innan Frjálslyndaflokksins þá hlýtur að vera uppblásin eða mistúlkuð þessi meinta rasistastefna. En gaman að sjá athugasemdir frá Jóni Kristóferi Arnarssyni alltaf málefnalegur.
Skafti Elíasson, 30.3.2007 kl. 13:28
Ha Jenný ? Hvað er vinsæl Blogg
Sorrý hef ekki græna glóru. 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2007 kl. 15:52
Okkar stefnumál verða kynnt innan tíðar Jón minn, það er verið að slípa þau til. Þar mun koma fram áherslur okkar i innflytjendamálum. Það eru öfgvar í öllum flokkum skal ég segja þér, og lítið við því að gera. Því við lifum í lýðræðisríki. Það veit ég bara, að menn þó þeir gangi í flokka og vilji starfa það, þá breyta þeir ekki stefnu flokksins, þegar þar ríkir allt annar andi. En það er gaman að ræða við þig um þessi mál. Og gott að fá tækifæri til að svara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2007 kl. 15:56
Ég hef ekki lesið þessa bloggsíðu. Hef ekki gefið mér tíma til þess. En stefnumál okkar verða ekki kynnt á bloggsíðum félaga í flokknum. Stefnumálin verða kynnt í bæklingi sem verið er að gera, og í viðtölum við talsmenn flokksins. Þau verða skalfest og samþykkt af miðstjórninni. Og þau eru stefnumálin sem verða okkar leiðarljós.
Það getur hver og einn haft sína einkaskoðun á því hvað þeir vilja segja og gera. En sem flokkur hlýtur samþykkt stefnuskrá að vera sú sem farið verður eftir. Við skulum því bíða og sjá hvað þar verður sagt. Og ef það er í þeim anda sem Guðjón Arnar og þau hin ræddu hér, þá er þar engann rasisma að finna. Aðeins skynsamlegar aðgerðir til að tryggja rétt þeirra sem hér eru, og þeirra sem hingað leita.
Guðjón Arnar er kvæntur pólskri konu og hefur tekið tvö börn hennar að sér sem sín eigin. Til hans er því oft leitað af pólverjum sem hér eru í vinnu. Og þar kemur ýmislegt miður fallegt í ljós af hálfu þeirra sem ráða þá í vinnu. Við erum nefnilega ekkert betri en aðrir, þegar kemur að því að græða á öðrum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2007 kl. 16:35
Var að lesa þetta, og þessi skrif eru algjörlega á ábyrgð þessa manns. Þau eru ekki í samræmi við málflutning okkar. Þó sumt í þessu sé rétt, þá er annað alveg út úr kú. Ég mun gera mínum mönnum aðvart um þessi skrif. Þau eru ekki í anda flokksins. Guðjón Arnar er ekki að fylgjast með því hvað einstakir menn eru að skrifa eða tala. Svo hann hefur örugglega ekki séð þetta. En ég mun koma þessu áleiðis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2007 kl. 21:10
Já, það þarf að segja hlutina á kurteisan og yfirvegaðan hátt. Og líka huga að því hvaða áhrif þau hafa. Sumt getum við einfaldlega ekki leyft okkur.
Ég ítreka að það sem fyrir mínu fólki vakir er umhyggja fyrst og fremst, fyrir bæði okkur sem hér erum fyrir, innfædd og aðflutt, og svo aðbúnaður og tryggingar þess fólks sem hingað kemur til vinnu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2007 kl. 21:32
Ég mótmæli því harðlega að forystumenn flokksins séu rasistar. Ég þekki þá vel og Guðjón Arnar kemur aldrei hér vestur svo hann setjist ekki inn í eldhúsið hjá mér og fái sér kaffisopa og ræði um málin. Ég get ekki gert að því þó einhver tali svona óábyrgt, ég hef látið vita. Ég get ekki haft áhrif á þessa skoðun þína Jón Kristófer, en mér þykir þú ansi barnalegur að alhæfa svona um heilan flokk þó einhver úttali sig á þennan veg.
Guðjón Arnar á Pólska konu eins og ég hef áður sagt, hann á líka þar af leiðandi pólska fjölskyldu hér, m.a. mág sem er á Flateyri. Og aðra venslamenn frá því ágæta landi. Hann þekkir því ágætlega til. Ég á sjálf fjölskyldu hér sem er frá El Salvador, sem ég hjálpaði til að koma hingað undan mafíu á sínum tíma. Ég hef líka verið nú á fimmta ár í miðstjórn og þekki ágætlega fólkið sem þar er og hefur verið. Þar er enginn rasismi.
Það er með ólíkindum að það sé hægt að dæma heilan stjórnmálaflokk út af örfáum einstaklingum sem tala á þennan veg. Eigum við þá sem sagt að dæma Vinstri græna allannn flokkinn út frá einstaka manni sem vill helst lifa í torfkofum og þar með séu þeir óalandi og óferjandi ?
Bara spyr. Ég veit ekki alveg hvað vakir fyrir þér með þessum skrifum. Þú ert frambjóðandi fyrir Vinstri græna, og þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af gangi hjá Frjálslynda flokknum. Ekki einu sinni þó þeir komist til valda með Vinstri grænum og Samfylkingunni.
Umburðarlynd velferðarstjórn er það sem þessir þrír flokkar stefna að. Og það stendur. Túlkun þín og að draga út svona einstaka menn sem tala svona og lyfta því upp sem stefnu flokksins, er meira til að ala á hræðslu og ég held að þú vitir betur, ert bara af einhverjum ástæðum að reyna að sverta flokkinn og það sem hann stendur fyrir.
Við sem stöndum saman að Í-listanum hér á Ísafirði, munum bara halda áfram að vinna að því að fella ríkisstjórnina. Það tekst ekki með því að hver níði annan niður. Heldur að menn standi saman, kynni sér stefnuskrá hvors annars, ef það er ekki á hreinu. En láti vera að "Ætla" hvor öðrum eitthvað sem ekki er til staðar.
Forystumenn flokksins eru að ganga frá stefnuskrá og vinna að framboðum, en ekki að eyða kröftum í það þó einhverjir klaufar skrifi eitthvað, sem stenst svo engan veginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2007 kl. 11:29
Þakka góðar óskir Jon Kristófer minn. En málið er að ég get ekki séð að fólk geti verið á verðbergi allstaðar til að verja það sem fólk lætur út úr sér. Enda er það mín skoðun að fólk sem þannig talar dæmi sig sjálft.
Það er ekki hægt að dæma heilan flokk út frá einum eða nokkrum einstaklingum. Þar verður að horfa á heildarmyndina og stefnuyfirlýsingar. Það eru þær sem skipta máli.
En það er ósvífið að tala um að Guðjón Arnar og við hin látum ekki þá sem minnst mega sín, okkur varða. Guðjón hefur margflutt á þinginu tillögur um betri aðbúnað fyrir aldraða og öryrkja, og annað sem er til hagsbóta fyrir fólkið í landinu. Þeir tóku líka upp umræður um útlendinga í maí í fyrra, þegar ljóst var að það ætti að hrúga inn verkamönnum hingað frá Evrópu, en um leið loka landinu fyrir öðrum löndum og álfum. Það var fyrir þeirra orð að það var gripið til þess að efla íslenskukennslu og kanna aðbúnað fólksins sem hingað hefur komið að undanförnu, og þar er víða pottur brotinn. Fólk býr við aðstæður sem ekki eru mönnum bjóðandi. Þekkja ekki rétt sinn, og vita ekki hvaða laun eru í landinu og eru þar af leiðandi undirborgaðir. Þetta er mynd sem blasir við í þéttbýlinu Reykjavík. Þó aðbúnaður sé vissulega betri úti á landi. Þá hefur samt komið til uppsagna fólks og frasinn, já farðu bara ég get fengið nógan mannskap, glymur illa í eyrum fólks sem á allt sitt undir því að hafa vinnu. Þetta er raunveruleg mynd sem blasir við og þarf að laga.
Það er líka óþolandi að fólk frá öðrum stöðum eins og Thailandi, Víetnam og El Salvador skuli ekki fá að koma í heimsókn til ættingja sinna út af reglufargani sem er svo illa skipulagt að það er bara til að útiloka að fólkið komist. Ég er bálreið yfir slíku. Og hér hafa menn áhyggjur af þessu. Og fólk hér veit og skilur að við erum að reyna að bæta réttindi og hag fólks af erlendu bergi brotið. Það er þarna fyrir sunnan sem reynt er á allan hátt að snúa út úr því sem við segjum, og klína á okkur þessu ljóta rasistaorði.
En eins og ég segi, ég get ekki haft nein áhrif á hvað þér finnst. En ef þetta er þín skoðun um flokkinn í heild, þá er ég líka rasisti, því ég deili áhyggjum Guðjóns Arnars og félaga minna í flokknum um ástandið eins og það er, og eins og það verður í framtíðinni, þegar fleiri þúsund manns koma hér inn árlega til vinnu. Það er gott á meðan fólk hefur vinnu, sæmilegan aðbúnað og allt er í lagi. En hvað svo þegar bakslag kemur í vinnuna. Hverjir eru það þá sem taka höggið ? Ég ætla að vona að það verði ekki verkafólki sem hér er fyrir, íslenskir og erlendir sem hafa ákveðið að setjast hér að, hafa keypt sér hús og komið sér fyrir.
En það er nefnilega hætt við því, vegna þess að það er nú einu sinni svo með atvinnurekendur, að þeir þurfa að reka fyrirtækin sín, og þeir vilja hámarksgróða, og þeir vita að það er hægt að fá ódýrara vinnuafl frá Austur Evrópu, því fólk er tilbúið að koma hér og vinna á strípuðum töxtum, jafnaðarkaupi með alltof langan vinnutíma. Sem sagt nútíma þrælar, er okkur alveg sama um að slíkt sé stundað á okkar langi ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2007 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.