Að vera sjálfum sér næstur.

Guð gaf mér eyra svo nú má ég heyra,

Guð gaf mér auga svo nu má ég sjá.

Guð gaf mér tungu..... nei ég er að grínast ég verð að viðurkenna að ég er ekki kristin, ég hef tekið ásatrú.  Það gerði ég eftir að mér varð ljós ákveðin hroki og hræsni sem einkenndi þann hóp sem var í forsvari fyrir söfnuðinn heima hjá mér í sambandi við kirkjuna gömlu.  

En ég ber samt virðingu fyrir þeim sem trúa, því sumir þurfa á slíku að halda.  Þó ég geti ekki skilið hvað gamlar sögur og mótsagnir í einni bók geta gefið fólki.  En nóg um það.  Það sem ég vil segja með þessu er, að við höfum augu og eyru og tungu, við höfum líka skynsemi til að bera.  Þessi tæki eigum við að nota til að tjá okkur, hlusta á aðra og vega og meta.  Ekki bara trúa öllu sem okkur er sagt, heldur ekki sýna hroka og rakka niður það sem aðrir hafa að segja.  Heldur skoða fyrir okkur sjálf, hvað okkur finnst vera rétt og hvað rangt. 

Við erum hugsandi verur og okkur var gefin skynsemi.  Við erum ef til vill í eðli okkar hjarðdýr, ég veit það ekki.  En stundum finnst mér að svo sé.  Þá meina ég að okkur hættir til að elta hvort annað í allskonar vitleysu láta teyma okkur út í hitt og þetta án þess stundum að nota það vit sem okkur hefur verið gefið. Svona einskonar mememememe... Sérstaklega ef einhver segir það sem við lítum upp til.  Ég vil bara segja þetta; við erum öll einstök og frábær, og hvert og eitt okkar getum tekið okkar eigin ákvarðanir, sem eru byggðar á okkar eigin innri skoðun.  Við skulum muna það, og ekki láta neinn ákveða fyrir okkur hvað við viljum eða hugsum.  Okkar er valið.  Og ef við tökum ákvörðun, þá þarf hún að vera byggð á því sem okkur finnst sjálfum.   Annars líður okkur ekki vel með þá ákvörðun.  Því hver er alltaf sjálfum sér næstur. 

Broskelling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Húsbandið mitt er Ásatrúar.  Er einn af fyrstu meðlimunum en fer ekki á blót.  Ég held að við séum flest allar manneskjurnar með kærleikann að leiðarljósi og mér er sko nokk límonaði hvað trúarbrögðin heita.  Er í trúarlegri lausamennsku

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 21:41

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég er kaþólskari en páfinn og skrattinn sjálfur...svo ég hef verið skráð utan trúarsafnaða í yfir 15 ár og hefur aldrei liðið eins vel með Guð og Jesúinn minn!

Guð b+yr ekki í kirkjunni sonur ...kenni ég syni mínum um kærleikann! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2007 kl. 22:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guð býr í garðslöngunni amma  ! sagði Megas þetta ekki hehehehe....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2007 kl. 22:28

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Guð býr í öllu er mitt mottó og ég hef umburðalyndi fyrir allri trú, hef mína og er sátt við hana eins og hún er.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2007 kl. 23:48

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt við verum að virða það að aðrir leita í eitthvað annað en við sjálf.  Það skiptir fólk miklu á hvað það trúir, og sumir þurfa að eiga sína trú á æðri máttarvöld til að vera til.  Svo er bara spurning hvers og eins hver þessi máttarvöld eru.  Við megum ekki taka það frá öðrum eða gera lítið úr því sem fólk leitar til.  Og hver erum við svo sem að dæma um það ? Það sem einum hentar virkar ekki á annan.  En ef menn geta fundið frið í sálinni og ljós og kærleika, hvert sem þeir leita, þá er það bara besta mál.  Guð það sem sumir kalla svo, eða ljósið og kærleikurinn, býr í okkur öllum, í hverri frumu og hverri eind í okkar tilveru.  Það er bara spurning um hvernig við nálgumst þennan æðri mátt.  Og við verðum að leita hans hver á sinn hátt.  Og við verðum að hafa leyfi til að leita hans á okkar eigin forsendum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2007 kl. 00:06

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guð býr í gasbindinu amma.....Ég tel mig trúaðan en ég set sterk skil á milli kirkjulegs valds og boðunnar og trúar á hinn bóginn.  Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um það enda hef ég lýst þessu áður,bæði í kommentum og bloggum áður eins og hér. Ég er aðdáandi og skoðanabróðir Krists en tel kirkjuna vera einhvern skelfilegasta misskilning veraldarsögunnar.  Set mig ekki í neinn flokk hva þetta varðar þótt einhver theologinn hafi kallað mig Pantheista þá er það allavega ekki trúhópur eða trúarbrögð heldur lífsýn. 

Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2007 kl. 01:21

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Verður víst að skrolla niður síðuna til að finna þessa grein undir "hér" í commentinu. Hún Heitir "Kristur Herballife og Kirkjan".

Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2007 kl. 01:24

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er mjög góð skilgreining hjá þér Jón Steinar minn.  Og greininn góð eins og venjulega.  Ég get alveg verið sammála þessari skilgreiningu hjá ykkur Katrínu og Ingibjörgu Jónu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2007 kl. 07:41

9 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Leitið og þér munuð finna, sagði Kristur, hann sagði líka, ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.

Þegar að ég ákvað og það var að sjálfsögðu mitt val, að gefa Jesú fullan séns, þá var það ekki vegna þess að ég hefði tekið við svo miklum heilaþvotti frá mönnum, eða þannig. Nei ég var að leita og ég leitað nánast í öllu mögulegu og ómögulegu, því dæmi ég ekki nokkurn mann fyrir það að skoða í kring um sig. Það gerir Guð ekki heldur, þvi að Drottinn skoðar hjörtun, þá einlægni okkar við að læra að þekkja Guð. Guð sér ekki eins og við mennirnir, hann sér dýpra.

Hann er Alfa og Ómega og því er honum ekkert hulið, hvorki í nútíð, þátíð eða framtíð. Hann er Skaparinn, í honum helst allt skapað saman og er. Jesús sagði, áður en allt varð til, Er Ég!

Við mennirnir viljum gera okkur sjálf að Guði, sem að lýsir okkar eigingjarna eðli hvað best, því hefur ekki sagan sýnt það, hvernig við mennirnir drottnum oftast á þann hátt, sem að hentar okkur sjálfum best.

Vissulega er maðurinn ekki alslæmur, en Jesús sagði að engin maður værir góður, einungis Guð værir góður. Þetta hef ég oft hugleitt og fundið, ef að ég er fullkomnlega heiðarleg við mig sjálfa, að góðmennska mín er afar takmörkuð. En mér til málsbóta er einlægur vilji minn til að taka framförum í þeim efnum, vitandi það að ekkert sem að ég geri mun breyta kærleika Guðs til mín. Hins vegar hefur breytni mín áhrif á hvernig ég megna að elska Guð og menn, allt skapað.

Því hef ég það sem kröfu til mín sjálfra að virða alla menn, burt séð frá trú þeirra og sannfæringu, vegna þess að Guð býður mér að gera svo.

Það þýðir ekki endilega að ég samþykkja alla hluti, en engum á ég þó að formæla og kalla illum nöfnum, mér ber að fyrirgefa og blessa þá sem að ofsækja mig, vegna þess að Guð elskar alla sína sköpun.

Eins og ég sagði áðan, að þá er Guð Alfa og Ómega, hann veit og þekkir alla hluti, hans hugsanir eru ekki mínar hugsani og hans vegir ekki mínir vegir. Því vil ég leggja allt í hans hendur, því í minum huga og hjarta er hann fullkominn og óskeikull, hann er sannleikurinn og kærleikurinn, sá sem að ég legg mitt traust á. Ef að mig skortir einhvað, þá bið ég hann og legg allt mitt traust á hann.

Guð blessi þig í dag, Ásthildur og alla þá sem að þetta lesa, því að ég veit, að ég veit, að ég veit að Guð elskar ykkur.

G.Helga Ingadóttir, 27.3.2007 kl. 09:40

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir góðar hugsanir G.Helga mín. Það sem mér finnst eiginlega verst þegar segir að Jésú sé Guð.  Jésú var maður, góður maður og örugglega mjög andlegur.  Guð er hins vegar fyrir mér ljós og kærleikur allstaðar og allt um kring.  Hann er í mér og þér og öllum.  Við erum eins og dropinn sem svífur upp úr hafinu ferðumst upp til himinsins og dettum svo niður og sameinumst hafinu aftur.  Eilíf hringrás.  Ef við bara gætum sameinast í því að trúa á það góða sem er.  En ekki skipta því niður í hólf, væri heimurinn betri.  En það er alltaf gott að fá góðar hugsanir.  Og þegar við sendum slíkar fáum við þær tífalt til baka. 

Líkamin verður allskonar næring fyrir lífsverurnar og gott er pranan lífsorkan fer ekki líka í einhverskonar endurnýjun.  En innsti kjarninn fer að mínu mati áfram í átt til ljóssins.  Ef til vill eftir krókaleiðum, en stefnir samt alltaf aftur heim í stóra hafið, þaðan sem hann kom í upphafi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2007 kl. 11:14

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Eins og skrifað út úr mínu hjarta Cecil mín

Hrönn Sigurðardóttir, 27.3.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband