22.12.2014 | 19:29
Kúlan mín.
Míni kæru vinir hér á blogginu sem ekki eru á fésbókinni. Mig langar til að segja ykkur frá því sem er að gerast hjá mér.
Ég vaknaði kl. fimm í morgun við andstyggilega skruðninga og óhljóð, og fór út að glugganum í svefnherberginu mínu og sá að stór hluti þaksins í garðskálanum mínum var fallinn, vegna snjóþunga. Þetta átti reyndar ekki að geta gerst eins og sjá mér hér á mynd frá 1995.
Hér má sjá snjóalög árið 1995. Og síðan hafa verið snjóavetur, þó ekki svona, og alltaf hefur kúlan staðið sig vel.
Eins og sjá mér hér....Bara skelfilegt.
Ég get alveg svarið það að þetta hús er mitt líf og líka allt sem þar er. Núna eru farin nokkur tré
Og svo kom hjálp, sem setti stífur undir veika punkta á þakinu sem eftir er.
En elskurna ég er í vondum málum fyrst og fremst vegna þess að árið 2007 ætluðum við að fara að endurnýja þakið, þá varð hrun, 2009 ætluðum við samt sem áður að fara af stað, þá kom í ljós að ofanflóðásjóður ætlaði að kaupa upp húsið mitt, og ég las það í BB. Síðan höfum við ekki gert neitt í viðhaldi, vegna þess að að við vissum ekkert hvað gerðist næst. Síðan hefur komið í ljós að við erum einfaldlega ekki tryggð fyrir þessari vá. Og Landsbankinn hefur verið á hælunum á okkur. Og við erum bara gamalmenni með okkar ellilífeyrir, þetta er bara svona, en ég get alveg sagt ykkur það í trúnaði, að ég ætla að gera allt sem ég get til að fá að vera hér áfram, ekki bara gagnvart ofanflóðasjóði, heldur líka að geta fjármagnað viðgerðir á kúlunni minni. En ef það gengur ekki upp, þá..... veit ég ekki hvað gerist, því þetta er bara einfaldlega ég og kúlan. Ég veit að það er sjálfselskt en svona er það bara. Stundum finnum við á okkur að þetta er okkar leið, og annað stendur ekki til boða. Þetta er mín leið og ég kann ekki aðra.
En eins og þið auðvitað sjáið þá er ég í rusli yfir þessu öllu saman og tala því eintóma steypu.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022157
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi, mikið var þetta andstyggilegt og svona rétt fyrir jólin. Vona nú samt að með hækkandi sól og lengri dogum að þetta komist í lag hjá þér. Hef fulla trú á því. Óska þér góðra jóla og góðs ár.
M.b.kv.
Ps. Landsbankinn má fara þangað sem sólín skín aldrei.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 22.12.2014 kl. 21:37
Takk Sigurður minn, vona það líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2014 kl. 21:40
Heil og sæl Ásthildur Cesil - sem og aðrir gestir þínir !
Um leið - og ég vil taka undir sjónarmið vinar okkar: Sigurðar Kr., staðfestir þessi óþverra framkoma ýmissa innlendra yfirvalda og stofnana í garð ykkar hjóna - sem fjölskyldu:: þá fullvissu mína / að landi og miðum og fólki og fénaði er bezt komið: undir Kanadískum og Rússneskum yfirráðum.
Það er óprenthæft með öllu - það sem ég vildi sagt hafa um íslenzka stjórnarhætti, ef kalla skyldi - gott fólk.
Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.12.2014 kl. 22:57
Kæra Ásthildir, þið eigið þetta alls ekki skilið og eigið alla mína samúð í þessari hrikalegu náttúruhamför.
En óska ykkur samt alls hins besta á nýju ári. Kv. hildur234
Ingibjörg Magnúsdóttir, 22.12.2014 kl. 23:36
Þakka ykkur kærlega fyrir mig Ingibjörg mín og Óskar Helgi. Náttúruhamfarir gera sjaldan boð á undan sér. Og nú er bara að reyna að taka þessu eins og manneskja og eiga góð jól.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.12.2014 kl. 10:00
Þú ert og verður alltaf ofurkona Íja.
Mér finnst samt voðaoft að þú berjir höfðinu við kúluna ( steininn ) en það er þitt mál.
Góð jól
Kristinn J (IP-tala skráð) 23.12.2014 kl. 12:20
Já Kristinn, það er auðvitað mitt mál, en svo verður hver að fljúga sem hann er fjaðraður ekki satt :) Gleðileg jól til þín líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.12.2014 kl. 16:16
"svo verður hver að fljúga sem hann er fjaðraður ekki satt" Jú rétt er það, en það á ekki við hér í þessari færslu: Ég var nú bara að hrósa þér sem ofurkonu og ber virðingu fyrir lífshlaupi þínu og dugnaði, enda í ætt Bjarts í Sumarhúsum eins og flestra íslendinga þá og nú,,, manns í líki ey-þjóðar sem barði höfðinu endalaust við steininn þar til yfirlauk og endaði með að bera Ástu Sóllilju ( æsku landsins ) með blóð í grasi að "kúlu" bláfátækrar tengdamóður sinnar að Ystaseli
Kristinn J (IP-tala skráð) 27.12.2014 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.