23.3.2007 | 10:33
Megi allir góðir vættir vaka og vera með ykkur í dag.
Í dag verður til moldar borinn Eiríkur Þórðarson sem fórst með Björgu Hauks ÍS127.
Þessi mæti drengur var okkar stoð og stytta í tölvumálum við allar kosningar sem Frjálslyndi flokkurinn hefur tekið þátt í. Ég er ekki viss um að hann hafi nokkurntíma lært neitt um tölvur, en sú kunnátta eins og svo margt annað lék í höndunum á honum, fyrir utan að vera ljúflingur og besti drengur. Hann tók að sér ásamt sambýliskonu sinni þrjú barnabörn hennar þrjá efnilega drengi sem annars hefðu sennilega verið sundraðir og settir í fóstur annað. Ég hef alltaf dáðst að þessu elskulega fólki fyrir þá gjörð.
Á morgun verður Unnar Rafn Jóhannsson jarðsettur, hann var bara 32 ára, það hrærir mig vegna þess að þessi drengur var jafngamall yngsta syni mínum. Ég set mig því í spor móðurinnar.
Ég vil minna þá á sem vilja leggja eitthvað af mörkum til Pálínu Þórarinsdóttur sambýliskonu Eiríks, sem nú stendur skyndilega uppi með þrjá unga fóstursyni og dóttur þeirra hjóna að komið hefur verið af stað söfnun af vinum þeirra og vandamönnum. Sá reikningur er fyrir þá sem vilja 0556-14-603900, kr. 0660951 - 3499.
Blessuð sé minning góðra drengja, og ég sendi fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég ætla að láta það fylgja með að ljóðið sem hér birtist ásamt öllum hlýju kveðjum ykkar hefur verið komið til aðstandenda þeirra.
Á þessum sama tíma er líka listamaðurinn og hetjan Bergþóra Árnadóttir að kveðja. Ég sendi öllu hennar fólki líka mínar dýpstu samúðarkveðjur. Það er erfitt fyrir aldraða móður að horfa á eftir barninu sínu, það ætti enginn að þurfa að upplifa. En ég er viss um að Bergþóra syngur áfram hjá hinum englunum. Blessuð sé minning góðrar stúlku sem hefur yljað mörgum í gegnum árin með fallegum lögum við ljóð sem ef til vill hefðu án hennar fallið í gleymskunnar dá.
Sannleikans andi,
lát sannleikansljós þitt oss skína,
send oss í myrkrunum
himnesku geislana þína,
sannleikans sól,
sjálfs Guðs að hátignarstól
lát þú oss leiðina sýna.
Kærleikans andi,
hér kom með þinn sólaryl blíða,
kveik þú upp eld þann,
er hjartnanna frost megi þíða.
Breið yfir byggð,
bræðralag, vinskap og tryggð.
Lát það vorn lífsferil prýða.
Friðarins andi,
á friðarins brautir oss leiddu,
friða þú hjörtun
og sundrunga stormunum eyddu,
fær oss þinn frið
föður vorn himneskan við,
heimför til hans loks oss greiddu.
Heilagur andi,
þér heilagt bygg musteri' á jörðu,
heilagan söfnuð
og flekklausan kristnina gjörðu.
Heilagra hnoss
hlotnast um síðir lát oss
Drottins með heilagra hjörðu.
(V.Briem)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samúðarkveðjur til fjöldskylda þeirra sem að fórust og til fjöldskyldu Bergþóru Árna. Einhvern tíman í gamla daga sungum við á sama vísnavinakvöldi, sem að þá var haldi í Þjóðleikshúskjallaranum.
G.Helga Ingadóttir, 23.3.2007 kl. 10:41
Ég samhryggist fjölskyldunni sem á svona bágt, megi guð blessa alla ættingja hans.
Kristín Katla Árnadóttir, 23.3.2007 kl. 10:42
Ég samhryggist ykkur þarna fyrir vestan elsku Ásthildur. Einnig sendi ég þér samúðarkveðjur vegna vinkonu þinnar hennar Bergþóru. Bergþóra var flott og hugrökk kona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2007 kl. 12:13
Ég samhryggist ykkur innilega vegna þessa hræðilega slyss. Megi allar góðar vættir vera með ykkur. Ég vona líka að kveðja mín komist til aðstandenda Bergþóru. Bergþóra á sérstakan stað í mínu hjarta. Hún var mikil vinkona okkar mannsins míns, svo mikil að hún var svaramaðurinn okkar. Eftir að hún flutti til Danmerkur minnkuðu samskiptin eins og oft vill verða. Fyrir nokkrum dögum fór ég að versla í Hagkaup og hitti þar kunningjakonu mína. Hún sagðist vilja bera mér kveðju, þótt seint væri. Hún sagðist hafa hitt Bergþóru í Danmörku í janúar sl. og hún hefði beðið hana að skila sérstakri kveðju til mín og mannsins míns og þrátt fyrir að leiðir hefði skilið eftir að hún flutti út breytti það í hennar huga engu um vináttu okkar. Hún sagðist alltaf fyllast stolti þegar hún hugsaði til þess að hafa fengið að vera svaramaðurinn okkar. Ég held að ég hefði ekki getað fengið betri kveðju en þessa á þessum tímapunkti. Og svo mikið er víst að lífsbók Bergþóru lifir þó á öðru tilverustigi sé. Blessuð sé minning hennar.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 13:56
Sendi samúðarkveðjur mínar vestur.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2007 kl. 15:53
Ég þakka hér fyrir hönd aðstandenda því ég veit að þau munu lesa þetta. Og Anna mín ég er viss um að Birgitta les innleggið þitt, en ég skal líka senda henni það í mail. En það birti upp í dag og sólin byrjaði að skína, svona eins og tákn um að öll él birta upp um síðir. Og núna er veðrið einstaklega fallegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2007 kl. 17:45
Langar að þakka ykkur fyrir hlýhug til mömmu og samúð til okkar hinna sem eftir sitjum. Ég vil senda aðstandendum Unnars Rafns og Eiríks mínar hlýjustu samúðarkveðjur. Manni verður orða vant. Ég hef ekkert að gefa nema að senda ykkur styrk birtu og einlæga ósk um að allt muni þetta fara á besta veg fyrir þá sem eiga um sárt að binda.
Með björtum kveðjum
Birgitta
Birgitta Jónsdóttir, 24.3.2007 kl. 07:12
Elsku Birgitta mín, hugur minn og margra annara er með fjölskyldum ykkar sem sakna. Hér færðu stórt knús frá mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2007 kl. 17:47
Ég þekkti Bergþóru Árnadóttur aldrei neitt...nema af list hennar, samt finn ég saknaðarsreng í hjarta mínu, en um leið gleði yfir hennar lífsverki!
Megi ljós hennar leiða okkur hin til lífsins!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.3.2007 kl. 18:06
Fallegt hjá þér Cesil.
Ég votta öllum þeim er þjást af sorg og missi mína dýpstu samúð og bið áfram hvert kvöld fyrir þeim sem erfitt eiga í bænum mínum.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 25.3.2007 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.