Amma af hverju vilja þau ekki hafa mig?

Já það ríkir gleði á mörgum heimilum í dag vegna þessarar fréttar.  Númer 15 á þessum lista er barnabarnið mitt sem hefur beðið núna í 14 ár eftir að fá ríkisborgararétt.  Hún og fjölskyldan og við öll erum afskaplega glöð. 

Isobel Alejandra Peres Díaz kom hingað með ömmu sinni og afa árið 2000.

Þetta byrjaði með því að sonur Ella kynntist stúlku frá El Salvador, og þau ákváðu að gifta sig.  Við foreldrarnir fórum til að vera viðstödd brúðkaupið.

 c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_gifting2 (1)A

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veislan var hin glæsilegasta og haldinn á Mariott hótelinu í San Salvadon.

 

Það kynntumst við foreldrum hennar þeim Pablo Díaz og Isobel og við urðum strax nánir vinir, því við fundum að þó löndin væru ólík og aðstæður, þá áttum við svo miklu meira sameiginlegt í lífinu.

 

Það gerist svo að einn daginn hringir sonur okkar í mig og spyr hvort ég geti mögulega aðstoðað þau til að koma til Íslands.  Mafían í El Salvador sé að hóta þeim lífláti, en hafi þegar myrt foreldra Ísobel, svo það var ljóst að þetta voru engar innantómar hótanir.

 

El Salvadorhotel 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hótelið sem við bjuggum á.  Fyrir framan allar byggingar svo sem hótel, verslanir og banka voru þungvopnaðir verðir, og ekki að ástæðulausu. 

 

Þau hjónin voru ágætlega stæð, áttu tvö fyrirtæki sem þau ráku af myndarskap, en nú sem sagt vildu glæpamennirnir fá stóra hlutdeild í afkomu þeirra.  Þetta varð svo til þess að þau sáu sitt óvænna og þurftu að yfirgefa landið sitt.  

 

2-El Salvadorhotel 002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Götulífið í San Salvador var líflegt og fjörugt, þar mátti víða sjá indíjánakonur að selja allskonar dót, allar í svona litlum fallegum svuntum.  

 

 

Sonur okkar sagði við mig að hann vildi helst koma þeim til Íslands, og út á land, ekki vera á stórhöfuðborgarsvæðinu.  Ég sagðist auðvitað myndu gera allt sem ég gæti til að aðstoða þau.  Það var reyndra hægara sagt en gert, því að var ekki heiglum hent að útvega dvalar og atvinnuleyfi. Það þurfi ýmsar seremoníur, ræða við vinnumálastofnunina hér og verkalýðsfélagið, það var ekki nóg að útvega þeim vinnu, heldur þurfti að auglýsa störfin í einhvern tiltekinn tíma, til að skoða hvort þau væru örugglega á lausu.  En loks tókst þó að útvega þeim bæði dvalarleyfið og vinnu.

 

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_untitled-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég og mágkona mín eftir heilan dekurdag hjá förðunarfræðingum, hárgreiðslukonum, fóta og handnudd og uppstrílaðar, þar sem taskan mín kom ekki með okkur, hafði ég þurft að kaupa mér föt í mollum í San Salvador og þar var sko hægt að fá allar heimsins merkjavörur.  

 

 

Í Elsalvador 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heima hjá vinum okkar foreldrum brúðarinnar, með væntanlegum brúðguma og föður brúðarinnar Pablo Diaz.

 

Þá gerist það að ég fæ símtal um að þau séu hætt við allt saman, þar sem þau fá ekki að koma með barnabarnið sitt með sér.  Telpuna sem þau höfðu alið upp allt frá fæðingu og var nú fjögurra ára.  

Þá gerði ég svolítið sem ég mátti ekki gera, ég sagði þeim að koma samt, þau skyldu bara koma inn sem ferðamenn með barnið og við myndum svo vinna þetta mál héðan.  Ég var einhvern veginn svo viss um að okkar litla samfélag myndi líta þetta jákvæðum augum og ég vissi að bærinn minn myndi taka þeim vel. 

 

1-580305_10151581057886396_1521664240_n (1)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Litla Alejandra.

 

Ég gerði þetta alveg upp á mína samvisku, en málið var reyndar ekki eins auðvelt og ég hafði haldið, vegna þess að það eru -skiljanlega- afar strangar reglur um flutning á börnum milli landa.  Og einmitt um þetta leyti var afar erfitt mál sem kom upp þegar ung kona flýði með börnin sín frá Bandarikjunum, en faðirinn hafði fengið forræðið.

 

1924379_10152248962406396_5281779742300625418_n1-1 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það gilti því ekki, þó þau væru með plögg undirrituð af báðum foreldrum um að afi og amma mættu fara með barnið hvert á land sem væri, undirritað af þeim og lögmönnum.  Allt þetta þurftu þau að gera, og losa sig við allar eigur sínar undir borðið til að komast úr landi. 

 

1924379_10152248962406396_5281779742300625418_n-2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það gerðist svo ekkert fyrr en Alejandra litla byrjaði í skólanum.  Þá kom auðvitað í ljós að hún var ekki skráð neinstaðar.  Ég man að ég fór með hana í skólann til innritunar og þarna stóðum við meðan allir krakkarnir voru taldir upp og kennarar stóðu með barnahópa í kring um sig, en hún var þar ekki meðal.  Þá tók sig til einn kennarinn Herdís Hüpner og ég sagði hanni hvað væri málið.  Hún sagði bara; komdu með mér, við björgum þessu.

1924379_10152248962406396_5281779742300625418_n2-1 

 

 

 

 

 

 

Lítill prakkari. 

En svo fóru að berast bréf frá útlendingastofnun um að barnið ætti að fara úr landi.  Þessi bréf bárust reglulega á 6 mánaða fresti, þetta var farið að vera afar þrúgandi fyrir fjölskylduna, en það var ekkert hægt að gera, barnið átti enga aðra fjölskyldu en þessa.

 

1924379_10152248962406396_5281779742300625418_n3-1

 

 

 

 

 

Að lokum sá ég að við svo mátti ekki búa, ég hafði rætt þessi mál við þáverandi sýslumann hér, sem þá var orðin yfirmaður útlendingastofnunnar.  Hún hafði sagt mér að þetta mál væri afar erfitt viðfangs. 

Amma af hverju vilja þau ekki hafa mig? spurði Alejandra einhverntímann, og þá sá ég að þetta gat ekki gengið svona. 

1924379_10152248962406396_5281779742300625418_n4-1

 

 

 

 

 

 

 

 

Að lokum skrifaði ég þáverandi dómsmálaráðherra Rögnu Árnadóttur bréf, þar sem ég reifaði þessi mál öll og sagði henni að þetta mál væri farið að hafa veruleg áhrif á Alejöndru.  

 

Þá loksins gerðist eitthvað.  Það var ákveðið að barnaverndarnefnd tæki forræðið yfir, en fjölskyldunni yrði gert að sjá um hana.  Loksins var þessari kvöð aflétt.  Og hún í öryggi uns hún yrði 18 ára.  Og þá fengi tækifæri til að sækja um ríkisborgararétt.  

 

Ég rifja þetta upp núna í tilefni þess að loksins núna er Isabel Alejandra Peres Díaz orðin íslendingur, en það fékkst ekki á neinn auðveldan hátt.  Mér er líka létt, vegna þess að auðvitað hafði ég á samviskunni að hafa komið þessari atburðarrás af stað.  En ef ég hefði ekki gert það, þá hefði þetta góða fólk einfaldlega ekki komið til Íslands og við hefðum misst af frábærum einstaklingum.

Mikið er ég þakklát í dag fyrir að hafa fylgt þessu eftir og látið hjartað ráða frekar en skynsemina. Og ég er líka þakklát öllum þeim sem voru tilbúnir til að aðstoða, bæði heimamenn og svo dómsmálaráðherrann Ragna Árnadóttir, forstöðumaður útlendingastofnunnar Kristín Völundardóttir, barnaverndarnefndin hér heima, úrlendingadeildinn hér heima Rauðikrossinn og allir sem greiddu götu þessarar frábæru fjölskyldu.

Bæjaryfirvöld sem tóku vel við og lánuðu flóttafólkinu okkar íbúð frítt í 6 mánuði og gerðu þeim síðan kleyft að fá að búa þar áfram, þeim sem gáfu húsgögn og annað, þar á meðal fjölskyldan mín.   

 Í dag líður þeim vel, þau eiga sína eigin íbúð og Pablo er kominn á eftirlaun en Isobel vinnur ennþá hjá góðum vinnuveitendum, Alejandra er á þriðja ári í menntaskóla og er frábær nemandi.  

Og að lokum smá ferðasaga þegar við fórum út, þar sem þetta allt saman byrjaði: 

 Má bjóða ykkur í smáferðalag til El Salvador undir svefninn. Af því að maður á aldrei að láta eitthvað íþyngja sér undir svefninn, þá ætla ég að bjóða ykkur með mér í smáferðalag til El Salvador. Það var reyndar gleðilegt tilefni, sum sé gifting, og við förum á slóðir Pablo og Isabel.

 

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_s_14_323462

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Taskan mín kom ekki, svo það byrjaði ekki byrlega, en sem betur fer var mágkona mín með í för sem býr í Mexico sem talar reiprennandi spænsku, svo við gátum tjáð okkur um málið, en enginn taska samt.

 

 Reyndar byrjaði ferðalagið ekki mjög vel, því þegar við komum til San SAlvador komumst við að því að taskan okkar hafði ekki komið með. Og við stóðum þarna með ekkert til skiptanna. En við kvörtuðum við flugfélagið, það voru bæði American airline og British airways sem við höfðum ferðast með, og fengum peninga til að kaupa föt til skiptanna.

1-El Salvadorhotel 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hér er hótelið sem við gistum á. Það er utan við miðborgina, því þar var stórhættulegt að vera. Menn stoppuðu þar helst ekki á rauðu ljósi, og þetta var fyrir jarðskálftana, það stórversnaði eftir það. En það voru svona verðir við allar byggingar, með vélbyssur og alles, alla banka, búðir og hótel. Þetta venst sjálfsagt. Við íbúðargötur voru keyptir verðir og götur þeirra betur stæðari girtar af.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_salvador4_323374

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bakgarður hótelsins.  Alltaf á kvöldin var þrumuveður og rigning um stund svo stytti upp, þetta gerir það að verkum að El Salvador er með gróðursælli löndum álfunnar.

 

Þetta var bakgarður hótelsins, hér borðuðum við morgunmat. Þeir borða ekki kartöflur, heldur nota þeir banana í staðinn, eða hrísgrjón. Þetta er mágkona mín með mér sem býr í Mexíco. Það var ómetanlegt að hafa hana með altalandi á spænsku.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_salvdor3_323398

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á flugvellinum. 

Hér erum við á flugvellinum að kvarta yfir töskunni. Við fengum að leita í týndum farangri, og þvílíkt og annað eins sem týnst hefur, það sama var í London og Miami, þar sem við heimtuðum líka að fá að leita. Fleiri herbergi með töskum og allskonar farangri. En nei taskan fannst ekki. Hún kom reyndar hingað heim nokkrum mánuðum seinna, frá British airways.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_s_12

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Á hótelveröndinni.

 

Hér sitjum við á veröndinni á hótelinu, og Elli að semja ræðu sem hann átti að flytja við giftinguna, og systir þýðir yfir á spænsku.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_salvador5_323410

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við ströndina, El Salvador er við sjóinn og þar má fá ferskan krabba og rækjur. 

 Við brugðum okkur niður að ströndinni, og fengum okkur krabbasúpu.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_salvador7_323413

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Krkabbasúpa.

 Eins og sjá má er ekkert smá í þetta lagt.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_s_13_323427

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mollið í San Salvador. 

Svo var farið út að versla föt fyrir giftinguna, vegna töskutapsins, ég veit að þið trúið því varla, en þetta hús var inni í mollinu. Það var hægt að kaupa öll heimsins vörumerki.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_salvador6_323433

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bæjarins bestu, eða þannig. Snakk á horninu. Og ég er þarna í baksýn, eins og sjá má með innkaupapokana hehehe.

2-El Salvadorhotel 002 (1)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sölukonurnar á götunum voru allar með svona litlar sætar svuntur. Þær seldu allskonar varning. Þarna voru líka betlarar og maður sá líka vesalinga sem greinilega voru alkoholistar og geðveilt fólk, þau áttu ekki mjög gott líf.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_salvador9_323454

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Við fórum líka upp í lítið þorp utan við San Salvador, þar sem borgarastríðið var hvað harðast, það mátti ennþá vel sjá skotgöt víða á húsum. Svona voru göturnar.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_el_salvador8_323456

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Í þorpinu sátu menn og spjölluðu, enginn vissi lengur í hvaða liði þeir höfðu barist, enda sátu foringjar þeirra saman og sumbluðu. Sá sem vann þetta stríð voru Bandaríkjamenn og aðallega Kóka kóla.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_gifting4

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hér er verið að undibúa veislu brúðhjónanna. Þessi litla skotta þarna minnsta er litla Alejandra.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_gifting3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá Pabló leiða dóttur sína ekki upp að altari en til brúðgumans.  Þetta samband reyndar entist ekki en var stór hluti af því að okkar fólk komst upp úr þessu vandræða ástandi og má því segja að það hafi orðið að gerast til að okkar fólk kæmist HEIM.

Hér leiðir Pablo dóttur sína inn gólfið. Það var ekki gift í kirkju, heldur á hótelinu þar sem veislan fór fram, og það var bæði kristileg athöfn, en líka borgaraleg, það er siður þarna.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_gifting2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru brúðhjónin og svo við Elías, ég er voða kerlingarleg þarna svei mér þá hehehehe. Eins og sjá má HÉR;

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_el_salvador_untitled-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar sem ég er með mágkonu minni henni Kristínu. Já þetta var ferðin til El Salvador, sem hefur leitt af sér annað mál, sem er að kynnast elskurlegri fjölskyldu minni frá þessu fjarlæga landi. Og svo er að sjá hvernig þeim reiðir af. Þau komu hingað í og vilja setjast hér að. Þau voru rík á mælikvarða El Salvador sem varð svo til þess að Mafían vildi fá sinn skerf að auðæfum þeirra. Of stóran skerf. Þeirra hótanir voru ekki innantómar, því þeir víluðu sér ekki við að drepa foreldra Isabel. En svona er lífið. Þeirra bíður örugglega gott og hamingjusamt líf her á okkar kalda landi. Þau hafa sett sig hér niður, eiga hér sitt heimili og fjölskyldu. Þar sem hjartað er, þar eigum við heima

 

 

Já svona hljómar þetta.  Og í dag getum við öll glaðst fjölskyldan vegna þess að litla stúlkan okkar allra er orðin íslendingur.  

 


mbl.is „Ég bara hreinlega endurfæðist“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Bestu þakkir fyrir að deila þessu ævintýri með okkur.  Ótrúlegt.  Og til hamingju með farsæla lendingu á þessu flókna máli.  

Jens Guð, 20.12.2014 kl. 00:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jens minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2014 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband