Óveður.

Þá er þessu áhlaupi að verða lokið.  Ég er viss um að hjálparsveitir og lögregla hafa verið viðbúnar hverju sem er, en vestfirðingar láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna og eru vanir að þurfa að umgangast náttúruna af varúð, svo ég held að ekki hafi verið mikið um útköll. 

En fólkið mitt var farið að hafa áhyggjur af okkur hjónunum, og mágkona mín sem býr í Mexico bað mig að fara og taka mynd í gærkvöldi og ég gerði það með glöðu geði. 

IMG_0556-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það hefur kyngt niður snjónum. Eins og sjá má, þessi mynd var tekin í núna áðan. 

IMG_0557-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta lítur nú ekki svo mjög illa út á mynd, en vissulega var ekkert ferðaveður í gær, enda fór ég ekki út úr húsi.

Ég hafði svo sem nóg að gera, því ég var á kafi í að gera jólakortin og ýmislegt annað, þær jólagjafir sem ég þurfti að senda erlendis fóru fyrir veðurhaminn, svo þær kæmust nú öruggega alla leið.  Rafmagnið hélst inni allan tímann, og það er bara óvenjulegt í svona hávaðaveðri. 

Ég var á tímabili dottin ofan í að horfa á beina útsendingu alþingis, sem er að verða eins og sápuópera.  Það var verið að ræða fjármálin, og skólamálin, heilbrigðismálin og félagsmálin, en engin af viðkomandi ráðherrum var í salnum.   Formaður fjármálaráðs var þar heldur ekki, en kom askvaðandi um leið og farið var að ræða um fjarveru hennar.  Ég var farin að vera spennt að sjá hvort stjórnarandstöðunni tækist nú að koma þessu fólki inn á vinnustaðinn sinn til andsvara fyrir þær breytingar sem það hafði lagt fram sem hljóta að skipta okkur öll gríðarlega miklu máli.  En þá datt sendingin út tímabundið, svo ég lagðist aftur yfir jólakortin.  smile

Ég verð nú að segja það að það virðist vera ansi mikill hroki og yfirdrepskapur í þeim sem hafa verið kosnir til að höndla með okkar málefni, og halda að þau geti bara lagt eitthvað til og ætlast til að alþingi samþykki, og nenna svo ekki að mæta  til að svara fyrir það.  Þau ættu að skoða að þau eru í vinnu hjá okkur en ekki öfugt.  Það erum við sem borgum þeim launin, fríðindin og upphefðina sem reyndar er orðin frekar rislág þessi árin. Algjörlega heimaskítsmál. 

Nú er klukkan rúmlega ellefu og það er ennþá ekki orðið bjart.  Reyndar er kúlan mín vafinn mjúkri hvítri mjöll, svo hér er ansi notalegt og hlýtt. 

IMG_0556-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessar myndir voru teknar í gærkveldi.Svo það er ekki gott skil dags og nætur í svona veðri. 

 

IMG_0561

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi var tekin í gær um tíu leytið. 

IMG_0564

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bæti þessum myndum við, nú er klukkan hálf eitt. 

 

IMG_0563

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_0562

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta eru mjög flottar vetrarmyndir þó ég segi sjálf frá laughing

En sem sagt, nú tekur bara við að ösla snjóinn upp að nafla.  En þó það sé leiðinlegt, þá eins og ég sagði hlífir snjórinn öllum gróðri, og það verður aldrei eins kalt þegar hann hylur fold, eins og þegar það er þurranæðingur sem allt svíður. 

En eigið góðan dag elskurnar, og mér líður vel.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð,hvort maður kannast ekki við þetta,öslandi í skólann í bland byl.

Nú er ég í ófærðinni í Reykjavík og er á leiðinni til Svíþjóðar í næstu 

viku.Gaman að sjá þessar snjómyndir og allar þínar myndir.

Takk fyrir það og hjartans kveðjur,Erla

Erla (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 17:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já manstu Erla mín, þegar við vorum að berjast út Seljalandsveginn á morgnana, og komum oft heim í hádeginu til að fara aftur eftir matinn.  Það verður gaman hjá þér að fara til Svíþjóðar, eigðu góða ferð þangað mín kæra.  Mín er ánægjan smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2014 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband