21.3.2007 | 13:16
Veður.
Datt þetta í hug í morgun.
Napur vindur næðir,
nístir merg og bein.
Yfir gróður æðir,
og ísakaldan stein.
Hafið blágrænt bærist
báran rísa má.
Á toppum fuglinn færist
á ferð um úfin sjá.
Fjöllin ill'um farinn
fögur tignarleg,
björt og snævibarinn,
banvæn flóð um veg.
Allt ég þetta eygi
út um gluggann minn.
Á þessum dramadegi
dýrð samt innra finn.
Æðurinn hann elskar
úfið sjávarfans
Kúrir undir kröppum
köldum öldudans.
Mávur ofar mari
mjög svo svífur hátt,
frjáls um loftið fari
fugl með geðið kátt.
Þó úti allt áfram æði
og ýfi manna þel.
Þá inni gefst nokk næði
sem nýtist býsna vel.
000
Enn syrtir aftur
og ísingin fer,
á gluggann minn góða
grámylan ber.
Grár vindur með vetrarins hríðir.
Suðvestan sinningur
sest nú að mér.
grípur mitt geðslag og
glottir með sér
gamnar og, tryllir og stríðir.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff ískaldar myndir og í stíl við þennan hrollkalda dag. Myndir af þér Ásthildur með blóumunum reddar þó heilmiklu. Æðislega er hugglegt þarna hjá þér í kúluhúsinu
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 13:28
Takk mín kæra. Já það er notalegt. Og vindurinn hvín úti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 13:31
Kuldalegt - en fallegt. Allt nema þú - sem ert BARA falleg
Eigðu góðan dag
Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 13:32
....áttu mynd af húsinu þínu?
Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 13:33
Þegar ég heyri um svona veður þarna fyrir vestan verð ég dálítið sjálflæg (þegar ég er búin að fyllast samúð með ykkur;) og óttast mest að hálfkaraða vinnuskúrsbyggingin sem byrjað var á að Nesi í sumar sé fokin á haf út. Mér skilst að Nesbærinn standi þannig að þar komi mjög snarpar vindhviður í ákveðnum eða ákveðinni átt og þær eiri engu. Jónas í Æðey og Sigfús föðurbróðir voru eitthvað búnir að fræða mig um hvaða átt er verst en það er þetta með skammtímaminnið, það bregst á ögurstund :(. Ef þú þekkir einhvern sjómann sem siglir reglulega þarna hjá væri vel þegið að fá fréttir.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:18
Ég skal setja inn mynd af húsinu mínu Hrönn mín.
Anna það er ekkert mál að fá upplýsingar Nes hvar er það nákvæmlega ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 14:45
Jæja hér er komin nýleg mynd af húsinu. En ég skal seinna setja fleiri myndir á sérstökum þræði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 14:48
hehehehehhe skemmtileg mynd, skemmtilegt hús
takk
Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 15:02
ég á afskaplega fallegt ljóð eftir þig sem ég klippti út úr lesbókinni það er "Hugvekja til sonar"
Ásdís Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 16:50
Ja, hérna hér. Þú átt þér svei mér leyndar hliðar. Dýrt kveðið og þjóðlegt. Takk fyrir.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.3.2007 kl. 17:40
Já Ásdís mín, þar var ég að semja mig frá sársaukanum yfir honum. Sem betur fer hefur hann náð sér á strik 7 9 13, eins og er allavega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 17:41
Takk Jón Steinar minn ég sat í morgun og horfði á úfin sjóinn of hvítfrissandi öldur, æðarfuglana sem flutu ofan á bárunum og mávana sveimandi hátt yfir. Fjallið handann fjarðarins lokað vegna snjóflóða, en allt samt einhvernveginn svo í harmoní við veðrið. Og þá kom þetta svona upp í kollinn á mér.
Hrönn mín ég er ákveðin í að sýna meira af húsinu mínu hér seinna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 17:44
Já manni verður kalt úff.
Kristín Katla Árnadóttir, 21.3.2007 kl. 18:33
Þú ert túlipanaflott....ég er á leiðinni...alltaf á leiðinni....Til þess að setjast að á vestfirðum!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.3.2007 kl. 20:13
Jamm Elena mín, nú situr maður og vonar að rafmagnið haldist inni.
Komdu bara Anna mín. Það væri gaman ef þú kæmir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 20:25
Mikil kveðskapur og góður.'Eg verð að senda Brynju systir slóðina þína hún verður bara að sjá þessar myndir.
kveðja
Rannveig Höskuldsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 20:40
Skilaðu góðri kveðju til fyrrverandi nágrannakonu minnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 21:37
...er á leiðinni ...alltaf á leiðinnini....til þess að segja þér....hve heitt..ég elska þig...
alltaf á leiðinni...
Anna
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.3.2007 kl. 23:15
Kæra Cesil.
Takk fyrir þessar fínu myndir og fallegu orð. Þú ert alltaf söm.
Loon, 23.3.2007 kl. 23:01
Takk Lómur minn, eigum við að taka smá rúnt og hreinsa klóið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2007 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.