Á ferð til að heimsækja barnabörnin mín.

Ég reyni að heimsækja börnin mín eins oft og ég get og efnahagur leyfir. Hluti af því að hafa efni á er að koma sér af eyjunni fögru á sem ódýrastan hátt.  Það er nú nefnilega málið að flug er óheyrilega dýrt á Íslandi, og þó innanlandsflugið sé algjört rán, þá tekur lifur og lungu af manni að komast til Evrópu.  Þetta vegna er ágætt að hafa samkeppni.  Ódýrasta flugið fengum við með Norvegian til Oslóar, og þar sem ferðinni var jú einmitt heitið þangað til að byrja með þá tókum við að flug. 

Við lögðum af stað 3 nóvember í blíðskaparveðri, fyrsta heimsóknin var til yndislegra barnabarna í Njarðvíkum.

IMG_0013

Isobel og Ísaak.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áður en við héldum af stað, elduðum við góðan matt og áttum sameiginlega góða stund með Úlfi.  Myndin fyrir neðan kom svo bara með, af því að ég ætlaði að minnast á þessi tvö, sem eru á Bifröst, en af því að annað hvort er ég klaufi eða þetta bloggforrit í handaskolum, næ ég hvorki að taka út myndina eða færa hana til.  Svo þetta verður bara svona.

IMG_0014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var smá snjór þegar við lögðum af stað, en veðrið var dásamlega fallegt.

 

IMG_0017

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og mikið sjónarspil í himnagalleríinu.

IMG_0027

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með gamla Mána til vinstri og svo sólina til hægri, var alveg ótrúleg upplifun.

IMG_0028

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og landið vildi kveðja fallega svo við kæmum nú örugglega aftur, eins og nokkur hætta sé á öðru.

 

IMG_0016

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dásamlegt.

IMG_0026

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þó við elskum sólina og getum ekki án hennar verið, þá á hún það til að vera alltaf einhvern veginn í augunum á manni á þessum tíma.  Og stundum var erfitt að aka, því hún blindar mann algjörlega.

  

IMG_0031

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi flotti strákur hann Davíð Elías býr með foreldrum sínum í Reykjanesbæ.  Hann er voða duglegur og er þriggja ára smile

 

IMG_0029

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er svo Arnar Mílos stóri bróðir. Eitt af því sem er spennandi við afa og ömmu er Ipadinn, sem þau hafa gjarnan með, og krakkarnir eru afar klár í að leika sér með.   

Amma og Davíð að gera bollur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Davíð finnst samt skemmtilegra að baka eða elda, hér erum við að gera kjötbollur saman, og hann var afar áhugasamur.

Við stoppuðum reyndar allof stutt hjá þessum flottu strákum, því nú lá leiðin til Osló. 

IMG_0036

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sólveig Hulda kom með pabba sínum á flugvöllinn að sækja ömmu og afa. Eins og ég sagði dauðsá ég eftir að hafa ekki tekið stóru myndavélina með, því þessi er bara alls ekki nógu góð.  En það verður að notast við það sem maður hefur laughing

IMG_0041-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já hér er Ipadinn líka þegins fegins hendi.  Þetta er bara framtíðin hvort sem okkur líkar betur eða verr, og tæknin sem þessi krýli hafa tileinkað sér er öfundsvegð, en þarna æfist líka snerpa og þjálfum í að taka ákvarðanir snögglega.  

IMG_0038

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já ætli það sé ekki bara besti lærdómurinn í dag, að notfæra sér netið?

 

IMG_0043-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér erum við að sækja Börnin á leikskólann, ég sem var búin að gleyma öllum brekkunum í Noregi, það er upp brekkur niður brekkur og inn brekkur út brekkur, ekki nema von að norðmenn séu í góðu formi.

IMG_0042

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skvísan við leikskólann þeirra Elíasar Nóa. Næsta ár byrjar hún í skóla, ótrúlegt hvað tíminn líður. Og Elías sem var bara smábarn þegar ég hitti hann í sumar, er farin að bæði labba og tala, og syngja hástöfum. 

IMG_0080

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og það er ekki bara Davíð sem hefur gaman af að elda, Sólveig Hulda er altaf til í að hjálpa til við matseld, hvort sem það eru pizzur eða pönsur.

 

IMG_0075

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er nú aldeilis flott skvísa að baka pönnukökur. Með smá aðstoð frá pabba,

IMG_0069

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En ég gat nú ekki algjörlega slakað á, því ég þurfti að ljúka við söguna, lenti svo í smá klandri og fékk aðstoð frá krökkunum mínum, hér er Skafti minn að aðstoða mömmu sína.

 

IMG_0066

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En húsmóðirinn hefur í öðru að snúast, fyrir utan að vinna á leikskóla prjónar hún lopapeysur, svo ef ykkur vantar slíkar þarna úti, þá má bara slá á þráðinn til Tinnu, hún prjónar eftir pöntun og er afar flink.

 

IMG_0062

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elías ætlar að fara í fótspor pabba og er hér á skrifstofunni hans. Nær meira að segja upp í snerilinn.

 

IMG_0063

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo má máta verkstjórastólinn hans pabba.  

IMG_0053

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það er nógur tími til þess að hugsa um framtíðina, miklu skemmtilegra að naga bein, eða borða súkkulaði köku. wink

 

IMG_0082

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Best er samt að fá afa til að lesa sögu.

IMG_0058

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En svo var komin tími til að kveðja og halda áleiðis til Ausfjorden til Inga Þórs.

Við ákváðum að fljúga til Álasunds, og taka síðan rútu til Moe, þangað sótti Ingi Þór okkur svo.  

IMG_0116

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og enn er sagan á dagskrá. En leiðin er greið, því söguþráðurinn er komin og svo alt sem við á. Þá er bara eftir frágangur, en hann tekur líka mikinn tíma. Þá er gott að geta leitað til Inga Þórs.

 

IMG_0113

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og Ingi Þór bauð okkur upp á svið. Herramanns matur og hugsið ykkur eyrun voru á. Ég skil ekki af hverju eyrun eru skorin af íslenskum sviðum. Ég elska eyrun.

IMG_0088

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér er hann Böðvar frændi, ekki góð mynd, en hann er aupair hjá Inga og er allur í íþróttunum, og góður við börnin.

Skil ekkert í mér að hafa ekki tekið hlunkinn minn með, (myndavélina.)

IMG_0114

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og pabbi þarf að hjálpa dóttur sinni með heimavinnuna frá skólanum.

IMG_0112

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Falleg mynd af afa og Evítu Cesil.

IMG_0106

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íþróttadeildin þeirra í Austfjorden, og krakkarnir eru báðir að standa sig vel.

Og svo smá fróðleikur um bjór.

IMG_0118

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Norðmenn brugga bjór sem kallast Ýlir, sem er reyndar gamalt nafn á mánuðinum Ýlir, sem er einmitt um þetta leyti. Gaman að því.

En ef þið vissuð hvað það er erfitt að blogga við þessar ömurlegu aðstæður sem eru hér, og drepa niður allt sem maður vill segja.  En svona er þetta bara.  En Ég fer ekki lengra núna, en á smá eftir, þ.e. að fara frá Austfjordin og börnunum mínum þar til Austurríkis og svo áfram.  En það bíður til morguns.  

Eigið gott kvöld elskurnar kiss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband