Smábrot af Austurríki.

Jæja þá fer þessu ferðalagi mínu að ljúka, ætla að skrifa meira um það seinna, með myndum.  En í kvöld höldum við áleiðis til London, og gistum þar tvær nætur.  Langt síðan ég hef komið þangað. 

En við fórum til Eisenstadt í gær, og fylgdumst með þegar verið var að gera göngugötuna klára fyrir jólamarkaðinn.

IMG_0363

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er líka búið að skreyta í Steinbrunn en þar verður ekki kveiktá jólaljósum fyrr en 1. des.

IMG_0362-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er búið að setja upp jólahlið og fyrir innan var verið að reisa litla skúra sem fólk selur allskonar muni, sumir voru komnir ansi langt í að skreyta, annarstaðar fann maður bara ilmin af glöggi, sem verið var að búa til.

IMG_0365-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elli að tala í símann.

 

IMG_0360-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við höllina var búið að setja niður stjúpurnar, en þær eru settar niður á þessum tíma til vors.  Eisenstadt er höfuborg Burgenlands, þar sem besta rauðvínið er framleitt, en borgin er stundum líka kölluð Haydnstadt, því hér var hann, og hér er bæði hótel, gistiheimili og söfn með hans nafni.  Þessir svörtu blettir á grasinu eru eftir moldvörpur, við höfum enn sem komið er ekki við þennan vanda að etja, hvað sem verður með hlýnandi veðurfari.

 

IMG_0371-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allt á fullu að skreyta.

 

IMG_0372-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Höllin í Eisenstadt.

 

IMG_0359-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er reyndar heimtröðin, og þetta voru hesthúsin.  En hér í Austurríki var mikil hefð fyrir hestaeign þar sem María Theresa og Napoleon voru vinir.

IMG_0380-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En eins og ég sagði er líka búið að skreyta í miðbæ Steinbrunn, þessi fallegi aðventukrans er á aðaltorginu.

IMG_0401

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rétt þar hjá er skólinn hennar Ásthildar, og þar voru litlu jólin haldinn í gær, eða þau kalla þetta jólamarkað, þar sem börnin selja allskonar fallega muni sem þau hafa sjálf búið til.

Hér má sjá Jón Ella með pabba sínum, annars var troðfullt af börnum foreldrum og öfum og ömmum.

 

IMG_0399

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru frískir krakkar að selja það sem þau bjuggu til.

IMG_0404

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru til dæmis fallegir aðventukransar sem rokseldust sýndist mér, kostuðu 25 evrur stk.

Svo var hægt að kaupa sé kaffi og kökur og gos, já og ég veit að sumum finnst það skrýtið, en hér var líka í annari kennslustofu hægt að kaupa sér bjór og jólaglögg laughing Ósköp hrædd um að eitthvað færi á hliðina heima yfir svoleiðis.  

 

IMG_0410

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er svo Ásthildur, mamma og Jón Elli.

IMG_0411-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og Hanna Sól er orðin svo stór stelpa.  Hún er í Miðskóla í Eisenstadt, því þegar krakkar eru orðin 10 ára þurfa þau að fara í þennan miðskóla og hafa ákveðið í hvaða starfsbraut þau vilja fara.  Ég skil það eiginlega ekki, en svona er þetta samt.  

IMG_0407

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá Ásthildi með afa og pabba,þetta var hennar dagur. 

IMG_0424-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessar tvær eru þær einu sem bera nafnið Ásthildur Cesil í öllum heiminum, bara tvö eintök og önnur er sjötug og hin sjö ára. 

En ég á eftir að fara betur yfir þessa ferð og bjóða ykkur með í ferðalag kiss

Eigið góðan dag elskurnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband