21.11.2014 | 15:13
Er ekki komin tími til að tengja?
Ég vil óska Hönnu Birnu alls góðs, það hlaut að koma að þessari ákvörðun fyrr eða síðar. Ég er viss um að henni líður mikið betur eftir þessa ákvörðun. Hún er búin að standa í eldraun að vísu sjálfskapaðri að mestu leyti. Það hlýtur að taka á bæði manneskjuna sjálfa og fjölskyldu hennar, og reyndar þá sem standa henni nær í pólitíkinni.
Ég ætla ekki að gleðjast yfir þessum málalokum, en tel að þau séu og hafi verið nauðsynleg til að skapa frið og meiri sátt milli almennings og ríkisstjórnarinnar. Ég er reyndar viss um að nú fara menn að gera úr henni fórnarlamb, það bara á ekki við. Hins vegar ættum við að geta fyrirgefið henni og reynt að setja okkur í hennar spor.
En heila málið er og það er mikilvægast, að fólk sem tekur á sig svo ríka ábyrgð, verður að standa undir henni. Og við kjósendur verðum að bregðast við þegar það sýnir sig að forystumenn ætla ekki að taka þá ábyrð. Það er alveg sama hver á í hlut, aðhald verður að vera á forystumönnum þjóðarinnar. Ekki af því að það sé slæmt fólk, heldur spillir valdið bæði fljótt og auðveldlega. Það þarf sterk beint til að þola góða daga.
En það að sýna aðhald ber ekki inn í sér að menn eigi að vera meðvirkir, eða verja hluti sem eru ekki verjanlegir og nú er ég að tala um heildina.
Framundan eru erfiðir dagar, því það á að leggja fram nýtt sjávarútvegsfrumvarp sem bæði festir í sessi tök útgerðarmanna á auðlindinni, og gerir að því mér skilst ennþá betur, með því að lækka á þá álögur.
Það er bara óásættanlegt, en við ofurefli að etja, því þessir menn hafa marga stjórnmálamenn í hendi sér, úr öllum flokkum. Þar er hægt að tala um að menn fái spón úr aski þegar milljónirnar hringla í vösum og einhverjir detta hér og þar á vel valda staði.
"http://www.visir.is/eigendur-staerstu-utgerdanna-fa-i-sinn-hlut-tvofalt-a-vid-veidigjoldin/article/2014711219933"
Þessum mönnum eigum við að vorkenna og gefa þeim ennþá stærri hlut af sameiginlegri köku okkar. Ætla ráðamenn virkilega að reyna að telja almenningi trú um að þetta sé besta fyrir okkur öll, að einstakir menn fitni eins og púkar á fjósbita, meðan almenningur þarf að herða sultarólina, og fá ekki læknismeðferð eða mannsæmandi líf.
Við höfum mótmælt bæði stórum og smáum málum, Austurvöllur hefur verið sá staður sem mest hefur verið mótmælt á, en líka í stærri málum á ýmsum stöðum úti á landi. Í þessu máli þurfum við að gera ennþá betur, við þurfum að mótmæla svo hátt að það syngi í fjöllum, drynji í sjávarföllum, við þurfum að mótmæla svo hátt að tröll vakni og dímonar fari á stjá. Við þurfum að kalla fram alla landvætti okkar, griðunginn, gamminn, drekan og bergrisan okkur til varnar.
Að mínu mati stendur nú fyrir dyrum mesta tilfærsla á fé frá almenningi til örfárra fylgifiska fjórflokksins sem um getur, og það til langframa. Það er bara óþolandi að nokkrir karlar sem eru örugglega bæði hvítir og miðaldra hafi þau völd að geta svínbeygt stjórnvöld til að hyglja sjálfum sér í krafti auðs.
Einhverntímann hlýtur að koma að því að það sé hingað og ekki lengra.
Viljum við ekki vera talinn til víkinga?
Hanna Birna hættir sem ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ríkisstjórnin á öll að segja af sér ekki seinna en strax. Svo á að rjúfa þing og efna til kosninga. Fyrsta verkefni næstu ríkisstjórnar, sem vonandi verður skipuð lýðræðisöflum og hefur sósíaldemokratísk sjónarmið í öndvegi, verður ný stjórnarskrá.
Belgur (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 15:56
Lýðræði og sósíaldemokratía er ekki eitt og hið sama. Ný stjórnarskrá yrði líka hreinn óskapnaður ef orðavaðallinn kæfir boðskapinn.
Gyðingarnir vissu hvað þeir sungu með aðeins 10 einföld boðorð á leirtöflu - og misstu aðrar 10, sjálfsagt viljandi.
Fráfarandi innanríkisráðherra er ekki minn, en mér þykir henni hafa verið fórnað í þágu þöggunar. Krafan hefur verið að allt sé uppi á borðum en greinilega er það samkvæmt geðþóttanum - og á kostnað landans, aðkomnir njóta hvort sem réttmætt er eða ekki.
Ýmsu þarf að breyta, jafnvel bylta, í þessu þjóðfélagi. En ekki með því að brjóta alla skapaða hluti.
Kolbrún Hilmars, 21.11.2014 kl. 16:44
Ég vona að hvarf H.B.K úr ráðherrastól verði ekki lok "Lekamálsins". Mér sýnist "Lekamáls" sorgarsagan hafi sýnt að við þurfum að hugleiða hve traustir innviðir lýðveldisins okkar eru og hvaða breytingar á starfsreglum kosinna og skipaðra fulltrúa kjósenda, eftirlitsstofnanna, o.s.frv. kunna að vera æskilegar.
Ég vona að afsögn fyrrverandi dómsmálaráðherra verði ekki til þess að rannsókn Umboðsmanns Alþingis lendi ekki undir einhverjum stól.
Agla (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 18:37
Belgur það er nú málið, til þess að endurnýjun geti orðið, þarf fólk að þora að kjósa eitthvað annað en fjórflokkinn, og hætta að kóa með spilltum stjórnmálamönnum. Það er eiginlega lykilatriði.
Kolbrún mín, Hönnu Birnu var ekki fórnað, hún sá svo sannarlega sjálf um að koma sér þangað sem hún er núna. Þöggunin var öll hennarmegin, reynt að þagga niður í blaðamönnum, reynt að hóta lögregustjóra og hrekja hann úr embætti og ráða sínan Sigríði án útboðs, sem reynist svo vera innvolveruð í allt dæmið. Við getum bara ekki horft fram hjá þessum málum ef við viljum nýtt og betra samfélag.
Tek algjörlega undir þetta með þér Agla. Þessi mál þarf að leiða til lykta og allir sem hafa komið að því á einhvern hátt til að þagga málið niður þurfa að standa fyrir því. Það er bara afar einfalt ef við viljum búa í réttar ríki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2014 kl. 19:58
Nytaömu sakleysingjarnir sem létu plata sig til að taka þátt í þessu Nígerúsvindli mega hlakka til þegar þeir fá að sjá ávextia af þvíað hafa látið leika á sig .En er það ekki einmitt það sem sá leikur gengur út á ?
Sólrún (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 21:27
Sólrún mín, ég bara skil ekki innleggið þitt. Út á hvað gekk þessi leikur?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2014 kl. 21:38
Ásthildur mín ef þú hefur lesið kommentin sem eg hef sett inn þá sérðu kannski hvað það er sem eg á með það hvað leikurinn gengur út á.
Aðeins þeir sem ekki skilja hann taka þátt í honum
aðrir koma ekki nálægt ekki einu sinni með priki.
Ásthildur eg hef alltaf verið viss um að þú meinar vel á allan hátt.
og að þú sjáir ekki frekar en margir aðrir
hvað þessi leiikur er LJÓTUR
Eg er viss um að ymsir sem tóku þátt í Guðmundar og Geirfinns málunum
á sínum tíma hafa óskað þess síðan að hafa ekki verið þar.
Og þar áttu fjölmiðlar stóran þátt.
Í ljósi sögunnar telja nú flestir að þar
hafi verið hylmað yfir hluti sem ekki þoldu dagsljósið.
Með því að standa fyrir þeim óhugnanlega úlfaþyt og ofbeldi
með skelfilegum afleiðingum
Sólrún (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 22:17
Það er einmitt ljótleikinn sem ergir mig. Ég var að lesa gömul blogg og samtöl við þig Ásthildur mín. Liggur við að maður sakni þeirra daga þótt dimmir væru. En barnabarnið mitt liggu á spítala í London,ég hamast af því ég get ekki sofnað.Svona er lífið hjá okkur fjölskyldan og þjóðmál. Agalegt að vera ekki öll nokkuð sátt,maður horfir með öfund til Færeyinga.
Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2014 kl. 06:38
þið eruð að væna mig um að láta plata mig í þessu máli ágætu Helga og Sólrún. En málið er bara ekki svo einfalt að hér sé verið með "ljótan pólitískan leik", orð Hönnu Birnu sjálfrar, það hefur heldur betur komið í ljós að það var enginn ljótur pólitískur leikur þar á bak við heldur spilling sem enn sér ekki fyrir endan á. Þegar ég les og heyri afstöðu fólks með þennan hugsunagang þá verð ég dálítið döpur, því það þýðir ekkert að reyna að berjast fyrir réttlátara samfélagi, ef fólk ætlar endalaust að vera í meðvirkni með fólki sem er ekki hægt í starfi, er það meðaumkvun, eða heldur fólk virkilega að aðalleikendur í lekamálinu séu alsaklaus og allir aðrir séu bara vont fólk sem vill klekkja á þeim?
Fólk sem þannig hugsar sér ekki samhengi hlutanna, og með því er ósómanum viðhaldið.
Það var enginn ljótur leikur hér nema innan ráðuneytis Hönnu Birnu, þó aðstoðarmaður hennar hafi séð að mestu um þann partinn, þá verður ráðherra að taka ábyrgð á honum, en hún gerði það ekki ótilneytt, hún var endalaust hrakin upp að vegg með ósanningum og gekk langt út fyrir verksvið sitt sem ráðherra, m.a. með því að hrekja sómamanninn Stefán Eiríksson úr embætti.
Blind trú á stjórnmálamenn eða flokka, skilar nákvæmlega engu nema að viðhalda þeirri spillingu og óráðssíu sem við viljum losna við.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2014 kl. 07:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.