Saga frá Thailandi.

 Thailand 

Ef maður er thailendingur- eða kemur frá Mið –Ameríkuríkjum allavega sumum landanna þar, og á ættingja hér á Íslandi, þá standa málin þannig að þó þú viljir koma og heimsækja fjölskylduna þá er það bannað.

Þér verður að vera boðið til landsins. Þó þú sért foreldri manneskju sem býr á Íslandi og eigir þar barnabörn sem þú vilt gjarnan heimsækja og sjá.

Sem sagt Ísland er lokað land fyrir öllum thailendingum og mörgum þjóðum í Vestrinu.

Hvað þarf til að afi fái að koma í heimsókn. Eigum við að skoða dæmið svolítið?

Fyrst þarf að bjóða honum í heimsókn. Þá hefst ferli sem tekur langan tíma. Hann þarf að sýna fram á að hann eigi pening í banka a.m.k. 1000 dollara. Og síðan þarf hann að sýna að hann eigi 1000 dollara fyrir hvern mánuð sem hann ætlar að dvelja í landinu. Svo þarf hann allskonar pappíra og já.....sakarvottorð. Sakarvottorðið færðu bara einu sinni og svo ekki meir, þarna úti.

Fjölskyldan hér heima þarf að hafa mann á kaupi úti greiða honum um 80 þúsund karl fyrir að útfylla alla pappírana og gera umsögnina löglega, síðan þarf að borga fyrir þýðingu á skjölunum. Þetta er svo sent til Íslands, og tekur að því mér er sagt um það bil mánuð. Sennilega með sniglapósti. Þegar þetta er síðan sent út aftur, er það sett oní skúffu og geymt í c.a.þrjá mánuði til viðbótar. Og þegar það er svo dregið upp úr skúffunni, þá er sakarvottorðið útrunnið, og afi fær ekki að koma. Ef þið haldið að þetta sé vísindaskáldsaga þá er það bara alls ekki svo.

Það er alveg óvíst að þessi afi fái að sjá barnabörnin sín. Og svo er sennilega um alla hina thailensku afana og ömmurnar.

Svona lítur þetta úr á vef Útlendingastofu. Greip niður hér og þar. Þar er margt skrýtið í kýrhausnum. Og eftir því sem einn aðstandandi sagði voða lítið að marka sumt af því, og fer eftir hvaðan þú kemur.

Og þá er ég ekki að tala um Schengen.

 

Áritanir

Þann 25. mars 2001 gerðist Ísland aðili að Schengen-samstarfinu. Það er samstarf 15 ríkja og miðar að því að tryggja frjálsa för fólks innan Schengen svæðisins. Þetta eru auk Íslands, Finnland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur, Þýskaland, Belgía, Frakkland, Lúxemborg, Holland, Ítalía, Austurríki, Spánn, Portúgal og Grikkland.

Allir áritunarskyldir einstaklingar sem ekki hafa gilda Schengen áritun í ferðaskilríki sínu þurfa að sækja um vegabréfsáritun áður en komið er inn á Schengen svæðið og til landsins í viðkomandi sendiráði. Ísland hefur fjölda erlendra sendiráða sem eru í fyrirsvari fyrir landið.

Skilyrði fyrir vegabréfsáritun

Viðkomandi verður að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að geta fengið vegabréfsáritun.

Viðkomandi verður að hafa gilt vegabréf eða annað gilt kennivottorð sem viðurkennt er sem ferðaskilríki við komu til Íslands og annarra Schengen-ríkja og við brottför og gildir a.m.k. þrjá mánuði fram yfir þann tíma sem vegabréfsáritunin, sem sótt er um, tekur til.

  • Viðkomandi verður að hafa heimild til að ferðast til baka til heimalandsins eða annars ríkis sem gildir a.m.k. þrjá mánuði fram yfir gildistíma áritunarinnar.
  • Ekki má liggja fyrir ástæða til frávísunar eða brottvísunar skv. 18. eða 20. gr. útlendingalaga.
  • Viðkomandi má ekki vera skráður í Schengen upplýsingakerfið sem óvelkominn í einhverju af Schengen löndunum.
  • Viðkomandi fullnægir skilyrðum um vegabréfsáritun samkvæmt Schengen-samningnum.
  • Viðkomandi verður að hafa nægileg fjárráð sér til framfærslu meðan á fyrirhugaðri dvöl stendur og til að greiða fyrir ferð til baka til heimalandsins eða annars lands þar sem honum hefur verið tryggður aðgangur, eða vera í aðstöðu til að sjá fyrir sér á löglegan hátt.
  • Það mega ekki liggja fyrir ástæður sem varða utanríkisstefnu eða almannaöryggi sem mæla gegn því að veita vegabréfsáritun.
  • Viðkomandi verður að yfirgefa Ísland/Schengen svæðið þegar áritunin rennur út. Ef að Útlendingastofnun telur að viðkomandi muni dvelja lengur á landinu en áritun segir til um, getur viðkomandi verið synjað um áritun.

 

 

 

Leiðbeiningar vegna umsóknar um vegabréfsáritun.

Vegabréfsáritun er m.a. gefin út fyrir ferðamenn, fjölskylduheimsóknir, opinber erindi, viðskiptaheimsóknir og námsferðir.

Viðkomandi verður að uppfylla ákveðin skilyrði til að geta fengið vegabréfsáritun. Sjá nánar hér.

Umsókn um vegabréfsáritun

Þau gögn sem þurfa að fylgja umsókn um vegabréfsáritun eru:

Ferðaskilríki

Umsækjandi verður að hafa gilt og viðurkennt ferðaskilríki við komu og brottför til og frá Íslandi og annarra Schengen-ríkja. Ferðaskilríkið verður að gilda a.m.k. þrjá mánuði fram yfir þann tíma sem vegabréfsáritunin sem sótt er um tekur til. Umsækjandi verður einnig að hafa heimild til að ferðast til baka til heimalandsins eða annars ríkis sem gildir a.m.k. þrjá mánuði fram yfir gildistíma áritunarinnar. Þau kennivottorð sem viðurkennd eru sem ferðaskilríki í stað vegabréfs við komu til Íslands og brottför eru að finna í viðauka 2 í reglugerð um útlendinga.

 


Dvalarleyfi fyrir aðstandendur

.Nánustu aðstandendur íslensks ríkisborgara eða annars norræns ríkisborgara, sem búsettur er hér á landi, eða útlendings sem dvelst eða fær að dveljast löglega í landinu samkvæmt dvalarleyfi sem ekki er háð takmörkunum eða búsetuleyfi geta samkvæmt umsókn fengið dvalarleyfi, enda liggi ekki fyrir atvik sem greinir í c-lið 1. mgr. 11. gr. útlendingalaga, auk þess sem framfærsla, sjúkratrygging og húsnæði skal vera tryggt, sbr. a-lið 1. mgr. 11. gr. laganna.

Nánustu aðstandendur í skilningi 1. mgr. eru:

 

a.

Maki, báðir aðilar skulu hafa náð 18 ára aldri.

Ef sá sem aðstandandinn leiðir heimild sína af er giftur fleiri en einum aðila er einungis heimilt að veita fyrsta maka dvalarleyfi.

b.

Samvistarmaki, báðir aðilar skulu hafa náð 18 ára aldri.

c

Sambúðarmaki, báðir aðilar skulu hafa náð 18 ára aldri og geta sýnt fram á að hafa búið saman í skráðri sambúð eða sambúð sem er staðfest með öðrum hætti í að minnsta kosti tvö ár og hyggjast búa áfram saman.

Eingöngu skal veitt dvalarleyfi til eins sambúðarmaka og er skilyrði útgáfu leyfis að hvorugur aðilanna sé í hjúskap eða staðfestri samvist.

d.

Barn ef báðir foreldrar hafa eða munu fá gilt dvalarleyfi sem getur myndað grunn fyrir búsetuleyfi eða hafa búsetuleyfi hérlendis.

e.

Barn þegar annað foreldri hefur gilt dvalarleyfi hér á landi sem getur myndað grunn fyrir búsetuleyfi eða er með búsetuleyfi. Það foreldri sem býr hér þarf að fara með forsjá barnsins. Ef forsjá er í höndum beggja foreldra skal liggja fyrir vottfest samþykki þess foreldris sem búsett er erlendis.

f.

Ættmenni viðkomandi eða maka hans að feðgatali og á þeirra framfæri.

 


Barn er einstaklingur undir 18 ára aldri án maka eða sambúðarmaka. Til staðfestingar á aldri, ólögræði og hjúskaparstöðu umsækjanda þurfa öll gögn og nauðsynleg fylgigögn að hafa borist Útlendingastofnun fyrir 18 ára afmælisdag umsækjanda. Forsjármenn skulu sækja um fyrir hönd ólögráða einstaklinga.

Boðsbréf - Tilgangur dvalar

Umsækjandi skal leggja fram boðsbréf/staðfestingu frá fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi þar sem fram kemur tilgangur ferðar.

Ef um heimsókn til ættingja er að ræða þarf að koma fram hver skyldleiki/tengsl gestgjafa og umsækjanda er auk þess sem viðkomandi sendiráð/Útlendingastofnun getur óskað eftir því að umsækjandi leggi fram vottorð til sönnunar á fjölskyldutengslum.

Ef tilgangur dvalar er að heimsækja unnustu/unnusta óskar viðkomandi sendiráð/Útlendingastofnun eftir því að fram komi í boðsbréfi hve lengi umsækjandi og gestgjafi hafi þekkst og hvort þau/þeir/þær hafi hist.

Í sumum tilfellum óska erlendu sendiráðin eftir því að boðsbréf séu staðfest af sýslumanni á Íslandi og utanríkisráðuneytinu áður en þau eru lögð fram með umsókn.

 

Staðfesting á fjölskyldutengslum

Ef tilgangur ferðar er að heimsækja ættingja búsettan á Íslandi skal umsækjandi leggja fram vottorð sem staðfestir fjölskyldutengslin.

Það var nefnilega það. 

 Jamm svo er nú það.  Ég hugsa að það sé erfiðara að koma til Íslands en að fara gegnum hið fræga nálarauga.  Ég veit að svipaðar spurningar eru settar fram í Bandaríkjunum en það er bara plagg sem maður fyllir út eftir bestu samvisku í flugvélinni fyrir lendingu.  Annarsstaðar hef ég ekki orðið vör við svona hræðslu við ferðamenn.  Og hef ég þó víða farið.

Og svo svona til gamans í lokin:



Rúmlega 90% ríkisborgara EES búsettum á Íslandi með dvalarleyfi tengt atvinnuþátttöku

22.2.2007

 

Árið 2006 fengu 5391 ríkisborgarar evrópska efnahagssvæðisins útgefin dvalarleyfi eða um 43% af öllum útgefnum dvalarleyfum á Íslandi. Af þeim fjölda eru rúmlega 90% ríkisborgara evrópska efnahagssvæðisins sem fengið hafa dvalarleyfi tengdri atvinnuþátttöku hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er nú ekki alveg að skilja þessi óskup,er þetta foræðishyggja,eða kanski útlendingafælni, En svo eru einhverjir sem meiga flitja inn fólk í gámavís (atvinnumiðlarar) og þurfa ekkert að hugsa um aðbúnað eða mannsæmandi laun fyrir viðkomandi.Græða bara peninga. kveðja

Rannveig (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 16:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er einmitt tvískinnungurinn í þessu öllu saman.  Mér sýnist þetta fyrst og fremst vera ofsahræðsla við að fólk reyni að setjast hér að.  Þessu þarf svo sannarlega að breyta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2007 kl. 17:25

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Kvitt og kveðja.

Ragnar Bjarnason, 19.3.2007 kl. 19:37

4 Smámynd: Arna Lára Jónsdóttir

Þetta er nú meiri frumskógurinn, svo má nú ekki heldur gleyma því að það eru oft einstaklingar sem eru með íslensku sem annað tungumál sem þurfa að fara í gegnum þetta reglugerðarfargan til að fá sína nánustu ættingja til sín í heimsókn.

Arna Lára Jónsdóttir, 19.3.2007 kl. 20:32

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er erfitt að botna í þessu. 

Einmitt Arna Lára.  Þessi einstaklingur sem hér um ræðir þurfti að kaupa sérfróðan aðila til að þýða allt þetta fargan yfir á thailensku, og síðan svörin yfir á Íslensku.  Menn þurfa að eiga talsvert undir sér til að geta fengið ættingja sína í heimsókn.  Ætli það sé nú ekki komin tími til að fara í gegnum þetta ferli og skoða hvort ekki sé hægt að gera mönnum auðveldara að hitta ættingja, við tölum ekki einu sinni um vini í þessu sambandi.

Ég bara skil ekki af hverju þetta þarf að vera svona. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2007 kl. 20:49

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef þetta er ekki að mismuna fólki þá heiti ég Magnmundur.  Rosalega verð ég reið þegar ég les þetta.  Það eru bara byggðir múrar, reglugerðar múrar til að halda fólki frá, jafnvel þó það sé að koma í heimsókn til barna og barnabarna. ARG..

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 21:11

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er ótrúlegt.  Fólkið mitt frá El Salvador langar til að fá dóttur sína hingað, hér eru fyrir foreldrar og tvö systkini og barn sem hún á, en er alið upp hjá mömmu hennar og pabba.   Ég er ansi hrædd um að það verði erfitt að koma henni hingað.  Sennilega ómögulegt í öllu þessu reglugerðarfargani.  Við hvað eru stjórnvöld eiginlega hrædd ?

Málið  er að í dag er landið algjörlega lokað fyrir það fólk sem vill koma og vinna hér frá þessum löndum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2007 kl. 22:29

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta er meira  flækjan Ásthildur mín,  ég skil þetta ekki.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.3.2007 kl. 23:09

9 identicon

Takk Ásthildur, fyrir að upplýsa okkur hér í bloggheimum um þetta. Ég er eiginlega bara orðlaus! Svo er það þannig að fólk frá þessum löndum er svo óumræðanlega þolinmótt og umburðarlynt að það lætur sér ekki detta til hugar að kvarta heldur tekur öllu því sem yfir það er látið ganga með æðruleysinu. Slík eru allavega mín kynni af konum frá Thailandi og Filippseyjum sem ég kenndi á námskeiði fyrir nokkrum árum. Þær hafa vafalaust verið búnar að fara í gegnum flestar þessar hremmingar sem þú lýsir því að ættingjar þeirra voru búnir að heimsækja þær hingað til lands.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 23:51

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta blessað fólk kvartar ekki.   Og já ég er reið yfir þessu.  Hvað með öll mannréttindi og jafnræði þegnanna ? Hvar er umburðarlyndir og mannkærleikurinn ?

Nei þessu þarf að breyta og það helst í gær. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2007 kl. 23:55

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ÉG VISSI ÞETTA EN STUNDUM ÞEGAR ÉG TJÁI MIG UM HLUTI ...ER MÉR SAGT AÐ SNÁFA "HEIM"...EINS OG ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ ANNAÐ EN ÍSLAND?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2007 kl. 23:56

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi skriffinska minnir á 1984 eftir Georges Orwell.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2007 kl. 03:02

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg dæmigert Anna mín.  Því miður þá er eitthvað slíkt hugarfar landlægt hér á landi.  Og brýst fram á ólíklegustu stöðum.  Svei þeim bara.

Jón Steinar já segðu.  Þetta er ótrúleg lesning.  Hvar er jafnræðisreglan ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2007 kl. 08:23

14 Smámynd: Jens Guð

Ég hef aðstoðað konu frá Vietnam við að fá pabba sinn í heimsókn.  Ferlið er búið að taka meira en heilt ár.  Starfsfólkið á Útlendingastofu er einstaklega óliðlegt og erfitt.  Það er eins og það líti á vinnu sína að gera öllum eins erfitt fyrir og mögulegt er.  Ég hefði aldrei trúað að skriffinnskubáknið væri svona svakalega þungt í vöfum á Íslandi.

En allt er þetta mannanna verk.  Það eru einstaklingar sem hafa hannað þetta kerfi og deila og drottna.   

Jens Guð, 20.3.2007 kl. 11:10

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það verður að breyta þessu.  Ef við hugsum hve margir einstaklingar eru hér og hafa flutt hingað á undanförnum 20 árum eða meira, og þeim eru settar þvílíkar skorður um að hitta fjölskyldur og vini.  Ég myndi segja að þetta væri rasismi á háu stigi.  Og Ætli Geir sé nú ekki bara að fiska sjálfur í gruggugu vatni.  Segi bara svona. 

Langar svolítið til að skoða stjórnarskána, og skoða hvort þetta stangast ekki á við jafnræði þegnanna og ýmis önnur lög sem hafa verið sett til verndar öllum þegnum landsins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2007 kl. 11:54

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ja hérna - ekki vissi ég þetta. Þvílík skriffinnska!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 12:55

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Anna Benkovic! Leyfðu mér, hönd íslensku þjóðarinnar, að biðjast afsökunar á ókurteisi og heimsku!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 14:27

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með þúer Hrönn.  Anna mín en hvað fólk má skammast sín fyrir að koma svona fram við þig og alla aðra bræður og systur.  Það er til skammar hve sumt fólk getur verið dónalegt.  Segi það sama við fólkið hans Jens Guð, Víetnamana. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2007 kl. 14:46

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það getur vel verið að það sé einhver skoðanaágreiningur eins og gengur.  En í flestum málum erum við Magnús Þór samstíga.  Málið er að menn hafa misskilið hrapalega áhyggjur frjálslyndra af innflytjendamálum.  Það er fyrst og fremst áhyggjur af velferð þess fólk sem hingað kemur, aðbúnaður þess og réttaröryggi, og eins velferð þeirra sem hér eru fyrir, hafa sest hér að, og ætla að búa hér.  Það er nú svo að fólki hefur verið sagt upp störfum m.a. hér á, vegna þess að menn fá ódýrara vinnuafl.  Fólk sem hefur ekki áunnið sér nein réttindi.  Og það er jafnvel tilbúið að vinna fyrir strípaða taxta, sem aðrir geta ekki leyft sér. 

Forystumenn flokksins voru í Fjölmenningarhúsi á fundi í gær, og þar var að mestu tekið undir málflutning þeirra í innflytjendamálum.  Svo er nú það.

Hvað Framtíðarlandið varðar, þá vil ég vera í þeim hópi sem vill vernda náttúruna og finna okkur aðra og vistvænni umgjörð.  Ég er til dæmis mikil ræktunarmanneskja og græn í gegn og hef alltaf verið.  Ég skil hins vegar afstöðu Magnúsar, það er aðferðin við að koma honum á listann, sem hann er að tala um.  Það er hans réttur að mótmæla með sínum hætti.  Magnús er einmitt þannig maður, þú veist allaf hvað þú hefur hann.  Og það finnst mér góður kostur.

Annars þakka ég þér hlý orð í minn garð.  Ég held að við verðum öll að taka höndum saman um að hlú að bæði jörðinni okkar og því fólki sem hér er, og hingað vill koma.  Til þess þarf samstöðu þeirra sem vilja leggjast á árarnar.

En ég ráðlegg þér að lesa það sem þessir tveir menn segja. það gæti verið heilmikil skynsemi í því sem þeir eru að reyna að segja.  Og lítur verr úr ef til vill, en það er.  Allavega hefur málflutningur þeirra verið umsnúin og færður á versta veg.

Með bestu kveðjum Ásthildur.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2007 kl. 15:56

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu að í dag eru lokaðar dyr fyrir mörgum þjóðlöndum, eins og Thailendingum og fólki frá Mið Ameríku.  Fólk sem kom hér til að vinna, margt elskulegt og gott fólk.  Í dag kemst enginn þaðan hingað til að starfa.  Ekki einu sinni í heimsókn til ættingja sinna ef út í það er farið, fyrir reglugerðarfargani.

Það sem Frjálslyndir hafa verið að tala um, er að taka ekki á móti fleiri verkamönnum inn í landið en við getum tekið sómasamlega á móti.  Það sem Jón Magnússon var að að tala um á sínum tíma að honum hugnaðist ekki var óheftur innflutningur á öfgamúslimum.  Það hljómar ef til vill ekki fallega, og getur auðveldlega hrist upp í fólki. En Jón Magnússon án þess að ég ætli að fara að verja hans orð, hefur kynnt sér ólíkar stefnur í Islam.  Meira en margur hefur gert.  Það er ýmislegt í þeirra siðum, sem er okkur framandi.  Af hverju má ekki ræða það hispurslaust eins og annað.  Það er ekki verið að ala á fordómum með því að mínu mati.  Hvorugur þeirra hefur talað um að loka landinu, eða vísa fólku úr landi.  Heldur einungis að farið verði varlega.

En málið er að eftir því sem ég kemst næst, þá er landið líka lokað fyrir fólki frá Arabaríkjum líka.  Þeir einu sem hafa möguleika til að koma til landsins og vinna er fólk sem er í Evrópusambandinu og norðurlöndunum.  Enginn annar getur sótt um vinnu hér, því þar stoppar reglugerðarfarganið fólk af.

Ég var í Póllandi fyrir nokkrum mánuðum.  Var í Kraká og þar um kring.  Þar er um 40% atvinnuleysi, í nágrenni borgarinnar var risastór verksmiðja í henni unnu um 10.000 manns.  Sem er nú aldeilis mikið.  Tyrkir keyptu verksmiðjuna og sögðu upp öllum Pólverjunum, og réðu þangað Tyrki, sem hafa minni laun. 

Málið er að atvinnurekendur eru að hugsa um sinn eigin hag.  Þeir vita að það er ódýrara að fá hingað fólk sem krefst ekki fullra launa heldur er sátt við strípaða taxta og þeir hafa ekki sama rétt og þeir sem hafa áunnið sér réttindi.  Það hefur komið í ljós að lítið er hugsað um aðbúnað margra af því fólki.  Og lítið eftirlit með því að ákvæði um slíkt sé fylgt eftir.  Þetta veit fólk á landsbyggðinni.  Mannfjöldinn í Reykjavík er ef til vill ekki eins meðvitaður um þetta.  Því margt hverfur í fjöldann. 

Það hafa komið til mín útlendingar hér og makar útlendinga og þeir gera sér grein fyrir því að hér er víða pottur brotinn.  Og þeir hafa áhyggjur af ástandinu, ekki stefnu Frálslynda flokksins, heldur af því ástandi sem er að skapast með þessum mikla innfluttningi fólks til að lækka laun verkamanna á Íslandi.  Mönnum er haldið niðri í launum, því sagt er bara ef þú ert að ibba þig geturðu farið, það er hægt að fá nóg af mannskap.  

Maki konu frá Thailandi gantaðist með nafngiftina Rasistar um Frjálslyndaflokkinn, hann sagði mér söguna sem ég sagði hér að ofan.  Og hann sagði hverjir eru nú rasistarnir ?

Hann er ekkert viss um að hann nái því að fá tengdaföður sinn í heimsókn.  Og svo er um marga fleiri.  Og þar erum við bara að tala um fólk sem er að koma í heimsókn.  Ekki til að setjast hér að, eða vinna, heldur heimsækja ættingja.

En nú er þetta orðið allt of langt hjá mér.  Vona samt að þú náir hvað ég er að reyna að segja minn kæri.  

En bara svona í lokin.  Frjálslyndi flokkurinn var fyrsti flokkurinn til að láta þýða og birta stefnumálin á thailensku, pólsku og ensku.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2007 kl. 17:53

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli ég verði ekki að teljast rasisti, því aldrei myndi ég koma fram opinberlega með slæðu, eða nokkuð annað sem ber merki kúgunar kvenfólks. 

Ég ætla að segja hér eina sögu.  Sonur okkar hjónanna vann um árabil í Dubai.  Konan hans kom í heimsókn, en hún er frá El Salvador, sem er nú ekki beint svona kvenfrelsisland.  En henni ofbauð gjörsamlega.  Þau voru boðin á ströndina af atvinnurekendum hans.  Sem vildu gera vel við hann.  Á ströndinni var kofi, sem konurnar voru “geymdar” í meðan þeir sýndu sig og spásseruðu á ströndinni. Þær voru allar klæddar frá toppi til táar og fengu ekki að fara út úr kofanum.

Þeir vildu líka að hann settist að í Dubai, voru hrifnir af honum sem góðum starfsmanni.  Margir þeirra buðu honum ungar dætur sínar til eignar ef hann vildi bara vera kyrr.  Ég segi fyrir mig þetta er hugsunarháttur sem er mjög svo ólíkur okkar. 

 

Og það hefur sýnt sig í okkar nágrannalöndum að það eru uppi ýmis vandamál vegna fjölgunar fólks með þennan hugsunarhátt.  Og annar verra eins og heiðursmorð og annað miður geðslegt.

Þeir sem gagnrýna aðvaranir af þessu tagi eru ferkar einfaldir að mínu mati. Því þetta hefur ekkert með rasisma að gera heldur eðlilegar áhyggjur af því þegar ólíkir menningarheimar mætast.

 

Það eru margir góðir og frábærir menn og konur af arabaættum sem sest hafa að bæði hér og annarsstaðar.  Og það fólk hefur aðlagað sig okkar siðum.  Og Islamstrú er umburðarlynd, þegar hún er hófsöm.  Og oft miklu umburðarlyndari en okkar kristnu klerkar boða. 

En öfgar á allan hátt eru slæmar.

Ég þekki gyðing sem vill ekki kenna börnunum sínum Jyddisku en hann er þó fæddur og uppalinn í Ísrael. Hann er ósáttur við stjórnvöld þar.  Og heldur fyrirlestra til varnar palestínumönnum.  Ég er algjörlega sammála honum í því að ég fæ hreinlega hroll þegar ég sé það sem ég kalla “tappatogara” hreintrúargyðinga.

Mágkona mín hefur lýst fyrir mér hvernig það var að vera í palestínsku hverfi innan höfuðborgar Ísraels.  Þar sem ísraelsmenn beittu þvílíku ofbeldi og ofstopa að við höfum ekki hugmyndaflug til að gera okkur grein fyrir því.  Þar flutti ísraeli inn í múslimabyggð og byrjaði með að hrekja íbúana burtu með því að hafa háttstillta klasmermúsikk dag og nótt, þannig að fólk gat ekki sofið.  Ekki er þetta betra.

 

Nei við búum sem betur fer í frekar vernduðu umhverfi.  Og höfum litla hugmynd um hvað gengur á í heiminum.  En við þurfum að vera vakandi fyrir því að halda þeim friði. 

 

Það hefur ekkert að gera með það fólk sem hingað vill koma og búa, eða starfa og aðlagast því þjóðfélagi sem hér er.  Það hafa allir gert sem hingað hafa leitað enn sem komið er.  En það er sennilega af því að fólk hefur flust hingað í minna mæli en annarsstaðar. En sú hætta er alltaf fyrir hendi að við missum tökin og köllum yfir okkur öfgar sem við ráðum ekki við.

 

Það hefur svolítið borið á því núna að menn óttast að mafía frá Eystrasalti sé að ná hér fótfestu í eiturlyfjabransanum.  Svona má lengi telja. 

 

Þannig að ef þetta er rasismi, en ekki eðlilegar áhyggjur þá er ég rasisti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2007 kl. 19:23

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég þekki Jón Magnússon ekki mikið.  En ég hef átt ágætis samskipti við Magnús Þór, og veit að hann er ekki rasisti.  En stefna flokksins er skýr og hún er góð.  Og það sem þar stendur er stefna flokksins, og það er líka skilningur okkar sem erum í miðstjórn og varamiðstjórn, það er líka skilningur flokksformannsins.

En svo segir í málefnahandbók flokksins;

Hér tek ég upp úr málefnahandbók Frjálslyndaflokksins það sem ég fann í fljótheitum um innflytjendur og fleiri sem þarf að vernda og verja.  Þetta er allt saman í fullu gildi.

 Velferð og mannréttindiBörn og réttindi þeirra • Eldra fólk • Félagsmál • Innflytjendur ogflóttafólk • Jafn réttur karla og kvenna • Málefni fatlaðra og öryrkjaMannréttindi • Táknmál • Velferðar- og skattamál • Mannréttindi  MANNGILDIÐ Í FYRIRRÚMIVirðing fyrir einstaklingnum og fjölbreytileika mannlífsins.Frjálslyndi flokkurinn vill tryggja réttindi einstaklinganna og frelsi þeirra til aðvelja svo framarlega sem það verður ekki öðrum til tjóns.Fólki líður best þegar það býr við frelsi samhliða kröfum um að það beri ábyrgðá gerðum sínum. Fólki ber að taka ábyrgð á eigin lífi. Það hefur einnig ábyrgðarskyldugagnvart öðrum manneskjum og þjóðfélaginu sem það lifir í.Frumskilyrði fyrir sköpun góðs samfélags er að einstaklingarnir finni til persónulegrarábyrgðar til að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Tryggja ber einstaklingumeins mikið frelsi og hægt er til að þeir geti skapað sjálfum sér sembest lífsskilyrði. Þannig skapast verðmæti sem koma þjóðfélaginu til góða.Það er engin þversögn fólgin í því að tala um frelsi einstaklingsins samfara velferðþjóðfélagsheildarinnar. Sterkustu þjóðfélögin eru þar sem fólkið kemursaman af fúsum og frjálsum vilja til að leysa verkefni eða sinna áhugamálum.Þeim sem spjara sig sjálfir ber siðferðisleg skylda til að hjálpa þeim sem hallokastanda í samfélaginu. Bæði með frjálsum framlögum og fyrir tilstilli hins opinbera.Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir samfélagi sem einkennist af umburðarlyndi, réttlætiog jafnræði, þar sem frjálsir þjóðfélagsþegnar eru virkir þátttakendur ogbera ábyrgð á sjálfum sér og samfélaginu. Við trúum því að hægt sé að skaparéttlátara samfélag þar sem auðlindum landsmanna er skipt þeirra á meðal meðsanngjarnari hætti en nú er.Kjarni frjálslyndrar stjórnmálastefnu er að hver einstaklingur viðurkenni rétt annarraeinstaklinga til frjálsrar hugsunar, trúar, tjáningar '6Fg frelsis til að kjósa séreigin lífsstíl. Þetta þýðir ekki að frjálslynd stjórnmálastefna einkennist af stefnuleysi.Frjálslynt fólk berst fyrir því að þeir sem hafa ákveðnar skoðanir standi fyrirþeim, en að þeir verji jafnframt rétt annarra til að hafa aðrar skoðanir.4Grundvallaratriði er að allir landsmenn eigi sama rétt til heilbrigðisþjónustuóháð búsetu og efnahagForvarnastarf á heilbrigðissviði verði eflt og fræðsla aukin um holltmataræði og heilbrigða lífshættiAlmenningi verði tryggður sami réttur til tannlæknaþjónustu og annarrarheilbrigðisþjónustuMálefni geðfatlaðra og annarra öryrkja fái aukið vægi með fjölgunúrræða og bættri þjónustu með áherslu á að þeir geti verið virkir þátttakendurí samfélaginuAldraðir geti valið um stuðning í heimahúsum eða dvöl í vernduðuumhverfiKostnaðareftirlit verði eflt varðandi lyfjakostnað í heilbrigðisþjónustuog þátttöku almennings í lyfjakaupumRannsóknar- og þróunarstarf verði eflt og kannaðir möguleikar á þvíað einhverjir þættir heilbrigðisþjónustu verði markaðsvara og atvinnuskapandialmennt og á alþjóðavísu, þ.e. aukin sjálfbærni heilbrigðiskerfisán þess að minnka samtryggingunaAukin áhersla verði lögð á endurhæfingu eftir sjúkdóma eða slys meðþað að markmiði að færni hvers einstaklings nýtist honum og þjóðfélaginusem bestFjölskyldur langveikra barna fái sérstakan stuðning með þátttöku íkostnaði og atvinnutapi  RÉTTUR EINSTAKLINGSINS TIL FRELSISFólk hefur rétt til að lifa sínu lífi án afskipta annarra, að því tilskildu að lífsmátiþess skerði ekki rétt annarra, eða brjóti gegn lögum og reglum þjóðarinnar.Ávallt ber að standa af árvekni vörð um ákvæði stjórnarskrárinnar er varða réttindieintaklinganna. Ríka áherslu ber að leggja á virðingu fyrir sjálfstæðum réttieinstaklingsins. Sömu réttindi skulu gilda fyrir alla, óháð stjórnmálaskoðunum,trú, litarhætti, kynferði eða kynhneigð.• Opnari og einfaldari stjórnsýslaINNFLYTJENDUR OG FLÓTTAFÓLKLeggja þarf aukna áherslu á íslenskukunnáttu innflytjenda til að auðvelda þeim þátttöku í íslensku þjóðfélagi. Tryggja ber að þessi hópur njóti félagslegs jafnréttis og geti tekið fullan þátt í samfélaginu, öllum til hagsbóta.Íslenskt þjóðfélag mun í framtíðinni að hluta til verða myndað af hópum fólkssem á rætur að rekja til ólíkra menningarheima. Frjálslyndi flokkurinn telur aðtilkoma fólks af erlendu bergi brotið leiði til víðsýni meðal þjóðarinnar og aukisamkeppnishæfni hennar á alþjóðavettvangi.Ísland á ekki að skorast undan ábyrgð í málefnum flóttafólks. Einnig ber Íslendingumað taka þátt í mannúðar- og hjálparstarfi á erlendum vettvangi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2007 kl. 19:35

23 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svo eru þið í frjállyndaflokknum að kvarta yfir að hér sé frjálst flæði útlendinga til alandsins. Mér sýnist að það séu ýmsar aðgengis hindranir. Við erum aðilar að EES og því fylgir flæði á milli landa. En aðallega hefur þetta verið nú flæði af fólki til að sinna störfum sem við getum ekki mannað. Þessar reglur þarfnast sjálfsagt yfirferðar varðandi íbúa utan EES svæðissins. En það er ekki í anda Frjálslyndra sem vilja jú takmarka streymi fólks til landsins.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband