18.11.2014 | 20:26
Sjálfsskapar eru vítin verst.
Mig langar svolítið til að segja mína skoðun á þessu máli og tilbúnaðinum kring um hann. Ég er satt að segja búin að spá mikið í bæði hvernig þetta hefur atvikast og síðan viðbrögð þeirra sem eiga hlut að máli.
Mitt mat á stöðunni er svona, og þetta er eingöngu mín upplifun af þessu.
Lögreglustjóri suðurnesja á fund með innanríkisráðherra um málefni Tonys Osmos, vegna þess að fyrirhugaður er mótmælafundur vegna brottvísunar hans. Þar eru þessi málefni rædd og fundinn situr Gísli Freyr aðstoðarmaður. Eftir fundinn eru mál rædd eins og gengur, og þá segir Sigríður söguna sem er í umræðunni, hún segir hana í trausti þess að hér sé fólk að ræða saman um málefni sem ekki á að koma fyrir augu almennings.
Aðstoðarmaðurinn fer svo heim í afslöppun, en hann er að hugsa um málið og finnst að eitthvað þurfi að gera til að koma "réttlætinu" til skila. Að hans mati. Svo hann sendir skjalið á tvo vini sína, annar er blaðamaður á mbl, hinn á fréttablaðinu, og bætir við gróusögunni sem höfð er eftir lögreglustjóranum.
Það má því rétt hugsa sér viðbrögð lögreglustjórans þegar hún les blöðin daginn eftir. Og sér að orð sem sögð voru í hálfkæringi en fyrir eyru tveggja viðmælenda eru komin í Morgunblaðið og Fréttablaðið.
Það má síðan einnig gera sér grein fyrir viðbrögðum innanríkisráðherrans, þegar hún sér það sama. Það sem allir myndu gera í hennar sporum væri að fara og ræða við sinn undirmann um málið, því hún veit strax hvaðan það kemur.
Ég get ímyndað mér að aðstoðarmaðurinn brotni niður og viðurkenni að honum hafi orðið allsvakalega á.
Og einmitt þar gerast mistökin. Í stað þess að strax þar og þá geri ráðherran út um málið og upplýsi það, ákveður hún og vonast til að komast upp með það að hylma yfir með undirmanninum.
Þetta er skiljanlegt þegar hugsað er á mannlegum nótum um viðbrögð. En ekki það sem mátti gerast.
Og nú er allt í uppnámi, lögreglustjórinn gerir sér grein fyrir að hún getur ekkert gert í málinu, því það sem hún sagði í trúnaði er allt í einu orðið fyrirsagnir í allavega tveimur af mest lesnu blöðum landsins.
Ráðherrann sömuleiðis.
Það útskýrir líka af hverju Gísli Freyr fær úthaldið til að halda lyginni áfram, því nú er það ekki bara hann einn sem hefur brugðist, heldur verður hann að verja yfirmann sinn líka, sem hefur lagt sitt orð að veði fyrir hann.
Öll vonast þau auðvitað eftir að þetta bara gleymist og fjari út.
En svo gerist eitthvað óvænt. DV blaðamenn fara að skrifa um málið. Og þeir láta sér útskýringarnar ekki nægja,og þeir halda málinu við endalaust.
Einmitt ef þetta er svona útskýrir af hverju ráðherran bregst við með því að reyna að þagga niður í blaðamönnunum, fyrst með því að ræða við yfirmenn um að hætta við að skrifa um málið og svo að reyna að láta reka blaðamennina. En sem betur fer gerist það ekki.
Þá er líka skiljanlegt af hverju hún svo fer að skipta sér af, þegar lögreglurannsókninn byrjar. Og gengur þar of langt að margra mati. Og það útskýrir líka af hverju hún lagðist mest gegn því að tölva aðstoðarmannsins yrði rannsökuð, því hún veit nákvæmlega hvað er þar að finna. Að vísu ekki fyrr en eftir að leitað hafði verið til FBI um málið.
Það útskýrir líka af hverju hún er svona reið: "ég gerði ekkert rangt". Og það að segja ósatt á þingi, bendir einnig til að þarna sé svakaleg vörn í gangi.
Lögreglustjórinn er líka í vörn, því hún veit að ef uppruni málsins er rakinn til hennar, þá er hún í vondum málum. Hún kýs því að ræða ekkert um málið, ekki fyrr en farið er fram á útskýringar frá henni
Svona gekk þetta fyrir sig að mínu mati, og þegar púslið leggst svona púsl fyrir púsl, má sjá hvernig málið liggur.
Ég held að þessu fólki, þeim öllum þremur hafi liðið afar illa þennan tíma sem liðinn er, og sennilega hefur þeim liðið verr en Tony og konunum, því sjálfsskapar eru vítinn verst. Þau hafa þurft að lifa með lyginni allann tímann. Og þetta var eiginlega ekki ætlunin, heldur gerðist þetta bara, og ef Gísli Freyr hefði ekki gert það sem hann gerði, hefði þetta bara orðið smá spjallstund lögreglustjóra, ráðherra og aðstoðarmanns, og alveg saklaust þannig séð.
En því miður varð það ekki svo. Heldur komst málið fyrir almenningssjónir, fólkið sem hafði ætlað að standa að baki hælisleitandans Tony Osmos hætti við mótmælin í ljósi þessara upplýsinga, sem raunar voru óstaðfestar algjörlega.
Ráðherra og lögreglustjóri sátu uppi með skömm sem þeim hafði ekki dottið í hug að gæti gerst á þessum tímapunkti
Það má því segja að sök Gísla Freys sé mikil. En dómgreindarleysi og ef til vill kæruleysi hinna tveggja er heldur ekki hægt að leiða hjá sér. Fólk í ábyrgðarstöðum verður að hafa dómgreind og nægilega virðingu fyrir stöðu sinni til þess að gera ekki svona.
Nú þekki ég Sigríði að góðu einu þegar hún var sýslumaður á Ísafirði og reyndist mínum syni afskaplega vel. Það er því með sorg í hjarta að horfa upp á þau vandræði sem hún hlýtur að verða fyrir þegar málið útskýrist, sem ég hef grun um að gerist. Það er búið að ganga allt of langt til þess að það hætti nú.
En ef við viljum halda uppi lögum og reglu í okkar þjóðfélagi og að hér geti ríkt trúnaður og traust milli ráðamanna og almennings, þá má bara ekki líða svona.
Við verðum að fara að veita stjórnendum meira aðhald, við erum öll mannleg og breysk og þess vegna þarf að veita því fólki sem er í forsvari það mikið aðhald að þau hugsa sig tvisvar um áður en þau gera eitthvað sem getur haft svona mikil áhrif. Það er einfaldlega okkar að gera það. Og þess vegna er sorglegt að horfa upp á sumt fólk, sem veit betur hylma yfir með sínum yfirmönnum, jafnvel í von um einhverja bitlinga, og algjörlega á kostnað okkar hinna. Og það er líka sorglegt að horfa upp á fólk treysta í blindni fólki, af því að það aðhyllist sömu stjórnmálafræði og það sjálft.
Við þurfum nefnilega alltaf að hugsa um hag heildarinnar, og reyna eins og við getum og erum megnug til að veita aðhald.
Ég veit að ég hef verið dómhörð í garð Hönnu Birnu og alls málatilbúnaðarins í þessu, en það þýðir ekki að ég hafi ekki haft að vissu leyti samúð með henni og hinum tveimur. En ég er ekki kóari, ég vil ekki vera meðvirk í að láta svona mál bara danka. Þau eru einfaldlega of alvarleg til þess.
Þess vegna vona ég Hönnu Birnu vegna að hún segi sig frá ráðherradómi sjálfviljug, og ég er viss um að henni mun líða miklu betur þannig. Einnig held ég að Sigríður hljóti að segja af sér sem lögreglustjóri ríkisins, því það er svo augljóst hvers vegna það starf er tilkomið.
En við hin skulum fyrirgefa þeim og láta þau finna að með því að þau sjái að sér og axli ábyrgð séu þau einmitt að leggja sitt af mörkum til réttlátara samfélags, sem við öll þráum innst inni.
Eða viljum við réttlátt samfélag, eða viljum við bara vera meðvirk og halda með þessum eða hinum af því bara?
Bað Sigríði um upplýsingar um Omos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála því að þetta hljóti að hafa gerst mjög nálægt þessum hætti. Og satt að segja sýnist mér einsog margir hafa bent á í dag að Sigríður lögreglustjóri sé í virkilega vondum málum ef hún hefur allan tíman vitað að það voru hennar upplýsingar til Gísla/HBK sem láku út en haldið því leyndu fyrir þeim sem rannsökuðu málið.
Jón Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.11.2014 kl. 21:21
Hafðu í huga, að einhvers staðar frá, hafa rannsakendur lekamáls eftir að lekinn var kærður - fengið ástæðu til þess að "beina rannsókn sérstaklega að aðstoðarmanni ráðherra" þ.e. að einhver hafi sagt þeim eitthvað sem gaf þeim ástæðu til þess að beina rannsókn fyrst og fremst að honum - - sú ábending gæti hafa komið frá henni, trúnaðarsamtali milli hennar og rannsóknaraðila.
Þannig að hún hafi ekki staðið gegn réttvísi, heldur þvert á móti. Verið með öðrum orðum, löngu búin að gera hreint fyrir sínum dyrum í fullum trúnaði.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.11.2014 kl. 21:46
Það má vel vera að þetta hafi gerst með þessum hætti þó ég efist stórlega um að hlutur HBK eða núverandi lögreglustjóra líti svona út. Gísli Freyr er búinn að játa og gera grein fyrir sínum hlut, þetta er nú allt í opinberum skýrslum og þarna var hans réttlætiskennd að verki í annars einhliða máli. - Nú er komið nóg, meira en nóg! Þarf að hamast, krafsa, djöflast og lúsleita fram í rauðan dauðann?
Hvorki sölutölur DV eða afar vafasamur innflytjandi eru þess virði að setja hér allt á annan endann í heilt ár - og greinilega ekki búið enn.
Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að þú ert að tala um manneskjur þarna líka þó íslenskar séu - en ekki opinberar maskínur? Ætlið þú og DV ekki að hætta fyrr en allir eru komnir á geðdeild - ykkur líður kannski betur þá í ykkar flettinga- og sölutölum og sálum? Jasvei. Svo þykist þið vera "góðar" manneskjur.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2014 kl. 21:58
Samantekt þín er áreiðanlega nálægt raunveruleikanum. Ég bæti því við af persónulegri reynslu að innan Útlendingastofu ríkir MJÖG fjandsamlegt viðhorf til útlendinga. Sama viðhorf hefur verið áberandi víðar í máli TO. Út af fyrir sig er gott að embættismenn séu á varðbergi gagnvart mansali. En það er vont þegar þeir fara offari og beita bolabrögðum, eins og nú liggur fyrir í máli Gísla lekanda, innanríkisráðuneytisins og núverandi lögreglustjóra Reykjavíkur.
Málið er orðið miklu stærra en það sem snýr að TO. Samt er gott að halda til haga atburðarrásinni sem snýr að TO. Hann kom upphaflega til Íslands á leið til kærustu í Kanada. Í stað þess að hleypa honum áfram til Kanada var hann kyrrsettur á Íslandi til tveggja ára! Hér eignaðist hann nýja kærustu og barn. Á þeim tímapunkti var hann sakaður um/grunaður um að stunda mansal. Gísli Freyr slúðraði um það / lak upplýsingum um það til Fréttablaðsins og Moggans.
Vegna þess að Gísli lekandi er marguppvís af lygum er óvarlegt að trúa fullyrðngum Fífladelfíu-embættismannsins um að hann hafi aldrei heyrt minnst á TO fyrr en hann sendi Fréttablaðin og mbl.is lygaslúður um TO.
Halda verður því til haga að TO var hreinsaður af grun um mansal.
Jens Guð, 18.11.2014 kl. 22:13
Já reyndar sammála því Jón Bragi.
Einar Björn, mér þætti vænt um ef þú útskýrðir mál þitt betur.
"Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að þú ert að tala um manneskjur þarna líka þó íslenskar séu - en ekki opinberar maskínur? Ætlið þú og DV ekki að hætta fyrr en allir eru komnir á geðdeild - ykkur líður kannski betur þá í ykkar flettinga- og sölutölum og sálum? Jasvei. Svo þykist þið vera "góðar" manneskjur".
Sigrún mín líður þér eitthvað illa? Sölutölur mínar og flettingar koma þessu máli nákæmlega ekkert við, nema sem eitthvað í hausnum á þér mín ágæta. Ert þú góð manneskja? spyr sú sem ekki veit, ég held að ég sé sæmilega góð manneskja og hrærist í þem heimi sem við búum í, og ég tel mig vera frekar dómbæra á það sem er að gerast þar, telur þú þig gera það líka? spyr sú sem ekki veit, og viltu þá ekki útskýra þína afstöðu til manna og málefna í þessu dæmi okkur hinum til útskýringar?
Nákvæmlega Jens, þetta er nefnilega málið. Og svo má spyrja sig hvað gengur fólkinu til? þá byrjar púsluspilið og með því sem ég er að segja gengur það upp.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2014 kl. 23:17
Já mín ágæta Ásthildur, mér líður illa og reiðist þegar ég les svona fabúleringar og dóma um hugsanir og gjörðir annars fólks. Það getur vel verið meðvirkni en mér finnst sumir orðnir ansi meðvirkir með sorablaðamennsku DV sem miðar bara að því að selja blaðið og fá flettingar á sínar aumu síður. En þetta með góðar manneskjur finnst mér ekki síst snúast um samhyggð með öllum en ekki bara sumum handvöldum.
Það er búið að dæma Gísla Frey, þetta er allt í rannsóknarskýrslunum ef fólk hefur áhuga. Mín vegna mætti HBK segja af sér, það er hvort sem er búið að lama hana og ráðuneytið allt. En að draga lögreglustjórann sem þekkist ekki af öðru en góðu einu af heiðarleika og góðum störfum inn í þetta með þessum hætti segi ég bara líka "Hvað gengur fólki til?".
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 07:22
Sigrún mín, sem betur fer er málfrelsi í landinu. Sigríður gegnir þarna töluverðu hlutverki tel ég vera. Ég er alveg viss um að það var ekki ætlun hennar, en viðbótin sem var á blaðinu frá innanríkisráðuneytinu getur ekki hafa komið annarsstaðar frá en frá embættinu á suðurnesjum. Það er því ekki verið að draga hana að ósekju inn í málið. Mér hefur alltaf líkað vel við Sigríði og er alveg sammála þér mað að það fer hin vænsta kona. En málið er bara ekki svona einfalt. Og stundum er fólk dregið inn í mál, án þess að beinlínis það sé ætlunin eins og ég tel einsýnt í þessu tilfelli.
Ég get heldur ekki verið sammála þér með að þarna hafi DV verið að fara með fréttir til að "selja blaðið og fá flettingar á sínar aumu síður" ég held að þarna hafi þessir tveir ungu blaðamenn fundið að eitthvað var ekki í lagi og viljað koma því á framfæri. Viðbrögðin hafa líka styrkt þann grun þeirra. Við eigum frekar að þakka svona fólki fyrir að fletta ofan af lyginni en að fordæma það. Þeir höfðu rétt fyrir sér með Gísla, en það er meira þarna undir steini sem er að koma fram einmitt núna. Þar sem lögreglustjórinn hefur líka reynst segja ósatt um upphafið að samtölum þeirra. Mér þykir afar líklegt að það hafi einmitt verið málið sem hún vildi ræða við hann, um gróusöguna sem varð óvart að fyrirsögnum í tveimur blöðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2014 kl. 07:48
Ég veit ekki betur en að blaðamenn DV hafi þagað yfir fjárdrætti í eigin herbúðum og ákveðið að fara "mannlegu leiðina". Við höfum ekki fengið að heyra þá sögu alla. Hví ekki? Þar var greinilega ekki allt í lagi. Það væri fróðlegt að fá nákvæma tímalínu í því máli. Símtöl og þess háttar. Hæg heimatökin.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 08:45
Og kemur það þessu máli eitthvað við?
Auðvitað eiga menn að skrifa um það sem aflaga fer, hjá sjálfum sér og öðrum. En oftast gerist það bara ekki.
Raunar er DV ekki til umfjöllunar hér í þessum pistli mínum,nema að því leyti að þeir hófu að skrifa um málið og krefjast svara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2014 kl. 09:16
Er DV ekki til umfjöllunar hér? "Við eigum frekar að þakka svona fólki fyrir að fletta ofan af lyginni en að fordæma það." Eigum við að þakka þeim tvískinnunginn?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 09:27
Elín, hér er aðallega til umfjöllunar hvernig ég sé fyrir mér atburðarrás þessa tiltekna máls. Og aðkomu DV að því. Hér er ekki til umfjöllunar hvað hefur gert inn í stofnuninni DV, eða hvernig þeir hafa haldið á einstaka málum. Það er bara verið að segja frá aðkomu blaðsins að þessu tiltekna máli.
Og ég ítreka að það á að þakka fyrir þegar blaðamenn fletta ofan af lyginni. Eða hefurðu eitthvað á móti því að trúnaðarbrestir og lygar fólks í toppstöðum séu gerð opinber?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2014 kl. 09:55
Fjórflokkurinn er að undirbúa stjórnarskipti. DV býður upp á erjur í saumaklúbbnum. Nei, ég sé ekki ástæðu til að þakka fyrir sérstaklega.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 10:37
Sennilega hefur Sjálfsstæðisflokkurinn aldrei í sögunni
ráðið eins miklu á Íslandi og nú á dögum.
Með DV að verkfæri sínu.
Fólk úr öllum flokkum virðist hafa fengið heilaga köllun
til að hlaupa á eftir þessu agni þeirra
og jörð skelfur um allt land.
Það nákvæmlega það sem þú segir Elin
það er verið að undirbúa stjórnarskipti
og einnig skipti um forystu í flokknum.
Allir saman nú !!!
Sólrún (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 12:07
Ég hélt að það væri framsóknarflokkurinn og Ingi Björn sem ásældust DV. Eru þeir þá með í plottinu?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2014 kl. 13:38
Björn Ingi heitir hann víst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2014 kl. 13:39
Vafalaust eru margir sem mundu ásælast
slíkan gæðagtip og DV hefur sýnt sig
að verra í áróðurrstríði eftir pöntun.
Sólrún (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 14:28
Vel zkrifað og vandað vinkona. Tel þetta vera kórrétta greiningu hjá þér líka, miðað við forzendurnar.
Það hefur löngum verið háttur læmíngja núverandi valdhafa að kjóza að tuða um að "svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað" enda þeir uppaldir á zmérklípu þeirri frá eilífum Davíðnum & vilja því zkjóta zendiboðann, þáverandi DV, á færi fyrir að 'kjatta frá'.
Verr er að hvorki Megas, sem að setti þetta fram í texta á plötu með Íkarus, með Tolla Morthens, né þá sá er að vitnað er þarna í, Gretti Ásmundarson, fengju líklega zjaldan hlýjann faðm hjá núverandi valdztjórn, enda frekar gagnrýnir útlagar, hver á zinn hátt. En það alltaf gaman af því þegar ~zjöllunum zkriplar á zmérugri zkötunni.~
Enda kunna þeir ekkert á hnoðmör.
Z.
Steingrímur Helgason, 19.11.2014 kl. 23:59
Sennilega alveg rétt hjá þér Steingrímur minn, sjallar eru nú að mestu leyti horfnir úr dreyfbýlinu í lattelepjandi 101, vatnsgreiddir með bindi og vita ekkert í sinn haus. og slíkir leggja sér örugglega ekki hnoðmör til munns. Við höfum nú til dæmis losnað við tvo þungaviktarmenn þangað, þá Halldór Halldórsson og Eirík Finn Greipsson og ég held ég megi segja að þeirra er hvorura neitt sérlega mikið saknað úr pólitíkinni hér :)
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2014 kl. 08:09
Mér skilst að Björn Ingi hafi sýnt DV tillitssemi og þagað yfir fréttum úr þeirra herbúðum. Fallegt orð tillitssemi. Miklu fallegra en spilling.
http://www.dv.is/blogg/fjallkongurinn/2014/9/8/fjardrattur-vakt-lilju-skaftadottur/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 08:41
Elín, í þessari bloggfærslu minni eru svona um það bil tvær stningar um DV. "En svo gerist eitthvað óvænt. DV blaðamenn fara að skrifa um málið. Og þeir láta sér útskýringarnar ekki nægja,og þeir halda málinu við endalaust.
Einmitt ef þetta er svona útskýrir af hverju ráðherran bregst við með því að reyna að þagga niður í blaðamönnunum, fyrst með því að ræða við yfirmenn um að hætta við að skrifa um málið og svo að reyna að láta reka blaðamennina. En sem betur fer gerist það ekki".
Ég er ekkert að fjalla um DV eða önnur blöð í þessari grein heldur eitthvað allt annað, sem sé spillingu í kerfi okkar og hvernig það hafi hugsanlega borið að.
Þú ert að taka áherslurnar og snúa þeim að einhverju sem þú vilt tala um. Það getur þú gert annarsstaðar, þykir leitt ef þér finnst ég vera dónaleg, en DV er bara ekki til umfjöllunar hér, nema sem hluti af dæminu sem ég tek um hvernig atburðarrásin gæti hugsanlega verið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2014 kl. 09:30
Þú varst að tala um spillingu, DV og Björn Inga / Inga Björn. Finnst þér óþægilegt að ég tali um það sama?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 09:42
Ólafur F. Magnússon upplýsti þjóðina um starfshætti Hönnu Birnu. Var honum þakkað?
http://www.visir.is/olafur--hanna-birna-notadi-grousogur-gegn-mer/article/2008770479325
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 10:00
Nei mér finnst alls ekkert óþægilegt að þú talir um DV, Björn Inga, eða hvað sem er, það sem ég á við er að þú ert að draga athyglina frá því sem ég er að skrifa um. Þ.e. hvernig ég tel að lekamálið se til komið. Og ég hef nákvæmlega ekkert álit á Hönnu Birnu og man vel hvernig hún kom fram við Ólaf Magnússon. Man líka hvernig hún og hennar lið gerði aðför að Bjarna Benediktssyni. Ég er að tala um ákveðið málefni og vil bara fá að hafa það hér án þess að sé verið að vitna í önnur mál, eða annað fólk.
Ég hef frekar mikin áhuga á að sjá fyrir endan á þessu máli og vita um sannleikan í því. Eins og sjá má af skrifum mínum tel ég að þar hafi verið pottur brotinn og Hanna Birna sé þar ekki undanskilinn, og nú síðar ekki heldur lögreglustjórinn af Suðurnesjum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2014 kl. 12:25
Það þykir í lagi að sverta mannorð Ólafs F. Magnússonar - leynt og ljóst. Þá er enginn krafinn um afsögn. Þegar Tony Omos á í hlut þá kárnar hins vegar gamanið. Þetta er nú ekkert flóknara en það.
http://www.dv.is/frettir/2014/10/9/olafur-f-segist-hafa-ordid-fyrir-miklu-einelti-thu-ert-enginn-fokking-borgarstjori/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 20:48
Vertu bara úti á túni Elín mín með umræðuna. Ólafur F. á alla mína samúð hvað varðar samskipti sín við liðið í Reykjavík á sínum tíma, en hann gerðist sekur um að taka sér fé sem Frjálslyndiflokkurinn átti, varð að dómsmáli, og Reykjavík þurfti að greiða flokknum, það sem honum bar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2014 kl. 23:42
Enn eitt dæmið um flokksræðið á Íslandi. Minnir á snjóflóð á Súðavík og söfnun landsmanna í kjölfarið þegar söfnunarféð barst ekki til réttra aðila. Það varð ekkert skárra fyrir það að yfirvöld stæðu að óréttlætinu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.