Norskt jólaborð.

Fór á norskt jólaborð í gær.  Ekki hlaðborð.  Þetta er í litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla. Húsnæðið var ekki stórt, minnti mig mikið á samkomuhúsið í Ögri, samt sátu þarna til borðs 75 manns. 

IMG_0166-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var búið að skreyta salinn og það var þröngt setið til borðs, eg vorkenndi eiginlega stúlkunum sem báru fram matinn.

IMG_0162-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér hefur Elli hitt skvísu úr lúðrarsveitinni, sem hann fór í tímabundið, þegar hann tók að sér smáverkefni hér í Austfjorden.

IMG_0160-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ingi minn Þór og Elli á góðri stund. 

 

IMG_0143-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við sátum til borðs með nokkrum vinalegum norðmönnum, held að þeir séu raunar allir vinalegir.  Þau þekktu auðvitað öll Inga Þór. 

 

IMG_0182-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og ég sagði er þetta lítið samfélag. En þau eru samheldin, ráðamenn í Volda létu sér detta í hug að leggja niður skólann á svæðin, við könnumst nú við svoleiðis heima ekki satt.  En það urðu mikil mótmæli og svo aðgerðinni var frestað, íbúarnir fóru þá í að reyna að fjölga skólabörnum, og a.m.k. tvær fjölskyldur ættleiddu börn á skólaaldri til að "stækka kvótann".  Svona á að gera þetta. 

IMG_0147-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Maturinn fór reyndar að mestu ofan garðs og neðan hjá mér.  Að vísu var þarna ágætis svínakjöt, og svo var vel hægt að eta þessa pylsu, en kindakjötið, sem ,leit út eins og kótelettur eða slíkt, var í raun kjöt sem búið var að þurrka og síðan sjóða.  Sorrý, ekki fyrir mig.  Hér þurftu svo allir að koma með sitt vín með sér, því hér var enginn bar.  Það var nú bara voða krútlegt. Það var auðséð að margir komu með ölið á kókflöskum, svo það er augljóst að margir hér hjálpa sér sjálfir við drykkjarföng, því slíkt er dýrt, og jafnvel ekki á hverju strái, vínbúðin er inn í Volda, en hægt er að kaupa bjór í matverslunum, en ekki rauðvín, né aðra drykki.

IMG_0164-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi ágæta kona er fyrrverandi geitabóndi, en seldi bústofninn og hefur það ágætt.  Býr á stað sem heitir Björke.  

IMG_0181-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta par tók danspor, annars get ég ekki hrósað hljómsveitinni, raunar var bassaleikarinn ágætur og trommarinn átti takta, en gítarleikarinn og söngvarinn aðalkarlinn sjálfur var eiginlega já... en hljómsveitin var víst ódýr, ekki hægt að búast við meiru á svona litlum stað.  Ekki var mikið um músik fyrir ungafólkið, því hér var mest spiluð Kántrímúsik, sem virtist vera aðal söngvarans, enda klæddur upp eins og kúreki.  En þetta var allt í lagi og við skemmtum okkur vel með þessum glöðu og skemmtilegu frændum okkar í sveitinni.

IMG_0156

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kántríkarlinn að störfum.  

IMG_0150-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er hægt að ræða saman og segja brandara þó einn tali íslensku og annar norsku.  Bara ef viljinn er fyrir hendi.  

En við höfðum nefnilega eldað okkur íslenskt lambalæri kvöldið áður.  Og það bregst eiginlega ekki.

IMG_0137

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjölskyldan sameinuð um íslenskt lambalæri.  En til að gæta sanngirni, þá vorum við hjá Skafta syni mínum áður en við komum hingað, og þar elduðum við norskt læri, það var bara ágætt líka. 

 

IMG_0080

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allir að hjálpast að að elda norskt lambalæri.  smile

En ég ætla að skrifa meira um þessa ferð síðar.  Fannst bara gaman að hitta svona elskulegt fólk. 

Er reyndar að drepa tímann áður en ég fer í næturrútu til Gardemoen, og svo þaðan í fyrramálið til Vínar, þar sem ég ætla að hitta fólkið mitt þar.  

Það er yndislegt að hitta fólkið sitt reglulega.  Sérstaklega þegar það býr langt í burtu.  Ég vona bara að okkur íslendingum lánist að fá yfir okkur stjórnvöld sem þora að taka á málum og taka fé af þeim sem hafa verið færðar auðlindir landsins á silfurfati, og færa þá til fólksins í landinu, fólksins sem stendur undir samfélaginu en horfir upp á ómældar fjárhæðir færðar yfir til þeirra sem borga vel í kosningasjóði fjórflokksins.  

Að það sé ekki hægt er bara kjaftæði fjórflokksins sem vill viðhalda sínum völdum, hvort sem það er í stjórn eða stjórnarandstöðu.  Vilji er allt sem þarf, hann vantar alveg hjá fólkinu sem nú trónir yfir okkur og er að skera allt inn að beini og hrista undirstöðurnar svo að hætt er við að óbætanlegt tjón hljótist af.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband