Listi Frjálslynda flokksins í Norðvestukjördæmi.

IMG_3727Við höfum loksins raðað niður á lista Frjálslynda flokksins í Norðvestur kjördæmi.  Það þarf að hyggja að mörgu í svona víðfeðmu kjördæmi.  Kyni, aldri, staðsetningu fólks.  Ég er ánægð með niðurstöðurna. Margir gáfu kost á sér, en það eru bara 18 sæti og því þurfti að velja og hafna.  Ég er mjög ánægð með þau jákvæðu viðbrögð sem við höfum fengið.

Ég mun birta listan hér á morgun. 

Ég hugsa að áhersla verði lögð á atvinnumál, málefni aldraðra og öryrkja og útlendingamálin á jákvæðan hátt.  Og svo auðvitað fiskveiðistjórnunarkerfið.

Við þurfum að hlú að því fólki sem vill flytjast hingað og vernda þá sem hér eru fyrir.

Ég á hér stóra fjölskyldu frá El Salvador og mér finnst það óþolandi að landið skuli nú vera lokað fyrir fólki úr þeim heimshluta.  Og einnig að fólk frá Asíu og öðrum heimshlutum en Evrópu skulu vera útilokaðir.  Fjölskyldur geti ekki komið í heimsókn, nema sýna fram á að það eigi svo og svo mikla peninga í banka áður en það fær leyfi til að koma í heimsókn, til dæmis afar og ömmur til að kíkja á barnabörnin.  Það er bara óþolandi og íslenskum stjórnvöldum til skammar.  En ég mun ræða þessi atriði síðar hér.  Það er virkilega sláandi að vita að fólki skuli vera meinað að koma í heimsókn, ef það getur ekki sýnt fram á að það eigi fé í banka. Hvern fjandann kemur það íslenskum stjórnvöldum við.  'Eg segi nu ekki margt.  En sem sagt meira um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

hlakka til að sjá uppröðunina á listanum, tek undir með þér um heimsóknir fólks til vina og fjölskyldu, alveg til skammar.

kveðja Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 18.3.2007 kl. 22:03

2 Smámynd: Katrín

Hlakka til að sjá listann og ekki síst til kosningabaráttunnar sem verður án efa hörð en skemmtileg

Katrín, 19.3.2007 kl. 00:21

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm þetta verður flott kosningabarátta.  já ég ætla að gera þessu fjölskyldudæmi betri skil hér síðar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2007 kl. 00:36

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Baráttukveðjur. Fram fram aldrei að víkja!! Fram fram engin stefnuljós. Beint í gírinn háa, keyrum yfir blá, framsóknar við fletjum fjós!!

Hér er baráttusöngur um jafnrétti kynjanna frá austurlöndum aldeilis fjær.  

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2007 kl. 01:13

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heheheh góður flott myndband.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2007 kl. 01:32

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er er mjög ósanngjarnt þetta með fjölskylduna.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.3.2007 kl. 09:49

7 identicon

Bíð spennt eftir að sjá listann,:) kveðja

Rannveig Höskuldsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 10:47

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Ásthildur er þetta ekki forpokað viðhorf gagnvart öðrum þjóðum?  Ég sendi ykkur baráttukveðjur, geri það af fullum heilindum. Ég ætla rétt að vona að þú sért í góðu sæti.  Sama hvar í flokki þú ert þá ert þú vænlegur kostur, með víðsýni þína og samkennd

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 13:06

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Jenný mín.  Ég er að vísu ekki á listanum, ég var bara í því að koma honum á koppinn sem var virkilega skemmtilegt.  En ég hef mín árhrif innan flokksins, þar sem ég starfa mjög náið með forystumönnum hans, og ég veit að mín sjónarmið eiga hljómgrunn þar. 

Það getur verið að ég geti ekki birt listan í dag, vegna þess að við erum að ræða hvernig best sé að kynna hann.  Sé til hvað úr því verður.  En ég lofa að hann kemur hér á sama tíma helst aðeins fyrr en hann fer í blöðin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2007 kl. 13:20

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

vona að þú sért efts á listanum

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2007 kl. 23:22

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jæja þá fer að koma að því.  Ég ætla að setja hann hér inn aðeins rúmlega fjögur í dag.  En hann verður formlega kynntur á Akranesi um 16.15.  Með frambjóðendum og alþingismönnum.  Ég ætla að var aðeins oggupínulítið á undan.  En bara smá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2007 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband