14.10.2014 | 11:08
Málfrelsi, hvenær snýst það upp í andstæðu sína?
Ert þú að tala í eigin nafni ágæti þingmaður, eða er þetta ákvörðun alls flokksins þíns?
Látum nú vera að þú mótmælir lokun á síðu þessara glæpasamtaka í nafni málfrelsis. En þarna kemur annað og alvarlegra til. Í fyrsta lagi treystir þú hvorki sérfræðingum né stjórnmálamönnum til þess að fylgjast með þessu máli. En telur að almenningur sem í þessu tilfelli getur aldrei orðið annað en dómstóll götunnar, sé betur til þess fallinn að fá að fylgjast með.
En það alvarlegast í þessu öllu saman er að þú þingmaðurinn leyfir þér að brjóta brjóta á réttarkerfinu með því að koma með link á síðu sem er búið að loka, að því sem viðkomandi telja hættulega.
Ef þetta er ekki gert með samkomulagi þingsflokksins, heldur er þín prívat og persónulega skoðun, þá langar mig til að spyrja þig, gerðir þú þetta af réttlætiskennd gagnvart málfrelsi, eða var þetta gert til þess að sýna hvað þú ert klár tölvumaður?
Eða ertu búin að gleyma því að þingmenn sverja eið að stjórnarskránni og eiga að fara fyrir sauðsvörtum almúganum í því að halda uppi lögum og reglum.
Þetta samrýmist ekki slíku, þar sem þú tekur það að þér að sýna fólki hvernig það eigi að fara framhjá aðgerðum, sem ráðamenn virðast vera samþykkir.
Allt svona stuðlar að upplaust í samfélaginu og er nú nóg af slíku í dag.
Nákæmlega eins og aðrir stjórnmálamenn, gera sitt í upplausn með því að ljúga, fegra málstað, sýna spillingu og "handstýra" réttlætinu.
Ég hef hingað til litið til Pírata sem mest óspillta flokknum sem komst inn á þing. Ég mun endurskoða þá afstöðu mína eftir þetta mál.
Mín tilfinning er sú að þessi samtök sem eru afskaplega hættuleg og ruddaleg, og virða ekki mannlíf né neitt annað sem við viljum sjá í okkar samfélagi, ég hætti við að segj siðaða, vegna þess hvernig stjórnmálamenn og aðrir hafa umgengist lög og reglur. Þau eru nú komin nánast í bakgarðinn hjá okkur, sennilega út af is endingunni.
þessi menn hlæja að vesturlanda búum, því meðan þeir bisast við að vera fordómalausir og gefa öllum sjens, murka þessir menn lífið úr fjölda fólks, bæði vesturlanda og sínum eigin löndum.
Þetta mál er því að mínu mati svartur blettur á Pírötum, nema þeir lýsi yfir að þetta sé þín einkaaðgerð þ.e. linkurinn, en ekki að undirlagi flokksins.
Rangt að loka vefsíðu Ríkis íslams | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert semsagt að segja að stjórnvöld, þingmenn og almenningur eigi að virða og beygja sig undir ritskoðun einkafyrirtækis á síðu sem hvorki hefur verið kærð eða bönnuð. Að geðþóttaákvarðanir einkafyrirtækis eigi að ráða hvaða efni við getum skoðað.
Ufsi (IP-tala skráð) 14.10.2014 kl. 12:25
Það má orða það þannig já Ufsi. Ef það er þannig sem þú vilt líta á málið. Mín skoðun er sú að það þjóni engum tilgangi að hafa þessa síðu uppi. Það hefur að mínu mati ekkert með málfrelsi eða ritskoðun að gera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2014 kl. 12:46
Hins vegar var það ekki inntakið í þessum pistli, heldur að þingmaður hafi gengið fram og upplýst um leyniaðgang að síðu sem búið var að loka. Sem eftir því sem ég best fæ séð stríðir gegn þeim lögum og reglum sem fyrirtækið hefur til að leyfa vist. En það má svo sem alltaf finna allt til foráttu ef viljinn er fyrir hendi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2014 kl. 12:49
Sæl Ásthildur. Gegn hvaða lögum og reglum var brotið með því að gefa upp upplýsingar hvernig hægt sé að nálgast efni á síðu sem ekki er aðgengilegt með venjubundnum aðferðum? Ég fæ ekki séð að með því brotið hafi verið gegn réttarkerfinu, en er áhugasamur að sjá fleiri hliðar á því máli en mína eigin.
Erlingur Alfreð Jónsson, 14.10.2014 kl. 13:04
Við höfum vissan farveg fyrir ætluð lögbrot. Að hvetja einkafyrirtæki til að sniðganga þann farveg og taka lögin í sínar eigin hendur er ekki vænlegt til að viðhalda reglu í samfélaginu. Það hefur ekki verið sýnt fram á nein lögbrot með þeim aðferðum sem stjórnarskrá okkar og lög kveða á um. Þingmaðurinn var ekki að brjóta nein lög eða reglur en einkafyrirtækið er á gráu svæði. Hefði pistill þinn verið eins ef einkafyrirtækið hefði móðgast við MBL.is og lokað á aðgang en einhver þingmaður bent á leið til að skoða MBL.is?
Ufsi (IP-tala skráð) 14.10.2014 kl. 13:36
Já þetta mál er auðvitað ansi vandmeðfarið. Sammála því, en hér þarf að ýmsu að hyggja.
Eftirfarandi kemur fram hjá Netfyrirtækinu:
ISNIC hefur lokað lénum sem notuð voru fyrir aðalvefsíðu samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki, khilafah.is. Léninu var lokað kl. 18:40, en nokkrir klukkutímar kunna að líða þar til vefir undir léninu verða óaðgengilegir um allan heim.
„Meirihluti stjórnar ákvað þetta nú síðdegis og reisir ákvörðunina á grundvelli 2. tl. 9. gr. reglna ISNIC um lénaskráningu, þar sem fram kemur að rétthafa léns beri að ábyrgjast að notkun léns sé í samræmi við íslensk lög,“ segir í tilkynningu frá ISNIC.
Þar segir einnig að um fordæmalausa aðgerð sé að ræða, þar sem ISNIC hefur aldrei fyrr lokað léni vegna innihalds vefjar.
Einnig hefur komið fram að slíku léni hafi verið lokað í Svíþjóð líka:
Vefhýsingarþjónusta í Svíþjóð lokaði í morgun vefsíðu tengdri hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams sem áður var hýst hér á landi. Vefsíðan var flutt þangað um helgina í kjölfar þess að Advania hætti að hýsa hana á þeim forsendum að brotið hafi verið gegn viðskiptaskilmálum fyrirtækisins. ISNIC lokaði síðan í gær léninu Khilafah.is sem vefsíðan var tengd við af sömu ástæðum.
Fréttavefur Radio Free Europe birtir í dag svar sem vefurinn fékk í tölvupósti frá hýsingarþjónustunni Yourserver.se þar sem segir: „Með skírskotun til viðskiptaskilmála okkar er það skýr stefna okkar að notkun þjónustu Yourserver.se í sérhverjum ólögmætum tilgangi er alfarið óheimil og við fullvissum ykkur um að starfsmenn okkar leggja áherslu á að koma í veg fyrir það.“ Ennfremur segir að vefhýsingarþjónustan hafi verið upplýst um málið í morgun og einungis hafi tekið 30 mínútur að rannsaka málið og loka á síðuna í kjölfarið.
Farið er yfir þróun málsins hér á landi og að íslenska lénið hafi verið skráð á einstakling að nafni Azym Abdullah sem kemur fram að tengist fimm vefsíðum sem tengjast Ríki íslams. Meginefni fréttarinnar fjallar hins vegar um að hryðjuverkasamtökin hafi notað rafmyntina bitcoin til þess að greiða meðal annars fyrir þjónustu vegna vefsíðunnar og hvetji fólk til nota hana til þess að styrkja samtökin. Fram kemur að ástæða þess sé líklega sú að erfiðara sé að rekja bitcoin en hefðbundna gjaldmiðla.
Til dæmis þetta hér: Hryðjuverkasamtökin hafi notað rafmyntina bitoin til þess að greiða meðal annars fyrir þjónustu vegna vefsóðunnar og hvetji fólk til að nota hana til þess að styrkja samtökin.
Finnst ykkur ásættanlegt að fólk sé að fjármagna svona illúðleg samtök?
Og svo þetta: Fréttavefur Radio Free Europe birtir í dag svar sem vefurinn fékk í tölvupósti frá hýsingarþjónustunni Yourserver.se þar sem segir: „Með skírskotun til viðskiptaskilmála okkar er það skýr stefna okkar að notkun þjónustu Yourserver.se í sérhverjum ólögmætum tilgangi er alfarið óheimil og við fullvissum ykkur um að starfsmenn okkar leggja áherslu á að koma í veg fyrir það.“ Ennfremur segir að vefhýsingarþjónustan hafi verið upplýst um málið í morgun og einungis hafi tekið 30 mínútur að rannsaka málið og loka á síðuna í kjölfarið.
Það er alveg sjálfsagt að ræða þessi mál og hafa á þeim skoðun. En ég verð að segja að hér er umræðan komin út á hálan ís, við erum að díla við glæpamenn sem einskist svífast, myrða og ræna, nú síðast að hrósa sér af því að hafa tekið fjölda kvenna og barna og selt í kynlífsþrælkun.
Í alvörunni Erlingur er þetta verðugur málstaður?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2014 kl. 13:43
Barnalegt innslag hjá þér Ufsi. Í fyrsta lagi hefur hvorki MBL eða önnur slík brotið af sér gagnvar lögum fyrirtækisins. En það hafa þessi samtök gert. Í öðru lagi þá er það einhaldlega ekki sambærilegt fjölmiðlar á Íslandi eða hryðjuverkasamtök sem svífast enskis. Og í þriðja lagi nenni ég ekki að ræða við þig á þessum nótum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2014 kl. 14:02
Fyrirtækinu ber að fara að Íslenskum lögum, þeirra heimagerðu reglur verða aldrei æðri landslögum. Og það er vandfundið það ríki sem staðið hefur í stríði án þess að fremja hryðjuverk og ýmiskonar óhugnað. Það er auðvelt að flokka einhverja sem hryðjuverkamenn og loka svo á allan málflutning frá þeim (vinsælt í Kína, manstu Falun Gong?).
Leiðinlegt að málfrelsi og barátta gegn skoðanakúgun skuli þreyta þig svona. Vissulega væri þægilegt að geta þaggað niður í þeim sem manni eru ekki að skapi.
Ufsi (IP-tala skráð) 14.10.2014 kl. 15:00
Í alvörunni Ásthildur, viltu ekki bara spurninguni sem ég beindi til þín um hvaða lög og reglur var brotið gegn frekar en að fara ræða um hvort málsstaður ISIS sé verðugur? Ég minntist ekki einu orði á málstað ISIS í minni athugasemd. :-)
Erlingur Alfreð Jónsson, 14.10.2014 kl. 16:05
Ég vil hafa síðuna sýnilega. Ég vil nefnilega vita hvar ég hef þessa gaura, og svipaða. Verr lýst mér að að vita ekkert hvar þeir eru eða hvað þeir eru að gera.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.10.2014 kl. 16:14
Afsakið, þarna átti að standa: ....bara svara spurningunni....
Erlingur Alfreð Jónsson, 14.10.2014 kl. 16:17
Sammála Ásgrími.
Erlingur Alfreð Jónsson, 14.10.2014 kl. 16:17
Erlingur lög netfyrirtækisins voru brotinn. þess vegna var síðunni lokað, það kemur fram. Og þó það sé ekki landslög, þá á þingmaður EKKI að hvetja til eða fara framhjá lögum sem sett eru hvort sem það eru fyrirtæki eða ríkið. Með lögum skal land byggja.
Fréttavefur Radio Free Europe birtir í dag svar sem vefurinn fékk í tölvupósti frá hýsingarþjónustunni Yourserver.se þar sem segir: „Með skírskotun til viðskiptaskilmála okkar er það skýr stefna okkar að notkun þjónustu Yourserver.se í sérhverjum ólögmætum tilgangi er alfarið óheimil og við fullvissum ykkur um að starfsmenn okkar leggja áherslu á að koma í veg fyrir það.“ Ennfremur segir að vefhýsingarþjónustan hafi verið upplýst um málið í morgun og einungis hafi tekið 30 mínútur að rannsaka málið og loka á síðuna í kjölfarið
Alþingismenn bera nefnilega ábyrgð á því að framfylgja lögum, og þá ekki endilega lögum sem sett eru á alþingi, það er allavega mín skoðun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2014 kl. 17:35
Allt í góðu Ásgrímur, en með því að hafa þessa síðu opna er verið að leggja peninga í sjóði þessara samtaka með notkun á bitcoin. Finnst þér það í lagi?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2014 kl. 17:36
"...lög netfyrirtækisins voru brotinn." Það er nefnilega það! :-) Og þar með ræðst þú á þingmanninn með skömmum að virða ekki réttarkerfið?! :D
PS: Viðskiptaskilmálar Yourserver.se hafa þar að auki enga þýðingu eða tengingu við það sem efni pistilsins fjallaði um.
Erlingur Alfreð Jónsson, 14.10.2014 kl. 19:35
Það er þitt álit Erlingur ekki mitt. Lög eru lög sem fyrirtæki eða stjórnvöld setja sér og eftir þeim skal farið. Það er ekki verkefni aþingismanna að hvetja til að brjóta lög hver sem þau setur. netkerfi setja sér lög til að fara eftir, og séu þau lög brotinn þarf að bregðast við. Og ég get bara sagt það fyrir mið að mér finnst Píratar hafa sett mikið niður að hafa ekki mótmælt þessu tiltæki þingmanns síns. En það er mitt álit, og ég mun því fara hægt í því að hrósa flokknum fyrir að vera öðruvísi og með minni spillingu en aðrir flokkar. Það er nú bara þannig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2014 kl. 21:21
Ég ætla að setja lög í mínu fyrirtæki um að Vestfirðingar skuli kyssa á mér rassinn þegar þeir koma suður og hylla mig við sólarupprás þess á milli. Sjáum svo hvort Ásthidur kjósi að gerast lögbrjótur eða hvort hún er eins löghlýðin og hún krefst af öðrum. Svo er spurningin um hvernig ég bregst við hugsanlegum lögbrotum Vestfirðinga. Á ég að rjúfa netsamband þeirra? Ætti að verða létt verk, sennilega verða Píratar einir um að mótmæla, það er ekki eins og Vestfirðingar séu sérstaklega vinsælir.
Ufsi (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 00:26
Ufsi minn, þú kemur sjálfum þér út úr umræðunni með þessum fíflagangi.
Það verða allstaðar að vera lög og reglur til að fara eftir, annars verður allt stjórnlaust, það hljóta menn að skilja. Það á við um fyrirtæki og ekki síst netfyrirtæki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2014 kl. 10:28
Ef netfyrirtæki getur sett lög sem þingmanni ber að fara eftir þá get ég sett lög sem Vestfirðingum ber að fara eftir, í alvöru og án alls gríns. Málið er það að fyrirtæki setja engin lög, til þess höfum við alþingi. Fyrirtæki geta sett sér reglur en þær hafa ekkert gildi utan fyrirtækisins og víkja fyrir landslögum. Fyrirtæki geta ekki brotið landslög og skýlt sér með einhverjum innanhúsreglum.
Ufsi (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 11:07
Það sem ég var að segja var, að þingmaður á ekki að hvetja fólk til að brjóta lög, hvort sem það eru lög frá alþingi eða lög sem aðilar setja sér. Þannig er það bara.
Þú leikur þér að því að misskilja, eða ef til vill skilurðu ekki inntakið í því sem ég er að segja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2014 kl. 12:00
Þá býst ég fastlega við því að þú hyllir mig í fyrramálið eins og lög mín segja til um. Ekki ætlar þú þér að auka á stjórnleysið með því að brjóta þau lög og hvetja fólk til að gera slíkt hið sama eins og þingmaðurinn gerði? Þú ferð varla að brjóta lög, hvort sem það eru lög frá alþingi eða lög sem aðilar setja sér? Lög eru lög sem fyrirtæki eða stjórnvöld setja sér og eftir þeim skal farið. Það er ekki verkefni þitt eða aþingismanna að hvetja til að brjóta lög hver sem þau setur. Með lögum skal land byggja.
Ufsi (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 12:40
Merkileg árátta fólks að blása út mál sem engu máli skipta. Væntanlega hefur þú bílpróf og ekur daglega einhvern spöl. Viltu þá ekki líta í eigin barm og taka þetta próf hérna sem má finna inn á netinu http://www.samgongustofa.is/umferd/nam-og-rettindi/nam/okuprof-a-netinu/
Þarna inn er hlekkur á það bílpróf sem þú hefur aflað þér. Segðu okkur þegar þú hefur tekið það samviskulega hvort þú hafir náð því ölllu. Flest okkar falla á einföldum atriðum í þessu ökuprófi. Við ættum að líta í eigin barm áður en öskrað er lögbrjótur.
HK (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 08:39
HK þú ert alveg úti á túni hér í umræðunni. Merkileg árátta fólks að blása út mál sem engu máli skipta. Ókey mér finnst það skipta máli að alþingismaður hvetur til lögbrota, hvort sem það eru sett frá alþingi eða lög sem stofnanir eða fyrirtæki setja sér.
Þetta fólk situr á alþingi íslendinga og á að gæta laga og réttar. Þar á ekki að vera neitt ágreiningsefni hvaða lög eða frá hverjum þau eru komin. Heldur ekki hvort þessi lög má brjóta en ekki hin. Ef menn brjóta eina tegund laga þá geta þau brotið önnur.
Það skiptir mig allavega miklu máli að menn beri virðingu fyrir þeim leikreglum sem settar eru.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2014 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.