Litli leikklúbburinn verður fimmtugur á næsta ári.

Litli leikklúbburinn á Ísafirði verður fimtugur næsta vor.  Við erum nokkur í ritnefnd sem erum að taka saman efni fyrir afmælisrit.  Það eru ég, Þórunn Jónsdóttir, Finni Magg, Anna Lóa og Sveinbjörn. 

Við höfum farið yfir þau verk sem LL hefur sett upp, bæði stór og smá.  Þetta hefur verið afskaplega gaman og skemmtilegt að rifja upp.  

Fyrsta verkið var Lína Langsokkur.  Hún var sett á svið 1966.

1-Lína 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Leikstjóri var Sigrún Magnúsdóttir sem lék lengi í þjóðleikshúsinu og var landsþekkt á sínum tíma .  

Mig langar að rifja aðeins upp sumt skemmtilegt frá þessum tíma, því Litli Leikklúbburinn var afskaplega skemmtileg afþreying og lærdómur sem við fengum að upplifa og hefur örugglega breytt okkur flestum sem þar komu nærri.

1-Skyggna vinnukonan 003

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Skyggna vinnukonan kom næst.  Ég var hvíslari, þar sem ég var komin langt á leið með mitt fyrsta barn.  Var orðin svo fyrirferðamikil að ég komst ekki ofan í hvíslarastúkuna sem var fremst fyrir miðju sviðinu.  Svo ég sat bak við tjöldin.  Þessi hvísltarahola var svo efnumin eftir það.

 Svo réðumst við í Allra meina bót.

1-allra meina bót 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var virkilega gaman á þessum tíma.

Svo kom Leyndarmál Öskjunnar, Erlingur Halldórsson, hann var nú ekki sá glaðlegasti þessi elska Smile

1-Leyndarmál 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sakamálaleikrit með meiru.

1-Sexurnar 002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sexurnar var algjör farsi sem sló í gegn, og við fórum í skemmtilegt ferðalag með þær, Sævar Helgason lék með, ásamt því að leikstýra.  Þetta var algjört ævintýri.

1-Billý lygari 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi mynd er sögð vera úr því leikriti.  Sýnist vera meira eins og frænka Charles LoL

1-Billy Lygari 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En Billý var frekar ádeiluverk. Leikstjóri þar var Jóhann Ögmundsson sá góði maður að norðan.

1-Afbrýðisöm eiginkona 002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afbrýðisöm eiginkona var svo næst, farsi sem gekk vel. Jóhann Ögmundsson setti þetta stykki upp líka.

 Ég vil fá minn mann kom svo í kjölarið. 

Sagan af Wasco var sett hér upp þegar Helga Hjörvar og eiginmaður hennar var skólastjóri í Hnífsdal, hann þýddi verkið og við urðum stundum að bíða eftir að fá framhaldið í hendurnar.  En þetta gekk ágætlega.  

1-Afbrýðisöm eiginkona 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verkin eru orðin æði mörg sem við höfum verið að fara í gegnum og rifjað upp.

Til dæmis Dario Fo, Sá sem stelur fæti.

18849_1349709311168_1484410268_954807_8145133_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá Veigar Kjartansson, sem lék með okkur um tíma, Sveinbjörn Björnsson, Guðna Ásmunds sem lék í næstum hverju leikriti hjá okkur og Jón Hallfreð.  

Í sjö stelpum lék m.a. Bryndís Scram.

1-Sjö stelpur 002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var á þeim tíma þegar Jón Baldvin var hér skólastjóri Menntaskólans, og Bryndís vann í rækjuverksmiðjunni hjá föður mínum.  Og var hvers manns hugljúfi.

Bryndís var líka leikstjóri hjá LL. Setti m.a. upp Sandkassann. 

 Baldur Hreinsson steig sín fyrstu spor í leiklistinni með Litla Leikklúbbnum. 

 

1-Sveitapiltsins draumur 001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér leikur hann í Sveitapiltsins draumur með Jakobi Fal Garðarssyni, en hans kona er Vigdís Jakobsdóttir sem hefur getið sér góðan orðstýr í leikhúsum borgarinnar, en hér lærði hún að meta leikhúsið.
 
1-Dýrin 001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er Baldur refurinn í Dýrin í Hálsaskógi.
 
1-Hinn eini sanni sveppi 001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er Vigdís með hópnum um Kitla.  Hún setti líka upp Bleikir fílar á inniskóm og vann mikið með leikklúbbnum áður en hún varð fræg í Reykjavík. Smile
  
 Hér hafa margt gott fólk lagt okkur lið gegnum tíðina. Fyrir utan leikstjórana þá hafa dvalið hér leikarar um tíma og lagt sitt af mörkum.  
 
Theodór Júlíusson var með okkur um tíma, þá var hann að vinna hér sem bakari minnir mig.  Hugsa bara að hann hafi fengið bakteríuna einmitt hér.
 
Elísabet Þorgeirsdóttir ljóðskáld vann mikið með leikklúbbnum.  
 
1-Fjalla Eyvindur 005
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér er hún í Hart í bak.
 
Meira að segja Helgi Björns tók sín fyrstu skref í Litla Leikklúbbnum, í söngleik sem kallast Sabína, og er eftir Hafliða Magnússon frá Bíldudal.
 
1-Helgi Björns 001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ungur, sætur og sexý.  
 
Já það hafa margir lagt hönd á plóg í Litla Leikklúbbnum.  Og margir góðir leikstjórar komið við sögu. Enda held ég að LL sé einn af þekktustu áhugaleikfélögum úti á landi.  Að öðrum ólöstuðum.  
 
Hér var líka BJörn Karlsson leikari hann kenndi hér minnir mig einn  vetur, Rúnar Guðbrandsson, Saga Jónsdóttir og hennar maður Steingrímur var hér í löggunni um tíma. 
 
 
 En þó ég sé að telja upp svona Seleb, þá hefði Litli Leikklúbburinn aldrei orðið það sem hann er í dag, nema af því að hann átti á að skipa duglegu yndislegu fólki sem lagði allt á sig til að gera hann stóran og faglegan.  
Það er ekki hægt að byrja á að nefna nein nöfn, því það eru svo margir sem lagt hafa hönd á plóginn, en þið sem hafi starfað með okkur þekki þau nöfn.  
 
En mig langar til að biðja ykkur þarna úti sem eigi einhverjar minningar, myndir eða eitthvað sem þið viljið miðla að hafa samband við mig, Tótu, Önnu Lóu, Finna Magg og Sveinbjörn.  Það skiptir máli að sem flest komi fram og sé skjalfest þó ekki sé hægt að koma öllu fyrir í einni afmælis skrá.
 
Okkur vantar til dæmis allar myndir úr söngurinn frá My Lai.  Úr Húrra krakki, Sandkassanum og leikskrár úr þeim leikritum báðum.  
En ég mun ræða þetta betur síðar.  Endilega hafið samband.  ég er með gmail asthildurcesil@gmail.som 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að þessu. Vinkona mín, Helga Friðriksdóttir, sem býr þarna í nágrenni við þig(og ég heimsótti um árið), hefur oft talað um leikklúbbinn, því að börnin hennar, Elín og Friðrik Smárabörn, hafa eitthvað verið viðriðin þessa leikstarfsemi. A.m.k. held ég, að Elín hafi eitthvað leikið þarna. Hún er nú leikbókmenntafræðingur. Ég hef því heyrt fréttir af leikklúbbnum öðru hverju, en líka lesið um leiklistarstarfsemina þarna vestra í gegnum tíðina, t.d. í bókinni Karlar eins og ég, þar sem Brynjólfur Jóhannesson segir frá reynslu sinni með þessum klúbbi, þar sem hann hóf leikferil sinn. Sjarminn við að búa úti á landi hefur mér alltaf fundist vera sá, að þar eru allir þátttakendur í ýmis konar starfsemi eins og leiksýningum og öðru. Annað en hérna á mölinni, þar sem þarf sérfræðinga í allt. Það er gaman að lesa um þetta. Lifi leiklistin!

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2014 kl. 12:11

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta innlegg Guðbjörg, jú ég þekki Helgu og Smára og börnin þeirra, já ég er viss um að Elín hefur verið með og ætli Friðrik hafi ekki spilað eitthvað á sýningum. Hann er frábær píanisti.

Já Það er alveg rétt ályktun hjá þér að menningarlífið blómstrar vel úti á landi, þar sem allir leggjast á eitt við að gera eitthvað skemmtileg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2014 kl. 12:21

3 identicon

 Ég hugsa nú, að Friðrik hafi aðallega leikið á sviðinu, en Halldór, bróðir hans, er músíkantinn og trúbadúrinn þarna vestra, og hefur haft hljómsveit, veit ég, enda þótti Helgu stundum nóg um, hvað hann var úti og suður um alla trissur að spila bæði við leiksýningar og alls staðar, þar sem samkomur voru, og óttaðist, að þetta myndi trufla námið of mikið, en hann dúxaði alls staðar. Nú er hann að doktorera sig í tónlist og tónsmíðum útí New York, en kemur alltaf heim öðru hverju til að spila á samkomum þarna vestra. - Þegar ég var yngri og móðir mín var að segja mér frá lífinu austur á Seyðisfirði, þar sem var svona blómleg leikstarfsemi og alltaf eitthvað að gerast, og allir voru með, fóru líka í heimsóknir, enda þá ekkert sjónvarp eða annað, sem truflaði, þá sagði ég oft við hana, að ég öfundaði hana af því að alast upp á svona stað, þar sem allir gátu verið með í allri starfsemi, enginn spyrði um prófgráður til eins eða annars, og fólk mátti vera að því að vera fólk og fólks gaman líka. Þetta á sjálfsagt við um Ísafjörð og aðra staði á landinu. Svo er nú það.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2014 kl. 12:37

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ já Guðbjörg mín, auðvitað er það Halldór sem er spilaséníið, ætti nú að vita það því við erum ágætis vinir. Já það sama gildir á Seyðisfirði sem og annarsstaðar, það er þessi persónulega nálægð sem er svo mikils virði, og þarf virkilega að halda í.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2014 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband