1.10.2014 | 23:51
Þið sem þykist þess umkomin að dæma. Ykkar er skömmin.
Eskuleg samkvæmt bænaskrá bænadags og svo "rétttrúnaðar sinna, þá átti þú bara að hætta við alla meðferð og bara farast með þínu barni.. Því fóstureyðing er synd.
Þetta ákveðna dæmi segir bara hvað getur gerst og hvað ákvarðanir þarf stundum að taka. Í hvaða stöðu eru fordæmingsmenn fóstureyðinga þegar svona kemur upp?
Það fólk sem þannig hugsar hefur ekki hugmynd um hvað oft er í gangi, og svo reyna þessir einstaklingar að reyna að vekja samviskubit hjá fólki, þegar það þarf að velja um eigið líf eða fósturs.
Ég fordæmi þá sem setja sig á háan hest hvað þetta varðar, stundum fólk sem hugsar ekki einu sinni um sín eigin afkvæmi, en þykjast þess umkomin að dæma aðra. Ja fussum svei.
Ég var ólétt þegar ég greindist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásthildur mín, þú talar um "að velja um eigið líf eða fósturs".
En þarna notarðu ekki orðið LÍF í sömu merkingu í báðum tilvikum. Annars vegar notarðu það um lífshátt eða lífsskilyrði móðurinnar, "lifistandard hennar" eða hvernig hún vilji haga lífi sínu --- og hins vegar um það, hvort fóstrið fái yfirleitt að lifa: þ.e.a.s. um líf eða dauða fóstursins (íreynd eru hátt í 1000 þeirra deydd árlega hér á landi).
En þetta tvennt er alls ekki sambærilegt, og við vitum öll, að það er ekki verið að velja annaðhvort lífsrétt fósturs eða móður -- mæðurnar eru ekki í neinni lífshættu.
Þar með hrynur þessi röksemdafærsla þín. En kristin trú ætlast einmitt til þess af okkur, að við notum skynsemi okkar og dómgreind,* svo að þú skalt ekki láta hugfallast, heldur feta þig áfram með betri rökum næst.
* Filippíbréf Páls postula, 1.9 og áfram, sbr. I.Kor.14.20.
Jón Valur Jensson, 2.10.2014 kl. 03:38
Amen systir,
Ég held að enginn sé fær að setja sig í spor konu sem þarf að taka ákvörðun um slík erfið efni, nema konan sjálf og aðrar konur sem hafa verið þarna staddar. -
<3
Jóhanna Magnúsdóttir, 2.10.2014 kl. 07:59
Þakka þér svarið, Jóhanna. En ertu viss um að þessi ummæli þín lýsi alls engum fordómum? Geta þá konur t.d. aldrei tjáð sig af viti um karlmenn? Eru jafnvel rökfærslur þeirra um líf og stöðu og atferli okkar karlmanna frá upphafi dæmd dauð og ómerk, af því einfaldlega að þið eruð KONUR og hafið ekki upplifað það að vera karlmenn?!
Þessi upplifunarkrafa sumra ykkar um þessi o.fl. mál myndi, ef marktæk væri, gera að engu margháttuð heimspekileg rök um mannlegt líf og siðferði –– og jafnvel ónýta ýmis skrif margra félagsfræðinga líka, nema þeir kjósi einungis að skrifa um sitt eigið kyn! Þessa "upplifunarkröfu" í hlutlægum fræðum eða vísindum lít ég því á sem ófaglega og á stundum beinlínis skaðlega.
Eru svo þær konur "fær(ar) um að setja sig í spor konu sem þarf að taka ákvörðun um slík erfið efni," sem sjálfar aðhyllast róttækan femínisma eins og Rauðsokkurnar um 1973-75, með sína fyrir fram gefnu fordóma í málinu og ofuráherzlu á femínískt-pólitíska hagsmuni? Settu þær sig í spor þeirra mörgu kvenna, sem áttu eftir að upplifa ófrjósemi vegna aðgerðarinnar og þar með þá sálarkvöl að telja sig síðar ekki geta átt barn með maka sínum? Og hvað með þær sem hafa liðið þunglyndi, blæðingar eða eftirköst vegna aðgerðarinnar?
Tveir (og raunar fleiri) aðilar málsins eru sniðgengnir í svari þínu: fóstrið sjálft og faðirinn.
Hefur einhver hugsað til þess að "setja sig í spor" fósturs, sem deytt er með þjáningu (eins og á við um hluta þessara fóstra)? Og hvenær er það, sem þú telur fóstrið hafa öðlazt lífsrétt?
Þær konur, sem oft með stuðningi félagsráðgjafa láta jafnvel barnsföðurinn ekki vita af aðgerðinni, þrátt fyrir ákvæði 4. töluliðar 13. gr. laganna frá 1975, sýna þær honum tillitssemi og virðingu? Vitað er um barnsfeður, sem hafa verið reiðubúnir til að annast barn sitt, en ekki fengið, því verið "eytt" í staðinn. "Ástæðan" fyrir aðgerðinni, að konan telji sig ekki geta annazt barnið, fellur þannig um sjálfa sig. En er hún þá kannski að hugsa um að losna við að þurfa að greiða meðlag, eins og á við um svo marga karlmenn, sem ýtt hafa barnsmæðrum sínum út í umsókn um að láta deyða það líf sem þær ganga með undir belti?
Jón Valur Jensson, 2.10.2014 kl. 10:12
Mér hefur nú sýnst síðuhaldari vera duglegur að dæma menn hægri vinstri (t.d. sem siðleysingja og jafnvel fleira sniðugt); oft jafnvel aðallega eftir (að mínu mati) yfirborðskennda fjölmiðlaumfjöllun.
Annars áhugaverð innlegg í umræðu hverfa oft sé þeim fylgt eftir með dómsuppkvaningum yfir þessum og hinum.
Umræðan verður umtalsvert áhugaverðari sé dómsuppkvaðningunum sleppt og mönnum almennt fyrirgefið að hafa aðra skoðun.
ls.
ps. Hef annars ekki áhuga á að taka þátt í nákvæmlega þessari umfjöllun; meðal annars en ekki eingöngu af því að hún einkennist alltof mikið af dómsuppkvaðningum yfir fólki annarrar skoðunar en viðkomandi.
ls. (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 10:15
Jón Valur minn, ég held að það sé aldrei létt ákvörðun að eyða fóstri, og að sú ákvörðun sé sjaldan tekinn nema að konu finnist enginn önnur leið fær. Hvað finnst þér til dæms um daginn eftir pilluna? er hún líka fóstureyðingartæki.
Fordómarnir liggja líka víða og við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því að við erum einmitt haldinn slíkum. En svona erum við bara :)
Takk Jóhanna mín.
IS af hverju í fjandanum ert á að taka þátt í umræðunni, bara til að skíta út aðra manneskju sem þú þekkir ekki neitt, en virðist hafa eitthvað óþol fyrir. Slelpptu því bara að koma hér inn, eða að minnsta kost vertu manneskja til að koma fram undir nafni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2014 kl. 10:56
Ásthildur, Hvern er ég að skíta út eða hef óþol fyrir?
þig?
Jón Val?
Er það skítkast að finnast skrif þín benda til þess að þú sért stundum full fljót að setjast í dómarasætið og að það geri pistlana þína stundum minna áhugaverða? (að sjálfsögðu bara mitt mat; get að sljálfsögðu ekki talað fyrir aðra).
Eða ert þú kannski með skítkast til mín?
ls.
ls. (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 13:21
Ásthildur, þú segist "h[alda] að það sé aldrei létt ákvörðun að eyða fóstri og að sú ákvörðun sé sjaldan tekin nema konu finnist engin önnur leið fær."
Eiga menn þá í alls konar brotamálum að afsaka sig með því, að það hafi ekki verið "létt ákvörðun" að gera það sem þeir gerðu? Hvað með t.d. bankamennina sem voru í því að blekkja fólk til að leggja fé sitt í peningamarkaðssjóði? Og hvað með ýmsa sem í stríði velja að hlýða öllum fyrirskipunum -- eru þeir þar með afsakaðir frá jafnvel vondum verkum sínum?
Og eiga örlög fóstursins að ráðast af því, hvað móðurinni "finnist" um sín mál? Eða kannski af því, að barnsföðurnum finnist ekkert til um það að vera orðinn barnsfaðir og vilji binda enda á það og ýti konunni út í það -- og að henni "finnist" þá betra að halda honum en að fara jafnvel eftir löngun sinni til að eignast barn? Á frumbyrja þar jafnvel að taka þá umtalsverðu áhættu að gera orðið ófrjó vegna þess, hans vegna?
Eða ef henni "finnst" betra að tefjast ekki í námi eitt ár eða lengur, á það þá að ráða réttlætinu og lífi hins ófædda?
Athyglisvert þetta sem þú segir um fordómana!
Kveðja góð á Ísafjörð.
PS. Er það í raun rétt ályktað, að það sé "engin önnur leið fær"? Getur hún ekki gefið barnið til ættleiðingar eða -- það sem er enn betra -- komið því í fóstur til þakklátra hjóna, með fullum rétti hennar sjáfrar til umgengni við það?
Jón Valur Jensson, 2.10.2014 kl. 13:42
... að geta orðið ófrjó vegna þess, hans vegna?
Jón Valur Jensson, 2.10.2014 kl. 13:43
Það er konan sem hlítur að ráða. Allt annað er ómögulegt.
Snorri Hansson, 2.10.2014 kl. 17:30
Í öllum bænum verið ekki að svara ómenninu Jóni Val - Þetta er mannleysa sem kastar hiklaust út af sínum vef og blokkerar þá sem voga sér að tjá sig um þvæluna og ofstækið í honum.
Ég er fyllilega sammála Ásthildi og sé ekkert nema sjálfsagt mál að kona ráði sínum líkama þegar í greinileg óefni er komið. -
Hlustið ekki á ofstækið í þessu gerpi, Jóni Val. - Hann er allstaðar sjálfum sér til skammar með kjaftæðinu og hrokanum í sér.
Hann er búinn að koma óorði á trúna á hið góða í manninum (lesist orðið : guð), hafi menn trú á annað borð
á "einhvern" sem var markaðssettur fyrir margt löngu en er búið að fletta ofan af í marggang.
Már Elíson, 2.10.2014 kl. 18:28
Is ég hreinlega nenni ekki að eiga við þig orð á þessum nótum, þú ert að mínu mati dæmigert tröll.
Jón minn ég ætla ekki að ræða við þig á þessum nótum, þegar þú ferð að bera saman útrásarvíkinga og konu í nauð, þá er bara komið gott.
Sammála þér Snorri takk fyrir innlitið.
Már takk fyrir innlitið. Sumt fólk lítur öðruvísi á lífið en við hin. Ég viðurkenni að ég skil ekki þau sjónarmið sem Jón Valur setur fram. Þau eru fjarri öllu því sem ég þekki og vil lifa með.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2014 kl. 18:53
Hvenær er það, sem þú telur fóstrið hafa öðlazt lífsrétt, Ásthildur?
Jón Valur Jensson, 3.10.2014 kl. 09:56
Ég hreinlega get ekki svarað þessari spurningu. Hef ekki þekkingu til þess. Hitt veit ég að, að mínu mati hefur konan rétt á sínum líkama. Og það geta legið ýmsar ástæður fyrir því að hún tekur þessa ákvörðun. Eins og ég sagði áður. Og mér finnst afar ósmekklegt að fara að tala um útrásarvíkinga og allskonar glæpi og setur það jafnt þessu. Ég ætla svo að ljúka þessari umræðu. En takk fyrir innlitið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2014 kl. 11:15
Ég var ekki, Ásthildur, að bera eða jafna saman saknæmi fósturdeyðinga og útrásarglæpa, heldur einungis að benda á það réttarfarslega princíp, að það tjóar engum að bera það fyrir sig, að ákvörðun þeirra, að gera það sem þeir gerðu, hafi ekki verið "létt" á sínum tíma.
Þú játar hér þá vanþekkingu á eðli og þroska fósturs, sem veldur því, að þú getur ekki svarað spurningunni um það, hvenær fóstrið hafi að þínu mati öðlazt lífsrétt. En er það ekki grundvallaratriði að fá það á hreint, áður en lengra er haldið í skrifum og staðhæfingum?
"Og það geta legið ýmsar ástæður fyrir því að hún tekur þessa ákvörðun," segirðu, en flestar eru í raun fáfengilegar, ef til þess er hugsað, að þarna er um mannslíf að ræða, og tillit tekið til þess líka, hve langt það er komið í þroska, þegar þetta óheillavænlega inngrip á sér stað.
Svo er þögn mín við ófyrirleitnu mannorðsníði Más Elísonar vitaskuld ekki merki þess, að ég játi á mig þær vammir og skammir sem hann smyr á mig. M.a. fer hann rangt með það, hvernig haldið er uppi standard gagnvart ruddalegum innleggjum á Moggabloggi mínu, þar sem líka fyrir fram eru settir skilmálar fyrir innleggjum; og hann gengur alveg fram hjá því, að á þeim vefsíðum mínum hefur farið fram margháttuð rökræða milli mín og fjölda andmælenda á ýmsum sviðum.
Jón Valur Jensson, 3.10.2014 kl. 11:43
Flottur dómur hjá þér Ásthildur! :)
Mofi, 3.10.2014 kl. 13:58
Er oft sammála þér, Ásthildur, en verð að vera ósammála í þetta sinn. Réttur konunnar til eigin líkama getur ekki trompað rétt fóstursins til lífs. Í algjörum undantekningartilvikum getur fóstureyðing átt rétt á sér, t.d. ef um er að ræða lífshættu og þannig tilvik verður að túlka mjög þröngt.
Þetta með rétt kvenna til eigin líkama er orðið svo ofnotað, að réttur fóstursins hefur gleymst. Þegar kona er ólétt, er hún með tvo líkama í sinni umsjá. Sinn eiginn og barnsins. Ef konur berjast fyrir því að ráða yfir eigin líkama, sem ég styð heilshugar, eiga þær að virða rétt fóstursins til að ráða yfir sínum eigin líkama.
Fóstrið er lífvera með líkama, þó ómótaður sé. Ómótuð fóstur geta ekki talað fyrir sig sjálf og því ágætt að þau eigi sér málsvara. Konur sem vilja fá leiðréttingu á þeim sviðum þar sem þær standa höllum fæti, ættu líka að standa vörð um þá sem eru enn varnarlausari, þ.e. ófædd börn.
Theódór Norðkvist, 3.10.2014 kl. 15:18
Sæl Ásthildur eg er sammala þer þeir sem eru að dæma konur i neyð ættu bara að skammast sin þetta er eiginlega ekki hægt að rokræða því að það hefur engin aðgang að liðan fólks nema fólkið sjálft.hitt veit eg að það eru alltaf sömu oþverarnir sem raðast a garðinn þar sem hann er lægstur ,vilja setja reglur yfir alt og alla oft hluti sem skipta i rauninni engu mali t.d hvort hommar mega gifta sig eða ekki eg segi bara þeim kemur það bara ekkert við og mer ekki heldur .oftast eru þessir sömu óþverrar a fullu sammala fjöldamorðum i miðausturlöndum Afríku og viðar oftast er verið að drepa litað fólk eða múslima.Már Elíson i færslu 10 vel mælt
http://www.youtube.com/watch?v=pr-mT6co2a8
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 3.10.2014 kl. 23:23
Helgi,-og kristna og Gyðinga.- Það er akkurat ekki til eftirbreytni. Hér er lagt út af reynslusögu konu sem greindist vanfær með hvítblæði.- Ég geri athugasemd við einstrengingslegar trúarskoðanir Jóns Vals.Þar sem ég hef aldrei komist í gegnum Biblíuna alla,veit ég ekki hvort þar er nokkur staðar talað um fóstur eða eyðingu þess,en boðað að,,Þú skalt ekki mann deyða,,.Það er horft með umburðarlyndi til sjálfsvíga, en ætlast til að konan framkvæmi það og taki fóstur sitt með. Ég segi nei,ef við nú fylgjum kristinni trú,,sem ætlast til að við notum skynsemi okkar og dómgreind, er það ekki rétt að svipta eldri börnin móður sinni,sem önnur tveggja lífvera átti möguleika til áframhaldandi lífs. - MB KV.
Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2014 kl. 04:26
Við erum með tvær afstöður hérna sem fólk skiptist í. Einn hópurinn segir að það sé í lagi að taka lífveru og rífa hana í sundur og henda í ruslið. Annar hópurinn segir að slíkt sé rangt og frekar eigi að hlúa að því lífi sem getur ekki varið sig.
Hvernig fólk fer að því að láta hópinn sem vill hlúa að lífi vera þann sem er einstrengingslegann og ekki sýna umburðarlindi? Að geta gert það í góðri samvisku er mér óskiljanlegt. Ég kannast síðan ekki við neinn sem vill að kona setji líf sitt í hættu frekar en að fara í fóstureyðingu þó að kannski einhvers staðar út í hinum stóra heimi er hægt að finna slíkt fólk.
Mofi, 4.10.2014 kl. 08:00
hver segir að það sje i lægi Mofi Ásthildur sagði ekki dæma ert þu i aðstöðu til þess Mofi
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 4.10.2014 kl. 10:14
Takk fyrir ykkar innlegg Helgi og Helga. Þið komið bæði inn á sterkan punkt sem sagt að fólk sem berst hvað mest gegn fóstureyðingum, finnst svo jafnvel í lagi að drepa fólk af því að það hefur aðra trú, eða annað litarhaft. Samúðin nær ekki lengra en það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2014 kl. 11:24
Hvaða fólk er það, Ásthildur, "sem berst hvað mest gegn fóstureyðingum, finnst svo jafnvel í lagi að drepa fólk af því að það hefur aðra trú* eða annað litarhaft"? Geturðu nafngreint einhvern með slíka afstöðu? Ef böndin eiga hér að berast að mér, hver var það þá annar en ég, sem birti eftirfarandi texta læknis á vefsíðu Lífsréttar síðdegis í gær:
"The essential value of the life of a person does not depend upon his strength or his colour; the strong man has no greater right than the handicapped; the black or yellow race no less than the white. A person's right to live is no greater because he is rich or of high social standing. It is no less if he is poor or illegitimate; and certainly no less if he is a she."
Og sannarlega hef ég margítrekað talað og skrifað gegn öllum rasisma og að menn séu drepnir vegna trúar sinnar eða skoðana.
Ég fyrirgef þér, Helga, vegna skammsýninnar, þar sem þú sneiðir að mér. Ættirðu ekki heldur að líta til "sigurvegaranna" í þessu máli, þeirra sem árlega vegna ranglátra laga standa yfir höfuðsvörðum nær 1000 ófæddra á ári hverju og umturnast, ef kristin samkunda vogar sér að biðja fyrir þeim? Hugleiða máttu, hvort þar sé ekki harla mikill einstrengingur á ferðinni.
Svo er líf gegn lífi í þessu máli sjaldnast uppi á borðum læknisfræðinnar lengur, a.m.k. í þróuðum löndum, en þykir henta sem smjörklípa til að draga athyglina frá veruleikanum.
Um þann veruleika ófæddra, þúsunda og milljóna, fjallaði Móðir Teresa hér af fágætri innsýn:
* PS. Þeir, sem vegið hafa allan þorra ekki aðeins kristinna í Mið-Austurlöndum á síðustu áratugum, heldur einnig múslima, hafa verið múslimar sjálfir, og á það m.a. við um Afganistan, Íran, Írak og Sýrland. Sannarlega eru öll fjöldamorð svívirðileg. En horfið á myndbandið með Móður Teresu, það getur kennt okkur margt. ♥ ♥ ♥
Jón Valur Jensson, 4.10.2014 kl. 15:18
Myndbandið mun ekki hafa náð hér inn. En hér er það að finna á vef Lífsréttar:
Móðir Teresa talar um fósturdeyðingu sem höfnun á Jesú
Jón Valur Jensson, 4.10.2014 kl. 15:22
Mér finnst ekkert að því að dæma og þekki engann sem dæmir ekki. Ef þú segir að mín afstaða er röng þá ertu að dæma, ef þú segir að hún sé rétt þá ertu að dæma. En ef þú missir meðvitund þá máttu eiga það að þá ertu ekki að dæma.
Mofi, 4.10.2014 kl. 20:59
Við getum Jon minn Valur skrifað um öll tilbrigði lífsins,einnig þeim sem um er fjallað hér þess vegna fór ég ekki langt yfir það. Gæti talað um þetta óendanlega en er á hlaupum í afmæli.
Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2014 kl. 22:41
Eins og það skipti einhverju máli hvað þessi móðir Teresa bullar, kerlingin var hræðileg, gerði lítið sem ekkert af viti, sveipaði sig sem einhver sem hjálpaði fátækum en notaði fátæklinga eins og dýr til að koma sér áfram og sleykja rassgatið á einræðisherrum og öðrum villimönnum.
Kerlingarsniftin vildi ekki aðeins banna fóstureyðingar, heldur vildi hún einnig banna getnaðarvarnir, svo hún fengi nú fleiri yfir í fátækrargildruna
DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2014 kl. 15:31
Skoðið nú (þið sem hafið ekki gert það nú þegar) myndbandið með snilldarávarpi Móður Teresu til að skoða hana betur með gagnrýnisaugum og ganga úr skugga um hvort þið teljið gervidoktors-níðhögginn dæma hana rétt !
Jón Valur Jensson, 5.10.2014 kl. 19:41
Hér er video af kerlingunni þar sem hún fer fram á bann á fóstureyðingum/getnaðarvörnum... ómældur hryllingur hefur átt sér stað þarna eftir að fólk fór eftir ruglukollinum Teresu
https://www.youtube.com/watch?v=YfSmpvGu-Bw
Mother Teresa Hells angel
https://www.youtube.com/watch?v=NJG-lgmPvYA
DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2014 kl. 20:46
Hafa nokkrir Hells angels fengið friðarverðlaun Nóbels hingað til, eins og Móðir Teresa fekk?
Og mikið endistu til að vera feiminn við að láta fólk vita hver þú ert.
Þá ættirðu líka að láta það ógert að fara hér með meiðyrði, eins og þú ert svo gjarn á að gera, af grófasta tagi, og setja ábyrgðina á herðar síðuhaldara!
Jón Valur Jensson, 5.10.2014 kl. 20:55
Jamm friðarverðlaun Nóbels hafa all oft farið í hendur villimanna... look it up!
Enn hótar JVJ fólki sem er ekki í jákórnum hans
DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2014 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.