28.9.2014 | 21:53
Þau koma ekki bara til greina Bjarni minn, þetta verður að gerast.
Bjarni minn það hlýtur að koma meira en til greina, þið hljótið að kaupa þessi gögn, annars eruð þið persónur non grada. 'Eg segi fyrir sjálfa mig, sem svona frekar friðsöm manneskja að ef þið farið í einhver undanbrögð með þetta mál, þá missi ég endanlega trú á þér og Sigmundi Davíð.
Það er bara þannig. Þið verðið að átta ykkur á því að þeir sem í hlut eiga munu gera allt til þess að þetta verði ekki gert opinbert. En við almenningur eigum heimtingu á því að þetta verði skoðað ofan í kjölin. Hér duga enginn undanbrögð eða afsakanir. Rétt eins og Eva Joly sagði alltaf, það verður allt gert til að koma í veg fyrir að sannleikurinn komi í ljós. Og við erum búin að horfa upp á allskonar bankakarla og ríkisbubba lýsa því yfir að þeir séu alsaklausir af öllum áburði um spillingu og þjófnað.
Við erum satt að segja, held að ég þori að tala fyrir munn flestra alþýðumanna í þessu samfélagi, búin að fá okkur fullsödd upp í háls af þessu leynimakki og undanbrögðum.
Þið mynduð því skora stórt til að hreinsa andrúmsloftið með því að gera það sem ykkur ber til að upplýsa hverjir hafa skotið undan skattfé og þar með stolið af þjóðinni milljörðum. Ef ekki þá held ég að ykka pólitíska líf sé ekki mikils virði.
Stjórnmálamenn halda alltaf og raunar ekki út af engu að við höfum gullfiskaminni. En ég get alveg sagt þér að þetta gullfiskaminni er farið að teygjast aðeins, vegna þess að fólk eins og ég allavega er að springa úr óþolinmæði á þeim kosningaloforðum ríkisstjórna hingað til að hreinsa til og koma í veg fyrir spillingu, setja hag heimilanna í forgang og svo framvegis.
Og ég held bara að þessir peningar geti sett stoðir undir það að hægt sé að gera meira og betra fyrir heilbrigðis, mennta og velferðarkerfið en þið ætlið að gera. og minnkað fyrirhugaðan niðurskurð. Þið hafi einfaldlega ekki leyfi til að sleppa þessu tækifæri segi og skrifa.
Og nú ætla ég að fylgjast vel með umræðunni og hvað þið Sigmundur segið og gerið.
Kaup á leynigögnum koma til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ásthildur.
Ja, mikil er trú þín kona, segi ég nú bara.
Þessu verður eytt og dettur síðan upp fyrir, eins og öll önnur spilling hér á skerinu. Það eru nefnilega örugglega nöfn á þessum lista, sem okkur er ekki hollt að sjá.
Jónatan Karlsson, 28.9.2014 kl. 22:07
Ásthildur mín, Bjarni svaraði þessu ágætlega á Eyjunni í dag. Það kemur vel til greina, en bætti svo við að í gögnum yrði að vera gagn. Það er þekkt leið að selja í gegnum fjölmiðla og fá þá til þess að þrýsta á kaupin.
Annars, tekur þú eftir hvað 365 miðlarnir eru duglegir að ráðast á Sérstakan saksóknara? Heldur þú nokkuð að það gæti tengst einhverri rannsókn hjá eigendum þeirra miðla? Gæti verið að við þyrftum að koma með nýtt fjölmiðlafrumvarp til þess að hafa aðstæður hérlendis svipaðar og á t.d. Norðurlöndum.
... og svo er Ólafur Ragnar líka orðið skotmark þeirra miðla. Það eru breyttir tímar þegar eigendum þótti svo skemmtilegt að hafa Ólaf Ragnar með í þotuferðunum. Skyldi Ólafur hafa drukkið of mikið í einhverri ferðinni? Þá skilur maður nú af hverju hann færi ekki fleiri slíkar ferðir.
Sigurður Þorsteinsson, 28.9.2014 kl. 22:12
Maður má alltaf vona Jónatan ekki satt.
Sigurður jú ég hef tekið eftir árásunum á Sérstakan, á ríkissaksóknara og umboðsmann alþingis, allt gert til að rífa af þeim æruna, andstyggilegt að mínu mati.
Ólafur hefur alltaf verið skotmart eftir að hann neitaði Icesave tvisvar. Það er alveg augljóst.
Þetta fólk áttar sig ekki á því að með því að rífa svona undan grunnstoðum samfélagsins losnar um höft og algjört ráðaleysi tekur við.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2014 kl. 22:52
"Þar sagði hann jafnframt að tryggja þyrfti að það yrði gert með löglegum hætti." Þegar skríllinn vill eitthvað en það er ólöglegt þá eru pólitíkusarnir alveg sammála og vilja allt til gera.....en tryggja þyrfti að það yrði gert með löglegum hætti. Þá er það ekki þeim að kenna að ekkert skeður, lögin ráða og þeir eru ofsalega leiðir. Gallinn við svona pappíra er að þeir eru mjög sennilega kol ólöglegir, eins og lögfræðingurinn Bjarni veit.
Að kaupa þessa pappíra er ein leið til að rífa undan grunnstoðum samfélagsins. Krafan um að kaupa þá er krafa um að lög og reglur séu hundsaðar eftir hentugleika. Þeir flokkast með ólöglegum hlerunum, húsleitum og öðrum aðgerðum sem svo freistandi er fyrir kappsama fjársvelta rannsakendur að grípa til þegar löglegar aðferðir kosta of mikið eða skila ekki þeim árangri sem vonast var til. Stutt skref í refsingar án dóms og laga eins og svo oft er kallað eftir. Að hávær dómstóll götunnar ráði réttarkerfinu og ákveði sekt og sakleysi.
Tilgangurinn helgar ekki meðalið. Svona pappírar eru ekki gjaldgengir sem sönnunargögn, hvort sem þeir eru alvöru eða falsaðir, og leiði upplýsingar í þeim til rannsóknar þá er allt sem út úr þeirri rannsókn kemur einnig ólöglegt og ekki nothæft í réttarsal. Það eina sem svona gögn gera er að gefa verjendum vopn til að fá málum vísað frá dómi. Hvað villt þú borga fyrir að svala forvitni rannsakenda og eyðileggja málatilbúnað þeirra? Því persónuverndarlög koma í veg fyrir að þessi skjöl fari lengra, þú færð sennilega aldrei að vita innihaldið.
Jós.T. (IP-tala skráð) 29.9.2014 kl. 00:35
Að skjóta sér undan að greiða til samfélagsins það sem mönnum ber er lögbrot. Og það er ekki komið í ljós hvernig þessir pappírar eru til komnir, en ég hef séð að þjóðverjar nýttu sér svona pappíra og gekk vel að ná sökudólgunum.
Þetta heitir ekki að svala forvitni, heldur að rannsaka hvað fór útskeiðis og reyna að ná aftur til baka fjármunum sem skotið var undan í hruninu, sem hefur leitt til fjölda gjaldþrota, sjálfsmorða og annara skelfilegra atburða í okkar samfélagi.
Þess vegna er mér bara fjandann sama hvaðan gott kemur ef það getur orðið til þess að leiðrétta að hluta til það sem gert var rangt, og koma glæpamönnunum undir lás og slá, en fyrst og fremst að koma fénu til þeirra sem eiga tilkall til þeirra. þ.e. íslenska ríkinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2014 kl. 00:45
Hef nákvæmlega enga samúð með gullétandi banksterum sem reyna að komast yfir allt sem þeir geta og virðast ætla að komast upp með það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2014 kl. 00:46
Sæl og blessuð!! ,Smá athugasemd sem gæti verið misskilin hjá mér,vegna ummæla Sigurða Þorsteinssonar: "Skyldi Ólafur hafa drukkið of mikið í einhverri ferðinni”. Ólafur forseti neytir ekki áfengra drykkja,ef Sigurður á við þesskonar drykkju.
Helga Kristjánsdóttir, 29.9.2014 kl. 02:46
Helga mín, þetta átti nú bara að vera stíll. Útrásarvíkingarnir spýta fólki út úr sér eins og sveskjusteinum, þegar þeir geta ekki notað það lengur.
Sigurður Þorsteinsson, 29.9.2014 kl. 06:42
Það er undarlegt siðferði að hvetja til kaupa á þýfi. Okkur hinum ætti þá að vera óhætt að gera eins. Mig langar í iPhone og er bara fjandann sama hvaðan gott kemur. Ríkið gæti jafnvel ráðið nokkra innbrotsþjófa til að fara inn á heimili fólks og athuga hvort þar sé ekki allt í sómanum.
Jos.T. (IP-tala skráð) 29.9.2014 kl. 11:41
Af hverju ertu svona viss um að þetta sé þýfi? Og eru þessir peningar ekki líka þýfi? Þeim hefur jú að miklu leyti verið stolið frá fólkinu í landinu. Það mætti halda að þú væri einn af þessum leynimönnum með aura í skattaskjóli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2014 kl. 12:38
Þýskaland er virkt réttarkerfi.
Ísland er ekki virkt réttarríki.
Að bera verklag dóms/réttarkerfis Íslands saman við verklag dóms/réttarkerfis Þýskalands, er eins og að bera saman svart og hvítt!
Hvers konar peningagræðgi háir sölumönnum "sannleikans", sem ætla að selja Íslandsríki gögn? Íslandsríki sem ekki virðir gildandi stjórnarskrá og lög Íslands?
Hver á að dæma um sannleiksgildi selds "sannleika" á Íslandi, þegar dómskerfið virkar einungis fyrir lyfja/banka/lífeyrissjóða-mafíuna?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.9.2014 kl. 17:37
Eigum við þá bara að leyfa þessum skúrkum að vera í friði, af því að það er of mikið vesen að ganga úr skugga um sekt þeirra ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2014 kl. 18:06
Er ekki einmitt vandamálið það að "skattaskjól" standa undir nafni?
Víst væri gott að vita hvers nafni við eigum að úthúða þegar þannig liggur á okkur, en hvaða annar fengur yrði að upplýsingunum?
Kolbrún Hilmars, 29.9.2014 kl. 18:15
Mér skilst að í Þýskalandi hafi stjórnvöld haft samband við viðkomandi og tilkynnt um að þeir viti af undanskotum og gefa ákveðin tíma til að ganga frá sínum málum, en ella verði sótt að þeim.
Annars veit ég ekki hvernig á að fara að þessu, sjálfsagt þarf að finna löglega aðferð til að nálgast málið, en ég vil bara að það sé reynt til þrautar, þetta er jú þjófnaður og svik við þjóð og þing.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2014 kl. 19:03
Snýst ekki um að úthúða. Snýst um það að þarna eru fjármunir sem samfélagið á lögum samkvæmt. þ.e.a.s að ef satt reynist að um skattaundanskot er að ræða.
Það er ekki bara það að viðkomandi stofnanir eigi að kaup aþessi gögn - það ætti að gera þau opinber fyrir almenning.
Þetta varðar allan almenning.
Í Þýskalandi var þetta allt dæmt löglegt og réttlætanlegt. En hinsvegar lenti sá í súpunni sem lak eða stal gögnunum en það er önnur umræða.
Staðan er núna þannig, að viðkomandi skattaembætti hefur sent Bjarna Ben greinargerð þar sem þeir fara yfir og útlista stöðuna varðandi meint gögn og þau sýnishorn er embættið hefur skoðað í sumar.
Það ætti tvímælalaust að gera þessa greinargerð opinbera.
Hérna á íslandi undir ofurstjórn hægri-afla og þjóðbelginga - þar er alltaf verið að eltast við snærisþjófinn en feitir elíturassar fá bara klapp á bossann.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.9.2014 kl. 22:07
Get verið sammála því að það eigi aðgera þetta opinbert. Eru ekki aðrir skattar gerðir opinberir á hverju ári? Af hverju þá ekki þá sem fela peningana sína.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2014 kl. 09:59
Það hringir viðvörunarbjöllum þegar Bjarni segir eitthvað á þá leið að, það komi til greina að kaupa en bætir við að gæta verið að því það sé löglega gert o.s.frv.
Þessi gögn eru án efa stolin eða gögn sem hefur verið lekið.
Þetta gætu verið gögn sem tengjast svokölluðu ICIJ Offshore Leaks Database sem hefur lítið verið til umræðu hér (svo eg muni eftir allavega).
Það var lekið einhverju gígantískum upplýsingum um leynireikninga sem ná yfir mörg ár.
Danir hafa m.a. tekið upplýsingar sem varða danska borgara og finnast í þessum gögnum alvarlega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.9.2014 kl. 12:02
Ég sé að hér er fólk með viðskiptavit og sterka réttlætiskennd. Ég get boðið ykkur nokkra farsíma sem mér áskotnuðust síðustu helgar á skemmtistöðum borgarinnar. Í þeim má finna vísbendingar um hin ýmsu brot, virðisaukaskatts undanskot, vændi, svarta atvinnustarfsemi o.fl. Ásthildur Cesil getur fengið síma með upplýsingum um tvo sunnlendinga sem stunda svarta atvinnustarfsemi í hennar heimabæ fyrir sanngjarna þóknun. Verið ekki feimin, gerið tilboð og bætið þjóðfélagið.
Sááfund (IP-tala skráð) 30.9.2014 kl. 12:47
Ertu ekki að bera saman epli og appelsínur Sá? Það er ekki sama hvort um er að ræða einhverja smákrimma, eða hvort um er að ræða menn sem vísvitandi settu landið á hausinn. Rændu bankana innanfrá, fengu milljarða afskriftir og smygluðu síðan ránsfengnum til skattaparadísa.
Stundum finnst mér fólk ekki hugsa dæmið alveg til enda.
Ég persónulega hef nákvæmlega engan áhuga á þeim sem stunda ýmis brot, svo lengi sem þau bitna ekki á mér. Ég er nú ekki með meiri réttlætiskennd en það. En ég hef sorg í hjarta yfir fólki sem hefur verið svift heimilum sínum, fjölskyldu og jafnvel lífinu sjálfu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2014 kl. 13:36
Ómar auðvitað hringir slíkt viðvörunarbjöllum, þetta er nákæmlega það sem ráðamenn þjóðarinnar gera alltaf, hver sem í hlut á. Dreyfa málinu þangað til ekkert verður eftir og málið dautt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2014 kl. 13:38
. Meirihluti þeirra sem nefndir eru í gögnunum hafa ekki komið við sögu í rannsóknum embættisins áður.,,,,,, um er að ræða menn sem vísvitandi settu landið á hausinn. Rændu bankana innanfrá, fengu milljarða afskriftir og smygluðu síðan ránsfengnum til skattaparadísa. ,,,,'''''''',,,,Eitthvað er þetta ekki að ganga upp.
P.s. Ég get einnig reddað læknaskýrslum sem skattar okkar fóru í að gera ef þú hefur áhuga. Þær geta oft verið skemmtileg og fræðandi lesning.
Sááfund (IP-tala skráð) 30.9.2014 kl. 14:05
Meei, ekkert af því sem þið nefnið til samlíkingar gengur upp röklega. Vegna þess að í þessu tilfelli er um að ræða atvik þar sem hugsanlega er verið að stela af samfélaginu, almenningi öllum. Samanburðardæmi verða að vera álíka en ekki eitthvað bull.
Sagt var í fréttum að sá sem hefði gögnin til sölu hefði sagt, eitthvað á þá leið, að gögnin bent til að hundruð Íslendinga hafi gerst sekir um skattaundanskot.
Ef þetta er rétt, að málið snúist um mörg hundruð dæmi - þá hljóta fjármálastofnanir hér að vera innvinklaðar.
Reyndar sýndi sig í Danmörku að sumir bankar þar bókstaflega ráðlögðu viðskiptaaðilum sínum hvernig ætti að forðast skattinn.
Þetta gæti alveg verið mun stærra mál en margir ætla.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.9.2014 kl. 15:44
Hvað af þessu er ekki að ganga upp? Nefndu dæmi. Dæmin sem þú nefnir sýna svo sannarlega að þú veist ekkert hvað þú ert að tala um.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2014 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.