20.9.2014 | 19:18
Að bera ábyrgð enn og aftur.
Þetta var bara skondin fyrirsögn, og stundum fer umræðan um þetta mál út í það að vera grátbrosleg, en það hefur ekkert með sakamálið sjálft að gera. Það hefur verið húmorinn sem varð til þess að ég ýtti á like-takkann.
Er ekki í lagi með fólk? Gera þeir sem eiga að vera fyrirmyndir í okkar samfélagi, sér ekki grein fyrir því að með því að haga sér eins svona, draga þeir út trúverðugleika fólks á æðstu stofnunum ríkisins.
Það fylgir ábyrgð því að vera í forsvari fyrir landsmenn, þetta fólk fær greidd laun sem eru miklu ofar öllu sem almenningur fær, og eiga þar með að sýna ráðdeild og ábyrgð.
Að láta sér detta í hug að fara niður á þetta plan er alveg með ólíkindum og ætti að víkja þessum manni frá málinu og það strax.
Ég man vel eftir því þegar umhverfisráðherra tjáði sig um virkjunarmöguleika, og þurfti að víkja sæti vegna þess að hún hafði tjáð sig um málið. Þetta er bara nákvæmlega það sama.
Við almenningur í landinu krefjumst þess að þið sem fáið laun sem eru langt ofar okkar launum með tilliti til ábyrgðar, sýnið þá ábyrgð og gangist við henni, og ef ykkur verður á, þá víkið sæti, þetta á við innanríkisráðherra og hans aðstoðarmenn, en einnig þá sem eru að sækja málið af hálfu embættis saksóknara.
Segi bara fyrir mig, ég er orðin fullsödd af því kæruleysi sem ráðamenn sýna okkur og senda okkur fingurinn æ ofan í æ. Því miður eru of margir sauðir innan um fólkið í landinu sem bera enga ábyrgð á atkvæði sínu og gerir okkur hinum erfitt fyrir að reyna að koma á alvöru lýðræði.
Vonandi kemur sá tími að hægt verður að refsa ráðamönnum fyrir óalandi framkomu gagnvart almenningi í landinu. En til þess þarf að ala upp unga fólkið okkar í því að enginn flokkur má vera áskrifandi að atkvæðum fólks.
Saksóknari lækar ummæli um lekamálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ásthildur, ég verð nú að játa að það var ákveðinn húmor í þessu. Í dag má ekki hafa húmor og krafan um dómstól götunnar er orðinn mjög hávær. Í gegnum tíðina hafa komið örfá mál inn á mitt borð varðandi einstaklinga frá Nigeríu. Í öllum tilfellum er um svik eða óheilindi að ræða. Kannski tilviljun? Auðvitað á að taka þessi innflytjendamál föstum tökum og afgreiða málin á stuttum tíma, eins og mér skilst að nú standi til og auðvitað á kerfið ekki að ,,leka" einhverri vitleysu. Þetta er þó ekki eitt af stóru málunum. Svavarsamnignurinn var sannarlega eitt af stóru málunum, þá fannst ráðamönnmum ekki koma til álita að segja af sér. Þá hefði ég talið rétt að draga liiðið fyrir dóm.
Sigurður Þorsteinsson, 20.9.2014 kl. 20:26
Þó það sé ákveðinn "húmor" í þessu, þá þarf maðurinn að skoða þetta útfrá þeirri stöðu sem hann gegnir í þjóðfélaginu. Eftir því sem staða hans og ábyrgð í þjóðfélaginu er meiri, aukast takmarkanir hans til að tjá sig um þau málefni sem eru ofarlega á baugi í það og það skipti og þá sérstaklega þau mál sem gætu komið inná borð hans sjálfs. Því getur ekki annað verið en að svona lagað gæti haft áhrif á hæfi hans til að fjalla um þetta mál í framtíðinni............
Jóhann Elíasson, 20.9.2014 kl. 20:51
Sigurður minn takk fyrir þitt innlegg. En mér finnst það stórmál þegar svona upplýsingum er "lekið". Ekki sérstaklega vegna þessa fólks, heldur í prinsippinu að svona geti komið frá okkar æðstu stofnunum. Það er að mínu mati óþolandi.
Sammála þér Jóhann. Að mínu mati er þessi ágæti maður óhæfur eftir þetta læk, það er bara svo einfalt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2014 kl. 01:05
Ótrúlegt Steinunn Valdís segir sig úr stjórn ÍLS og ráherra sagði í Eyjunni að hún þurfi að hafa samráð við Árna Pál um hver tekur við og ÁPÁ bætir um betur og talaði um ábyrgð stjórnarmanna sem gátu ekki einu sinni ráðið framkvæmdastjóra vegna afskipta ÁPÁ
G (IP-tala skráð) 21.9.2014 kl. 18:20
Hún er skrýtin tík þessi pólitík. Af hverju þarf samþykki Árna Páls fyrir ráðnngu nýs stjórnarmanns í ÍLS?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2014 kl. 18:51
Sæl Cesil, var einhverntíma með emailið þitt en hef tapað því. Gætir þú sent mér streng? Þarft ekkert að birta þetta (eða mátt eyða því ef það birtist sjálfkrafa).
H.Sig. (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 15:41
asthildurcesil@gmail.com
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2014 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.