14.9.2014 | 23:45
Eitt stykki sjötugsafmæli.
Um leið og ég vil þakka ótal vinum og vandamönnum fyrir hlýjar kveðjur til mín í tilefni 70 ára afmælis míns, ætla ég að setja inn nokkrar myndir og um leið þakka fyrir allar hlýju kveðjurnar og alla vinnuna sem systkini mín og makar og börn lögðu á sig til að gleðja mig og auðvitað hann gamli minn
Það var fengið tjald og svo þurfti að púsla því saman.
Veðrið var ágætt, og ég var bara að njóta mín, og hafði eiginlega ekki alveg hugmynd um hvað fjölskyldan mín var að bralla
Og það fjölgaði í hópnum.
Það er satt að segja meiri háttar mál að raða svona tjaldi saman, ef maður þekkir það ekki, og það endaði með að Elli minn þurfti að fá eigandann til að aðstoða við að setja tjaldið upp.
En allt gekk þetta nú upp fyrir rest.
Og upp komst tjaldið með öllu sem fylgdi
Og þá var hægt að fara að raða bakkelsinu og slíku á borð.
Þau höfðu pantað þessa líka dýrindisköku frá Gamla bakarínu.
Sem betur fer komu barnabörnin þau sem gátu, auðvitað.
Og fyrstu gestirnir, Lóa frænka mín og Gréta, Tóta elskuleg mín og Sigga.
Og svo kom hver af öðrum og skyndilega birtust syngjandi flottir karlar úr Karlakórnum Ernir, sem komu og sungu fyrir mig, það var æðislegt og algjörlega óvænt.
Og það var sungið og leikið og allir skemmtu sér hið besta, og mest af öllum ég
Það er nú aldeilis ekki á hverjum degi sem hraustir karlar koma og syngja fyrir mann.
Þetta var frábært, takk elsku Ernis menn fyrir mig
Og gestirnir nutu þess að hlusta.
Veðrið lék við okkur svo sannarlega.
Afmælisbarnið að skera kökuna.
Og Gummi Hjalta sá ágæti músikand og skemmtikrafur hleypti líka fjöri í mannskapinn.
Og auðvitað þurfti ég að taka lagið. Óvæntur partur af programminu
Þetta var bara rosalega gaman.
Og hún Matta mín í óbeislaðri fegur hahaha....
Við systurnar og Lóa frænka. Þessar elskur systur mínar héldu utan um veisluna frá A til Ö.
En Bræður mínir og mágkonur létu ekki sitt eftir liggja. Ég er svo innilega glöð að þau skyldu öll leggjast á eitt við að gera þennan dag svo skemmtilegan fyrir mig
Það var bara dásamleg tilfinning.
Söngur gleði og gaman, þannig vil ég hafa það.
Úlfur söng fyrir ömmu sína, og hvaða lag skyldi hann nú hafa valið? J'u Is not she lovely
Takk elsku karlinn minn
Yndislegur drengur.
Og litli bróðir naut sín líka vel.
Svanfríður mín tók líka lagið.
Og áfram var sungið.
Verð að segja það að þetta var algjörlega frábær dagur.
Held að við séum að syngja cotton fields.
Já þetta var frábær dagur.
Fékk líka fullt af knúsum
Það voru líka umræður í garðskálanum um heimsins gæði.
Og auðvitað í eldhúsinu, hér eru börnin okkar, sem eru alltaf bestu vinir og fjölskylda.
Allt á fullu.
Sem betur fer er bassi til á þessu heimili og það þurfti ekki mikla hvatningu til að fá Magnús Reynir til að þenja bassann.
Og auðvitað var blúsað á fullu.
Þegar kvölda tók fluttum við okkur einfaldlega inn í garðskálann og þar var sungið, trallað og málinn rædd langt fram eftir kvöldi.
Tvær flottar konur, Guðrún Gunnars og Ólöf Davíðsdóttir báðar svona með annan fótinn í öðrum heimi, álfa, engla og vætta <3 eins og reyndar ég.
En ég átti yndælan fallegan dag, þökk sé systkinum mínum, Gunnari og Stínu, Dadda og Guggu og Heiðu Báru, Ingu Báru og Jóni, og ekki síst Dóru og Sævari, og svo Ella mínum og Úlfi. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir mig, ég vil að þið vitið að ég er svo innilega ánægð með allt sem þið gerðuðu fyrir mig, og gerðuð þennan dag svo eftirminnilegan, einnig Böddu og Nonna bróður sem ekki komust og svo Siggu systur minni og Ragnari sem eru í Noregi vil ég líka þakka svo fallega kveðju. .
Og ég vil þakka öllum sem komu og glöddu mig með að kíkja við, og svo Karlakórnum Erni, Gumma Hjalda og Tótu vinkonu minni.
Hafið hjartans þökk öll sömul og megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum.
Læt fylgja með fallega mynd sem vinkona mín Ingunn Björgvinsdóttir sendi mér:
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Síðbúnar afmæliskveðjur til þín Ásthildur. Ég sé að ég þarf að fara að sanka að mér vinum til að sé hægt að toppa þessa sjötugs afmælisveislu. En ég hef nærri 13 ár til þess. En varðandi þetta Drottningatal í síðasta bloggi þá bendi ég þér á að það vantar hugsanlega drottningu í Skotlandi eftir fáeina daga-einhverja sem getur toppað Betu Bretadrottningu.
Jósef Smári Ásmundsson, 15.9.2014 kl. 10:28
Takk Jósef, vika er langur tími í pólitík, 13 ár eru feikinógur tími til að afla sér vina.
Hahaha skoða þetta með drottninguna, ég tala meira að segja Glasowisku hehehe
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2014 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.