29.8.2014 | 14:30
Skammarleg framkoma gagnvart okkar minnstu bræðrum.
Ég er ekki hissa á því að almenningur bæði hér og í færeyjum sé reiður vegna þessarar ákvörðunar. Það er aumleg afsökun að halda í einhverskonar loforð og reglur frá ESB þegar vinir okkar þurfa á okkur að halda. Ég skammast mín niður í tær yfir þessari framkomu. Ég er viss um að með góðum vilja er auðvelt að aðstoða færeyinga.
En Sigmundur Davíð og hans menn hlusta svo sem ekki á grasrótina almenning í landinu, því "skoðanakannanir segja jú ekkert". Það er að segja ef ráðamönnum líkar ekki niðurstaða þeirra, þó hún geti verið heilög ef það er á hinn veginn.
Ég verð að segja að ég hafði töluverða samúð með bæði Bjarna Ben og Sigmundi í upphafi, og var mikið skömmuð fyrir að verja þá í upphafi. En þeir hafa sjálfir komið sér þannig fyrir að ég get það ekki lengur. Þar skiptir mestu máli hvernig þeir meðhöndla málefni innanríkismála þvert á allar umræður fagmanna. Og svo núna þetta, það safnast þegar saman kemur.
Ráðamenn ættu að fara að hætta að treysta á gullfiskaminni þjóðarinnar. Málið er að í dag liggja upplýsingar endalaust fyrir á bloggi, umræðuþáttum og netspjalli.
Gjörið svo vel að aðstoða vini okkar færeyja nú þegar, eða hafið eilífa skömm fyrir. Segi og skrifa.
Vandar Íslendingum ekki kveðjurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl Ásthildur Cesil æfinlega - sem og aðrir gestir þínir !
Íslenzkir stjórnmálamenn - eru AUM og VESÆLDARLEG leiguþý HINNA STÓRU: að öllu upplagi.
Buktandi sig og beygjandi - fyrir Obama og Merkel: og öðrum ámóta en gefa svo einum okkar beztu nágranna og SANNRA VINA fingurinn.
Sigurður Ingi Jóhannsson - er viðurstyggilegur afglapi og froðu snakkur / í öllu tilliti - með þessarri andstyggilegu framkonu sinni gagnvart skipverjum Nærabergsins !!!
Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 15:06
Þetta er búið að leiðrétt sem betur fer. Einhver skrifstofuuppi tók bara meira mark á reglugerðarfarganinu en heibrigðu skynseminni.
Jósef Smári Ásmundsson, 29.8.2014 kl. 17:41
Gott að vita Jósef.
Takk fyrir innlitið Óskar minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2014 kl. 18:11
Er ekki eitthvað skrýtið í málflutningi Færeyinganna? Þeir geta nú varla kvartað undan þjónustuleysi þegar Landhelgisgæslan sendir flugvél með varahluti til þeirra djúpt út í haf. Fékk skipið svo ekki að koma til hafnar þegar það þurfti og fá þjónustu til lagfæringa á því sem bilað var? Hvað þurftu þeir meira? Voru þeir vatns og matarlausir? Efast stórlega um það, svona stórt skip á úthafsveiðum. Auðvitað eigum við nágrannaþjóðir að létta undir með hvor annarri eins vel og við getum, mér finnst bara eitthvað gruggugt við þennan málflutning skipverjanna.
Guðmundur (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 20:06
Vonandi verða þeir jafn fljótir að fyrirgefa og við.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 20:10
Heil og sæl Ásthildur mín. Nú þykir mér afar vænt um Færeyinga sem hafa reynst okkur afburða vel, en þessar reglur eru settar í einhverjum tilgagni og hafa verið í gildi í áraraðir. Þannig að eigum við bara ekki að kenna Jóhönnu Sigurðardóttur um sökina á þessu? :)Svo þegar æsingurinn var búinn, þá kom í ljós að hann var ástæðulaus.
Það er margt sem þarf að lagfæra í okkar þjóðfélagi en það er einhver hatursáróður í gagni í fjölmiðlum, og þá spyr ég hver ber ábyrgð á honum? Þurfum við ný fjölmiðlalög, sambærilg og í nágrannaríkjum okkar?
Sigurður Þorsteinsson, 30.8.2014 kl. 10:00
Guðmundur ertu virkilega að meina að við hefðum átt ofan á þessi óforskömmugheit að neita þeim um neyðaraðstoð, því það er neyð þegar skip er vélarvana á þessum slóðum?
Sigrún ég held að færeyingar sjái málið eins og það er, að hér var um að ræða einn kerfiskarl sem var að leika sig stóran.
Sigurður jú við skulum bara kenna Jóhönnu og Steingrími um þetta klúður. Bara skil ekki af hverju þessar andstyggilegur reglur voru settar á. Ég skammast mín alveg jafn mikið fyrir því. :)
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2014 kl. 12:07
Alls ekki Ásthildur. Að sjálfsögðu á að veita þeim þá þjónustu sem þeir þurfa til lagfæringa á skipinu, og hafi þá nauðsynlega vantað vatn og mat til að komast til næsta áfangastaðar þá að veita þeim slíkt. Hins vegar er málið það að við þurfum ekkert að vorkenna Færeyingum. Þeir þurfa enga ölmusu. Þá þarf síst að vorkenna færeyskum útgerðarmönnum því þeir af sama meiði og íslenskir kollegar þeirra og vilja að samfélagið snúist um þá.
Það var talað um hroka í Íslendingum gagnvart Færeyingum varðandi þetta mál. Mér finnst það að hlaupa um borð í skipið með pizzur og hamborgara ekki síður hroki því vesalings áhöfnin leit hreinlega út eins og betlarar og fátæklingar sem ættu ekki til hnífs og skeiðar. Mér fannst því lítið gert úr áhöfninni. Þarna hlupu margir Íslendingar eftir upphrópanir fyrirsögnum í stað þess að kynna sér málið.
Ég er alls ekki að segja að þessar reglur séu sanngjarnar en þær eru þó til staðar og starfsmaður gæslunnar hefur væntanlega þurft að framfylgja þeim.
Guðmundur (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 14:53
Skil þig og rökin. En samt sem áður finnst mér að við eigum ekki að fylgja einhverjum reglum beint án þess að íhuga réttlætið í þeim. Enda hefur komið í ljós að þessi ákveðni starfsmaður hafði túlkað lögin of þröngt og þurfti að bakka með álit sitt sem betur fer.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2014 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.