26.8.2014 | 22:57
Þjóðarsálina ber að hlusta á.
Þarna stangast ýmislegt á að mínu mati. Það sem kemur fram í hljóðritaðri viðræðu við lögreglustjóra fyrrverandi, segir ákveðna sögu um vítaverða framkomu innanríkisráðherra í þessu máli.
Í Kastljósi margítrekaði innanríkisráðherra að hún hefði ekki gert neitt rangt, en þegar hún var spurð um lykilatriði í tilsvörum fyrrverandi lögreglustjóra þá var alveg ljóst að hún taldi sig ekki hafa gert neitt rangt. Hún virðist ekki skilja hvernig þessi mál virka, hún virðist telja að þarna sé hún sem bara Jóna Jóns út í bæ að verja sjálfa sig og sitt fólk en gerir sér ekki grein fyrir því í hvaða stöðu hún er, sem yfirmaður þeirra sem eiga að rannsaka málefni innanríkisráðuneytisins. Ég verð að segja að í viðtalinu við hana í Kastljósi kom fram algjör rörsýn hennar á mikilvægi málsins, og það er sorglegt að segja að hún virðist ekki skilja alvöru afskipta hennar af málinu.
Ég var í stríði í mörg ár út af afskipum lögreglu og dómsyfirvalda af syni mínum, sem móðir, en ef ég hefði verið dómsmálaráðherra, hefði ég einfaldlega ekki getað það, því þá hefði ég verið vanhæf.
Hanna Birna telur sig hafa verið að gegna skyldum sínum gagnvart sínum undirmönnum í ráðuneytinu, en áttar sig ekki á því að hún ber einnig ábyrgð á öðrum undirmönnum. Svo sem eins og lögreglunni og lögreglustjóra.
Ég verð að segja að ég tel málefni ríkisstjórnar komin í algjört öngþveiti þegar ráðamenn eins og forsætisráðherra og fjármálaráðherra fara í vörn fyrir þennan tiltekna ráðherra, með fullri virðingu, þá Þeir þeir virðast ekki skynja ástandið í þjóðfélaginu, eða telja að það skipti engu máli, meðan þeir eru við völd. En þannig er það bara að misbjóða almenningi á þennan hátt gengur ekki til lengdar.
Ég verð að segja að í upphafi var ég svo sem ekki ánægð með þessa ríkisstjórn, en í samanburði við þá síðustu þá taldi ég að ekki gæti vont versnað. En Guð minn góður þessi viðbrögð Sigmundar og Bjarna eru þess eðlis að ég bara get ekki annað en vantreyst þeim í áframhaldandi stjórnarsamstarfi.
Ég hlýt því að vonast eftir því að sem fyrst verði nýjar kosningar og við náum að setja saman ríkisstjórn sem vinnur fyrir almenning í þessu landi.
Því miður virðist afar langt í svoleiðis, því kjósendur hafa þvílíka rörsýn á stjórnmál að þeir velja fjórflokkinn að megin hluta til, en hafna þeim flokkum sem eru að reyna að hasla sér völd með réttlætið og sannleikan að vopni.
Hvað er að þessari þjóðarsál, sem kýs yfir sig aftur og aftur spillinguna sem þrífst í fjórflokknum, og af hverju í fjandanum fer það fólk ekki út úr fjórflokknum sem veit og hefur upplifað samstöðuna og spillinguna í gömlu pólitíkinni?
Það er talað um að meðan almenningur segir ekki neitt geti Hanna Birna verið áfram í kraft embættis síns, en hafa menn spáð í kommentakerfin og viðbrögð almennings þar? Hin eiginlega þjóðarsál birtist einmitt þar og hún er öll á sama veg, fólk er búið að fá nóg af stjórnmálamönnum, svikum, bulli og spillingu. Þess vegna ættu ráðamenn að taka í taumana og gera eitthvað í málunum, í stað þess að stama og hiksta og reyna að þvæla málin svo sundur og saman að pínlegt er á að horfa.
Please hætti þessu og farið að hlusta á þjóðarsálina.
Umræða um lekamálið ósönn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022157
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl Ásthildur mín. Velti því fyrir mér hvar þjóðarsálin er og hver er réttur talsmaður hennar. Lengi vel hefur DV og Fréttablaðið einmitt sig vera réttan fulltrúi þessa sálarteturs. Það er ekki langt síðan að formaður Sjálfstæðisflokksins var kjörinn á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar vann Bjarni Hönnu Birnu í formannsslag, og á næsta landsfundi sagðist Hanna Birna ekki ætla að fara fram því að fólkið á landsfundinum hefði talað. Ekki sættu allir sig við þetta og fljótlega tóku við skoðanakannanir, sem Viðskiptablaðið stóð að, skoðanakannanir sem sumir sögðu fengnar fram með leiðandi spurningum. Auðvitað tók DV og Fréttablaðið undir, og svo fylgdu Stöð 2 og RÚV. Var þá komið ástand þar sem þjóðarsálin hafði talað? ...og ef þjóðarsálin sagði að Hanna Birna hefði átt að taka við sem formaður, af því að hún væri hæfust, hafði þá þjóðarsálin rangt fyrir sér því að nú kalli hún á afsögn Hönnu Birnu.
Eða var það þjóðarsálin sem talaði þegar 98% þjóðarinnar felldi Svavarssamninginn í Icesavemálinu. Var það þjóðarsálin sem þá krafðist ekki afsagnar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, því allir fjölmiðlar Jóns Ásgeirs, RÚV, og DV lögðu enga sérsaklaga áherslu á afsögn?
Eða er þjóðarsálin komin í fallega kúluhúsið á Ísafirði, og þar er komin fram talsmaður þjóðarsálarinnar.
Getur verið að öll mál verði að fá að fara í sinn farveg, og æskilegt sé að ákvörðunartaka allra þeirra sem að svona málum kom mótist af þroskaðri tilfinningagreind.
Sigurður Þorsteinsson, 27.8.2014 kl. 06:58
Málið virðist hafa farið sinn farveg, Sigurður. Það hefur enn á ný sannast það sem allir vissu sennilega hvort eð er. Ísland er bananalýðveldi sem stjórnað er af siðblindum rugludöllum. Ekkert nýtt hér á ferð.
Auðvitað fer enginn að segja af sér, enda ekki hefð fyrir því að fólk taki ábyrgð á gjörðum sínum.
Hörður Þórðarson, 27.8.2014 kl. 07:11
Sigurður minn, nei þjóðarsálin er ekki eingöngu í kúluhúsinu, en hún er vissulega þar líka. Hingað koma margir og þar eru allir á þeirri skoðun að Hanna Birna eigi að víkja, hefði átt að víkja strax eða stíga til hliðar meðan málið var rannsakað, það hefði verið það eina rétta, en þar á ofan á að sitja áfram, og síðan komi í ljós að hún hefur verið að skipta sér af málinu, er eitthvað sem er svo ósvífið að það nær engu tali.
Manneskjan er gjörsamlega siðlaus. Hún er sjálfsagt hin ágætasta manneskja heima hjá sér, en hún á ekki að hafa völd það er svo einfalt. Og ég verð að segja það að ég er virkilega sár við bæði Bjarna Ben og Davíð fyrir að fara niður á hennar plan, hélt að það væri meira spunnið í þá en svo. En svona er þetta. Valdið er orðið grímulaust að menn eru hættir að reyna að leyna því fyrir almenningi og þá tala ég um allt það fólk sem nú situr á alþingi og er í þeirri að stöðu að hafa áhrif.
NEi Hörður auðvitað segir enginn af sér í þessu máli, búið er að bola ríkislögreglustjóra burtu og búið að fá þangað manneskju sem að öllum líkindum verður tryggur bandamaður Hönnu Birnu. Hún á henni jú jobbið að þakka ekki satt?
Bananalýðveldi kemur afar sterkt inn í hugann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2014 kl. 10:55
Lögreglumafíudómsstólaríki, eða ekki?
Um hvað snýst málið í raun?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.8.2014 kl. 15:16
Það kom mér töluvert á óvart þegar ég hlustaði á Reykjavík síðdegis í gær að langflestir hvöttu ráðherra til að standa í lappirnar gagnvart þessum hælbítum eins og það var gjarnan orðað. Einnig var mikið um það sama í athugasemdakerfum fréttamiðlana í gær. - Svo ekki er nú öll þjóðarsálin á sömu skoðun.
Hef oft verið á báðum áttum en varð mjög hugsi yfir framgöngu Umboðsmanns Alþingis í þessu máli. Í lögreglurannsókninni þykir við hæfi að gefa sér allan þann eðlilega tíma sem sakamálarannsókn þarf en UA kastar sér í verkið af öllum krafti þó annað hafi mátt taka sinn tíma hingað til.
Umboðsmaður Alþingis vill fá allt skriflegt frá stjórnvöldum eftir að eitthvað klúðraðist í samskiptum við Jóhönnustjórnina. Gott og vel. En finnst ykkur ekki svolítið skakkt að hann tali við Stefán og birti orðrétt samskiptin við hann en gefur ráðherra engan tíma til að svara áður en hann birtir þetta almenningi? Það kemur aldrei sanngjörn mynd út úr svoleiðis vinnubrögðum.
En það er tvennt sem mér bregður mikið við að sjá síðuhaldara halda fram: Í fyrsta lagi að Stefáni hafi verið BOLAÐ burt! Hvar í veröldinni hefur það komið fram? Í öðru lagi er það á allra vitorði, a.m.k. flestra sem fylgjast með og vilja gæta sanngirni þá hefur nýji ríkislögreglustjórinn verið talinn besti lögreglustjóri landsins. Og kona. Þarf að tortryggja ALLT?
Það þurfa fleiri að kíkja út úr rörinu sínu sýnist mér.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2014 kl. 17:34
Það er synd að sumir skuli meta tryggð við einhvern flokk eða stjórnmálastefnu ofar skilvirku og heiðarlegu stjórnarfari.
Hörður Þórðarson, 27.8.2014 kl. 20:17
Mér finnst það ætti reyndar ekkert að vera að hlusta á "þjóarsálina" heldur einfaldlega fara eftir lögunum. Nú er Hanna birna að ráðast á umboðsmann alþingis sem er mjög ómaklegt þar sem hann er aöeins að vinna vinnuna sína og gera það vel. Lögreglustjórinn er líka að vinna sína vinnu og það er ekkert " of ýtarlega farið í rannsókn málsins" . Það á að fara ýtarlega í öll mál. Ég er sammála Herði Þórðarsyni.
Jósef Smári Ásmundsson, 27.8.2014 kl. 21:53
Eg er algjörlega sammála Herði og Josef ...en ein spurning sem mer finnst allof litið hafa verið spurð Stefán Eiriksson let af embætti og sennilega af þvi hann var löngu uppgefin á Ráðherra með alla sina frekju og eftirrekstur og var löngu farin að svipast um eftir öðru embætti .En ,,,næstum sama dag er ráðið i stöðuna hans og ekki auglyst ? ...eg hvert ykkur tilað lesa pistil eftir Rúnar Þór Petursson i pessunni um siðustu helgi og ath hvað hann hefur til málanna að leggja .......mer finnst það meira en athygli vert ...........það er ekkert atugavert við vinnu Umboðsmanns Alþingis ,,,en það er verullega athugavert við alla framkomu Ráðherra frá upphafi og siðast i Kastljósi i gærkveldi .....
rhansen, 28.8.2014 kl. 00:26
Stefán var farinn að hugsa sér til hreyfins fyrir löngu. Hann sótti um umferðastofu á sínum tíma en ég man ekki hvort að lekamálið var komið upp á þeim tímapunkti. Þetta er staða sem innanríkisráðherrann úthlutar svo samskipti hans við Hönnu Birnu hljóta þessvegna líka að vera á gráu svæði þessvegna. En eitt sem ég ætla að minnast á í framhjáhlaupi og það er aðkoma DV. Eftir því sem mér skilst eru starfsmenn ráðuneytisins og ráðherrann bundnin þagnareiði lögum samkvæmt. Samkvæmt mínum skilningi er þá fjölmiðlum ekki leyfilegt að bera það út til almennings ef þeir verða áskynja um brot á þessari þagnarskyldu. Ef þau gera það eru þau samsek. En það er skylda þeirra að láta lögregluyfirvöld vita um brotið. Þessvegna væri rétt að ríkisvaldið höfðaði mál gegn blaðinu og þetta væri haft í heiðri héreftir.
Jósef Smári Ásmundsson, 28.8.2014 kl. 10:27
Takk öll fyrir innlitið. Jósef það var ekki DV sem fór af stað með málið, heldur var skjalið birt í Mbl og Fréttablaðinu í upphafi.
Sigrún. Ég tel það bara augljóst að Stefáni hafi gengið illa að eiga við yfirmann sinn. Mér sýnist það ljóst að hann byrjar að leita eftir annari vinnu, og fer svo að vinna hjá Reykjavíkur borg.
Hvað varðar nýja lögreglustjórann þá skiptir engu máli hvort hún er kona eða karlmaður. Mér hefur alltaf líkað vel við hana, hún kom vel fram við minn son á sínum tíma. En það er hvernig liggur í málinu, því það er orðið ljóst að hún var sú sem kom fyrst að skýrslumálinu svokallaða. Það gerir málið frekar flókið. Hér er ekki verið að tortryggja hana, heldur gerir öll stjórnsýslan í dag mig tortryggna, því maður veit aldrei hvað fólkið er að plotta.
Ég tel mig þess utan sæmilega víðsýna manneskju.
Sammála þér Hörður, sumt fólk sér ekki út fyrir pólistískan ramma sinn og það er hættulegt.
Jósef þetta með þjóðarsálina kom nú bara upp í umræðunni um stöðu Hönnu Birnu, þar sem það kom fram að hún gæti einungis setið áfram ef hún fengi stuðning síns fólks og svo þjóðarsálarinnar.
Takk Rhansen, já það er athyglivert að svona gekk þetta fyrir sig, það er rétt eins og það hafi verið búið að ákveða þetta fyrirfram.
Manstu hvað greinin hét sem Rúnar Þór skrifaði? er svolítið forvitinn.
Ég tek það fram að ég er ekki haldinn neinni illgirni, og er farin að vorkenna Hönnu Birnu, en það er ekki hægt að láta þetta mál renna án þess að kafa ofan í botnin á því, við getum ekki unað því að ráðamenn þjóðarinnar virði ekki lög og reglur sem er í gangi í þjóðfélaginu, það skal jafn yfir alla ganga.
HVað varðar það að umboðsmaður alþingis hafi birt ummæli ríkislögreglustjóra, þá kom það fram að þetta er regla sem umboðsmaður hefur haft áður og ekkert athugavert við það, hann var áður búin að skrifa Hönnu Birnu tvisvar og fékk ekki fullnægjandi svör, sem varð til að hann kallaði til sín lögreglustjórann fyrrverandi og komst þannig að þessum afskiptum ráðherrans.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2014 kl. 11:02
Ég tók DV sem sökudólginn vegna þess að það blað hefur verið mikið í umræðunni en þá er það náttúrurlega Mogginn eða fréttablaðið. Það blað sem var fyrst með "fréttina".
Jósef Smári Ásmundsson, 28.8.2014 kl. 14:54
Jamm Morgunblaðið og Fréttablaðið birtu fyrst skjalið, en DV hélt því til streitu. :)
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2014 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.