9.3.2007 | 12:05
Föstudagur snjór og baráttuandi.
Jamm í dag er föstudagur, hann er frekar úfin hér á Ísafirði, en ekki samt svo að það er búið að fljúga. Föstudagar eru ágætir, þá er vinnuvikan búin og við tekur helgin sem maður hefur sjálfur til ráðstöfunar svona í flestum tilfellum. Í kvöld er ég boðin í mat til fjölskyldunnar minnar frá El Salvador, Isobel Diaz er mjög góður kokkur og galdrar fram allskonar skemmtilega rétti frá sínum heimahögum. "Babusas" finnst mér rosalega góðar. Litlar pönnukökur úr maísméli fylltar með dásamlega krydduðu grænmeti og kjöti. Það er annars alveg sama hvað hún eldar það er allt svo gott og skemmtilega kryddað. Ég á því von á góðu. Það stóð til að fara inn í Reykjanes, en verður sennilega ekki vegna rysjóttrar tíðar. Svo það verður bara slakað á heima hjá sér, og sinnt gróðri, sáningu og priklun. Allaf lengist dagurinn hjá okkur, og nú er orðið vel bjart um áttaleytið. Þetta er allt að koma. Og þegar snjórinn hylur þá verður allt bjartara. Hann er nú svolítið á hreyfingu blessaður, vill hrynja niður úr fjöllunum, og niðri í bæ er honum hrúgað upp og ekið með hann í burtu. Enn eru samt fjallháir snjóhaugar hér og þar um bæinn til mikillar gleði fyrir ungviðið, þessir haugar eru þaktir hlæjandi börnum. Sumir elska snjóinn meira en aðrir. Hann gleður samt aðra líka þó á annann hátt sé, því mokstursmennirnir fá meiri aur í vasan við að koma honum í burtu. Bændur og búalið gleðjast yfir að hann hylji tún og akra, svo minni hætta er á kali. Blóm og tré kúra undir hvítri sæng og kuldaboli nær ekki til þeirra meðan snjórinn hylur jörð. Allt helst þetta í hendur. En nú er sum sé föstudagur og vonandi verður helgin ykkur öllum notaleg. Ég ætla að mæta á fund í Hömrum á sunnudaginn til að sýna stuðning við mitt fólk í baráttu fyrir tilveru bæjarins míns. Við verðum öll að standa saman og sýna að okkur er full alvara með að vilja vera hér áfram. Það er kraftur í Vestfirðingum, en það er ekki nóg ef hendur okkar eru sífellt bundnar á bak aftur. Við þurfum að leita leiða til að geta verið sjálfbær og sjálfum okkur nóg. Ég er viss um að við getum gert ýmislegt ef við leggjumst öll á eitt. |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vorið er að koma veiii. Takk fyrir innleggið kæra Ásthildur og megi helgin vera þér og þínum væn
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 13:51
Þið eruð frábærar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2007 kl. 13:55
Yndisleg stemmning af heimahögunum. Takk fyrir það. Ég vona bara að þessi vitundarvakning verði sterk og til árangurs. Nú er kominn tími til að hætta að klifa á sökudólgum og fara að virkja mannauðinn og hugmyndirnar, sem krauma undir yfirborðinu í þessu kröftuga fólki, sem þarna býr. Það þarf raunar varla annað en að gefa tóninn, þá mun allt vakna á ný. Fortíðin kemur aldrei aftur og þaðan af síður dæmir hún framtíðina undir sitt vald, ef við leyfum henni það ekki. Þetta er nefnilega allt spurning um hugarfar og viðhorf. Tækifærin eru þau sömu fyrir þessa fallegu byggð og þegar fyrsti landnámsmaðurinn steig á land. Allt var hans úrræðum falið og viðkoma hans byggði á útsjónasemi, trú og einurð hans. Í dag er nýr dagur og ný framtíð óendanlegra möguleika. Hvern dag erum við ný sköpun. Hið gamla er farið. Enginn getur verið það í dag, sem hann var í gær nema að einsetja sér slíkt. Ótti við skort og uppgjöf leiðir af sér skort og uppgjöf. Við erum og verðum, það sem við hugsum..
Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2007 kl. 13:57
Takk fyrir hlýleg orð Jón Steinar minn. Og þetta er alveg hárrétt hjá þér, og vert að hafa í huga.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2007 kl. 15:06
Áfram birta og komandi vor..bæði á landi sem og meðal manna.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 15:40
Takk báðar tvær, jamm þetta var góður matur hjá frú Diaz að venju. Og svo mikill kærleikur og knús á því heimili.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2007 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.