23.7.2014 | 11:53
Daglegt brauð.
Veðrið hér er dásamlega gott, það er hálfsól og hlýtt, í gær var hitinn mældur 20° án sólar, Þó ekki væri þess getið sérstaklega í útvarpi allra landamanna, því eins og allir vita "eiga" austfirðingar og norðlendingar góða veðrið. Það væri annars gaman að vita hvert hitastigið yrði á Akureyri ef hann væri mældur á útskaga beint á móti norðri? Það er nefnilega ekki sama hvar hitinn er mældur, hér í nokkur ár var hitinn líka mældur á Ísafirði og var þá hitastigið oft hærra en á Akureyri. Því miður var það aflagt. En nóg um það.
Hér eru nokkrar myndir úr garðinum mínum.
Lóðin mín er að verða einn frumskógur,sem gefur mikið skjól.
Þá getur verið notalegt að færa stólana bara bak við hús og njóta sólarinnar þar, þessi mynd er tekin í fyrradag.
Ég er nýbúin að taka þetta beð í gegn og gróðursetja. Er svona að mynda mig við að skreyta garðinn minn.
Já hér kennir ýmissa grasa skal ég segja ykkur.
Það sama má segja um mannfólkið, hingað koma oft skemmtilegir gestir, þetta par var að koma frá Hellissandi, hitti þar konu, og þar sem hann er áhugamaður um kúluhús, og er að hanna slík, reyndar bara gróðurhús, sagði hún honum frá mér, svo þau komu og kíktu við.
Virkilega gaman að spjalla, hann er frá BNA en hún frá Ástralíu. Og eru á puttaferðalagi um Ísland, umhverfisvæn og dugleg. Ég fæ aðeins meiri trú á bandaríkjamönnum þegar ég hitti fólk eins og hann.
Þau gáfu sér góðan tíma til að sitja og spjalla, hann sagðist örugglega ætla að byggja kúluhús, og við bundumst fastmælum um að hann myndi hafa samband þegar hann byrjaði á því verkefni.
Svo var bara eftir að kveðja, þau voru að leggja af stað til Hólmavíkur.
Hvað ungur nemur gamall temur, Sigurjón að ræða við afa, hann og mamma hans kíktu við líka.
Já það þarf að ræða málin stundum.
Og jafnvel æfa sig smá.
Þessi stöng var sett upp á sínum tíma fyrir Úlfin til að hanga, og strákarnir nota sér það litlu frændurnir. En aldrei stelpur skrýtið?
En Lotta er afar gestrisin og lætur sér þykja vænt um gesti og gangandi, nú er hún að þvo sér.
Vandlega það er meira en að segja það, svo loðin sem hún er þessi elska.
Já og svo þarf að slaka á eftir erfiðið.
En ég er á leiðinni út í góða veðrið á Ísafirði. Eigið góðan dag elskurnar
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022157
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nokkuð hefur borið á að hingað komi ferðamenn frá Berlín. Í gær komu fyrst þrír gestir og tilkynntu að þau væru frá Berlín og spurðu hvort þau mættu skoða og taka myndir, það er auðvitað ekkert nýtt, en góðfúslega leyft, seinna um daginn komu svo fleiri, kona sem reyndar býr hér hálft árið með vini sínum gestkomandi, hún sagðist hafa lesið greinina um kúlun og miss Áru í ferðaritinu Geo.
´
Í morgun komu svo mæðgin, þegar þau gengu upp heimreiðina, kallaði konan, er þetta miss Ára? Hún var með blaðið í hendinni og greinina góðu. Þau voru afskaplega ánægð og voru líka ... frá Berlín.
Svo líkast til er ég að draga hingað erlenda gesti á eigin spýtur :)
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.7.2014 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.