Lognið á undan storminum.

 

Kl. 16.00 eða fjögur á mannamáli, geisist hópur af ungu fólki heim í kúluna, um 20 manns.  Þetta eru félagar, vinir og frændur stubbsins míns, hann á sem sagt afmæli í dag og verður 10 ára.  Það er búið að panta pizzur og gos, sælgæti bíður þess að vera sett í skál til að bera fram, og kökur og kex ef menn eru ennþá svangir eftir pizzuát.  Sum sé allt tilbúið.  En nákvæmlega núna ríkir ró og friður, svona einmitt góður tími til að setjast aðeins og setja nokkra stafi á skjáinn.

Það þarf kraftaverk til að breyta þessum ótrúlega skógi í foss lífsins; segir stubburinn og dæsir.

Ha hvaða foss? Spyr amma undrandi.

Ég meina hárið á mér.  Hann er sum sé að gera sig tilbúin fyrir veisluna. 

Og er að kemba sig með lúsakambi.  Hehehe.....  LoL

Ég þarf að hætta við að vera með húfu, það er bara svoleiðis heldur stubburinn áfram.  Og heldur áfram að greiða hárið búin að bleyta það svo óstýrilátir lokkarnir falli á sinn stað. 

 

Svona er nú það, og nú má ég rjúka til að sinna skildum mínum.

 

Bara eitt í lokin.  Verið góð við hana Guðbjörgu Kolbeins, hún gerði mistök og líður örugglega ekki vel.  Vonandi ber hún líka gæfu til að biðja stúlkuna og aðstandendur hennar afsökunar.  Við getum öll gert mistök, en það að biðjast fyrirgefningar er merki um þroska og gott siðferði.

 

Heyri í ykkur seinna í kvöld.  Bestu kveðjur.  Cesil.

P.S. Botti litli lifir ennþá, hann fór í aðra laxeringu í gærkvöldi, en virðist ekki ætla að ná sér á strik.  Prakkarinn er orðin frískur, svo einhver hefur notið góðs af Epsomsaltinu. 

Sjáumst Cesil.  Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Bestu afmæliskveðjur til stubbsins frá gamla kennaranum.  Góða skemmtun

Katrín, 8.3.2007 kl. 17:08

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Innilegar afmæliskveðjur til þess háaldraða Ekki leiðinlegt að eiga afmæli á þessum merkisdegi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 17:16

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Til hamingju með stubbinn. Skemmtilega veislu!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 17:53

4 identicon

 Til hamingju með og til guttans (púkans) Það er máliið Guðbjörg gerði mistök og sem betur fer ekki óbætanleg.

Vona svo sannalega að hún eigi eftir að sjá að sé og byðjast fyrirgefningar,held að hún eigi erfitt uppdráttar sem fræðimaður ef hún gerir það ekki. kveðja Stakkanespúkinn Rannveig

Rannveig Höskuldsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 18:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur, ég er að farast úr hávaða hehehe.... en lifi þetta þó af.  Og klukkan rétt orðin 6. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2007 kl. 18:14

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Friður og ró hefur færst yfir svæðið. Og ekkert uppvask, því allt var þetta óvistvænt pappadót og plast sem notað var til að snæða og drekka af.  Þetta voru nú allt saman ljúflingar og gaman að hafa þau, þó líf væri í tuskunum.  En nú er bara að njóta þess að hafa frið og ró   hjúkket  Og er ekki eitt rauðvínsglas vel við hæfi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2007 kl. 19:37

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

innilegar hamingjuóskir frá okkur syni mínum ...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2007 kl. 21:58

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskuleg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022151

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband