Hvað er eiginlega í gangi?

Ég er ekki alveg á þessu, hvað gengur stjórnvöldum til að fá jafn umdeildan mann og Hannes Hólmstein til að rannsaka eitthvað eins og bankahrunið.  Og til hvers, hvað á að koma út úr þessari rannsókn?  Hvað með rannsóknarskýrsluna sem gerð var? var hún ekki nógu góð?

Hver treystir þessum annars ágæta manni til að gera hlutlausa skýrslu um bankahrunið?  Jú auðvitað innmúraðir sjálfstæðísmenn, en bara innmúraðir, sem hvort sem er trúa öllu sem þeim er sagt af sínum flokksmönnum.  

 Er þetta ef til vill tilraun til sjálfsmorðs af hálfu Sjálfstæðísflokksins?  Ætli Framsóknarflokkurinn standi einhuga með samstarfsflokknum að þessu?

Hvenær ætla íslenskir stjórnmálamenn að skilja að þeir geta ekki hagað sér eins og þeir vilja, langlundargeð íslendinga er svona um það bil að verða búið.  Og þegar það gerist, þá er aldrei að vita hvað gerist.  

Hvaða flokki sem þeir tilheyra hafa þeir orðið uppvísir að lygi, óheiðarleika, svikum, lagabrotum og þeir eru hættir að skammast sín eða fela það.  Þetta er mín upplifun af því fólki sem hefur verið í eldlínunni í stjórnmálum undanfarin mörg ár.  

En dropinn holar steininn, og stundum bara getur maður ekki annað en tjáð sig.  Hannes Hólmsteinn er auðvitað ekki slæm manneskja, né ætlar sér neitt illt.  En málið er að almenningur treystir honum ekki, frekar en öðrum samgeltendum stjórnmálaflokkanna, svo sem eins Björn Valur er fyrir Steingrím og svo framvegis.  Fólk er löngu farið að sjá í gegnum þetta.  Það er eiginlega komið nóg.  

Þegar fólk þekkir ekki sinn vitjunartíma þá er ástandið orðið frekar tvísýnt.  

Reynið nú að fara að hugsa um almenning í þessu landi og hag þess, en ekki pólitískt stolt ykkar sjálfra.   

 Sannleikann á borðið takk og engar refjar.  Og refsingu fyrir þá sem rændu og rupluðu þessa þjóð takk og engar refjar.  Takmörkun á sjálftöku örfárra á kostnað almennings takk og engar refjar.  Til dæmis að rannsaka skiptastjóra og hvernig þeir haga sér með þau fyrirtæki sem þeir hafa í sínum klóm, og hvernig þeir haga sér þar, takk og engar refjar.  

Við erum lítið og fámennt land og það er bara óþolandi hvernig örfáir einstaklingar fá einkaleyfi á að féfletta almenning endalaust með vitund og vilja stjórnvalda, af hvaða flokki sem er við stjórn.  


mbl.is 10 milljónir fyrir skýrslu Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sé ekki annað en að þetta sé vandlega skipulögð aðgerð til að hvítþvo DO og hans þátt í aðdraganda hrunsins, sem aldrei hefur verið gerður opinber. Ég hef  alltaf trúað því að Bjarni Benediktsson sé vel meinandi og glöggur maður en þessi nefndaskipan styrkir mann enn og aftur í þeirri trú að hann hafi ekki bein í nefinu til að standa gegn harðlínuöflunum í kring um Davíð.  Þess vegna ætti hann að snúa sér að öðrum störfum en stjórnmálum. Og með svona vinnubrögðum stefnir Sjálfstæðisflokkurinn óðfluga í að verða 20% flokkur eða minni.

Þórir Kjartansson, 8.7.2014 kl. 09:00

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Því miður virðist það líklegt. En málið er að dyggir kjósendum, eldra fólk sem kýs alltaf það sama, fækkar ár frá ári af skiljanlegum ástæðum, yngra fólkið er að því leitinu til skynsamara að það ber meiri virðingu fyrir kosningarétti sínum.

Svo er ekki bara hægt að skrifa þetta á Sjálfstæðisflokkinn, hinir gömlu flokkarnir eru í raun ekkert betri. "sérfræðingar" eins og Baldur Þórhallsson, Eiríkur Bergmann og Vilhjálmur Matthíasson falla allir í þennan sama flokk, og eru talsmenn Samfylkingarinnar svo dæmi séu tekinn. Fræðimenn verða aldrei trúverðugir nema þeir haldi sig langt frá hinu pólitíska litrófi, en séu ekki svo innvíklaðir að þeir gerist meira að segja varaþingmenn.

Veit ekki hvað þarf til að eyða þessari spillingu og óþverraskap sem er svo rík meðal ráðamanna landsins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2014 kl. 10:38

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er nema von þú spyrjir. Maður á eiginlega ekki orð um þessa vitleysu lengur.

Halldór Egill Guðnason, 8.7.2014 kl. 18:12

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er sko ekki öll vitleysan eins svei mér þá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2014 kl. 20:00

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Af hverju EKKI Hannes Hólmsteinn?  Vissulega er hann XD maður.  Og hvað með það?  Fyrir mína parta er komið nóg af Þorvaldi Gylfasyni.  Báðir eru þó fræðimenn sem ætla mætti að væri treystandi.

Ég stend með þessu vali - það er komið yfrið nóg af kratabulli.

Kolbrún Hilmars, 8.7.2014 kl. 21:28

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kolbrún mín, ég er alveg viss um að bara það að Hannes Hólmsteinn er þarna í forsvari gerir skýrsluna ekki trúverðuga. Þorvaldur Gylfason, Eiríkur Bergmann, Baldur Þórhallsson og Vilhjálmur Matthíasson ættu heldur aldrei að koma nálægt því að gera óháða úttekt um nokkurt mál, allir þessir menn eru háðir stjórnmálaflokkum. Það hljóta að vera einhverjir þarna úti sem geta tekið á þessu án þess að vera inblandaðir í pólitík. Það segir mér bara að ráðamenn sem fá þessa menn í úttekt vilja fá sína útgáfu af sannleikanum. Og það er ekki líðandi. Þetta eru sjálfsagt allt bestu menn, en hlutleysi háir þeim ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2014 kl. 22:02

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvar eigum við að finna fólk sem er hlutlaust?  Sennilega er það ekki til, þótt það væri besti kosturinn. 

Næstbest er að finna fólk sem kann til verka en er meðvitað um gagnrýnt eftirlit.  Við erum jú bara að panta skýrslu!  Er það ekki?

Kolbrún Hilmars, 8.7.2014 kl. 22:41

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú, en hvað er það sem stjórnvöld vilja fá út úr þessari skýrslu? Er í farvatninu að fá einhverjar bætur frá öðrum löndum?

Ég er sammála þér í því að það er erfitt að finna fólk sem er hlutlaust, en það er örugglega hægt að finna fólk sem vinnur faglega og tekur réttar ákvarðanir til heilla landi og þjóð. Þess vegna á ekki að ráða fólk sem hefur ákveðnar skoðanir á hlutunum og hefur tjáð sig á einn eða annann hátt um málið. Mig minnir að Siv Friðleyfsdóttir hafi ekki mátt taka ákvörðun um virkjun á sínum tíma, af því að hún hafði tjáð sig um málið á einhverjum tímapunkti. Erum við þá í einhverri afturför?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2014 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2020815

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband