3.7.2014 | 12:42
Ég hef ekkert með þessi mál að gera lengur.
Það er alveg með ólíkindum hvað fólk getur verið ósvífið, nú eða spillt þegar það hefur gert eitthvað af sér, og málið komist upp. Hvað með að viðurkenna mistök sín og biðjast afsökunar?
Spyrill: Hefði ekki verið rétt að spyrja bankaráðið fyrst.
Lára. Bankaráðið var ekki spurt, og nú hefur komið í ljós að það var ólöglegt.
Og svo framvegis.
Spyrill, svona eftir á að hyggja var þetta ekki röng ákvörðun?
Kom þessi gullkorn: Ég er ekki lengur í bankaráði og hef ekkert að gera með þessi mál lengur.
Kemur opinberum starfsmönnum sem sagt ekkert við lengur, þegar ólögmætar ákvarðanir eru teknar af þeim sjálfum?
Fellur sem sagt ábyrgðin niður um leið og viðkomandi hættir starfi?
Hverslags réttarkerfi búum við eiginlega við?
Gera yfirvöld sér ekki grein fyrir því að starfsfólk og stjórnendur eru undir sömu lög sett og almenningur.
En sennilega ekki við miklu að búast þegar sjálfur dómsmálaráðherrann og aðstoðarmenn hennar sem eru með réttarstöðu sakborninga er ekki vikið frá tímabundið meðan verið er að rannsaka málin.
Málið er að allar svona uppákomur koma óorði á stjórnvöld, og vekur reiði fólks sem þarf að horfa upp á jón og Séra Jón, og að ekki gildi sömu reglur um alla.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er svona álíka ósvífið og í fréttum á RÚV í gær þegar að spyrill spurði Sigurð Inga Jóhannsson Landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra hvort að það skipti ekki máli um flutning fiskistofu hvort að það væri óhagræði í því að flytja hana norður?.
Hann sagði að það skipti engu máli hvort að það hlytist óhagræði af því og kostnaðurinn við það væri 200 miljónir, það vantar störf á Akureyri sagði hann blákalt.
Helgi jónsson (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 15:08
Ertu ekki að grínast í mér?
Hvað er að þessu fólki?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2014 kl. 17:14
Ásthildur, það er ekki inni í myndinni að nútíma Íslendingurinn viðurkenni mistök, hvað þá að hann biðjist afsökunar.
Þórir Kjartansson, 3.7.2014 kl. 17:39
Margir hverji, bara ekki þeir sem eru í framvarðarsveitinni, þeim er fyrirmunað að biðjast afsökunar hvað þá viðurkenna mistök.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2014 kl. 18:34
Þetta er dæmi um spillingu og spillt hugarfar embættismanns.
Jens Guð, 3.7.2014 kl. 19:07
Svo sannarlega þetta fólk er hætt að skammast sín fyrir hræsnina og spillinguna. Finnst þetta vera orðið "góðkennt"
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2014 kl. 20:13
Hvað eruð þið að argast í þessu máli? Þessi Lára er(sem mun aldrei borga þennan pening til baka, né heldur Már) besta vinkona Jóhönnu Sig, okkar f.v.forsætisráðherra sem kostaði þjóð sína (með Steingrími sínum) hundruði milljarða. Þetta eru hreinir smáaurar miðað við öll þau ósköp.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 22:10
Ríkisskattstjóri sagði, "Við flytjum störf, en ekki fólk". Frábært..
Allt í einu, var engin þörf fyrir fyrir þessa 8 einstaklinga fyrir sunnan
og þeim var hliðrað til í önnur störf. Ný störf voru sköpuð á Akureyri
fyrir 8 manns. Það þýðir á mannamáli, að útþennsla ríksins jókst
um 25 milljónir ári, miðað við meðallaun. Var þetta fólk þá ekki
bara baggi á ríkinu úr því að þetta var svona einfallt..???
Hvað verður um þessa 40 hjá Fiskistofu...???? Þeim verður
ábyggilega úthlutuð einhver þægileg vinna á vegum ríksins,
hliðrað til, eins og það heitir á Ríkisnesku, og áfram stækkar báknið.
Miðað við við þessar tilfærslur hjá Ríkisskattstjóra, þá er það viðbúið
að allt liðið á Fiskistofu, fái annað verk að gera á kostnað okkar almennings.
Ef við reiknum svo út upphæðina sem fer í allt þetta leikrit, þá erum
við að tala um 40 störf sinnum tveir, vegna þess, að það hlýtur að
þurfa jafn mikin fjölda á Fiskistofu á Akureyri eins og var í Reykjavík.
Þá er útkoman, aðeins um 24 milljónir á mánuði eða tæpar
300 milljónir á ári. Þá er samt ekki verið að skoða kostnaðinn
við flutninginn. Þess plebbi getur svo snúið sé við og sagt seinna,
"Ég hef ekkert með þessi mál að gera og mér kemur þetta ekki við."
Íslensk úr sér gengin pólitík heldur því miður ennþá velli.
Þetta undirstrikar, að eitt stærsta vandmál Íslendinga eru,
pólitíkusar og sérstaklega embættismannkerfirð eins og leggur sig.
Ótrúlegt að þufa horfa uppá svona árið 2014.M.b.kv.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 4.7.2014 kl. 00:35
Stjórnarskrá.
" 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki …1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög."
27.3.2013
Alþingi samþykkti í kvöld með 24 atkvæðum gegn 3 atkvæðum að til laga Árna Páls Árnasonar, Katrínar Jakobsdóttur og Guðmundar Steingrímssonar varðandi tímabundnar breytingar á stjórnarskrá um hvernig breyta megi stjórnarskrá á næsta kjör tíma bili án þess að boða til kosninga gengi til 3. umræðu. 22 þing menn greiddu ekki atkvæði.
Skil vel að Katrín Jakobsdóttir geti ekki tekið drengskaparheit sitt að stjórnarskránni ...
Hvenær í andskotanum ætlar íslenskur almenningur að skilja á meðan þeir sem eru kosnir sem löggjafar ( fólk kýs ekki ríkisstjórnir ( !!! ) ) brjóta á grunnstoðum laga, ríkir í raun lögleysa!
L.T.D. (IP-tala skráð) 4.7.2014 kl. 02:18
Sæl Ásthildur.
Ef túlkun lögfræðingsins Láru V Júlíusdóttur er rétt, að málið komi henni ekki lengur við, má þegar í stað leggja niður Sérstakann og hætta öllum málsóknm á hrunverjanna. Svindlið sem þeir stunduðu kemur þeim þá ekki lengur við, þeir eru jú allir hættir störfum við bankanna og "stórfyrirtækin".
Reyndar má segja, ef þessi túlkun Láru er rétt, að leggja megi niður ríkissaksóknara líka, þar sem afbrotamenn geta í öllum brotamálum borið við sömu rökum, málið kemur þeim ekki lengur við þar sem þeir séu hættir að stunda þessi afbrot, a.m.k. í bili.
Auðvitað verður að draga Láru fyrir dómara, ef við ætlum að halda uppi réttarkerfi í landinu.
Gunnar Heiðarsson, 4.7.2014 kl. 07:08
Takk öll fyrir innlitið.
Gunnar það er nákvæmlega það sem ég er að hugsa, með því að viðurkenna þessa röksemdarfærslu er verið að stefna í algjöra óstjórn og vitleysu sem enginn sér fyrir endann á.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2014 kl. 10:02
Einmitt Sigurður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2014 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.