28.6.2014 | 23:50
Þegar karlakórinn sló í gegn í Bolzano.
Jamm eða þannig. Hótel Sitta átti afmæli og það hafði verið beðið um að kórinn héldi smá tónleika, og í staðin var kórnum og eiginkonum boðið í kvöldverð.

Já hér bjuggum við við torgið, rétt í hjarta Bolzano. En nú er eitthvað að gerast sem karlarnir okkar sáu ekki alveg fyrir.

Víst var búið að ræða það svona fram og til baka en ég held að okkar menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir hvað hékk á spítunni, en nóg umk það. Hér átti að fara fram tónleikar á torginu og það var bara gaman.

Þessar elskur voru búnir að hanna sér búninga fyrir Ítalíuferðina, ekkert svona smaladæmi.. eða þannig

Já þeir sómdu sér vel þarna niður í Bolzano okkar menn.

Fararstjórarnir okkar voru með lífið og sálina í öllu sem við gerðum, þau eru algjörlega einstök, stofnuðu þettar Eldhúsferðir til að framfleyta sér í söngnámi í Bolzano og ég hef oft farið með farartjórum víða, en ég verð að segja að þessi tvö standa algjörlega upp úr því öllu saman.

Vestfirsk glæsimenni algjölega.

Stoltar eiginkonur fylgdust svo ákafar með.

Þetta er hann Hrein einn af einsöngvurum Karlakórsins. Og söngurinn vakti mikla athygli bæjarbúa.

Ójá við elskum okkar menn algjörlega

En ömmuhjartað í mér er alltaf á varðbergi.

Litlar skottur eiga greiðan aðgang að mínu gamla hjarta

Tala nú ekku um ef þær eru tvær.

En þær kunnu ekki síður að meta kórinn en við eiginkonurnar.

Því þær fóru að dansa með söngvum kórsins.

Hvað er eiginlega hægt að biðja um meira en barnslega einlægni og aðdáun?

Því bragð er að þá barnið finnur

Flottir aðdáendur karlakórsins.

Við hefðum auðvitað átt að fara og dansa líka.

Ef til vill ekki alveg með svona miklum tilþrifum

Það er nú ekki ónýtt að eiga svona flotta aðdáendur. Segi nú bara.

Og þá stóðst amman ekki málið.

Já það er nú það

Svo var kvöldverður í boði hótelsins.

Og við vorum frekar spennt hvað borið væri á borð.

Það sem er svo skemmtilegt við þennan stóra hóp er að það eru allir samtaka um að skemmta sér, aldrei neitt vesen og enginn klíkuskapur. Þetta er eiginlega ótrúlegt eins ólík og við erum, eða ef til vill er það einmitt þess vegna.

Beðið eftir matnum.

Eigendur hótelsins Eru miklir músik aðdáendur og upp um alla veggi eru frægir stjórnendur, og auðvitað er hér mynd af Ashkenazy.

Allavega maturinn smakkaðist bara vel, þó sumt væri frekar torkennilegt.

Ef þið eruð að undra ykkur á yfirlýsingunni á myndumum, þá bilaði vélin mín þannig að ég get ekki notað flassið, og þá verða myndirnar svona, sorrý.

En við nutum matarins og skemmtunarinnar mjög vel.

Jóna Fanney í öllu sínu tvíveldi svo falleg og háólétt, en samt svo dugleg og ákveðn þessi stúlka.

En það var ýmislegt sem átti eftir að koma í ljós, óvæntur gestur að mæta og svoleiðis. En enginn var með neinar áhyggjur út af því... eða þannig.

Því miður man ég ekki nafnið á þessum ágæta manni, en hann er víst vel þekktur þarna í suður Tíról sem leikstjóri. Og nú átti að taka það hehehe.

Já hann þekkti strax Gróu á Leiti.. eða þannig hahaha. Og þarna var planað hvernig átti að gera stóra hluti á torginu á morgun. Allir glaðir og fullir sjálfstraust, auðvitað væri þetta ekkert mál hehehe

Ekkert mál fyrir Jón Pál, handritið klárt og bara eftir að æfa sig daginn eftir.

Leikstjórinn meðita algjörlega og okkar menn fullir sjálfstraust.. enda nokkuð óskírir í hugsun eftir góða drykki og mat, sagði ég nokkuð um að drykkirnir voru fríir?

Hana þarna kemur villupúkinn aftur að manni, ekki hægt að taka út myndir, þannig að þið verðið bara að dást að Ásu og öllum hinum aftur

Já það var spekulerað í hver ætti að leika hvað, og hlutverkin valin þetta kvöld.

Það var óskaplega spennandi að upplifa hvernig listaverk verður til á núll komma núll tíma, en leikstjórinn var fullur traust á að okka menn myndu standa sig, svo ég tali nú ekki um þá sjálfa, frekar hálfa hahaha

En þá gerðist nokkur óvænt, fararstjórarnir okkar og uppvörtunardaman sem reyndist vera í söngnámi upphófu söng, Þessi skemmtilega stúlka heitir ... nú man ég ekki Rósa? En hún söng fallega og faglega.

Síðan kom yndislegur ástardúett fararstóranna okkar, eitthvað svo fallegt og frábært með litla barnið þarna á milli

Daginn eftir fór fram æfing á handritinu sem hafði verið kynnt kvöldið áður.

Og þá fór nú að renna tvær grímur á okkar menn, svona þegar málin voru kryfjuð til merkjar hehehe

Já alvara lífsins blasti við, það sem í gær virtist vera svooo einfalt og skemmtilegt, fór eiginlega að renna upp fyrir okkar mönnum að ef til vill gæti leynst þarna eitthvað sem þyrfti að ræða betur. Menn fóru yfir rulluna sína og sumir vildu helst bara láta sig hverfa, sérstaklega í ljósi þess að þetta var allt tekið upp af bæði pressunni og sjónvarpinu.

En æfingin gekk vel og leikstjórinn var algjörlega harður á sínu.

Og auðvitað var enginn leið til baka

Þetta var ströng æfing og margir stöldruðu við til að horfa á uppákomuna, en þetta var jú bara æfing, og nú átti eftir að koma búningar og allskonar skemmtilegt.

Konsertmeistarinn Margrét og leikstjórinn ráða ráðum sínum.

Já spennan í hámarki og saklausir gestir vita ekkert hvað er í vændum.

En plottið helsur áfram þið eruð gestir og fáið hlutverk segir leikstjórinn allt leyndól

Það sem hér á að gerast eftir hádegið, er að kórinn ætlar að syngja Bjössi á mjólkurbílnum eða Papaveri & Papere í leik, þannig að karlarnir okkar koma fram í ýmsum búningum og í hópum og byrja að synga algjörlega óvænt, svo gestirnir vita ekki á hvað þeim stendur veðrið. Og svo er að sjá hvor þetta heppnast.

Svo er að sjá hvort þetta heppnast, en það verður bara næst, svo var líka bílasýning á torginu þennan sama dag, og ég ætla að sýna myndir af nokkrum þeirra, en alveg bara næst. Eigið góða helgi elskurnar
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2022976
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Amma mía!
Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2014 kl. 00:59
Jamm þetta er spennandi
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2014 kl. 01:16
Takk fyrir að deila þessari skemmtilegu ferð með okkur.
Jens Guð, 1.7.2014 kl. 01:08
Mín er ánægjan Jens minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2014 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.