14.6.2014 | 12:57
Ferðin til Ítalíu.
Það myndi æra óstöðugan að ætla að segja frá öllu því skemmtilega sem við upplifðum í ferðinni. Karlakórinn Ernir ákvað að skella sér til Ítalíu með mökum. Við höfum farið nokkara svona ferðir og þær eru alltaf jafn skemmtilegar, því hópurinn er samhentur og góður félagsskapur, ótrúlegt því við minnir mig 85 manns.
En piltarnir okkar byrjuðu ferðina með að halda tónleika í Guðríðarkirkju í Grafarvogi, þar var fullt út úr dyrum, því bæði eru kórinn vel þekktur og margir vestfirðingar leggja leið sína til að hlusta á þá.

Tónleikarnir voru vel sóttir.
Síðan var ferðinni heitið til Munchen, þar sem fararstjórarnir tóku á móti okkur með tveimur rútum, til að aka okkur til Suður Týról, nánar tiltekið Bolzano.

Við vorum spennt fyrir ferðinni á flugvellinum.

Komin til Munchen og létt yfir mannskapnum.

Fararstjórarnir okkar reyndust vera alveg frábær. Þau eiga sjálf þessa ferðaskrifstofu Eldhúsferðir, eða Cucina Travel.

Það var galsi í mannskapnum.

Lögð af stað.

Allt snyrtilegt hér, eins og vera ber í Þýskalandi.

Sem betur fer voru engar fyrirstöður á hraðbrautinni eins og oft vill verða. Suður Týról tilheyrði Austurríki en eftir stríðið fengu ítalir landið, og hóf Mússolíni þá nauðungarflutninga, að flytja þýskumælandi fólk til suður Ítalíu og flytja þaðan fólki til Suður Týról. Það heppnaðist ekki mjög vel, því landbúnaður er mjög sérstakur í Týról, þar sem fjöllinn eru afar há upp í 3000 metrar, og djúpir dalir, sem fólk frá flatlendinu réði ekki við.

Förin liggur gegnum Brennerskarðið, þar sem hart var barist, þar eru virki sem voru notuð til að verjast óvininum. En hraðbrautin sem við ókum á er öll byggð á stöplum, og liggur meðfram hlíðum og yfir dali, ótrúlegt mannvirki, hún var opnuð einhverntímann milli 1950 - 60. Hún liggur ekki alveg upp við fjöllinn, til að forðast skriðuföll, sem eru tíð í þessum háu fjöllum, en þau eru víða lögð netum til að varna skriðum, eins og víða má sjá í Noregi.

Kastala má víða sjá hátt upp í hlíðum. Hér er búið langt upp eftir fjöllinn, og enn ofar má sjá bletti sem slegnir eru. Jóna Fanney annar fararstjórinn sagði okkur sögu um hvernig jóðlið varð til. Menn fóru upp í fjallið og slógu bletti sem þar voru, en í stað þess að bera heyið niður snarbrattar hlíðar, þá bundu þeir töðuna í bagga og rúlluðu því svon niður, en af því að skógurinn er svo þéttur, þá sást ekki til þeirra sem biðu neðar í fjallinu eftir sendingunni, því göluðu þeir Júlúhe, til merkis um að bagginn væri á leiðinni, og þegar hann komst svo niður, jahúu, kvað þá að neðan, svo þannig byrjaði jóðlið í Týról.

Þá erum við komin á hótelið, Stadt Hotel Cittá. En hér í Bolzano, þar sem við bjuggum eru allar merkingar bæði á þýsku og ítölsku, þar sem hér búa bæði ítölskumælandi íbúar og þýskumælandi.
Reyndar er eitt tungumál til viðbótar hér elsta tungumálið ladin. Það tungumál er talað í sveitinni og eru mismunandi mállískur vegna þess að áður en dalirnir voru vegi lagðir bjó fólkið mest á sínu svæði og þróaði sitt eigið mál, sem ennþá má heyra. Týrólabúar tala líka allir mjög góða ensku.
En nú verð ég að hætta í bili, en á eftir að segja frá mörgu skemmtilegu, eins og ísmanninnum Otzi, dolomitafjöllunum og ferðum í kláfum.
En nóg í dag eigið góðan dag elskurnar
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2022979
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að fá að fylgjast svona með. + Gaman að fróðleiksmolunum sem fylgja með.
Jens Guð, 16.6.2014 kl. 01:58
Takk Jens minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2014 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.