Taka tvö.

 

 

Hér er ég í öllu mínu fínsta pússi.  En fyrir nokkrum árum var haldið hér á Ísafirði konu Galakvöld.  Sigga Maja Gunnarsdóttir stóð fyrir því og fékk hún mig til að vera svona fyrir og eftir heiðursgest.  Mætti ég í upphafi í vinnugallanum og þóttist rífast við veislustjórann, fór síðan út í fússi, en var svo tekin, dubbuð upp, greidd máluð og klædd upp og mætti svo í lok kvöldsins til leiks sem svona glæsikvendi.

 

Ég er að rifja þetta upp núna, vegna þess að ég hef ákveðið að taka þátt í fegurðarsamkeppninni hennar Matthildar Helgadóttur,”óbeisluð fegurð” sem fram fer á Ísafirði á næstunni.  Og ég ætla að hafa rosalega gaman að henni.

 

Matta og LangaMangagengið eru alveg frábær.  Þeim dettur ýmislegt í hug, og þau framkvæma það líka.  Nú hafa þau farið af stað með þessa skemmtilegu keppni, þar sem allir geta verið með.  Keppnin er þvert á aðrar slíkar keppnir, þar sem engar útlitskröfur eru gerðar, heldur að fólk komið til dyranna eins og það er klætt.  Að það sjáist að hér er á ferðinni venjulegt lifandi fólk.

Ég tel mig alveg geta passað inn í þessa keppni, með öll mín ár, reynslu og hrukkur. Gleði og sorg.  Eins og Matthildur segir sjálf, af hverju ættum við að fela það sem hefur gert okkur að því sem við erum.  Við eigum að bera það með reisn og vera stolt af því sem við höfum. 

Ég er viss um að þessi keppni verður ljómandi skemmtileg og uppbyggileg, og sendir þar að auki þau skilaboð út í heiminn, að fegurðin kemur ekki endilega innpökkuð í siliconi og fegrunaraðgerðum.  Hún kemur frá okkur sjálfum, lífi, starfi og því sem við geislum frá okkur.   

Jæja ekki tókst vel til í fyrstu tilraun, vonandi kemur þetta núna.  Sorrrý kann ekki nógu vel á þetta system ennþá. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Cesil mér finnst þessi fegurðarsamkeppni algjört æði.  Mótvægi við hinar hallærislegu og hefðbundnu fegurðarkeppnir. Ég er ekki í vafa um að þú vinnur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 11:43

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vá, hvað þú ert flott - vinnur þessa keppni, nema ég komi vestur og rústi henni

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2007 kl. 11:43

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heyrði einmitt um þessa keppni í útvarpinu um helgina og fannst þetta svo sniðugt

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2007 kl. 11:45

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyrðu nú Hrönn mín þú mátt ekki skemmuleggja þetta fyrir mér hehehehe.....

Takk Jenný mín sko

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2007 kl. 12:40

5 identicon

Frábært  alveg!!! Þið eruð svo mikið alvörufólk fyrir vestan.'Eg hefði mætt á mótórhjólinu mínu full gölluð og alles.

Gangi þér allt í haginn.Stakkanespúkinn Rannveig

Rannveig Höskuldsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 12:44

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert örugglega velkomin í hópinn hehehe.....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2007 kl. 13:39

7 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Sniðug keppni, alveg hárbeitt finnst mér. Gangi þér vel.

Ragnar Bjarnason, 6.3.2007 kl. 14:02

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ragnar minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2007 kl. 14:03

9 identicon

'Ashildur mín getur þú gefið mér mail hjá þér ,,,þarf að byðja þig um smá greiða kv Rannveig

Rannveig (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 17:00

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ekki málið asthildurcesil@gmail.com

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband